Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLl 1976 15 --T Vigsla brúará Blöndu hjá Blönduósi 1897. FORSPJALL: Þegar við höldum hundrað ára af- mæli Blönduóskauptúns, á elfurin Blanda drjúgan hlut að máli, þvi á þessum stað hefði kauptún aldrei byggzt ef hún hefði ekki búið því stað En hvenær mynntist Blanda fyrst við Ægi? Þeirri spurningu getur enginn svarað, því upphaf fljótsins í árdaga þekkir enginn maður Var Blanda kannski til á hlýindaskeiðinu milli isald- anna og markaði sér þá braut um landið, sem hún síðan hefir farið? Eftir lok síðari ísaldar hörfaði jökull- inn brátt af öllu láglendi, en íshellan lá lengi enn á hálendinu og bættust á fannir hvern vetur Þegar sumarsólin hellti brennheitum geislum sínum yfir fsinn og fannbreiðurnar færðist ofur- vöxtur í elfina Mun vöxtur hennar hafa verið minnst fjórfaldur við það sem hún verður nú mest. Tók hún þá trölla- tökum á björgum og öðrum fyrirstöð- um og molaði allt smátt, geystist fljótið ofan dalina allt til sjávar Þá tóku máttarvöldin i taumana og fólu land- vættum að stöðva óhemjuna í bili og láta hana vinna annað þarfara verk en rífa niður. Brugðust landvættirnar vel við og sendu mikla skriðu úr fjallinu austan við dalinn norðan við Þor- brandsstaði. Var kraftur skriðunnar svo mikill að hún fyllsti ekki aðeins farveg árinnar heldur og hljóp langt upp í ásinn vestan megin. Þar heita nú Köldukinnarhólar, en skriðan austan megin árinnar er kölluð Buðlunganes og er um 300 metra breið, og svo var hún há að áin myndaði stöðuvatn yfir allan Langadal og tók hana marga tugi ára að sverfa niður farveg svo jafn- streymi yrði. Þá kom i Ijós er vatnið fjaraði að framburður árinnar hafði myndað mikið og slétt undirlendi, sem síðar urðu grasgefin engjalönd bænda i dalnum Þegar sólin svellin máði, sunnanblærinn lék við skaut, jokulhjálminn geislinn gljáði, glóðin feldinn niður braut, feikna vexti fljótið náði fjötraviðnám landsins þraut. Allt frá jökla kólgu kinnum, klauf hún Blanda heiðarvang, kletta braut að bergsins innum, byllti jörð í Ægis fang. Kynngi magnað flóði finnum, fipa manna yfirgang. En allt þetta gerðist mörgum öldum fyrir landnám á íslandi. HAFNARMÁL: Elztu sagnir frá komu hafskipa í Blönduós er að finna í Landnámu en þar segir, að Ævar Ketilsson helluflaga hafi siglt knerri sinum norður fyrir ísland inn Húnaflóa og hafnað i Blönduósi. Fór Ævar upp með Blöndu um Langadðl. Nam Ævar land upp frá Móbergsbrekkum og bjó i Ævars- skarði Þess er þá og getið i Vatnsdælu að Eyvindur sörkvir landnámsmaður í Blöndudal hafi siglt Stiganda, skipi Ingimundar gamla, frá Noregi til ís- lands og tekið höfn í Blönduósi Knerrir landnámsmanna hafa verið allstór skip og rist djúpt, enda burðar- mikil eins og Ijóst er af því, að með þeim fluttust, hverju skipi, tugir manna, búpeningur, farangur nokkur og vistir, jafnvel timbur til bygginga Þetta sýnir ótvirætt að ós Blöndu hefur verið fyrir tæpum ellefu öldum miklu opnari, dýpri og vatnsmeiri en síðar varð, og má um það kenna samvinnu þeirra Ægis og elfarinnar að skapa nýja strönd Frá fyrri öldum eru fáar sagnir um komu kaupfara i Blönduós, enda brim tið við ströndina og Ósinn oft ófær. Þarna er hvorki vík eða vogur né annað hlé fyrir stórsjóum Húnaflóa. Þó er h.u.b. einum km. fyrir norðan Blöndu örlítið vað í norðanveðrum, sem seinna getur en þar var ströndin stórgrýtt, og því ekki lendandi meðan ekki var úr bætt. Og aldir renna. Húnvetningar sóttu verzlun sína til Borðeyrar við Hrúta- fjörð, þ.e.a.s. þeir er bjuggu vestan Viðidalsár, en búendur í austursveitum sóttu verzlun i Höfða á Skagaströnd. Blanda var válynd og oft illskiptin fyrir þá er bjuggu vestan hennar, komst þar margur f krappan dans, og fyrir kom, að sú ferð í kaupstaðinn væri sú hinzta. í verzlunarferðum voru þó slys öllu færri en búast mátti við. Og enn streymdi tíminn fram. Eng- um kom i hug, svo vitað verði, að setja verzlun við Blönduós, þar til Ásgeir Einarsson á Þingeyrum kom til sög- unnar Ásgeir og Páll i Dæli voru þingmenn Húnvetninga árið 1875 Þá báru þeir fram frumv. á Alþingi um löggildingu verzlunarstaðar við Blönduós. Þrátt fyrir mikla mótspyrnu varð frumvarpið að lögum sama ár. Ári seinna, 1876, byggði Jarowsky Tom- sen fyrsta verzlunarhúsið á Blönduósi, á árbakkanum sunnan við Blönduós- inn. Sama ár flutti Hillebrandt kaup- maður á Hólanesi verzlun sina til Blönduóss og setti hús sin innan Blöndu, á sömu slóðum og Tomsen mágur hans Nokkrum árum seinna, árið 1882, hóf Höepfner verzlun á Blönduósi. Þá voru ibúarnir 48. Kaup- túnið óx svo hægt og hægt Eftir fráfall Thomsens kaupmanns árið 1877 keypti Jóhann Möller verzl unina og rak hana til dauðadags 1903. Jóh. Möller var mikill athafna- maður, framfarasinnaður og vinsæll. Jóh Möller byggði mörg íbúðarhús á Blönduósi m.a yfir embættismenn, er fluttust til Blönduóss um 189 7 Og á margan annan hátt jók hann velmegun og veg staðarins. Jóhann Möller undi illa við hafnleys- ið á Blönduósi og hugði ákveðið til umbóta, hafði hann tekið eftir að sjólag var nokkru betra innan við Bolanöf, en það er klettasnös er gengur nokkuð fram í sjó norðan við Mógilshvamm. Eftir nákvæma athugun á sjólagi og hvernig stefna bryggjunnar myndi bezt verða, lét hann 1898 byggja 25 metra langa bryggju fram undan Mógils- hvammi Bryggjan var traust gerð úr 8 tommu trjám og klætt á með plönkum, kerin síðan þétt grjótfyllt Jóhann Möller ætlaði sér að lengja bryggjuna síðar, ef fé fengist til, en því miður var sá mikli athafnamaður allur áður en af því varð. Jóhann Möller dó árið 1903 Seinna lét sýslufélagið Tengja bryggjuna með nýjum plankakerum, sem voru svo óvandlega gerð að þau biluðu í brimgarði árið 1917 og skal þess ekki frekar getið, þó undirritaður kæmi allmikið við sögu endurbygging- arinnar. Með hafnarlögum frá 1946 var kauptúnum falin stjórn hafnarmálanna á hverjum stað, undir yfirstjórn vita og hafnarmálastjóra Var þá ekki lengur beðið Sama ár kaus sveitarstjórn Blönduóshrepps hafnarnefnd, og var undirritaður form hennar Þegar lét nefndin byggja ker á Skagaströnd, 12 x 10 m. Kerið var sett 10 m frá þáverandi bryggjuhaus, hólfið á milli var steypt, og fyllt mpð grjóti, og dekkið steypt. f' Árið 1953 voru steypt ker á Skaga- strönd fyrir Blönduóshöfn Næsta sum- ar voru þau flutt til Blönduóss og Þryggjan þar lengd með þeim um 20 m. Var þá komið allgott viðlegurúm fyrir minni millilandaskipin, og þau notuðu það Þá var steyptur skjólvegg- ur á norðurkant bryggjunnar, hæstur við bátaskýlið, því þar bar brimið hæst, vegna mótstöðunnar við skýlið Nú var komin aðstaða fyrir olíufélög- in að dæla olíunni úr skipum sínum við bryggjuna í geyma á landi, enda byggðu þau þegar mikla geyma fyrir bensín og olíur, skammt ofan við bryggjuna Allar framkvæmdir við Blönduós- höfn hafa frá og með 1946 verið gerðar samkvæmt teikningum og fyrir- sögn Magnúsar Konráðssonar verk- fræðings Var samvinna okkar hin ágætasta sem ég vil þakka Eftir að ég hætti oddvitastörfum á Blönduósi, og formennsku hafnar- nefndar árið 1 958, hefir stjórn þessara mála verið í höndum Jóns ísbergs sýslumanns, er unnið hefir að þeim með áhuga og ágætum RAFORKUMÁL: Á allfjölmennum hreppsfundi á Blönduósi þann 15. febrúar 1930 var svofelld tillaga frá Steingrími Davíðs- syni samþykkt i einu hljóði Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að rannsaka skilyrði og undir- búa rafvirkjun fyrir kauptúnið. í nefnd- ina voru kjörnir: Steingr. Davíðsson skólastjóri, Kristófer Kristófersson gjaldkeri og Friðfinnur Jónsson hrepp- stjóri. Blönduósingar höfðu þá um árabil komizt í nokkra snertingu við þá dýrð- legu orku, sem lýst gat og hitað hýbýli manna Lítill Ijósamótor hafði verið starfræktur frá árinu 1924 vegna sjúkrahússins og nokkur hús nutu góðs af. En kauptúnsbúar undu ekki við svo búið, og því kom fyrrnefnd tillaga fram og sem fékk almennan stuðning. Sumum þótti að vísu i mikið ráðizt á mestu kreppuárum þessarar aldar, og vist horfði illa um fjáröflun, en forgöngumennirnir létu ekki hug- fallast, þeir töldu þessa framkvæmd eitt bezta bjargráðið, sem og lika reyndist. Fyrstu undirbúningsnefnd- inni var Ijóst að Blönduóshreppur einn hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess, en sýslunefnd Austur- Húnavatnssýslu og samvinnufélögin hlytu að fást til samstarfs vegna sinna stofnana á Blönduósi, — vegna sjúkra- hússins og kvennaskólans annars veg- ar og hins vegar vegna frystihússins og margrar annarar starfsemi þá og síðar Voru því hafnar viðræður um málið við þessa aðila, en málaleitunin fann litinn hljómgrunn í fyrstu atrennu. Síðla þetta sumar, 1932, skoðaði Jakob Gíslason raforkumálastjóri virkj- unaraðstöðu þarna við Laxárvatn. Hann lagði til að leiða vatnið úr norð- urenda Laxárvatns, en aðeins ofan fyrir Sauðanestún, virkjunarstöð með tutt- ugu metra fallhæð Að þessu ráði var horfið Um haustið 1932 var rafveitufram- kvæmdin í heild boðin út, nema að- færsluskurðurinn frá vatnsenda að inn- taksþró-þrýstipípu Tilboð gerðu Hösk- uldur Baldvinsson verkfr., en hann hafði verið við mælingar á væntanleg- um raftaugum á Blönduósi, hann bauð í heildarverkið 146 þús. krónur, en Stefán Runólfsson bauð kr. 95 þús. Tilboð Stefáns réð úrslitum um. að hafizt var handa og byrjað að byggja rafveituna, því sýslunefnd vildi ekki að sinni ráðast í verkið, ef það þyrfti að kosta sem næmi yfir kr 100 þús. Nokkrir Blönduósingar undir forustu Kristins Magnússonar kaupmanns tóku í ákvæðisvinnu að grafa skurðinn frá Laxárvatni að inntaksþró Sú vinna var framkvæmd um veturinn 1932 — '33. Næsta sumar var rafstöðin byggð ásamt stíflum í Laxárvatnsós og há- spennulínur til Blönduóss og lág- spennulínur um kauptúnið Öllu þessu var lokið fyrir áramótin 1933—34 og stöðin sett í gang 1 janúar 1934 Þá skal þess getiðað nokkur hluti stíflunn- ar var gerður úr torfi, vegna þess að tími vannst ekki til að flytja á bátum eftir Laxárvatni. Sú stífla bilaði í mikl- um leysingum síðla vetrar en málinu var bjargað til bráðabirgða með timb- urbúkkum og sandpokum Orkustöðin við Sauðanes eins og hún var venjulega kölluð framleiddi í fyrstu 240 kw, en var seinna stækkuð í 500 kw. Orkan frá stöðinni var alla tíð seld svo ódýrt, að íbúar kauptúnsins og nærliggjandi bæja notuðu orkuna ekki aðeins til suðu og lýsingar, heldur einnig til upphitunar íbúðahúsa og þótti vel gefast og vera ódýrari en nokkur annar hitagjafi Helzt svo þar til rafveitur ríkisins illu heilli yfirtóku nefnda rafstöð og öll mannvirki hennar, þar með lágspennu- kerfi um kauptúnið og næstu sveita- bæi, árið 1951 HAPPAÁRIÐ MIKLA Árið 1897 bárust sérstök höpp á veg Blönduóskauptúns, sem þá var enn á bernskuskeiði, fámennt og fá- tækt Þetta ár tóku þar búsetu héraðs- læknir og sýslumaður Jóhann Möller kaupmaður tók embættismönnunum með opnum örmum og byggði hús fyrir báða Þá gerist það og þetta sama ár, að Hjaltabakkakirkja var tekin nið- ur, en í stað hennar reist ný kirkja á Blönduósi Og enn gerðist það þetta sama ár, að traust og vegleg stál- grindabrú, sem byggð hafði verið yfir Blöndu á klöppunum ofan við kauptún- ið var vígð þetta sumar, að viðstöddum mannfjölda Páll Ólafsson hreppsstjóri á Akri orti vigsluljóð er sungin voru við athöfnina Jóhann Möller hinn mikli hugsjóna og framkvæmdamaður var einn aðalhvatamaður að byggingu brú- arinnar SAMEINING KAUPTÚNSHLUTANNA Þegar samvinnufélögin hófu starf semi á Blönduósi notuðu þau sé'r þessa bættu aðstöðu og reistu sin fyrstu verzlunarhús skammt fyrir innan Skúlahorn Brátt óx rekstur Kaupfé- lagsins að miklum mun. Starfsfólk við verzlunin tók að byggja þarna á sjávar- bakkanum Þess skal og minnzt, að Kvennaskóli Húnvetninga hafði verið fluttur til Blönduóss árið 1901, og laðaði það enn menn til að byggja norðan óssins. Um 1 930 voru ibúarnir á Bakkanum nær þriðji hluti af ibúum alls kauptúns- ins. En það gerði gæfumuninn, að sá hluti var í Engihlíðarhreppi Sá hrepp- ur hirti tekjurnar af kauptúnshlutanum en kostuðu engu þar til. Blönduóss- hreppur varð fyrir nokkrum útgjöldum vegna ..Bakkans" t d vegna skóla- göngu barna. Þegar hér var komið sögu var farið að hreyfa því í hrepps- nefnd Blönduóshrepps, að nauðsyn bæri til að sameina kauptúnshlutana í eitt hreppsfélag Sá er þetta ritar bar fram tillögu um þetta árið 1932. Til- lagan fékk góðar undirtektir, en þó ekki nægilega ákveðnar til þess að hafizt væri þá þegar handa um nauðsynlegan undirbúning. Sameiningin varð ekki framkvæmd nema með lögum frá Alþingi Leið svo tíminn, málinu haldið á dagskrá með nokkuð auknum þrýst- ingi, og skilningur fólksins og ráða- manna fór vaxandi Og um haustið 1936 var tíminn fullnaður Þá um haustið ég ætla seint í október, sam- þykkti hreppsnefnd Blönduósshrepps einróma, að fá ef kostur væri lög frá Alþingi Kallaðir voru fleiri áhugamenn hreppsnefndinni til aðstoðar Fimm menn voru kosnir í framkvæmdar- stjórn. Skyldi nefndin kynna sér m.a. hugi manna á ..Bakkanum" til málsins. Reyndist svo, að flestir íbúar í kaup- túnshlutanum norðan Blöndu voru hlyntir sameiningunni, töldu hana nauðsynjamál hið mesta. Hinsvegar mátti búast við harðri mótstöðu hreppsnefndar Engihlíðarhrepps er taldi sveitahrepp sinn missa stóran spón úr aski sínum, sem og var Sókn og vörn í þessu máli var æðihörð, en sú saga verður ekki rakin hér. Hinsveg ar skal geta þess að haustið 1936 var undirritaður sendur suður til Reykjavík- ur til að fá frumvarp um sameininguna borið upp • Alþingi og fékk ég erindi sem erfiði í fæstum orðum sagt, þá var frum- varpið afgreitt sem lög frá Alþingi 1936 Þá var önnur lotan unnin, sú mikilvægasta. Eftir var að mæta kröf- um sveitarstjórnar Engihlíðarhrepps og taka landsspilduna úr Ennislandi eign arnámi, þvi engin von var um frjálsa samninga, þó það yrði að sjálfsögðu reynt Lögin hlutu nú formlega stað festmgu konungs, og þar til var ekkert meiriháttar gert í málinu. Ákveðið var að Hæstiréttur útnefndi matsnefnd til að meta ef til kæmi hvorttveggja skaðabæturnar til Engi- hliðarhrepps og landverðið til bónd ans, Þorsteins Sigurðssonar i Enni Einar Arnórsson hæstaréttardómari var formaður matsnefndarinnar Svo leið timinn fram á vorið Síðla sumars 193 7 lézt oddviti Blönduóshrepps. Þorsteinn Bjarnar- son, og undirritaður tók við oddvita- störfum í stað hans Skaðabótamálum Engihlíðahrepps og kröfu Ennisbóndans var báðum vís- að til matsnefndar Sameiningin var eðlileg og sjálf- sögð, enda orðið báðum kauptúnshlut unum til ómetanlegs hagnaðar Um það vitna nú allar sameiginlegar fram- kvæmdir í kauptúninu til þessa dags, og þær sem framundan eru. Nauðsyn þess að taka svo mikið land eignar- námi sem gert var árið 1936, var sú að á þeim tíma gátu íbúarnir ekki fengið mjólk keypta í sveitinni og urðu sjálfir að hafa kýr Þess skal til fróðleiks getið, þó ekki komi það beint við umrætt mál, er ég fór suður haustið 1937, þá festi ég til handa Blönduóshreppi kaup á svokall aðri Klaustureign, en það voru allar byggingalóðir svo og tún fyrir neðan Húnvetningabraut norðan Neðri brekku Kirkjusjóður átti þessa lands- spildu Spildan kostaði átta þúsund krónur og þóttu það góð kaup Saga þessa máls er miklu lengri en hér er greind og mjög knökrótt, getur því átt heima í sögu kauptúnsins en ekki blaðagrein Steingrímur Davíðsson: Nokkrir þættir úr 100 ára sögu Blönduóskauptúns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.