Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM ketilinn á Manga og hann sárkenndi til. — Farðu burtu! hrópaði Móði Mangi reiðilega. — Nei, svaraði apinn stuttlega, og þar sem honum þótti gaman að hljóðinu, sem heyrðist, þegar kolamolinn hitti Manga, tók hann handfylli sína af kolum og byrjaði að kasta þeim i aumingja járn- brautarlestina. Það blátt áfram rigndi kolum. 9. KAFLI Þegar hringleikahúsfólkið heyrði gauraganginn, horfði það út um glugg- ana á vögnum sínum og byrjaði að hrópa á apann. Stjórnandi hringleikahússins var með fallega pípuhattinn sinn á höfð- inu, þegar hann hallaði sér út um glugg- ann, en vindhviða þeytti honum út í buskann. Hatturinn sveif í loftinu og nálgaðist aftasta vagn lestarinnar. í hon- um var strútur, og skipti það engum togum, að hatturinn lenti beint á hausn- um á honum, sem stóð út um gluggann, og huldi hann með öllu, svo að fugltetrið gat ekki séð nokkurn skapaöan hlut. — Nú er mér nóg boðið! skrækti strút- urinn. Strax komið kvöld. Ekki var þessi dagurinn langur. Góða nótt, vinir mínir! og hann steinsofnaði méð hausinn ennþá út um gluggann og pípuhatt eins og heljarmikinn hjálm lengst niður á háls. Strúturinn hélt sem sagt, að vegna þess að hann gat ekkert séð hlyti að vera kominn háttatími. Fíllinn Júmbó, sem hafði verið að láta sig dreyma um hey og annað sælgæti, vildi nú sjá, hvað eiginlega væri um að vera. Fyrst stakk hann út rananum og svo hausnum, en ennþá gat hann ekkert séð. Svo hann reyndi að reka hausinn ennþá lengra út um gluggann. Þetta þýddi hins vegar það, að allur þungi hans var nú kominn yfir í aðra hlið vagnsins, vagninn byrjaði því að halla, ógurlegt brothljóð heyrðist og annað framhjólið á honum brotnaði mélinu smærra. Móði Mangi, sem var blásandi á leið- inni upp allháa hæð, snarstoppaði allt i COSPER Fa* ég svo ekki vatn og brauð hingað í rúmið til mín, snemma í fyrramál- ið? VtH> MORÖdU KAfpinu ítalskur tannlæknir að borða spaghetti. spítalanum um þetta? Kjallarinn er stór og þurr — sem miklu máli hlýtur að skipta. Það er hið óvænta sem eigin- lega vantar I myndirnar. Sá eigingjarni er ekki sá, sem hugsar of mikið um sjálfan sig, heldur sá, sem hugsar of Iftið um aðra. Gesturinn í fangelsinu: Er það rétt, sem ég heyri, að það sé að kenna of miklum áhuga yðar fyrir áfengi, sem þér eruð hingað kominn? Fanginn: Nei, það er nú öðru nær, maður minn. Þetta yrði áreiðanlega sfðasti staðurinn, sem ég leitaði til, ef mig langaði f bragð. Sú nýgifta: 0, elskan mfn, nú hefur þú skilið eftir opna hurð- ina og trekkurinn hefur lokað kokkabókinni minni, og nú veit ég ekkert, hvaða mat ég var að búa til. — Af hverju heitir heita vatnið heita vatnið? — Nú, eitthvað verður það að heita, vatnið. Lögfræðingurinn: Þegar ég var strákur, ætlaði ég mér að verða ræningi, þegar ég stækkaði. Skjólstæðingurinn: Þú ert heppinn. Það eru sannarlega ekki allir menn, sem fá að sjá æskudrauma sfna rætast. Rétt fyrir messu kom ungt par til prestsins og spurði, hvort hann vildi gefa þau saman f heilagt hjónaband. Presturinn svaraði þvf til, að þvf miður hefði hann ekki tfma til þess, fyrr en eftir messu. Að lokinni messugerð tilkynnti hann eftirfarandi af stólnum: „Vilji þau, sem ætla að láta gifta sig, gjöra svo vel að gefa sig fram.“ Þrettán konur og einn karl- maður risu þegar úr sætum sfn- um. t Haskadraurr Framhaldssaya eftir Mariu Lang 1 lUOfWJvjl VJ U 1 1 _ 1 1 Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 54 tryggt hvort annað og af mikilli göfugmennsku reynt að vernda hvort annað í því tillifi og sérslak- lega þó í öðru, sem er langtum mikilva-gara. .. — Hvað eruð þér að meina? — Eg á við sfrykninmorðið á eiginmanni yðar. — En hvfslaði hún þrumu lost- in — hann er búinn að. . . játa. — Já, hann gerði það. Vegna þess að hann hélt að þér — sem va'ruð sú eina sem hafið fengið að vita leyndarmálið um fvrra eitr- unarmálið — hefðuð gert þessa fáránlegu lilraun til að gera mál- ið að veruleika. Áheyrendur Uhristers fjórir að tölu stóðu eins og saltstólpar. Al- varan í orðum hans og það sem í þeim fólst virtist koma þeim svo á óvart að um viðbrögð gat naumast verið að ræða. — Nei, íiregor Isander er ekki tvöfaldur morðingi. Og enda þótt það sé rétt að hann skipulagði og undirhyggi fyrra morðið — og verði vitanlega dreginn til ábyrgðar fyrir sinn þátt f þvi máli — VAR ÞAD EKKI HANN SEM DRAP .10N HALLMANN. Petrus kom í dyraga-tlina og lokaði dyrunum á vinnuherbergi Andreasar og fram í forstofuna. — Við höfum gengið út frá þvf, hélt Christer áfram — að rangt fórnarlamh hafi fengið í sig para- thinoeitrið. Við löldum að fyrir hreina tilviljun hefðu málin a-xl- ast svo til. Og út frá þeim forsend- um höfum við dregið ályklanir, sem reynast nú ekki standast þeg- ar grannt er að gáð. En nú er Ijóst að þar var einnig á ferðinni MORf) — óvart. Og það má kannski segja að MORHINU HAFI VERIO STOLIÐ: — Einhver stal sem sagt áform- un Gregors Isanders og notaði það til að framkva-ma — ja kannski ekki undirhúa áform, en að minnsta kosti til að uppfylla drauma sfna og langanir. Einhver sem hafði gælt við þá hugsun í langan tfma að allt væri mun Ijúf- ara og þekkilegra, ef veikt hjarta Jóns gæfi sig fyrir fullt og allt... manneskja sem sjálfri var ekki lagið að skipuleggja ka-nskulegt eiturmorð, en varð af tilviljun vitni að þvf, þegar Gregor Isander var að spreuta eitrinu í salat Andreasar Hallmann. Kannski hefur viðkomandi staðið inni f búrinu og séð þetfa þaðan. Og viðkomandi var ekki seinn á sér að færa sér þetta í nyt. Þegar Isander hafði la'ðzt út úr eldhús- inu skipti viðkomandi aðili, snar- lega um innihaldið í skálunum. Það var rösklega gert — og enn kænskulegar hegðar viðkomandi sér nokkru sfðar þegar sami aðili viðurkennir hikstalaust að hann hafi skipt um innihaldið og kem- ur með tiltölulega trúverðuga skýringu á því. Með þeirri afdráttariausu yfir- lýsingu leiddi viðkomandi athygli okkar burt frá Jóni Hallmann og heindi henni þess f stað að Andreasi. Og það hafði viðkom- andi fulla ástæðu til að gera þar sem sá sem hafði veigamesta ástæðu til að drepa Jón Hallmann var auðvitað... konan hans. Andlit Uecilíu var orðið jafn- hvftt og náttsloppurinn hennar. En hún kerrti hnakkann og sagði reiðilega. — Þetta stenst ekki, lögreglu- foringi. Jón og ég vorum ákaflega hamingjusöm og mér hefur aldrei liðið eins dásamlega og hér á Hall. Hvers vegna hefði ég af frjálsum vilja átt að fara að eyði- leggja slíkt lúxuslff? — Það gleður mig að þér sláið strax því föstu frá upphafi sem við vitum. Þvf að óneitanlega var það lúxuslffið hér á Hall sem lað- aði yður. Til að cignast hlutdeild f því höfðuð þér gifst Jóni og þér vissuð fullvel að undir venjuleg- um kringumstæðum mundi ekki hvarfla að Andreasi að hrekja eiginkonu sonar sfns á hraut, jafnvel eftir að hann va-ri dáinn. En að hjónahand Jóns og yðar hafi verið hamingjusamt — þvf fáið þér mig ekki til að trúa. Þér eruð stálhraust og full af Iffs- nautnaþörf — hann var sjúkur maður sem varð að njóta stöðugr- ar umönnunar og varð alltaf að hlífa sér. Hann var gáfaður og vel lesinn — siðfágaður maður f hví- vetna — þér eruð ekkert af þessu. Enda urðu samskipti ykkar smám saman þannig að ykkur tókst ekki einu sinni að ieyna óvild ykkar og óána-gju f viðurvist ókunnugrar manneskju eins og Malinar. — O, Malin enn, hvæsti Cecilía reiðilega. En svo varð hún skyndilega hik- andi og vandræðaleg á svip þegar Kári kom Christer til liðs með því aðgefa eftirfarandi yfirlýsingu: — Jón talaði aldrei berum orð- um um einkalff sitt og það sem honum var viðkvæmast. En einn eftirmiðdag þegar Cecilfa hékk við sjónvarpið og við Jón vorum einir fór ég að kvarta undan því hvað það væri andstyggilegt fyrir mig að geta ekki gifst stúlkunni mínni, sem ég væri svo afskap- lega hrifinn af... og þá missti hann þessi orð út úr sér: „Og eftir hverju heldurðu að sé svo að sækjasl. Rifrildi og skilnings- skortur... eilff þrá og eilffðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.