Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976 11 Saudi-Arabía dregur úr oKu- framleiðslu New York — 15. ágúst — Reuter. SAUDI-Arabfa, sem er mesta olfu- framleiðslurfki f Miðausturlönd- um, ráðgerir að draga úr olfufram- leiðsiu sinni, að þvf er bandarfska tfmaritið Newsweek hefur eftir Hisham Nazer ráðherra f rfkis- stjðrn Saudi-Arabfu. Olíuframleiðsla Saudi-Arabíu nemur nú um fimm milljón olíu- fötum á dag, en áætlað er að hún verði á næstunni aðeins um fimm milljónir fata á dag. Karen Anne lifir enn Morris Plains, New Jersey — 15. ágúst — AP. ENDA þótt liðnir séu tveir mánuð- ir sfðan öndunartæki Karen Anne Quinlan var tekið úr sambandi að undangengnum úrskurði Hæsta- réttar Bandarfkjanna lifir hún enn. Karen Anne dvelst nú i opin- beru hjúkrunarheimili í Morris Plains. Þangað var hún flutt fyrir 10 vikum frá St. Clare’s sjúkrahús- inu í Denville, þar sem hún hafði legið meðvitundarlaus í rúmt ár. Faðir hennar, Joseph Quinlan, fór þess á leit að öndunartækið, sem talið var skilyrði þess að Kar- en Anne gæfi ekki upp öndina, yrði tekið úr sambandi. Málaleitan hans var hafnað fyrir undirrétti, en hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Breytingar á Austurríkisstjórn Vínarborg 16. ág. Reuter. BRUNO Kreisky kanslari Austur- rfkis kunngerði f dag skipan þriggja nýrra manna f ráðherra- embætti og þar á meðal var Hann- es Androsch fjármálaráðherra, sem er 38 ára, gerður að vara- kanslara. Þá var dr. Willibald Phar skipaður utanrfkisráðherra. Hann er ekki f Sósfalistaflokkn- um og hefur til skamms tfma ver- ið f stjórnarandstöðuflokknum. Kemur hann f stað dr. Erich Bielka sem lætur af starfi ásamt með Oskar Wihs landbúnaðarráð- herra og Rudolf Háeuser, sem hefur verið félagsmáiaráðherra. GUnther Haiden ráðuneytis- stjóri verður landbúnaðarráð- herra og dr. Gerhard Weissen- berg tekur við félagsmálum. Nýju ráðherrarnir taka ekki við embættum sfnum fyrr en fram- kvæmdanefnd Sósfalistaflokksins hefur staðfest skipanir þeirra snemma í næsta mánuði. Fram að þessu hefur Haeuser félagsmála- ráðherra verið varakanslari. V-Þýzkaland: Enn eitt njósnamálið Bonn 16. ágúst. NTB. LÖGREGLAN f Vestur- Þýzkalandi hefur handtekið tvo menn, sem eru grunaðir um að hafa haft á prjónum áform um að selja vinnuteikningar af hinni nýju orrustuvél Atlantshafs- bandalagsins Tornado, til sovézkra aðila, að þvf er blaðið Die Welt skýrir frá f dag. Stjórnvöld hafa ekki sýnt við- brögð við fréttinni að svo komnu máli. Tornadoflugvélarnar munu verða sannkallað tækniafrek og eru t.d. með sérstakan búnað sem á að koma í veg fyrir að vélarnar sjáist á venjulegum radsjár- skermum. Allar upplýsingar um flugvélina eru taldar hið mesta hernaðarleyndarmál. Að þvi er Die Welt segir ætluðu Sovétmenn að greiða um 50 millj. n. króna fyrir ljósrit af teikningunum. Snjóbílsferðir á Breiðamerkurjökul Höfn 16. ágúst NVLEGA hóf Björn Olafsson á Höfn ferðir á snjóbflum á Breiðamerkurjökul. Hingað til hafa farþegar f ferðum þessum verið að mestu útlendingar. Meðfylgjandi mynd sýnir tindinn Fingurbjörg vestarlega f Mávarbyggðum. Myndina tók Þorsteinn Sigurbergsson bflstjóri um verzlunarmannahelgina. Elfas. Góður afli hjá Eskifj arðarbátum Eskifirði 16. ágúst. AFLI togarana frá Eskifirði hef- ur verið sæmilegur að undan- förnu og landaði Hólmanes f dag 100 lestum. Þá er afli minni tog- báta góður og kom Sóifaxi, sem er 29 lestir að stærð með 20 lestir f morgun. Allmikið er um byggingar í sumar. Hefur mörgum einbýlis- húsalóðum verið úthlutað, einnig er verið að byggja 8 íbúða fjölbýl- ishús, nýjan barnaskóla, fiskverk- unarhús og áhaldahús fyrir kaup- staðinn. Leit að sovézkri herflugvél Halifax, Nova Skotia 16. ág. Reuter. TVÖ SOVÉZK björgunarskip hafa undanfarið verið að leita að sovézkri herflugvél, sem er talin hafa hrapað f sjó niður suðaustur af Nýfundnalandi fyrir tólf dög- um, að þvf er talsmaður Kanada- hers sagði f dag. Hann sagði, að kafarar frá sovézku skipunum væru að störfum á allstéru svæði. Kanadfski tundurspillirinn Margaree, sem venjulega er not- aður til landhelgisgæzlu, er á leið á vettvang til að fylgjast með þvf sem Sovétar eru að gera, enda þótt það sé fyrir utan yfirráða- svæði Kanada. Vélin er sögð hafa verið á leið frá Kúbu til Sovét- ríkjanna. Olfubrák og brak hefur sézt á þessu svæði úr kanadfskum flugvélum. Ágætt veður hefur verið að undanförnu og er enn. Ævar Sismik í höfn að taka kost Istanbul 16. ág. NTB. Reuter. TYRKNESKA olfuleitarskipið Sismik kom til hafnar f Izmir um helgina eins og ráð hafði verið fyrir gert. Mun skipið hafa þar viðdvöl f fjóra daga, en halda sfðan á ný út á Eyjahaf. Tyrk- neski náttúruauðiindaráðherrann var á bryggjunni f Izmir til að taka á móti skipinu og fagna áhöfn þess. Að öðru leyti hefur verið kyrrt í dag og engar umtalsverðar hótan- ir gengið á milli Grikkja og Tyrkja vegna málsins. Er að vísu viðbúnaður á báðum stöðum og herir til taks, en samkvæmt áreið- anlegum heimildum er unnið að þvi að kappi að finna lausn á deilumálum ríkjanna, sem snúast eins og alkunna er um hverjum beri yfirráð yfir botni Eyjahafs, þar sem Grikkir gera tilkall til að umhverfi allra griskra eyja teljist til þeirra yfirráðasvæðis, en því una Tyrkir ekki. Þá hóf Alþjóðadómstóllinn f Haag í dag að ræða kæru Grikkja á hendur Tyrkjum vegna málsins og skal komast að niðurstöðu um, hvort Tyrkir hafi með athæfi sínu brotið alþjóðalög. Höfum kaupanda að Höfum verið beðnir að útvega fyrir fjársterkan kaupanda 5, 6 eða 7 herb. íbúð. 4 svefnherb. skilyrði. Má vera í blokk, hæð eða raðhús í Reykjavík. Má vera í Breiðholti, Hraunbæ eða Kópavogi. Bílskúr skilyrði. Útborgun 9 —10 millj. Losun nóvember — desember '76. Samningar og fasteignir Austurstræti 10 A, 5. hæð sími 24850, heimasími 37272. Raðhús í sérflokki við Dalsel til sölu Húsin seljast fokheld og fullkláruð að utan. Með tvöföldu gleri og svala- og útihurðum. Vélpússuð gólf. Sameiginleg bílgeymsla. Tilbúin til afhendingar strax. -j^- Húsin eru á 3 hæðum, samtals 220 ferm. Hagstætt verð. Teikningar fyrirliggjandi. Upplýsingar'í síma 84405 eftir kl. 5, alla daga. Spinola yfirheyrður Lissabon 16. ág. Reuter. PORTUGÖLSK hernaðaryfir- völd yfirheyrðu ( dag Antonio de Spinola fyrrverandi forseta landsins. Mun yfirheyrslan einkum hafa beinzt að þvf, hvort hann hafi reynt að kaupa vopn erlendis með það f huga að skipuleggja valdarán f landinu. Frá þvf sagði þýzka vikuritið Stern ftarlega á sfn- um tfma og Mbl. birti þá frétt- ina um það. Ekkert hefur verið opinber- lega sagt frá hver framburður Spinola hefur verið. Ekki er heldur neitt sem bendir til að ætlunin sé að halda honum f gæzlu eða takmarka ferða- frelsi hans. Hrapaði vegna handvammar Nariobi — 16. ágúst — Reuter. STOFNUN, sem hefur með hönd- um rannsóknir flugslysa i Austur- Afríku undanfarin tvö ár, hefur kannað orsök flugslyss, sem varð þegar „júmbó“-þota frá þýzka flugfélaginu Lufthansa hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvelli við Nairobi. Komið er í ljós, að handvömm flugmanna er um að kenna, en flugvélin hóf sig til flugs án þess að blöðkur á vængj- um (flaps) væru stilltar eins og vera ber við flugtak. í skýrslu stofnunarinnar kemur fram, að um borð hafi varúðarráðstöfunum gegn slfkum atvikum verið ábóta- vant. GOÐHEIMAR Nýstandsett jarðhæð, 3ja herb. um 100 fm. Verð 7.7 millj. Góð ibúð á góðum stað. LAUFÁSVEGUR Rúmgóð rishæð í timburhúsi. Verð 4.8 millj. útb. 2.8 millj. LANGHOLTSVEGUR Rúmgóð jarðhæð í steyptu tví- býlishúsi. Sér hiti, sér inngang- ur. Laus strax. Verð 5.8 millj. LJÓSHEIMAR 4ra herb. ca 1 1 0 fm. íbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi. Hagstætt verð. RÁNARGATA Hæð í timburhúsi um 80 fm. Verð um 5.0 millj. SUOURVANGUR HF. Glæsileg íbúð á 1. hæð um 100 fm. VESTURBERG Fullbúnar 3ja og 4ra herb. íbúð- ir. Ennfremur raðhús við: BYGGÐAHOLT, BREKKUTANGA, Mosf.sv., LANGHOLTS- VEG, LOGALAND, YRSUFELL. Höfum kaupendur að einstaklingsíbúðum í austur- bæ og miðbæ. VANTAR flestar gerðir eigna á söluskrá. Kjöreign sf. DAN V.S. WIIUM, lögfræðingur SIGURÐUR S. WIIUM. Ármúla 21 R 85988*85009 Vesturberg 2ja herb. íb. á 7. hæð. íbúðin er laus. w I smfðum í Kópav. 3ja og 4ra herb. íbúðir fokheldar og tilb. undir tréverk, með eða án bílsk. beðið eftir láni húsn.málastj. fast verð 2,3 m. HIBYLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 2ja herb. — Góð kjör Höfum i einkasölu 2ja herb. ibúð á 4. hæð i háhýsi við Krummahóla um 60 fm. Fallegt útsýni. íbúðin er með harðviðarinnréttingum. Teppalögð. Verð 5,5 millj. útb. 4 millj. sem má skiptast þannig. Við samning 1120 þús., svo má mismunur á útborgun greiðast á næstu 16 mánuðum með 2ja mánaða jöfnum greiðslum. 8x360 þús. vaxtalaust. Laus 1.2. Samningar og fasteignir Austurstræti 10 A, 5. hæð sími 24850. Heimasimi 37272. 28611 Vesturbær Höfum kaupanda að góðri 3ja til 4ra herb. íbúð á 1. hæð eða jarðhæð, sem gæti verið laus strax eða sem allra fyrst. Gott verð fyrir rétta eign. Hraunbær stórglæsilegt raðhús 136 fm, allt á einni hæð ásamt bílskúr. Húsið er byggt í vínkil og er allt sérstaklega vandað og skemmtilegt með nýrri palesander eldhúsinnréttingu og búri. Verð um 1 8 millj. Nýja sölussskráin okkar er komin út og er hún með fleiri eignum en nokkru sinni fyrr. Eitt simtal og við sendum yður eintak, eða lítið við á skrifstofu vorri. Fasteignasalan, Bankastræti 6, HÚS OG EIGNIR Sími 28611 Lúðvík Gizurarson hrl. kvöldsimi 17677. Laugarás 4ra herb. íb. á jarðhæð. Sólvallagata 4ra herb. íb. á 2. hæð. Kleppsvegur Nýleg 4ra herb. íb. laus fljótl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.