Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 17 Halldór Laxness: í jesúnafni á sunnudögum Trúverðugir áheyrend- ur Ríkisútvarps segja mér að á sunnudaginn var hafi prestur nokkur í útvarpspredikun haft í frammi skætíng þess efn- is að undirritaður hafi tekið við illa feingnum peníngum í útlöndum. Skilst mér að hann hafi átt við Nóbelsverðlaun veitt af Sænsku Aka- demíunni 1955 og Sonn- ingverðlaun veitt af Kaupmannahafnarhá- skóla 1967. Þessi sami ræðumaður kvað hafa lýst því að íslenskir stúd- entar í Khöfn hefðu verið búnir að vara mig við því að þiggja heiður af þeim fornfræga háskóla sem var þeirra alma mater. Ég minnist þó ekki að hafa heyrt orð í þá veru frá íslenskum stúdentum í þann tíma, enda hefði það verið saga til næsta bæar ef íslenskir náms- menn færu að skifta sér af því hvernig útlendir háskólar, þar sem þeir kunna að dveljast um hríð sem gestir, verja sjóðum sínum. Auk þess hafði ég þá um áratuga skeið verið í vinarhúsi hjá stúdentafélaginu ís- lenska í Kaupmanna- höfn, þeim handgeingn- ari en nokkrum öðrum hóp íslenskra menta- manna, tíður gestur þeirra og skemtikraftur þegar ég var á ferð í Khöfn; hafði meira að segja þá fyrir skömmu verið gerður heiðursfé- lagi þessa geðþekka hóps íslenskra mentamanna á erlendri grund. Ég geymi enn heiðursskjalið, skráð á pergament, sem þeir af- hentu mér til minníngar um sig. Því er ekki að leyna, að mér þótti í meira lagi skrýtið þegar ég sá í hafnarblöðum, morgun- inn eftir hátiðina í há- skólanum 1967, prentað- ar ljósmyndir sem höfðu verið teknar daginn áður af íslenskum stúdentum i mótmælagaungu gegn mér um götur þessarar erlendu borgar: þessir menn báru kröfuspjöld á dönsku, áletruð með upp- hrópanir eins og vi er imod Laxness eða ned med Laxness — textana man ég ekki leingur orði til orðs, en myndirnar eru til af þessari fyrstu kynslóð íslendínga, svo velmæltri á dönsku, mar- sérandi um Kaupmanna- höfn með spjöldin. Því miður frétti ég daginn eftir, að hið fornfræga fé- lag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn hefði verið lagt niður kvöldið áður. Vel má vera að verð- laun sem akademíur og Halldór Laxness. hávirðulegar alþjóðlegar stofnanir veita mönnum í heiðurskyni séu illa feingið fé: það finst þessum háttvirta út- varpsklerki að minsta- kosti um þau heiðurs- verðlaun sem mér hafa verið veitt erlendis, og eru þó ekki öll talin. Kansi?? er ekkert fé vel feingið hér í heimi, nema ef vera skyldu jþeir sjóðir sem veita stúdentastyrki. Kanski mætti líka af kristilegum lýðskrums- ástæðum gera undan- tekníngu um daglaun sem láglaunaðasti verka- maður hefur uppúr krafsinu til að draga fram lífið; og svo vonandi þeir peníngar sem hafðir eru til að launa poka- presta af verri sortinni. En vill þessi séra ábyrgj- ast að ekki kunni einnig að leynast illa feingið fé i þeim sjóðum líka? Mætti ég i leiðinni skjóta þeirri spurníngu til stjórnar Ríkisútvarps- ins, hvort nú eigi að fara að tíðka þin breiðu spjót- in gegn almenníngi í landinu, tina upp og nafngreina samborgara í þessu mannfáa samfélagi okkar og hefja gegn þeim persónuníö með skítkast og róg i jesúnafni á sunnudögum? Halldór Laxness. Samuel Beckett Hann hefur mjög sterkan frsk- an hreim. Það er undarlegt að sjá Beckett eftir að hafa lesið eða séð leikritin hans. Eftir þeim að dæma virðist hann hafa kynnzt öllu því versta í lifinu og það örlar á örvæntingu í næmi hans, en hann ber það ekki með sér. Einhver hefur sagt að hann hafi höfuð eins og stærðfræð- ingur og skrokk eins og lang- hlaupari og sú lýsing er rétt. Höfuð hans er eins og á fálka. Og þegar hann talar, heggur hann með höfðinu eins og fugl, virðulegur og ofurlítið ógnvekj- andi fugl og það er ránfugls- glampi í bláum augunum. Það eru engin merki örvæntingar í yfirbragði hans eða framkomu. Þrátt fyrir háan aldur er hann glæsilegur. Hann var í vel sniðnum og líklega rándýrum jakka og drapplitaðri rúllu- kragapeysu. Þegar æfingunni lauk, setti hann upp dökk gler- augu og fór í dökkan fíakka og hann var með að því er virtist tóma skjalatösku. Hann var virkilega fínn, — í tízkunni. Hann minnti á framkvæmda- stjóra stórfyrirtækis á leið á stjórnarfund. Hann gengur beinn í baki enda segja sumir að hann hafi verið íþróttamað- ur í æsku, Magee að hann hafi verið boxari, Billy Whitelaw segir að hann spili golf. Hann spilaði vissulega krikkett í há- skóla og ferðaðist með liðinu. Hann hefur enn áhuga á íþrótt- um. Bókmenntagagnrýnandi sagði mér einu sinni að hann hefði setið fyrir aftan Becketl í flugvél frá London til Berlínar. Það var á sunnudegi og bæði blöðin, sem Beekett var með, birtu gagnrýni um ný leikrit eftir hann. Beckett leit aðeins á forsíðurnar, hljóp rétt sem snöggvast yfir rirdómana og sneri sér siðan að íþróttasíðun- um og las þær það sem eftir var ferðarinnar. Kannske var hann bara með kappreiðaúrslitin i þessari skjalatösku? Starfsfólkið rieikhúsinu dáð- ist greinilega að honum. Biily Whitelaw segir þá sögu vera á kreiki meðal leikara, að það sé Framhald á bls. 23 litla tilhneigingu til hamingju.“ Hann fékk fyrstu einkunn í ný- máladeild háskólans í Dublin og fór að prófinu loknu (1928) til Parísar. Þar gerðist hann n.k. einkaritari hjá James Joyce, þótt sjálfum sé Beckett illa við þann titil og vilji kalla sig aðstoðarmann. Á þriðja áratugnum neyddist hann til að flytjast aftur til Dublin vegna fjölskyldunnar og gerðist þá lektor í frönsku við háskólann í Dublin. En hann hvarf fljótlega aftur til Parísar, þar sem hann hefur búið allar götur síðan iíkt og svo margir aðrir irskir rithöf- undar svo sem O’Casey, Joyce og Shaw. Hann starfaði með frönsku neðanjarðarhreyfingunni i striðinu og seinna giftist hann franskri konu. Sagan segir, að þau hafi laumazt til Dover svo enginnTrétti af giftingunni. Ef hann samþykkir að tala við fólk, þá býður hann þvi sjaldn- ast heim, heldur mælir sér mót við það á veitingahúsum svo hann geti yfirgefið það, þegar honum-hentar. Eiginkonan sést jafnvel sjaldnar en hann sjálf- ur. Það leikur um hann einhvers konar dularhjúpur — ég varð hans var, þegar ég kom i Royal Court leikhúsið. I fyrstu virtist salurinn vera tómur. Tjöldin voru dregin frá sviðinu og það voru nokkrir beckettlegir leik- munir á því. Tré með aðeins þremur laufum, stóll og eitt- hvað sem líktist steini. Til vinstri sat leikkonan Rose Hill, hún var má gráa hárkollu og var að fara með línurnar sín- ar....Nei, mamma, hreyfingin ein er ekki nóg, ég verð að heyra fótatökin, alveg sama hvað það er litið sem heyrist.” Billy Whitelaw sat á hækjum sínum rétt hjá reykjandi og hlustaði á. Beckett sjálfur stóð fyrir framan sviðið, en aðeins örfá fet frá Rose. Það var gífurleg einbeiting í loftinu. Rose starði á Beckett meðan hún fór með textann og hann á hana. Hann hallaði undir flatt og hreyfði hægri höndina upp og niður eins og Kann væri aó hlusta á, eða jafnvel stjórna, tónlist. trska skáldið Samuel Beckett varð sjötfu ára í aprfl s.l. 1 þvf tilefni efndi The Royal Court leikhúsið til sýninga á mörgum verka hans f vor, t.d. Beðið eftir Godot, sem fslendingar þekkja sfðan það var leikið f Iðnó fyrir allmörgum árum. Einnig voru f leikhúsinu sett upp tvö ný leik- rit eftir Beckett. Annað þeirra nefnist Footfalls (Fótatök) og var sérstaklega skrifað fyrir ensku leikkonuna Billy White- law. Enski blaðamaðurinn Michael Davies fékk að fylgjast með æfingu á leikritinu og sagði svo frá á eftir: Ég held það hljóti að hafa verið fyrir algjöra slysni, að ég fékk að vera á æfingu hjá Sam- ule Beckett. Jafnvel það eitt að fá að líta hann augum, er álíka sjaldgæft og að sjá einhyrning spigspora á götum úti. Ég er ekki frá þvi, að ég sé fyrsti blaðamaðurinn, sem fær að koma nálægt honum. Fyrir óralöngu, áður en Beckett varð frægur, tók leik- hússtjóri Royal Court leikhúss- ins, George Devine, upp á því að sýna þar verkin hans, sem honum fundust meistaralega skrifuð. Beckett hefur nú hlotið viðurkenningu og Nóbelsverð- launin fékk hann árið 1969 en hann hefur ekki gleymt sínum fyrsta aðdáanda því nú stjórnar hann sjálfur uppsetningu leik- ritanna, sem Royal Court sýnir i tilefni af afmæli hans. Samuel Beckett neitar að láta taka við sig viðtöl. Hann gefur ekkert upp um „boðskap” leik- rita sinna. Hann virðist vekja verndunartilfinningar hjá vin- um sínum því þeir koma sér undan því að spjalla um Beckett við ókunnuga. Einn þeirra sem kalla má vin Becketts er írski leikarinn Patrick Magee. Krapp’s Last Tape (Síðasta spóla Krapps) var skrifað handa þessum leik- ara og eitt nýju leikritanna, That Time (Þá), sömuleiðis. Magee sagði mér um daginn að Beckett kæmi í leikhúsið til að fylgjast með æfingum, ,,en ég hef aldrei hugmynd um hvaðan hann er að koma eða hvert hann fer næst. Og ég myndi ekki dirfast að spyrja hann.“ THE OBSEKVER eftir Michael Davies Billy Whitelaw Ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við að hann kæmi sér ekki til þess að spyrja jafn einfaldr- ar spurningar og „Hvar býrðu?” vegna þess að slík spurning væri of persónuleg og þvi beinlinis ókurteis. Beckett sjálfur er einstaklega kurteis i framkomu. Leikrit Becketts hafa á síð- ustu árum hrundið af stað nærri óteljandi ritgerðum og bókum gagnrýpenda en hann bjó áður við nær algjöran skort á viðurkenningu. Enn hefur enginn skrifað ævisögu hans og Beckett ér naumast fáanlegur til að láta nokkuð uppi um líf sitt. Hann sagði Billy Whitelaw einu sinni, að ef hann sæi ein- hvern sem líklegur væri til að fara að hnýsast í einkalíf sitt eða verk, „þá sný ég mér undan og bíð þangað til hann er farinn fram hjá.“ Það litla, sem um hann er vitað.-er að hann er af Irsk-u miðstéttarfólkí, mótmæl- endatrúar. „Það má svo sem segja að ég hafi verið ham- ingjusamt barn, þótt ég hefði Samuel Beckett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.