Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1976 Á góðviðrisdögum er jafnan mikið að gera hjá garðyrkjumönnum, svo sem þessi mynd, sem tekin er fyrir utan skála Páls Michelsens, ber með sér. yunyu af okkur dauðum afþreyjandi umhverfi, en eins og plássið hefur þróazt siðustu árin þá er hér vart neitt sem laðar að. Jafnvel ferðamenn eru farnir að forðast þorpið vegna þess að hér er allt í megnasta ólagi.“ Aðspurður um hvort illa væri að garðyrkjumönnum búið I Hveragerði kvað Páll svo vera og væri það jafnvel á tilfinn- ingu hans að yfirvöld vildu þá feiga. Sagðist Páll ekki geta skilið hvers vegna, því staður- inn byggðist i upphafi í kring- um garðyrkjuna og væri hún reyndar enn einn aðal máttar- stólpi tilveru byggðarinnar. Að lokum sagðist Páll oft hafa undrazt það að enginn skyldi hafa komið auga á, að Hveragerði gæti orðið ein af dýrustu perlum þessa lands ef rétt væri á haldið. „Ef ég mætti ráða setti ég verndarlög yfir Hveragerði og gerði þennan stað að blóma- og heilsuræktar- bæ, sem allir hefðu unun af að sækja heim. Ég er sannfærður Framhald á bls. 23 Staldrað við hjá Páli Michelsen í Hveragerði ORKUKOSTNAÐUR þrengir mjög að garðyrkjumönnum í Hveragerði, sagði Páll Michel- sen, er blaðið ræddi við hann fyrir nokkru. Sagði Páll að ef ekki yrðu breytingar á í þeim efnum og hitaveitan í Hvera- gerði jafnframt færð í viðun- andi horf, þá yrði smátt og smátt gengið af honum og koll- egum hans í Hveragerði dauð- um. Páll Michelsen hefur stundað garðyrkjustörf í Hveragerði í 35 ár, þar af hefur hann rekið eigið fyrirtæki í um 20 ár. Þeg- ar við hittum hann að máli var hann heldur óhress yfir hag garðyrkjumanna í Hveragerði. Hann sagði að nú á tímum yrðu þeir að spara við síg hverja einingu af orku vegna hins háa verðs á þeim framleiðsluþætti. „Það er alltaf verið að tala um ódýra orku hér á landi, en hvar hún er veit ég ekki. Garðyrkju- mönnum finnst það skrítið aó hiti og ljós skuli vera það dýrt að atvinnuvegurinn geti ekki notað það sem hann þyrfti af þessari orku.“ „Það er af sú tið er maður slökkti ekki ljós á eftir sér. og ég er farinn að draga saman seglin hvað varðar opnunar- tíma. Það er hreint og beint of kostnaðarsamt að hafa opið á kvöldin eins og við höfum áður gert og því felldi ég niður þann þátt þjónustu minnar nú í sumar." „Mér finnst það einkennilegt að flutt sé inn frá útlöndum tómatar, agúrkur, rósir, nellik- ur og fleira sem við gætum ræktað hér, ef orkan væri ekki svona dýr. Fengjum við orku á „Straumsvíkurverði“ gætum við haft þessa sömu vöru á boð- stólum allt árið, ef marka má hinar ýmsu tilraunir sem hafa verið gerðar í Garðyrkjuskóla ríkisins. Þannig kæmi lægra orkuverð einnig f veg fyrir óþarfa gjaldeyriskaup." Auk hins háa orkuverðs kvað Páll þá Hvergerðinga búa við ófremdarástand i hitaveitumál- um, og væri það garðyrkjunni nokkuð viðkvæmt. „Hitaveitan hefur, auk þess að vera senní- lega sú dýrasta á landinu, alltaf verið í megnasta ólagi. Frá- gangur hennar hefur sennilega ekki verið of vandaður i upp- hafi og tíðar kísilstíflur gera það áhættusamt að treysta á hana. Verst af öllu í hitaveitu- málunum er að síendurtekin loforð um úrbætur eru aldrei efnd.“ Páll sagði ennfremur að tengja mætti hitaveitumálin al- mennu framtaksleysi í þorpinu. „Hér virðist mér allt illt gert, af vanefnum og alltaf til bráða- birgða. Félagslíf er hér mjög dauft og samstaða engin, enda hér ákaflega blandað fólk. Það er eins og hver höndin sé uppi á móti annarri. Það vantar að betrumbæta bæinn til að laða hingað meira fólk, á kvöldin og um helgar. Það er t.d. stutt fyr- ir íbúa höfuðborgarsvæðisins að skreppa i þetta rólega og Páll Michelsen ásamt eiginkonu sinni á heimili þeirra hjóna. Hringbraut 121 Sími 28601 Tiniman teflir fjöltefli á Eskifirði og Reyðarfirði Eskifirði 16. ágúst HOLLENZKI stórmeistarinn Jan Timman teflir fjöltefli á vegum Skáksambands Austurlands í Val- höll á Eskifirði miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20 og í barnaskólanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 19. ágúst kl. 20. Skáksveit ÚlA sigraði í þriðja riðli undanrása á skákþingi UMFÍ 1976, en keppnin fór fram á Sel- fossi í júní. UÍA hlaut átta vinn- inga, UMSK 714, HSK hlaut 7 vinninga og í fjórða sæti varð UV með 114 vinning. Tvær efstu sveit- irnar komast í úrslit, en þau fara fram í Kópavogi á næstunni. Vonir standa til að skáksveit Landsbankans komi til keppni við Skáksambahd Austurlands í haust. Ævar. Nýr prófess- or við KÍ FORSETI Islands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað Þóri Ólafsson, menntaskólakennara prófessor í eðlis- og efnafræði við Kennaraháskóla íslands frá 1. ág- úst 1976 að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.