Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976 Heimsmeistarinn í karate með sýningu í Laugardalshöll ÞAÐ var ekki mikill glæsibragur yfir mörkunum fjórum sem skor- uð voru f leik lA og KR á Laugar- dalsvellinum I gærkvöldi. Öll voru þau fremur klaufaleg og áttu aðdraganda f mistökum annaðhvort varnarmanna eða þá markvarðar. En þessi mörk telja jafnt og önnur, og það voru Akur- nesingar sem skoruðu þrjú þeirra, þannig að þeir fá stigin tvö sem um var keppt og halda þvf vel stöðu sinni við toppinn. Sigur Skagamanna f þessum leik var Ifka næsta sanngjarn þar sem þeir voru lengst af betra liðið á vellinum og þeim tókst að skapa sér bæði fleiri og hættulegri tæki- færi en KR-ingum. Er KR-liðið greinilega ekki eins sterkt um þessar mundir og það var um tfma f sumar, enda hrjá meiðsli leikmenn, og tveir þeirra leik- manna sem verið hafa fastamenn f liðinu f sumar voru f jarverandi f leiknum f gærkvöldi, Björn Pétursson og Hálfdan Örlygsson. Þá bætti það ekki úr skák fyrir KR í leiknum í gærkvöldi, að ein- um leikmanna þeirra, Hauk Otte- sen, sem kom inn á sem varamað- ur snemma í leiknum, var visað af leikvelli. Braut Haukur illa af sér, en þó alls ekki það alvarlega að hann ætti brottrekstur fyrir. Annars er það ljóður á ráði KR- inga að þurfa ævinlega að kenna dómurum og linuvörðum um ef illa gengur. Slíkt kann ekki góðri Iukku að stýra. Orsakanna þarf að leita til annars. Litlu munaði að KR-ingar fengju góða byrjun f leiknum í gærkvöldi, þar sem Jóhann Torfa- son átti skot f þverslá Akranes- marksins þegar á 1. mínútu leiks- ins. Færið sem Jóhann komst í var galopið og hálfgerður klaufa- skapur hjá honum að nýta það ekki betur. Það voru varnarmenn Akurnesinga sem áttu alla sök á því að færi þetta skapaðist, og Hörður markvörður átti svo loka- orðið með því að hika í úthlaupi. En Skagamenn voru ekki jafn- óheppnir þegar þeir fengu sitt fyrsta færi í leiknum á 4. mínútu. Þá hafði Karl Þórðarson leikið upp hægri kantinn og þaðan gaf hann knöttinn fyrir markið þar sem hans barst til Teits Þórðar- sonar. Skot Teits var algjörlega misheppnað, og vakti það mikla furðu þegar Magnús Guðmunds- son missti knöttinn undir sig og í markið. Fleira sögulegt gerðist tæpast í fyrri hálfleiknum en strax á 6. N.K. FMTASKVÖLD gefst fs- lenzku fþróttaáhugafólki einstætt tækifæri til þess að kynnast fþrottagrein sem Iftt er kunn hér- lendis, er heimsmeistarinn í karate, Japaninn Tanaka, heldur sýningu f LaugardalshöIIinni. Þótt fþróttagrein þessi hafi verið stunduð nokkuð hér á landi und- anfarin ár, hefur ekki farið mikið fyrir henni opinberlega, og helztu kynni sem fólk hefur haft af fþróttinni eru kvikmyndir, þar sem fallegustu hliðar fþróttarinn- ar eru ef til vill ekki dregnar fram. Karate-fþróttin er ævaforn fþrótt f Japan, og hefur verið mjög vináæl þar alla tfð. Iþróttin hefur sfðan verið að breiðast út smám saman, og er nú mikið iðk- uð víða um lönd. Það er Þorsteinn Viggósson, veitingamaður í Kaupmannahöfn, sem á mestan heiður af þvi að fá Tanaka hingað, en Þorsteinn er sjálfur karate-maður í fremstu röð og einn fárra sem hlotið hafa svart belti í Danmörku. Auk heimsmeistarans koma hingað sjö aðrir karate-menn frá Danmörku og taka þátt í sýningunni í Laug- ardalshöllinni, auk þess sem þar mun fara fram úrslitakeppni ís- landsmeistaramótsins i karate. Heimsmeistarakeppni í karate er haldin annað hvert ár og varð Tanaka meistari f fyrra. Hann hefur auk þess tvívegis orðið jap- anskur meistari í þessari fþrótta- grein. Hann hefur haft aðsetur í Danmörku að undanförnu og kennt þar íþróttina, og á hann örugglega verulegan þátt í þvf að Danir eiga nú harðsnúið lið karatemanna óg voru nokkrir Danir t.d. f fremstu röð í síðustu heimsmeistarakeppni. sýningin í LaugardalshöIIinni hefst kl. 21.15 á fimmtudaginn og mun standa í nærfellt tvær klukkustundir. Er fyllsta ástæða til þess að hvetja fólk að láta ekki þennan íþróttaviðburð fram hjá sér fara. Pétur Pétursson stekkur hærra en Stefðn Orn og skallar knöttinn f mark KR-inga hálfvegis aftur fyrir sig. Landsliðið hom- kerling mótahaldsins EINS OG skýrt hefur verið frá I Morgunblaðinu fer fram n.k. laug- ardag landsleikur I knattspyrnu milli íslands og Luxemborgar á Laugardalsvellinum. Leik þessum var fyrst og fremst komið á I þeim tilgangi að Islenzka landsliðið fengi verkefni og æfingu fyrir hina erfiðu leiki sem liðið á nú fram- undan I undankeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu, en leikið verður við Belglumenn 5. september og Hollendinga 8. sept- ember á Laugardalsvellinum. Vlst er að landsliðið hefur ekki haft mikinn tíma né tækifæri til þess að búa sig undir þessa leiki, og þvl ekki nema gott eitt um það að segja að fá Luxemburgara til þessa leiks, og að öllu jöfnu eiga þeir að vera mjög svipaðir að styrkleika og við, þannig að æfing sú sem fslenzka landsliðið hefði getað fengið út úr leik þessum hefði átt að vera hin æskilegasta. Hitt hlýtur að vekja mikla furðu hvernig að málum er staðið hjá KSÍ. Leikjaprógrammið hefur aldrei I sumar verið stlfara en einmitt þessa viku, og þeir leik- menn, sem koma til með að skipa landsliðið á laugardaginn, hafa flestir leikið nokkra erfiða leiki á fáum dögum, og ekki er unnt að hafa eina einustu samæfingu hjá landsliðinu fyrir leikinn á laugar- daginn. Þannig voru leikir um slð- ustu helgi, á mánudagskvöld, þriðjudagskvold, á miðvikudags- kvöld. tveir á fimmtudagskvöld og á föstudagskvöld munu Breiðablik og KR leika I Bikarkeppni KSÍ. Verði leikmenn úr þeím félögum valdir til leiksins við Luxemburg á laugardaginn mun ekkí einu sinni llða sólarhringur milli leikja hjá þeim Það er mjög erfitt að sjá tdgang I þvl hjá KSÍ að ráða hingað sér- stakan landsliðsþjálfara. eins og gert var að þessu sinni, þegar mótafyrirkomulag er slðan þannig að útilokað er að hafa landsliðsæf- ingar, og ekki er heldur unnt að sjá að landsliðsnefnd geti valið liðið sem á að leika við Luxemburg fyrr en að loknum leiknum á föstu- dagskvöldið — nokkrum klukku- stundum fyrir landsleikinn. Eini tfminn sem ætlaður er fyrir lands liðsæfingar I sumar virðist vera fjórir dagar I byrjun september og gefur auga leið hversu mikið er hægt að gera á þeim tlma til þess að tryggja að Islenzka landsliðið nái beztri hugsanlegri útkomu I leikjum slnum við Belglumenn og Hollendinga, en úrslit I þeim leikj- um hljóta að skipta Islenzka knatt- spyrnu höfuðmáli, a.m.k. út á við. Mikil framför hefur orðið á mótahaldi KSÍ á undanförnum ár- um, og þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en fram- kvæmd íslandsmótsins hafi orðið þeim sem hlut áttu að máli við skipulagningu þess til hins mesta sóma. Er af sem áður var er mót á vegum KSÍ fóru jafnvel fram I hrlðarveðri á jólaföstu. En við skipulagninguna hefur greinilega verið gjörsamleg horft framhjá hagsmunum landsliðsins. Það er hornreka mótakerfisins og þrátt fyrir það framtak stjórnarinnar að ráða sérstakan landsliðsþjálfara, mun það verða ofan á að leik mönnum er smalað saman til leikj- anna án þess að nokkur tlmi sé til samæfinga eða undirbúnings, sem hingað til hefur þó verið talið for- senda árangurs. Samkvæmt móta- skrá KSÍ á slðasti leikur Islenzku knattspyrnunnar að fara fram 12. september og má mikið vera ef ekki hefði verið unnt að teygja aðeins meira fram I september- mánuð til þess að gefa landsliðinu rýmri æfingatlma, jafnvei þótt fljótlega komi að Evrópubikarleikj- um þeirra þriggja Islenzku liða sem taka þátt I Evrópubikarkeppn- inni. stjl. mínútu seinni hálfleiks juku Skagamenn forystu sina. Þá var knötturinn sendur fyrir KR- markið, þar sem Magnús náði til hans en hélt honum ekki. Náði Jón Gunnlaugsson að senda inn á Pétur Pétursson sem slðan skall- aði I KR-markið, 2:0. Skömmu síðar gerðu Skaga- menn svo út um leikinn og var aðdragandi þess marks sá, að Ólafur Ólafsson hugðist skalla knöttinn til Magnúsar mark- varðar en tókst ekki betur til en svo að Pétur Pétursson komst inn á milli og skoraði með föstu skoti 3:0. Mínútu síðar skoruðu KR-ingar sitt eina mark, og kom það eftir að Jóni Gunnlaugssyni hafði mistek- izt að hreinsa frá. Skot kom á Akranesmarkið sem Hörður hálf- varði, en knötturinn hrökk til Jóhanns Torfasonar sem var I opnu færi og skoraði. Þegar á leikinn leið varð stöð- ugt meiri þungi I sókn Skaga- manna, enda þeir orðnir einum fleiri en KR-ingarnir. Oft skall hurð nærri hælum við KR- markið, sérstaklega á lokamlnút- um leiksins, er Akurnesingarnir fengu hvað eftir annað opin færi. Sem fyrr greinir á KR-liðið við erfiðleika að etja um þessar mundir. Tveir leikmanna liðsins, Guðmundur Yngvason og Guðjón Hilmarsson, urðu að yfirgefa völl- inn I fyrri hálfleik vegna meiðsla. í stað annars þeirra kom korn- ungur piltur, Magnús Jónsson, og verður ekki annað sagt en að hann hafi átt afbragðsgóða byrj- un sem meistaraflokksmaður. Bæði var að hann hafði betri boltameðferð en flestir félagar hans, og eins barðist hann af dugnaði og útsjónarsemi. Þar er mikið efni á ferð. Hjá Skaga- mönnum var annar ungur piltur 'einna athyglisverðastur I þessum leik. Sá heitir Pétur Pétursson — efnilegur piltur sem hefur næmt auga fyrir því sem er að gerast á vellinum og möguleikum sem skapast bæði fyrir sjálfan sig og samherjana. —stjl. LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 1, Guðjón Hilmarsson 1, Sigurð- ur Indriðason 3, Ottó Guðmundsson 1, Ólafur Ólafsson 2, Halldór Björnsson 3, Stefán Örn Sigurðsson 2, Örn Guðmundsson 2, Jóhann Torfason 2, Guðmundur Yngvason 1, Birgir Guðjónsson 2, Haukur óttesen (varam.) 1, Magnús Jónsson (varam.) 3. LIÐ ÍA: Hörður Helgason 2, Andrés Ölafsson 2, Björn Lárusson 3, Þröstur Stefánsson 3, Jón Gunnlaugsson 2, Jóhannes Guðjóns- son 2, Karl Þórðarson 2, Pétur Pétursson 3, Teitur Þórðarson 2, Jón Alfreðsson 2, Arni Sveinsson 3, Guðjón Þórðarson (varam.) 1. DÓMARI: Valur Benediktsson 1. Jack Nicklaus heldur sýningu á Nesvellinum EINN snjallasti fþróttamaður heims, bandaríski golfleikarinn Jack Nicklaus, kom hingað til lands f einkaþotu sinni f gær, og mun hann dvelja hérlendis um hrfð. Mun þetta ekki vera f fyrsta sinn sem Nicklaus kemur hingað til lands, en fremur hljótt hefur verið um ferðir hans til þessa, enda mun Nicklaus fyrst og fremst koma hingað til þess að njóta friðar og næðis, en af slfku hefur hann ekki mikið að segja á ferðalögum sfnum og keppni er- lendis. Nicklaus er mikill áhuga- maður um laxveiðar og mun stunda þær meðan á dvöl hans stendur hér. Jack Nicklaus hefur fallizt á að halda golfsýningu hér að þessu sinni, og verður hún á Nesvellin- um n.k. sunnudag, eftir kl. 13.00. Mun Nicklaus að mestu hættur að halda slfkar sýningar, en féllst á að sýna snilli sfna heflendis, gegn þvf að ágóði af sýningunni rynni til Ifknarmála. Aðgöngumiðar á sýningu Nicklaus verða seldir f Nesklúbbnum og f Leikfanga- landi f Veltusundi. Fjögur ódýr mörk er ÍA vann KR 3-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.