Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 20

Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 k Þau eru nú orðin mörg ströndin sem ég hef fengizt við.“ Þó maður sé orðinn gamall, er maður eigin- lega of ungur til að geta svarað þess- um spurning- um.“ „Vega- handbðk- in, já. Er þetta ein- hver ný bðk? Þetta virð- ist nú vera fróðleg bók.“ mmmr Á bænum Hnausum í Leið- Vallahreppi i V-Skaftafellssýslu býr maður hátt á níræðis aldri, sem mörgum er að góðu kunn- ur. Maðurinn er Eyjólfur Eyjólfsson og er hann fróður um marga hluti og hefur frá mörgu athyglisverðu að segja. Það sem blm. Morgunblaðs- ins var efst í huga þegar hann knúði dyra á Hnausum, var að fá Eyjólf til að segja frá hinum tfðu skipsströndum, sem urðu fyrir Meðallandi fyrr á þessari öld, en Eyjólfur er einmitt einn þeirra manna, sem mikið hafa komið við sögu við björgun þessara skipa og áhafna þeirra. P'ns og flestum er kunnugt, er ströndin fyrir Meðallandi ákaflega hættuleg sjófarend- um. Þar er mjög brimasamt og útgrynni mikið. Skipsströnd hafa verið nokkuð tíð á þessum slóðum og sést það vel á því að í Meðaílandinu er ekki sagt að „menn syndgi á synd ofan,“ heldur að skip „strandi á strand ofan.“ Við skulum byrja á því að gefa Eyjólfi orðið og sjá hvað hann hefur að segja um upp- runa sinn. „Ég fæddist að Botnum, hérna fyrir norð-vestan, og ólst þar upp til hálffertugs," svaraði Eyjólfur spurningu blm. „Þá keypti ég jörðina að Hnausum og hóf búskap árið 1923. Þetta er sæmileg jörð, en hefur orðið fyrir miklum sand- ágangi og má segja, að ég hafi komið hingað þegar hún var sem verst vegna sandágangs. Fólki leizt ekki á þetta og sögðu það ekki mikil byrjunarhygg- indi í búskap að kaupa þessa jörð. En fljótlega var reist hér fyrsta sandgræðslugirðingin með hjálp Sandgræðslunnar, sem borgaði helminginn af kostnaðinum. Ári seinna þurftu bændur ekki að standa undir nema þriðjungi kostnaðarins, en það hefði ekki horgað sig að bíða, því þá hefði þetta orðið enn meira átak.“ Eyjólfur var mikill frammá- maður í málefnum sveitarinnar og var m.a. hreppstjóri í fjölda ára. Þegar minnzt var á það, sagði Eyjólfur: „Já, líklega er ég nú mesti strandahreppstjórinn, sem hér hefur verið. Þau eru orðin mörg ströndin, sem ég hef feng- izt við. Ég veit varla hvert þeirra ég ætti að velja úr til að V „Er sennilega mesti stranía- hreppstjórinn” Rætt fyrrv. segja þér frá, og svo var þetta farið að verða hvefsdagslegt fyrir mér. Þó er eitt franskt strand, sem mér er minnisstætt. Við vissum ekki um það fyrr en fjórir menn komu til bæja að Fljótum við Eldvatn í þoku og dimmviðri. Mennirnir voru hraktir og illa á sig komnir, og enginn skildi orð af því sem þeir sögðu, en þeir pötuðu mik- ið og bentu alltaf í átt til sjávar. Töldum við því víst að þetta væru strandmenn, en við ætluð- um aldrei að komast að því hvar strandið var, og enginn vissi hverrar þjóðar kvikíndi þetta voru. Þó sáum við að þetta var hvíti mannflokkur- inn. Við létum mennina hafa kortabók, en ekki varð það til að leysa vandamálið. Við komumst þó fljótlega á strandstaðinn og sáum við strax, :ð strandið var nokkuð óvenjulegt, það gat ekki komið nógu vel upp, því skipið rakst á gamalt flak og stóð fast. Menn- irnir áttu því langt í land og voru allir mjög illa á sig komn- ir. Þetta fór þó allt betur en á við Eyjolf Eyjolfsson, hreppstjóra á Hnausum ______________________ - horfðist, en þö drukknuðu 5 menn.“ — Þú hlýtur oft að hafa lent I ýmsum þrekraunum og háska við björgunarstörfin? „Já, þetta var oft erfitt, og þá sérstaklega áður en bílarnir komu. Þá voru þetta yfirleitt meiri hrakningar og meiri vos- búð, og svo voru sjómennirnir oft illa lagaðir til að sitja á hestum.“ — Rak ekki oft á f jörur ýmsa óvenjulega hluti, sem þið hafið kannski getað nýtt? „Jú, það var alltaf mikill reki úr skipunum í fjörunni, ýmiss konar hlerar, veiðarfæri og aðr- ir skipshlutir. Einu sinni strandaði hér skip, sem var að flytja ýmsar vistir til Hafnar- fjarðar, og þar á meðal te. Teið var í blikkkössum og geysimik- ið af þvf rak úr skipinu og upp á fjöru. Það var upp úr því, sem Meðallendingar byrjuðu að drekka te og hafa gert alla tíð síðan.“ — Hafði tedrykkja þá ekki tfðkast fram að þvf? „Já, ég þekkti nú te og te- drykkju frá því ég var strákur í Hafnarfirði." — I Hafnarfirði? Dvaldistu þar einhvern tfma? „Já, ég var f Flensborg þegar ég var strákur og tók þar gagn- fræðapróf. Síðan fór ég f 2 mánuði á framhaldsnámskeið í Kennaraskólanum. Ég hef dálitið Ient í því að kenna krökkum, en einhvern veginn finnst mér eins og þeim gangi seinna að læra nú en áður. Það er furðulegt, að þótt alltaf sé verið að reisa skóla og auka menntun er oft eins og bezt menntaða fólkið búi á afskekkt- um stöðum þar sem engir skól- ar eru. Þetta eru fróðir menn, sem hafa bókalestur sér til skemmtunar og hafa aldrei komið nálægt skólum.“ „Nei, hér er ekki mikil um- ferð, en þó kemur hingað slæð- ingur af fólki á sumrin," sagði Eyjólfur, þegar hann var innt- ur eftir því. „Ég man nú samt þá tíð, þegar sveitin var f alfaraleið. Þá fóru menn á hestum yfir Kúðafljótið og sfð- an áfram um Meðallandið. Seinna var svo gerð brú yfir Kúðafljótið og vegurinn færður norðar. Kúðafljótið var oft erfitt yfirferðar og það þurfti sérstakt vit til að velja vöðin. Menn voru ákaflega misgóðir vatnamenn. Það þurfti mikla æfingu og þekkingu á vatninu. Vöðin voru mjög breytileg og það gat verið hættumikið að leggja í fljótið, einkum þegar lagði á veturna og ísinn var ótryggur. Og jafnvel mikil æf- ing og þekking var ekki nóg — upplagið virtist oft skipta meira máli.“ „En ég get nú sagt þér frá því,“ hélt -Eyjólfur áfram, „að einu sinni var margt fólk f Meðallandinu miðað við land- stærð og á tímabili má eigin- lega segja að hér hafi verið of margt fólk. Við manntal árið 1816 kom fram að í Meðaliand- inu voru yfir 100 manns, sem ekki voru fæddir hér, heldur aðfluttir, en nú erum við eitt- hvað töluvert innan við 100. Fólk kom hingað mikið til að leita sér bjargar, því hér var fiskreki mikill með sjónum á veturna, en það var kannski fyrst og fremst íslenzka mel- kornið, sem laðaði fólk hingað. Það grundvallaðist reyndar ekki öruggur búskapur á mel- tekju, en melurinn var fljóttek- in björg til næsta máls.“ — Geturðu sagt okkur f, stór- um dráttum, hvernig meltekj- an fór fram? „Melurinn var skorinn á haustin, þegar axið var orðið bleikleitt og kornið farið að losna. Sfðan var melurinn bundinn í klyfjar á sérstakan hátt og fluttur heim. Síðan var kornið barið úr stöngunum á láréttum staur með undirstöðu til beggja hliða, og var þetta kallað að „skaka" melinn. Að þessu loknu var þetta kynt í svokölluðum „sofnhúsum". Ekkert slíkt hús er til núna, en þau voru yfirleitt þannig, að dyrnar voru á miðri hlið en en ekki til stafnanna. Reft var yfir annan enda hússins þannig að melstöngunum var raðað svo þétt, að kornið félli ekki niður. Síðan var melkornið látið ofan á þetta og kynnt bál undir. Þetta gat verið dálftið hættu- legt og stundum brann sofninn ofan af og í verstu tilfellum brann húsið :llt. I hinum enda hússins voru tunnur grafnar niður til hálfs og þegar kornið var talið fullkynt var það sett í þessar tunnur og troðið á því með berum fótum. Bezt var að hafa steinhellu í botninum, því það var stöðugra en trébotn. Við þetta molnaði hýðið utan af ávextinum, sem kallaður var ,,tini“. Síðan varð að aðskilja „tinið“ og mylsnuna og var það gert i til þess gerðu trogi og kallað að „drifta“. Það var driftað með sérstöku lagi og ekki öllum, sem fór það vel. Að lokum var tinin svo möluð f steinkvörnum, búið til deig og þetta síðan etið og þótti kjar’na- matur. Nú er hætt að skera melinn til manneldis og er hann aðal- lega notaður til að gróðursetja aftur og minnka sandhættuna. Meltekja fer að verða eitt af þessu gamla, sem ekki þekkist lengur. A tímabili var ekki litið við þessu, en nú er eins og allir vilji fá að vita um þetta. Og þó að maður sé orðinn gamall, er maður eiginlega of ungur til að geta svarað þessum spurning- um, sem unga fólkið vill fá svör við. Það voru t.d. stúlkur úr háskólanum hjá mér í gær og vildu fá að vita allt um fráfær- ur. Ég reyni nú að segja frá þvf, sem ég veit, þvf mér finnst hálf- leiðinlegt ef fólk fer óánægt frá mér.“ árós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.