Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 3

Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 3 Flugránið á La Guardia: Lögreglumaður beið og 3 slösuðust TWA-vélin hefur sig á loft frá Keflavikurflugvelli I gær. bana — er sprengja ræningjanna sprakk á flugstöð á Manhattan New York, Montreal, Gander 11. sept. Reuter TWA-vélin lagði upp kl. 22.45 (að fsl. tfma) I gærkvöldi, föstudag, frá La Guardiavelli ( New York. Talsmaður TWA sagði að allir sem um borð fóru hefðu gengizt undir strangt vopna- og öryggiseftirlit og væri þvf óskiljanlegt, hvernig ræningjarnir hefðu komizt óáreittir með allt sitt hafurtask inn f vélina. f vélinni sem var af gerðinni Boeing 727 og átti að fara til Chicago voru 85 farþegar og sjö manna áhöfn. Skömmu eftir flugtak tilkynntu sex menn að þeir ætluðu að ræna vélinni og hótuðu áhöfn að vélin yrði sprengd f loft upp ef ekki yrði farið að fyrirmælum þeirra. Mennirnir sex voru allir með sprengjubelti utan um sig, en f fréttum er hvergi talað um að þeir hafi haft skotvopn. Kl 1 f nótt (sömuleiðis að fsl. tfma) lenti vélin þvf næst á Mirabelflugvelli við Montreal þar sem hún tók eldsneyti og hafði um tveggja stunda við- dvöl á vellinum. Nokkru eftir að vélin fór f loftið frá La Guardia sprakk sprengja f farangursrými á aðalflugafgreiðslunni' á Manhattan. Lögreglunni var vfsað á að sprengja væri þar sem spryngi á hverri stundu og fóru iögreglumenn þegar á staðinn. Fannst sprengjan f innsigluðum hraðsuðupotti og þegar lögreglumennirnir voru að reyna að gera hana óvirka sprakk hún f höndum þeirra og lézt einn lögreglumannanna samstundis og þrfr munu hafa særzt en ekki er vitað hversu alvarlega. Ræningjarnir reynast vera Króatar Þegar vélinni var rænt var með öllu óljóst hverjir stóðu að ráninu en hjá sprengjunni var einnig átta síðna b'réf frá ræningjunum og kom þá í ljós að þeir kváðust vera úr sam- tökum sem berjast „fyrir frjálsri Króatíu" i Júgóslavíu. I bréfinu kröfðust ræningjarnir þess að texti bréfsins yrði birtur í heild i The New York Times, The Los Angeles Times, The Chicago Tribune, Washington Post og The International Herald Tribune. Vildu ræningjarnir að þriðji hluti bréfsins kæmi á for- síðu viðkomandi blaða. I bréf- inu sagði að markmið sam- takanna væri að draga upp nákvæma og sannverðuga mynd af þeirri ruddalegu kúgun sem Króatar væru beittir í Júgóslaviu. Ákveðið hefði verið að ræna bandarískri vél vegna þess að Bandaríkja- menn styddu júgóslavnesku stjórnina leynt og ljóst með efnahags- og fjárhagsaðstoð. Þvi væri þetta eina gerlega leiðin til að höfða til banda- rísku þjóðarihnar og mótmæla frekari aðstoð „við heimsvalda- sinnana í Belgrad". Hópurinn hét því að beita ekki ofbeldi ef hægt væri að komast hjá því, en hins vegar yrði ekki hikað við það, ef kröfum þeirra yrði ekki framfylgt. Maður sem nafngreindi sig ekki og hringdi til Reuter- skrifstofunnar I New York sagði að þetta væri upphaflega sameiginleg áætlun króatiskra þjóðernissinna og áhangenda PLO. PLO hefði stutt Króatana til að grípa til aðgerða i þeirri von að það neyddi TWA til að hætta flugi til Israels. PLO hefði og lagt fram beiðni, við Líbýustjórn um að hún fjár- magnaði starf króatisku skæru- liðasamtakanna. Hann sagði síðan að samstarf milli PLO og Króatanna hefði farið út um þúfur þegar í ljós hefði komið að þeir siðarnefndu ætluðu aðeins að nota málið sér til framdráttar en láta málstað PLO lönd og leið. 33 farþegum sleppt úr vélinni á Gander Eftir tveggja stunda veru á flugvellinum við Montreal lagði vélin síðan upp á ný og stefndi til Gander á Nýfundnalandi. Skömmu eftir lendingu þar var 32 farþegum leyft að fara úr vélinni og siðan var dyrum lokað. Nokkru siðar var svo ein- um manni til viðbótar leyft að fara út. Reynt var að ná sam- komulagi við ræningjana um, að sleppa fleiri farþegum en það tókst ekki. Skömmu eftir að Boeing 727 vélin lagði upp til Gander ákvað TWA að senda aðra vél af gerðinni Boeing 707 til liðs við hina, þar sem flugstjóri vélarinnar sem var rænt, hefur ekki þjálfun í flugi yfir Atlants- haf og auk þess er Boeing 707 bæði langfleygari og stærri. Lenti sú vél á Gander skömmu á eftir hinni og reyndi flug- stjóri stærri vélarinnar að fá ræningjana til að samþykkja að skipt yrði á vél, en þeir voru ófáanlegir til þess. Var þá ákveðið að Boeing 707 vélin fylgdi hinni eftir og leiðbeindi henni og gerði flugáætlun og slíkt til að ferðin yfir Atlants- haf gæti gengið áfallalaust fyr-' ir sig. Ræningjarnir munu hafa orð- að það skömmu eftir að lent var I Gander að þeir ætluðu að fara til Islands, en Reuterfréttastof- an sagði að augljóst væri að það væri aðeins áfangi á lengri leið. Einn farþeganna, sem sleppt var á vellinum I Gander, sagði að í hópi flugræningjanna væri ein kona. Allir væru ræningj- arnir með sprengjubelti utan um sig, en ekki hefði nein skelfing gripið um sig. Konan hefði veitt flugfreyju aðstoð við að róa og sefa farþega eftir að ljóst hefði verið að vélinni hafði verið rænt. Flugumsjónarmaður í Montreal sem talaði við flug- stjóra vélarinnar, sem rænt var, hafði það eftir honum að ræn- ingi stæði fast við hann með sprengjubelti um sig miðjan og Framhald á bls.47 Með ÚTSÝN tll annarra landa Vikuferðir til L0ND0N Brottför alla laugardaga frá 1. nóv.76 til 31. marz '77 VERÐ FRA KR. 39.100,- Í£> Q Helgarferðir til GLASGOW hálfsmánaðarlega frá 24. sept. til 18. des VERÐ FRÁ KR. 31.900 Costa del Sol FUENGIROLA Næsta brottför 13. sept. Fáein sæti laus. TORREMOLINOS Brottför 19. sept. — uppselt. 26. sept. nokkur sæti laus. 10. okt. 3 vikur — hásumarauki AUSTU RSTRÆTI 17 Ferðaskrifstofan ___ _ w SIMI 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.