Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 29 VEU/AKANDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi tll föstu- dags. % Góðar fréttir Guðjón Bj. Guðlaugsson skrifar: „Nýlega bárust þær ánægjulegu fréttir á öldum ljós- vakans, að Samband norðlenzkra kvenna hefði gert eindregnar og ákveðnar samþykktir gegn reykingum. Það er vel að svo fjöl- menn og virðuleg kvennasamtök skuli ljá því nauðsynjamáli lið sem baráttan gegn tóbakinu er og stuðla á þann hátt að útrýmingu annarra eiturnautna svo sem víndrykkju, hassneyzlu og slíkra lifnaðarhátta. Þeim einstaklingum og félögum fjölgar óðum, sem snúast gegn reykingum g vinna ákveðið á móti þeim. Fyrst og fremst unglinga- deild góðtemplarareglunnar, þá Krabbameinsfélagið, S.D. Aðventistar, Hjálpræðisherinn, Fíladelfíumenn og sennilega fleiri trúfiokkar. En Þjóðkirkjan kirkja Krists sem stofnun, lætur sig ekki það mál varða, né bar- áttuna gegn víninu þö að einstaka prestar hennar og fylgjendur hafi vel gert í þeim efnum. Þó hefur fólk sýnt kirkjunni þá sjálfsögðu kurteisi og virðingu að neyta hvorki tóbaks né áfengis innan veggja hennar, nema þess víns, er hún treður upp á menn við altarisgöngur. Sem betur fer eru reykingar á ->hröðu undanhaldi. Það þykir ekki lengur fínt að reykja og á mörg- um stöðum er það algjörlega bannað, t.d. í bíóum, strætisvögn- um, langferðabílum, að nokkru i flugvélum á ýmsum vinnustöðum og heimahúsum og þeim stöðum fjölgar stöðugt þar sem ekki er reykt. Enda á það svo að vera. Þeir menn, sem ekki reykja, eiga ekki að þurfa að biðja menn að reykja ekki upp i vitin á sér, heldur á reykingafólk að leita leyfis viðstaddra ef það finnur ómótstæðilega þörf hjá sér fyrir að blása eitri út í andrúmsloftið. Samfélagið hefur sýnt þessum reykjarstrókum alltof lengi og alltof mikið umburðarlyndi. En nú hafa vísindin bent á að tóbaks- reykurinn er hættulegur þeim sem i honum eru þó að þeir reyki ekki. Frumstæðasta krafa mannsins er hreint loft. And- rúmsloftið er það fyrsta og síðasta sem maðurinn neytir í þessu lífi. Enginn hefur leyfi til að spilla því. Þá bárust að þessu sinni góðar fréttir af útisamkomum um' verzlunarmannahelgina. Mér er ljúft að geta þess sem áhorfandi að bindindismótinu í Galtar- lækjarskógi, að þar fór allt fram auðmýkingar... ætli þú kynnist því ekki nógu fljótt. — Það er nú meíri paradísin eða hitt þó heldur." Hann var svo bitur að ég gat ekki fengið af mér að fara að spyrja hann nánar út í það. — Eilífðar auðmýking. Christer sagði þessi tvö orð hægt og hikandi. — Eftir þvf sem ég fæ best séð er það aðeins á einu sviði sem kona Jóns Hallmann hafði tök á að auðmýkja hann og ræna hann sjálfsvirðíngu sinni. Hann var sjúkur og veikur maður og hefur sennilega ekki verið mikill elsk- hugi — og þá hafa komið upp vandamál á því sviði sem ella hefði getað verið þungamiðjan f þessu einkennilega hjónabandi. Og ég vænti þess að við getum tekið hringinn sem ytra tákn þess sem hafði verið að gerast — á fimmtudagínn. Demantarnir Ijómuðu á hendi Cecilíu, en hann sá nú bregða fyrir hræðslu I augum hennar. — Hringurinn! Þér vitið fullvel að hann hafði pantað hringinn með margra vikna fyrirvara til að gefa mér hann á afmælinu mínu. með mestu prýði. Fyrst og fremst var háttsemi fólksins og fram- koma, bæði yngri sem eldri, til fyrirmyndar, öllum til ánægju, gæzlan á svæðinu ágæt og varzlan í hliðinu örugg og röggsöm. Öllum þátttakendum og starfs- mönnum á mótinu vil ég færa beztu þakkir, bæði persónulega, og sem ritari Umdæmis- stúkunnar. Það eru tveir áratugir síðan Umdæmisstúkan nr. 1 hélt fyrsta bindindismót sitt með fáum hundruðum manna. Þá var óvið- ráðanlegur drykkjuskapur á úti- hátíðum og samkomum og talinn óumflýjanlegur hlutur en nú keppast allir við að banna og stemma stigu við drykkjuskap á útihátíðum. Slikur árangur hefur náðst fyrir fordæmi Umdæmis- stúkunnar. Góð og árangursrík samvinna um mótin hefur líka skapazt milli íslenzkra ung- templara og Umdæmisstúkunnar. Á þessum mótum þarf enga lög- reglu. Mættu skemmtihúsin í Reykjavik og mörg félagsheimilin taka sér bindindismótin til fyrir- myndar. Fækkaði þá slags- málunum við dansstaðina og minna yrði að gera hjá lög- reglunni. Vín er eitur i hvers manns beinum. Guðjón Bj. Guðlaugsson, Efstasundi 30, R." Það er rétt hjá Guðjóni, að mjög víða bárust góðar fréttir um verzlunarmannahelgina og gilti það um allar útisamkomur sem haldnar voru, að þær fóru mjög vel fram og ölvun hvergi teljandi. Þetta mega teljast góðar fréttir og á þeim þarf að vekja athygli, þvi oftast er nóg af þeim slæmu. % Á að styója afbrotamenn? Kona nokkur hringdi og sagði að nú væri verið að safna einhverjum krónum til styrktar þeim sem lenti í fangelsi erlendis fyrir smygl: „Mér finnst skjóta nokkuð skökku við þegar á að fara að safna fyrir þá sem hafa gerzt brot- legir við lög og þvi undarlegra sem það er að smygla eiturlyfjum. Það er vissulega ástæða til að vorkenna þeim sem hefur lent á glapstigum, en mér finnst samt engin ástæða til að hvitþvo þessa menn. Þeir verða aö taka sjálfir afleiðingum gerða sinna, það er ekki fyrirsjáanlegt hversu mikilli sorg og vandræðum maðurinn hefði valdið ef hann hefði komizt með þessi fíkniefni undan og þau komizt í hendur óharðnaðra ung- linga, og e.t.v. eyðilagt þann prúða hóp ungs fólks sem við eig- um hér á landi. Það væri nær að safna handa þeim sem hafa ánetjazt fíkniefnum. Eins og ég sagði áðan er ástæða til að vor- kenna þeim sem lent hefur á glap- stigum og ekki aðeins honum heldur og fjölskyldu hans en samt finnst mér að hann verði að taka sjálfur afleiðingum gerða sinna." D.S.“ Maður skyldi ætla að fullornir menn viti sjálfir hvað þeir gera en margir leiðast út í alls kyns glæpi án þess að hafa nokkru sinni ætlað sér að koma nálægt slíku og skylda okkar hlýtur að vera að hjálpa þeim sem þannig er ástatt fyrir. En með hvaða hætti sú hjálp á að vera er flökið mál og hitt er rétt að hver maður á að taka sjálfur afleiðingum af því sem hann gerir. HÖGNI HREKKVÍSI ,Það bíður einn hérna frammi með umkvörtun 83? SlGeA V/GGA £ ‘í/íVXfcAU Tveir menn hætt komnir er bíll féll ofan í skurð Akureyri 16. ágúst. UM ÞESSAR mundir er verið að skipta um jarðveg I mörgum hinna eldri gatna á Akureyri, meðal annars til að endurnýja leiðslur, undirbúa malbik og lagningu hitaveitukerfis. Meðal þessara gatna er Helgamagra- stræti og þar er nú skurður eftir endilangri götunni mest allri, 5 metrar á breidd og 2,5 metrar á dýpt. í morgun var verið að moka möl af vörubil ofan i skurðinn og stóð vörubíl'linn á skurðbakkanum meðan bílstjórinn og annar mað- ur unnu að þvi að moka mölinni með krana, sem er áfastur við bílinn. Þá varð það óhapp skyndi- Iega, að bakkinn brast undan öðru afturhjóli bílsins svo að billinn rann ofan í skurðinn og báðir mennirnir með. Það vildi þeim til happs að þeir lentu ekki undir bilnum, en hins vegar grófust þeir í mölina upp fyrir mitti, og gátu sig hvergi hreyft. Þeim varð fljótt hjálpað upp úr skurðinum og voru ekki taldir meiddir að neinu ráði eftir óhappið. Bílnum var siðan náð upp með aðstoð kranabils, en skemmdir á honum eru ekki fullkannaðar. Sv. P. AUGLÝSINGASLMINN ER: 22480 3H#rjjmnl>!aÍ>ib © Skrifstofa mín verður lokuð frá og með 1 8. ágúst til og með 1 . september. Einar Viðar hrL Túngötu 5. Canon ' irr er „alvöruvél Þar sem við höfum margra ára reynslu í sölu skólareikna viljum við benda kaupendum á nokkur atriði við val véla 1. Að varahluta og viðgerðaþjónusta sé fultnægjandi. 2. Að rekstur vélanna sé ódýr (s.s. rafhlöður). 3. Að vélin nýtist alla skólagönguna. 4. Að straumbreytir sé fáanlegur (f. mikla notkun). 5. Að vélinni fylgi ábyrgð. 6. Siðast en ekki síst gerið verð og gæða samanburð. Það ódýrasta er ekki ætið ódýrast! SKÓLAFÓLK, GERIÐ SAMEIGINLEG INNKAUP HJÁ OKKUR VERÐUR ÞAÐ MUN HAGKVÆMARA, Skrifvélin HF., Suðurlandsbraut 12 Sími 85277 P.h. 1232 V® VlÁ íKK\, l VifNN/ SÆÍ6ÆT/ o£\ \MA ÍKKI átffr ÍKKI tíáAtiÉfriX 06 WK/ V/NPíA. Nl/ SNVRÍWÖ^O íKKI 61?A V/ENN' MV/VSÓó 0& iKKl V)ÖL 0á)0G SKK| 06 Wv(M\ $E\9l Ké SÍ/óA. Vó KÁfr BKKI 6&A JíKKi lCxGMU. WBWl WL)ó$mi 06VKK\ Wí&mLQVOó/Vú MAÍT£KK/ 6EVA íKKI WtfXjWNAWGWElAAK, WÚN HÁ /WlNN\ WALNAW 06 íKKl SKKí VA MaMl\ 06 KKK/ úKbTA^ W40l\K 06 im ÍON6V06LA Ý/WÖNG 06 ÍKKI SAOMA- 9ÓT. Vú KIÁÍTBKKL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.