Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
7
Guðspjall þessa sunnu-
dags er saga Jesú um
miskunnsama Samverjann.
Jesús lagði mikið upp úr
miskunnsemi og nefnir hana
oft. Við getum vel sagt, að
yfirskrift þessarar hugvekju,
Verið miskunnsamir.sé eitt
af þeim boðorðum, sem
hann lagði hvað mesta
áhersiu á.
Það er hægt að hlýða
þessu boðorði með ýmsu
móti. Sennilega verurflest-
um fyrst hugsað til hjálpsemi
í einhverju formi við þá, sem
eru fátækir, svangir, sjúkir
eða í einhverjum þvílikum
aðstæðum. Að hjálpa slíkum
mönnum er að sýna
miskunnsemi.
Ég minnist þess, að á mín-
um bernskuárum fannst mér
sem miskunnsemi væri eink-
um bundin við að láta ein-
hvern sleppa við annars verð-
skuldaða refsingu. Síðarfann
ég, að þarna yar um miklu
víðtækara hugtak að ræða
Það er erfitt að útskýra það
með orðum. Það er miklu
auðveldara með dæmum.
Þess vegna segir Jesús
söguna um miskunnsama
Samverjann. Ég hef hér i
blaðinu nefnt Albert
Schweitzer. Hann mótaði
kenninguna um „lotninguna
fyrir lífinu". Þar sjáum við
eftirtektarvert dæmi úrokkar
samtið, dæmi sem biður með
hinum þekktu sálmsorðum:
— „sýndu miskunn öllu
þvi, sem andar,
en einkum þvi, sem böl og
voði grandar "
Það er hægt að nefna
marga fleiri úr okkar samtíð,
bæði þekkta mannvini og
friðarsinna. Ýmsir slíkir menn
verða hugstæðir. En ég man
líka tvær ungar skólastúlkur,
sem ég kynntist eitt sinn.
Þær fundu, að ein bekkjar-
systir þeirra átti erfitt. Hún
varsérstök nokkuð, og hún
bjó við aðstæður, sem voru
óvenjulegar. Skólasystkini
hennar vissu þetta, stríddu
henni og nær útilokuðu hana
úr hopnum Börn og ungling-
ar geta oft verið miskunnar-
laus. En stúlkurnar tvær, sem
ég nefndi, voru annars sinnis
en fjöldinn, og þær tóku
þessa bekkjarsyrstur sína að
Verið
miskunn-
samir
sér þannig, að þær gerðust
vinkonur hennar og gáfu
henni með því það, sem
hana vantaði mest, vináttu,
kærleika.
Ég heid þær stöllur hafi
ekki gert sér þess fulla grein,
hvað þær gerðu mikið fyrir
vinkonu sína. Þetta var í
þeirra augum sjálfsagt, því
þær gátu ekki hugsað sér að
taka þátt ístríðni og aðkasti
hinna. En með gjörðum sin-
um sýndu þær miskunnsemi.
Ég minni fermingarbörn
min alltaf á það, þegar ég
ræði við þau 5. boðorðið,„Þú
skalt ekki morðfremja ', að
það er hægt að myrða fleira
en líkamann. Það eru oft
framin andleg morð. Hatur,
grimmd og óvinátta eru þar
hin sterku vopn og ekki sist
það, sem ég vék að hér á
undan, þegar einhver er
hafður útundan, þegar ein-
hver er tekinn fyrir, finnur
ekki náð fyrir augum klíkunn-
ar. Slikt gerist oftaren marg-
an grunar. Og í þeim tilfell-
um er mikil þörf á miskunn-
semi. Við Islendingar
þekkjum lítt til kynþátta-
vandamála, en einmitt þar
eru sláandi dæmi, sem jafn-
framt eru Ijótur blettur á sam-
visku hins kristna manns.
Miskunnarleysið er oft
mikið í dægurdómum, og
mér finnst við íslendingar
vera að fara inn á mjög
hættulega braut í þeim efn-
um. Jafnt i þingræðum sem
blaðaskrifum hefur sú tíska
færst í aukana að vera mjög
persónulegur í málflutningi.
Þetta er ekki sist að gagn-
rýna harðlega allt, sem þeir
hafa talið bera einhvern vott
um siðleysi, spillingu eða
annaðslíkt. Forystumenn
þjóðarinnar og æðstu stofn-
anir eru hiklaust dregin fram
í sviðsljósið, en, því miður, of
oft þannig á málum haldið,
að það er augljóst, að ádeilan
á manninn er aðalatriðið, en
ekki málefnið, siðferðisskyld-
an.
Þarna er ekki rétt á málum
haldið. Þarna er i flestum
tilfellum unnt að koma hinu
góða til leiðar, leiðrétta það,
sem úrskeiðis hefur farið án
þess að draga meðbræðurna
niður í svaðið. En þegar pers-
ónulegur frami er annars
vegar eða sölumennska á
blaði, þá gleymist stundum,
að eitt sinn var sagt: „Verið
miskunnsamir."
Það er farið alltof kæru-
leysislega með þessi mál
Það hefur allt of oft komið
fyrir, að saklausir menn eru
komnir i munninn á blaðasöl-
unum sem meintir misyndis-
menn, og það er hægra sagt
en gjört að má slikt út aftur.
Mig langarað nefna misk-
unnsemi á einu sviði enn.
Fyrir tilviljun heyrði ég í sum-
ar, að verið var að kynna
nýja hljómplötu i útvarpinu.
Mér brá ónotalega, þvi þar
var á ferð gróf afskræming á
hinu yndisfagra Ijóði Jónasar
Hallgrímssonar, „Ég bið að
heilsa," og hið Ijúfa lag Inga
T. Lárussonar skrumskælt við
þennan texta.
Trúlega á þetta eftir að
hljóma oftar og hefur kannski
þegar gert það En má ég
ekki biðja um miskunnsemi á
þessu sviði lika, miskunn í
nafni menningar.
Ég hygg þau muni vand-
fundin, þau svið mannlegs
lífs, þar sem ekki er þörf
meiri miskunnsemi. Þess
vegna er okkur óhætt að
íhuga æ betur boðskap Krists
og ekki síst hið sístæða boð-
orð hans: „VeriS miskunn-
samir".
r
» GAFNALJOSIN «
frá Texas Instruments
Öll stig af rafreiknum frá TexosInstruments
stærstu tölvuframleióendum
í heiminum i dag
Vélar, sem VIT er i
H
F=
ÁRIVIUL A 11
Söngfólk
„ Að vanda mun Pólýfónkórinn bæta við nokkr-
um söngröddum í byrjun starfsárs. Gott tóneyra
og nokkur tónlistarmenntun er nauðsynleg.
Raddþjálfun fer fram á vegum kórsins. Áhuga-
samir umsækjendur gefi sig fram i síma 2661 1
á skrifstofutíma eða 1 7008 á kvö/din.
Pólýfónkórinn.
Höfum kaupendur a8 eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Kaupgengi pr. kr. 100,-
1965 2 flokkur 1513 84
1 966 1. flokkur 1366.21
1966 2. flokkur 1290 22
1967 2 flokkur 1229 63
1968 1 flokkur 1078 27
1968 2 flokkur 1014 51
1970 1. flokkur 685 41
VEÐSKULDABRÉF:
1—3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100.
1970 2 flokkur 516 56
1972 2 flokkur 350 00
1973 2 flokkur 268 90
19 74 1. flokkur 183 09
1975 1 flokkur 1 52 00
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100.
1973 B 290 00 (12.3% afföll)
1974 D 244 14
1974 E 1 72.76
1976 H 1 1 1 64 ( 6 5% afföll)
VEÐSKULDABRÉF:
6 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 10% vöxtum
NÁRPEfTincflRPátns ínnnDf hp.
Verðbréfamarkaður
Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu)
Sími20580
Opið frá kl. 13.00—16.00 alla virka daga.
p
'w>
AKUREYRI
ÚTSÖLUIVIARKAÐUR
að Glerárgötu 34
Opnum á mánudag kl. *|3
Opiö næstu daga kl. 13-18
Hvers konar fatnaður
á karla, konur og börn
ln®sik»
I TRYGGVABRAUT 2411AKUREYRI