Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
Þrjár
sýningar
Magnús Pálsson og Birgir
Andrésson: Galerie Súm.
Anton Einarsson:
Hamragörðum. Richard
Valtingojer Jóhannsson:
Stúdentakjallaranum Gamla
Garði.
Um þessar mundir standa yf-
ir þrjár sýningar, sem verð-
skulda fyllilega að um þær sé
fjallað. Hin veigamesta þeirra
er í sýningarhúsnaeði SUM að
Vatnsstíg 3 og eiga hér í hlut
Magnús Pálsson, hinn velkunni
myndlistarmaður, uppfræðari
og fyrrum leikmyndasmiður, og
Birgir Andrésson, sem enn
telst myndlistarnemi og er því
lítt þekktur og oskrifað blað.
Sem að likum lætur ræður hér
ríkjum hugmyndafræðileg list,
„conceptual art“, hjá hinum
tveim galvösku mönnum.og
þeir eru ekki frá því að hér sé
um tízkusýningu að ræða þótt
ekki svífi fagurlimaður hofróð-
ur með æsandi tilburðum um
sviðið.
í annan stað á þetta að vera
fyrirbæri nútímans i listum og
hefur vissulega verið áberandi
á listasýningum austan hafs og
vestan á undanförnum árum
auk þess sem nefna má, að
Biennalinn i Feneyjum í ár er
allur undirlagður þessu fyrir-
bæri: „Lístamaðurinn og um-
hverfi hans, — og frá áhrifum
til uppátækja."
Magnús sýnir margs konar
hugmyndir útfærðar í gips, sem
menn eru ekki vanir að ímynda
sér í föstu, áþreifanlegu formi;
efni likt og þoku, — hugtök líkt
og ást, lúðurhljóm, angist,
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
hljóð, ilm, von o.s.frv. Lista-
maðurinn hefur á hraðbergi út-
skýringar á rökfræðilegu
orsakasamhengi verka sinna og
þar sem listamennirnir sjálfir
eru þarna til staðar geta for-
vitnir og fróðleiksfúsir tekið þá
tali. Slíkar hugmyndir minna á
það, að Beethoven eða einhver
annar jöfur tónlistarinnar á að
hafa sagt, „að þögnin væri erf-
iðasti og fegursti tónn hljóðfær-
isins“. Hugmyndafræðilega séð
er með rökum hægt að tala um
mismunandi stig af þögn, á
sama hátt og mismunandi stig
hávaða! Þetta er rökrétt ef nið-
ur i kjölinn er skoðað, t.d. geta
heyrandi truflazt ef þeir eru
lokaðir inni í hljóðeinangruðu
herbergi, og þannig mætti segja
að þögnin hafi ært viðkom-
andi!!
Myndir Magnúsar eru fag-
mannlega unnar, svo sem hans
er von og vísa, og vænlegast er
að nálgast verk hans með hug-
myndaflugið óbeizlað og i
tengslum við lifandi verund
umhverfisins.
— Birgir Andrésson sýnir
aðallega ljósmyndir af sínum
hugmyndafræðilegu tiltektum
og eru þær myndir betur gerð-
Anton Einarsson
Magnús Pálsson og Birgir Andrésson
ar tæknilega en flest af því tagi
sem sézt hefur í SUM. Utskýr-
ingar hans upplýsa tilganginn,
t.d. þessar: „Umhverfið skoðað
á myndrænan (skynrænan)
hátt án þess að augun séu notuð
sem skynjunarmiðill.“ —
„Þann 23. ág. 1976 hugðist ég
rugla þeirri ómeðvituðu tilfinn-
ingu minni gagnvart stærð
Þingvallavatns, þann sama dag
fór ég ásamt Sigríði Guðjóns-
dóttur austur, og i sameiningu
færðum við sneið úr strönd
vatnsins að vestanverðu yfir á
strandlengjuna að austan-
verðu.“
Mér kemur í hug hvílíkir
listamenn vegagerðarmenn
gamla timans hafa verið, er
stöðugt voru að flytja jörð milli
staða með frumstæðum verk-
færum, breiða úr henni hlaða
garða úr torfi og grjóti. Hér
endurvekur listamaðurinn sem
sagt tilfinninguna fyrir sam-
semd við jörð og flutning henn-
ar í tíma og rúmi. — Snjöll er
myndin þar sem listamaðurinn
á fjórum fótum blæs í liki
vindsins á vindsorfinn rofa-
barð. Einnig sýnir Birgir á gólfi
margvíslega uppsetta hluti og
nefnir „Hnyðju", og minnir það
verk fyrir margt á hollenzka
listamanninn Douwe Jan Bakk-
er.
Sýningin er vel þess virði að
hún sé skoðuð.
Að Hamragörðum sýnir ung-
ur maður, Anton Einarsson að
nafni, 35 myndir blandaðrar
tækni og bera flestar þeirra
svip af „Collage" — myndum
(klippmyndum), en auk þess
notar hann litkrit, lökk, rissblý
o.fl. Þetta mun frumraun Ant-
ons að þvi er ég bezt veit og
kann ég engin deili á mannin-
um né ferli hans. Myndir hans
bera margar hverjar vitni
furðu þróuðu lit og formskyni
ásamt hugkvæmni og tilfinn-
ingu fyrir myndbyggingu. Er
hér því greinilega hæfileika-
maður á ferð sem vert er að
gefa gaum og sl?k sýning hefði
vakið umtalsverða athygli fyrir
1—2 áratugum. Teikningar
Antons bera hins vegar vott um
takmarkaða skólun og rjúfa
heildarmynd sýningarinnar.
Anton slær ekki á væmna
strengi í lit né formi, en hann
þyrfti að skóla sig til viðameiri
og markvissari átaka. Myndir
er vöktu sérstaka athygli mina
bera þessi númer: 6, 7, 14, 18,
ásamt tveim málverkum nr. 27
og 35...
Richard Valtíngojer Jóhann-
son sýnir næstu vikur 7 teikn-
ingar og 8 grafíkmyndir í
Stúdentakjallaranum, Gamla
Garði, og eru langflestar unnar
á þessu ári og aðrar tiltölulega
nýjar. Ég tel sérstaka ástæðu til
að vekja athygli á þessari sýn-
ingu því að myndirnar eru í
háum gæðaflokki og einkum
koma teikningarnar mjög á
óvart fyrir tjáningarkraft sinn
t.d. nr. 12 og 13, „Leikir í ein-
rúmi“, „Lif mitt er lyfta sem
fer“ (11) „Home Sweet Home“
(10) og „Mannfjandsamlegar
byggingar" (8).
Richard hefur tvímælalaust
skipað sér í raðir fremstu teikn-
ara og grafík-listamanna hér-
lendis og er verður fyllstu at-
hygli sem slíkur. Er mikill
skaði að því að teikningarnar
skyldu ekki vera settar upp á
núverandi Haustsýningu því að
þar hefðu þær sómt sín vel og
aukið á fjölbreytnina.
Ber að þakka stúdentunum
og listamanninum framtakið og
væntanlega verður hér ekki
staðar numið. Athuga skal að
kjallarinn er lokaður í nokkra
daga vegna viðgerða.
Richard Valtingojer Jóhansson
Ádeíla á stórlaxa í Iðnó
FYRSTA frumsýning vetrarins
hjá Leikfélagi Reykjavíkur verð-
ur ( lok vikunnar, en þá verður
frumsýndur gamanleikurinn
„Stórlaxar" eftir ungverska
skáldið Ferenc Molnár. Leikritið
fjallar um fjármálaævintýri (
heimi góðborgara og skopazt er að
umsvifum stórlaxa ( athafnaKf-
inu.
„Okkur þótti þetta vel til fall-
andi til sýninga með hliðsjón af
því sem er að eiga sér stað á
íslandi um þessar mundir," sagði
Jón Hjartarson, sem leikstýrir
„Stórlöxunum".
„Molnár var vinsæll leikritahöf-
u.idur í Evrópu á millistríðsárun-
um og eitt leikrita hans, Lilliom,
var sýnt í Iðnó á þeim tlmum.
Hann flúði til Bandarfkjanna þeg-
ar Hitler komst til valda og lézt
þar 1942.
Æfingarnar á leikritinu hófust
f vor. Þetta er sérstaklega
skemmtilegt viðfangsefni að því
leyti, að f því eru 33 hlutverk, sem
öll eru leikin af 10 leikurum,"
sagði Jón.
Vigdís Finnbogadóttir þýddi
leikritið. Aðalhlutverkin, tveir at-
hafnasamir bankastjórar, sem
kunna ýmsa klæki í viðskiptum,
eru leikin af Þorsteini Gunnars-
syni og Guðmundi Pálssyni. Aðrir
leikendur eru Guðrún Ásmunds-
dóttir, Steindór Hjörleifsson,
Soffía Jakobsdóttir, Sólveig
Hauksdóttir, Margrét Ólafsdóttir,
Karl Guðmundsson og Kjartan
Ragnarsson. Leikmynd gerir
Steinþór Sigurðsson.
ÖNNUR VERKEFNI
Með „Stórlöxum" hefst áttug-
asta starfsár Leikfélags Reykja-
víkur. Næsta verkefni er nýtt
verk eftir Svövu Jakobsdóttur,
sem mun hafa mjög ákveðna skfr-
skotun til islenzkra þjóðfélagsað-
stæðna. Þriðja verkefnið verður
Macbeth, eftir Shakespeare. Af
öðrum verkefnum Leikfélagsins (
Framhald á bls. 39
Þorsteinn Gunnarsson og Sigurður Karlsson.