Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Sandá í rénum Fært er nú orðið yfir Kjalveg fyrir jeppa og stóra bíla, að sögn Gunnlaugs Jónssonar hjá Vega- eftirlitinu. — Sandá hefur verið slæmur farartálmi fyrir þá sem hafa farið Kjalveg undanfarið, en vatn er nú mjög í rénun i ánni, sagði Gunnlaugur í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Veður hefur farið skánandi á sunnan- verðu landinu að undanförnu og allar ár og lækir orðið mun við- ráðanlegri síðustu daga. Þannig er nú orðið fært í Þórsmörk fyrir alla tvídrifna bila, en Krossá hef- ur verið erfið í sumar. Sprengi- sandur er einnig fær jeppum og stórum bílum og um fjallvegi t.d. á Austurlandi er það að segja að þeir eru i venjulegu sumar- ástandi, sagði Gunnlaugur að lok- um. Bayern vann BAYERN Munchen sigraði belg- íska liðið SC Anderlecht með tveimur mörkum gegn einu i fyrsta leik hinnar svonefndu „Supercup" keppni. Leikurinn fór fram í MUnchen, -Danska stjórnin Framhald af bls. 1 sífellt verður óhagstæðari, svo og atvinnuleysið. Gjaldeyrishalli danska ríkisins mun í ár nema um niu milljöðrum danskra króna, en draga mundi úr hallanum sem nemur tveimur og hálfum milljarði, yrði frum- varpið samþykkt. Þótt Danir séu ekki einir um halla í utanríkisviðskiptum, þá er samkeppnisaðstaða þeirra á er- lendum mörkuðum mjög erfið. Þess vegna hefur danska krónan lengi átt í vök að verjast, en vegna aðildarinnar að EBE er hún mjög háð gengi gjaldmiðils í öðrum löndum Evrópu. Til að styrkja dönsku krónuna hefur v-þýzki seðlabankinn keypt mikið af dönskum gjaldeyri. Það hefur aft- ur orsakað enn meiri halla á skuldajöfnuði við útlönd, og er frumvarpinu ætlað að hamla gegn þessari þróun. Atvinnuleysi í Danmörku hefur í tæp tvö ár verið milli 10 og 11 af hundraði, og að líkindum mun það verða svipað, enda þótt efna- hagsmálafrumvarpið nái fram að ganga. Yfirleitt má segja, að vinstri öflin i dönskum stjórnmálum líti svo á að frumvarpið sé of róttækt og sé því beint gegn launþegum, en hægri öflin hefðu aftur á móti gjarnan viljað að það hefði í för með sér samdrátt í neyzlu og meiri stuðning við efnahgslífið. Menn biða þess nú með mestri óþreyju hver afstaða Vinstri flokksins, hins frjálslynda stjórn- arandstöðuflokks, verður gagn- vart frumvarpinu. Flokkurinn hefur átt viðræður um hugsan- legar efnahagsráðstafanir við rik- isstjórnina, en upp úr þeím við- ræðum slitnaði, þar sem flokkur- inn taldi, að fyrirhugaðar ráðstaf- anir væru ófullnægjandi. Nú er spurningin hvort Vinstri flokkur- inn fellir stjórnina og verður þess þannig valdandi að efna verður til nýrra kosninga á timum sem eru viðsjárverðir í efnahagslífinu. Það er þannig á valdi leiðtoga flokksins, Pul Hartlings, hvort stjórnin verður áfram við völd, eða hvort kosningar verða á næst- unni. — Ford Framhald af bls. 1 trúar gefið sér tíma til að veitast að Jimmy Carter, frambjóðanda demókrata í kosningunum. Þegar Barry Goldwater lét þau orð falla í ræðu sinni í gær, að bandaríska þjóðin þyrfti hvorki á að halda Jimmy Carter né ranghugmynd- um hans um bandarískt þjóðfé- lag, risu þingfulltrúar úr sætum sinum til að Iýsa fögnuði sfnum og stuðningi við mál þingmannsins. Þrátt fyrir itrekuð frýjunarorð Ronalds Regan hefur Ford forseti enn ekkert viljað segja um val sitt á varaforsetaefni. Sjálfur hefur Reagan margsinnis lýst þvl yfir, að hann gefi ekki kost á sér I þann sess, en sá, sem nú er helzt nefnd- ur í þessu sambandi, er Howard Baker, öldungadeildarþingmaður frá Tennessee, en hann var vara- formaður nefndar, sem skipuð var til að rannsaka Watergate- málið á sfnum tima. — 1800 fórust Framhald af bls. 1 segir þær litilvægar þar sem tek- izt hafi að gera varúðarráðstafan- ir í samræmi við spár jarðskjálfta- fræðinga um nýjar jarðhræringar í kjölfar skjálftans mikla I siðasta mánuði. Á jarðskjálftasvæðinu er ein fjölmennasta byggð I Kína, og búa þar að meðaltali 200 íbúar á hverjum ferkílómetra lands. Þar er stunduð akurrækt, en jarð- hræringar hafa verið tíðar á þess- um slóðum. í kjölfar skjálftans á Mindanao, Sulu, Basilan og Tawi, sem verst urðu úti, og allar eru í Filipseyja- klasanum, fylgdi mikil flóðbylgja. Þúsundir manna eru heimilislaus- ar og er ástandið á jarðskjálfta- svæðunum hörmulegt. Eldsumbrotin á Guadaloupe og jarðhræringarnar i Kína og á Fil- ipseyjum hafa vakið ótta um víða veröld, og spyrja menn hvort hér sé um að ræða keðjuverkandi náttúruhamfarir, sem enn eigi eftir að færast í aukana. Flestum vísindamönnum og sérfræðingum kemur saman um að svo sé ekki, og þótt þessi umbrot hafi átt sér stað um likt leyti sé það fyrir tilviljun, enda þótt þau eigi rætur sinar að rekja til sömu orku- spennu I iðrum jarðar. Benda vís- indamennirnir á, að um það bil 100 þúsund jarðskjálftar verði á jörðinni á ári hverju, en flestir séu þeir svo djúpstæðir að þeirra verði lítt vart eða ekki. Eldfjallið á Guadeloupe hefur spúið eldi og brennisteini í allan dag, og hafa visindamenn búizt við því, að fjallið splundraðist þá og þegar. Allir ibúar hafa verið fluttir frá hættusvæðum, að frá- töldum 50 gamalmennum, sem neita að yfirgefa heimkynni sín. Ef fjallið springur i loft upp, leys- ist úr læðingi orka, sem verður á við 30 megatonna vetnissprengju að styrkleika. Jarðfræðingar hafa hvað eftir annað freistað þess að fljúga yfir eldstöðvarnar i dag, þrátt fyrir yfirvofandi hættu, en á þessum slóðum er skyggni nánast ekkert vegna öskugoss og móðu, auk þess sem mikið rignir. Vís- indamennirnir segja, að hraun- streymi úr eldgígnum sé langtum meira en verið hefur þegar önnur eldfjöll á þessum slóðum hafa gosið. — Bankahvelfing Framhald af bls. 1 göngu síðdegis á laugardaginn Hann gerði viðvart, og var annar vörður sendur á vettvang Sá taldi, að hávaðinn stafaði frá loftræsti- kerfi byggingorinnar Síðar um daginn urðu tveir lögregluþjónar varið við að eitthvað óvenjulegt var á seyði, að því er veitmgamaður einn i nágrenninu sagði » dag Kvað hann lögregluþjónana hafa hringt í lögreglustöð hverfisins til að gera viðvart, en lögregluyfirvöld vísa þessari fullyrðingu á bug Það var ekki fyrr en á þriðjudags- morgun, sem uppvíst varð um rán- ið, en i gær var almennur fridagur í Frakklandi Aðvörunarkerfið í bank- anum er tengt við lögreglustöðina, en þjófarnir hafa varað sig á því þegar þeir boruðu gat á vegg öryggishvelfingarinnar úr skolp- leiðslunni, sem liggur framhjá hvelfingunm, og þjófarnir notuðu sem samgönguleið Af hálfu bankans hefur því verið lýst yfir, að eigendur verðmæta í bankahólfunum, sem sprengd voru upp, muni fá þau að fullu bætt, en eftir ránið í Nizza lá við uppþotum meðal æstra viðskiptavina bankans meðan óvíst var um bótagreiðslur Societé Générale hefur heitið 1 milljón franka eða sem nemur um 3 7 milljónum íslenzkra króna fyrir upplýsingar, sem leitt geti til lausn- ar þjófnaðarmálsins í Nizza, en hingað til hafa engar slíkar upplýs- ingar fengizt Gustave Jobard lögregluforingi í París, sem hefur umsjón með rann- sókn ránsins, sagði í dag, að hugs- anlega væru sömu þjófar að verki og í fyrra sinnið, en það væri þó engan vegmn víst í öryggishvelf- ingunni er 1 91 bankahólf, en þau munu ekki öll hafa verið sprengd upp Talið er að þjófarnir hafi haft heila þrjá daga til að athafna sig við iðju sína Ekki hefur beinlínis væst um þá á meðan, því að þeir skildu eftir á staðnum þrjár svampdýnur, umbúðir utan af ávöxtum og ryk- sugu. sem þeir notuðu til að þrífa með i kringum sig — Loðnubátar Framhald af bls. 32 Bjarni Ólafsson, Súlan, Magnús, Harpa og Hákon komin með „slatta". Gfsli Árni kom til Siglu- fjarðar um klukkan 11 f gær- morgun og hófst löndun úr hon- um skömmu eftir hádegi. Sigurð- ur kom inn til Sigluf jarðar klukk- an 14, en ekki var byrjað að landa úr honum fyrr en eftir kvöldmat f gærkvöldi þar aðeins er hægt að landa úr einum báti f einu f Siglu- firði. Áuk loðnubátanna kom Stálvfk til Siglufjarðar f gær með 140 tonn eftir viku útivist. — Sprenging Framhald af bls. 2 einnig eyðilögðust í eldinum einhver tæki, sem unnið var með. Nokkuð af fólki dreif á slys- st'að enda hvellur mikill og stór eldtunga sem fylgdi sprenging- unni. Maður nokkur tjáði okkur að hann hefði séð ógurlegt eld- haf og um leið heyrt mikinn hvell, þar sem hann var staddur f iðnhverfinu í Skeifunni. Þá hittum við tvo stráka sem höfðu verið að leik i Álfheimunum þegar „svaka hvellur" kvað við og batt þar með enda á leik þeirra. — Energo Projekt Framhald af bls. 2 Magnús Magnússon, bifreiða- stjóri, Eyrarbakka, 2.290.026 Kristján Baldvinsson, læknir, Selfossi, 2.225.320 Eftirtalin fimm félög greiða hæst gjöld samkvæmt skattskrá: Energo Projekt, Sigöldu, 27.353.653 Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, 22.897.118 Kaupfélag Arnesinga, Selfossi, 22.224.228 Meitillinn hf„ Þorlákshöfn, 15.311.352 Hraðfrystihús Stokks- eyrar hf„ 8.026.811 — Járnbrautin Framhald af bls. 2 arinnar með skýli yfir eimreið- arnar og gekk hún undir nafn- inu Hafnarsmiðjan. Eftir að hafnargerðinni lauk árið 1917 festi Reykjavikurbær kaup á járnbrautinni með vögn- um, byggingum og öðrum tækj- um. Næstu árin voru lestarnar lftið notaðar en á árunum 1920—22 var eimreiðin Pionér notuð við gerð Kolabakka eða Austurbakka og þegar fyllt var upp við Klöpp og Faxagarður gerður voru báðar eimreiðirnar í notkun og var það síðasta verk þeirra, en það var á árunum 1925—28. Auk þessa voru járn- brautarlestirnar oft notaðar til annarra flutninga, t.d. á olfu, timbri, kjöti og kolum. Páll Ásmundsson sem var lestarstjóri á Pionér var stadd- ur í Árbæ og fengum við hann til að segja okkur frá járnbraut- arlestinni og starfi sínu við hana, og spurðum við hann fyrst hvernig á því hafi staðið að hann fór í þetta starf. „Þannig var“ sagði hann, „að þegar vélarnar komu til lands- ins árið 1913 var ekki hægt að koma þeim til Reykjavíkur vegna óveðurs og var þeim þá skipað á land f Viðey. Ég var þá að vinna við vélar úti f Viðey ásamt Ólafi Kærnested og töl- uðum við þá við danska verk- fræðinginn og réðum okkur hjá honum. Það var svo danskur maður, sem kenndi okkur til starfsins. Þegar þetta var, var ég 19 ára og síðan var ég í þessu öll árin, sem lestarnar voru not- aðar eða fram til ársins 1928. Við byrjuðum kl. 4 á morgn- ana að kynda vagnana og unn- um svo sleitulaust til 6 og 7 á kvöldin. Þegar verið var að fylla upp í örfyrisey voru not- aðir 22—25 vagnar og i hverj- um voru 6—20 tonn af grjóti. Þá fórum við svona um 10—12 ferðir á dag. Það var unnið alla virka daga allt árið hvernig sem viðraði og það var oft erfitt á veturna í gaddi og kulda. Það voru engin ökuljós á lestunum og brautin var óupplýst, en framan og aftan á eimreiðunum héngu litlar olíuluktir. Það var fjöldi manns, sem vann við hafnargerðina og henni var lokið á fjórum árum og mun hafa kostað 2 milljónir. Ég hafði þá 30 krónur á viku, en samtals mun hafa verið greitt 750 þús. í laun handa verkamönnunum þessi 4 ár. Báðar eimreiðarnar voru framleiddar í Þýzkalandi, en Minor, sem kom fyrr til lands- ins, var slitnari og því ekki eins góður dráttarvagn. Hraðinn var ekki mikill, því meiri áherzla var lögð á mikið dráttarafl og ekki var hægt að snúa eimreið- unum, þannig að þær stóðu allt- af eins og þær voru settar á sporið I upphafi. Páll sagði að margt ævintýra- legt hefði gerzt í starfinu, en var ófáanlegur til að segja okk- ur frá því. Eftir að lestarnar hættu að ganga fór Páll að vinna við járnsmíði I Hafnar- smiðjunni. — Utanríkis- ráðherra Framhald af bls. 2 Helgasonar fara einnig með i þessa opinberu heimsókn til land- anna tveggja. Fyrir þremur árum fór Einar Ágústsson í opinbera heimsókn til PóIIands og ætlaði þaðan í opin- bera heimsókn til Tékkóslóvakíu. Þá varð ráðherrann að fara heim frá Póllandi og fresta för sinni til Tékkóslóvakíu vegna þróunar mála í fiskveiðideilu íslendinga við Breta og Vestur-Þjóðverja. — Helgi Bergs Framhald af bls. 2 meirihlutans á aðalfundi bæjar- stjórnar í júní sl. Það gerðist hins vegar á bæjar- ráðsfundi siðastliðinn fimmtudag, 12. ágúst, að Sigurður Óli Brynjólfsson tjáði fulltrúum okkar sjálfstæðismanna að meiri- hluti bæjarstjórnar hefði komið sér saman um að kjósa tiltekinn umsækjanda, Helga Bergs, bæjar- stjóra og skyldi ganga frá þeirri kosningu f dag, 17. ágúst. Jafn- framt var okkur tjáð að meirihlut- inn teldi að athuguðu máli að samkomulagstilraunir við okkur varðandi kjör bæjarstjóra væru óþarfar og tilgangslausar. Fyrir liggur vitneskja um að meirihluti bæjarstjórnar hefur í verki hafnað beiðni þess efnis að bæjarstjórakjöri yrði frestað til þess að hinn þriðji af umsækjend- unum gæti komið í bæinn að kynna sig og kynnast, svo sem tveir þeirra hafa þegar gert. Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að við bæjarfuiltrúar Sjálf- stæðisflokksins getum héðan af engin áhrif haft á úrslit þess bæj- arstjórakjörs, sem nú stendur fyr- ir dyrum, enda munum við engan þátt f því taka. Með því móti lýs- um við einnig vanþóknun okkar á þeim vinnubrögðum, sem meiri- hlutinn hefur beitt við undirbún- ing þessa bæjarstjórakjörs. t bæjarstjórn Akureyrar 17. ágúst 1976. Gfsli Jónsson Jón G. Sólnes Sigurður Hannesson Friðrik Þorvaldsson Ingi Þór Jóhannsson." Gísli Jónsson kvað þá bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins vera þess fullvissa að Helgi M. Bergs hefði engan þátt átt í því hversu ófimlega hefði tekizt til við undir- búning bæjarstjórakjörsins. Hann bauð Helga fyrir hönd sjálfs sín og flokksbræðra sinna í bæjarstjórn velkominn til bæjar- ins, svo og fjölskyldu hans og ósk- aði þess að þeim mætti vegna vel og líða vel á Akureyri. Hann kvað sjálfstæðismenn mundu styðja hann til allra góðra verka, sem þeir teldu að myndu verða Akur- eyrarbæ til framdráttar. Valur Arnþórsson forseti bæj- arstjórnar ávarpaði hinn ný- kjörna bæjarstjóra, sem var við- staddur fundinn, og bar fram heillaóskir sínar og annarra bæj- arfuiltrúa meirihlutans með ósk um langt og gott samstarf. Helgi M. Bergs, hinn nýkjörni bæjarstjóri á Akureyri, er fæddur árið 1945. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1967 og prófi frá Við- skiptafræðideild Háskóla tslands árið 1971. Síðan stundaði hann framhaldsnám í hagfræði í Lond- on, en frá 1974 hefur hann starfað hjá Fiskifélagi lslands. Helgi er kvæntur Dórótheu Jónsdóttur frá Akureyri og eiga þau tvo syni. Sv.P. — Klúbbmálið Framhald af bls. 2 varða. Væri það oft mikil vinna, og kæmi það stundum fyrir að gerð ágrips væri ekki lokið þegar taka ætti málið næst fyrir og yrði þá að fresta enn fyrirtekt málsins. Þegar ágripi hefur verið skilað kemur að því að Iögmenn flytji málið, en það getur einnig dreg- izt, því lögmennirnir geta óskað eftir því að flutningi verði frest- að. Þegar flutningi er lokið fer málið loks í röðina og bíður dóms. Björn Fr. Björnsson sýslumað- ur Rangárvallasýslu veitti Mbl. þær upplýsingar, að lögtök hefðu farið fram að hans ósk, sem inn- heimtumanns ríkissjóðs í Rangár- vallasýslu, vegna ógreiddra opin- berra gjalda og aðstöðugjalda. í fyrsta lagi er um að ræða lögtaks- gjörð, sem hófst f fógetarétti Rangárvallasýslu 19. desember 1975 og lauk í fógetarétti Reykja- vfkur 10. marz 1976 á húseigninni Borgartún 32 (Klúbburinn) og f öðru lagi er um að ræða lögtak, sem gert var á Stóra-Hofi f Rang- árvallasýslu á lausamunum í eigu Sigurbjörns, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk á sýsluskrif- stofunni á Hvolsvelli. Lögtökin hafa verið gerð vegna ógreiddra opinberra gjalda og aðstöðugjalda að upphæð samtals krónur 2,295,381,00. Fyrripart þessa árs ákvað Einar Ingimundarson sýslumaður Kjós- arsýslu, sem er innheimtumaður ríkissjóðs í sömu sýslu, að láta fara fram opinbert uppboð á jörð- inni Álfsnesi á Kjalarnesi vegna skulda og vanskila Sigurbjörns Eiríkssonar við ríkissjóð og gjald- heimtuna í Reykjavík. Sigurbjörn er eigandi Álfsness. Lögmaður hans, Ingi Ingimundarson hrl„ óskaði eftir breyttum uppboðs- skilmálum. Sýslumaður tók sér nokkurn tfma til ákvörðunartöku en kvað síðan upp þann úrskurð 19. marz s.l. að uppboðsskilmálar skyldu standa óbreyttir. Þessum úrskurði var eins og lögtökum skotið til hæstaréttar og mun þar hljóta sömu meðferð. Ekki lá ljóst fyrir, þegar Mbl. kannaði málið á sýsluskrifstofunni, hve miklar skuldir er hér um að ræða. Samkvæmt upplýsingum Ein- ars Ingimundarsonar eru upp- boðsskilmálarnir sem um var að ræða þeir sömu og venjulega gilda við slfkar gerðir. Það sáma sagði Björn Fr. Björnsson, að lög- tökin hefðu ekki verið á neinn hátt frábrugðin þeim sem venju- lega eru látin fram fara. rt * r? Y( * T t TVf YTIIITI C ■ »f« »■«.**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.