Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Dagstund í sumar- búðunum Ölveri þeim þyrfti ekki að leiðast þótt veður til útileikja væru ekki hagstæð. Hópurinn fyrir framan skálann. gaman að vera” UNDIR hlíðum Hafnarfjalls er staður nokkur nefndur Ölver. Þar hafa á seinni árum risið nokkrir sumarbústaðir, sem fólk frá Akranesi hefur gert og þar eru Ifka sumarbúðir. Sumarbúðirnar Ölver eins og þær heita hefur Kristrún Ölafs- dóttir rekið lengst af en hún er frá Akranesi og hefur allt frá árinu 1940 rekið sumarbúðir og byrjaði hún I skátaskála og tjöldum undir Akraf jalli Húsin I Ölveri keypti hún af Sjálf- stæðismönnum á Akranesi og er reksturinn I Ölveri 25 ára um þessar mundir, en sumar- búðirnar eru nú sjálfseignar- stofnun. Einn af fáum sólardögum sumarsins fyrir skömmu leit blaðamaður Mbl. við hjá Krist- rúnu og rabbaði við hana, en fyrst hitti hann tvo drengi úr Reykjavík. Jón Valdimarsson og Rúnar Grétarsson sögðust ekki hafa verið áður í sumarbúðunum í Ölveri en þeim fannst mjög gaman. Mest fannst þeim gaman að leika sér úti í brekku og henda hvor öðrum niður og slást pínulítið, en ekkert svo að þeir meiddust. Þeir félagar sögðu einnig að veðrið hefði ekki verið alltof gott þessa daga sem þeir voru búnir að vera í sumarbúðunum. oftast hafði verið rigning. Það vargreinilegt að brekkan sem þeir nefndu er vinsæl þvi flestir drengjanna voru þar að leik og nutu góða veðursins. Þeir voru allir sámmála um að það væri gaman í Ölveri og að hann Albert væri alltaf að fá þá í einhverjar iþróttir, hástökk, langstökk og stundum færu þeir i njósnaraleik eða indíána- !e«k. Albert áðurnefndi er Jón Valdimarsson nfu ára og Rúnar Grétarsson átta ára voru I skiDti f sumarbúðum. Strákunum fannst skemmtilegt að slást svolítið I brekkunni. m SUMARBUÐIR I25AR 1 eldhúsinu voru ráðs- konurnar á kafi við að búa sig Híldur Hallbjörnsdóttir og Sigriður Hjartardóttir. flokknum tæki Albert við nokkru af þeirra störfum en þeim finnst öll störfin skemmti- leg og þær kunná veí við sig í sumarbúðum. Þau voru öll sammála um að aðstæður til að hafa sumar- búðarekstur i Ölveri væru góðar. Þegar vont veður er geta þau farið með börnin inn i skemmu og þar er hægt að hafa alls kyns leiki, jafnvel fara í fótbolta og handbolta og sögðu þau að skemman væri mikið notuð í rigningum, og stytti daginn mikið fyrir börnunum, hana lika og er hún mikið notuð til innileikja, enda allstór. Næsta verkefni okkar er að lag- færa hana nokkuð og eitt, sem okkur vantar ennþá, er sund- laug. Fyrir fimm árum voru svo sumarbúðirnar gerðar að sjálfs- eignarstofnun og er það fólk úr KFUM og KFUK á Akranesi sem á sæti í stjórn sumarbúð- anna. Hingað koma börn viða að, flestir drengjanna, sem nú eru hér eru frá Reykjavík og nágrenni, einn er af Suður- Framhald á bls. 23 #> Bergsteinsson og var hann um- sjónarmaður drengjanna í þess- um flokki, en þetta er þriðja sumarið sem hann starfar í ölveri. „Við förum í gönguferðir með drengina," sagði Albert, „og nú er lika hægt að fara i berjamó, hérna rétt við girðing- una er að finna lyng og þeir gera mikið af því drengirnir að ganga á stultum. Það var fyrsta sem þeir spurðu að þegar á leiðinni hingað. Á kvöldin eru svo kvöldvökur og þar eiga drengirnir sjálfir mestan þátt með leikritum og fleiri atriðum sem þeir finna upp á að gera. Við höfum líka Bibliulestra og sýnum oft skuggamyndir og mikið er sungið líka. Ég nýt góðrar aðstoðar stúlknanna hér en þær hafa verið með alla stúlknaflokkana í sumar.“ SKEMMTILEGT AÐ VINNA 1 SUMARBUÐUM Stúlkurnar tvær þær Hildur Hallbjörnsdóttir og Sigríður Hjartardóttir, eru menntaskóla- nemar úr Reykjavík. Sigriður sagðist hafa unnið áður í sumarbúðunum en Hildur ekki. Þær hafa verið i ölveri í allt sumar og verið til aðstoðar í eldhúsi og séð að miklu leyti um stúlkurnar, en í sumar hafa verið 7 stúlknaflokkar en einn drengjaflokkur. Einnig sjá þær um alla ræstingu en þær kváðust vera meira með börnunum þegar stúlkna- flokkarnir væru. I drengja- Kristrún Ölafsdóttir undir að drengirnir kæmu inn til að drekka, því kaffitími var ekki langt undan. Kristrún Ólafsdóttir er sjálf ráðskona og með henni var Málfríður Sig- urðardóttir. Kristrún rakti ör- lítið sögu sumarbúðanna: „Ég keypti húsið hér af sjálf- stæðismönnum á Akranesi, þeir ráku um tima sumarhótel hér, og var ég hér með börn eitt sumar áður en ég keypti, til reynslu. Og þetta er 25. sumarið sem sumarbúðir eru hér. Við höfum breytt ýmsu lagfært og byggt við, svo nú er rúm fyrir 38 til 40 börn í einu. Þau sofa flest í sex manna herbergjum og er nokkuð rúmt um þau. 1 fyrstu höfðum við þó á leigu leikjaskemmuna, en fyrir nokkrum árum keyptum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.