Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.09.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976 17 ' „Þá var söó/asmióur á hvetju horni í bænum" fíætt við Þorvaid Guðjónsson söðiasmið „ÉG ætlaði aldrei að verða söðla- smiður," sagði Þorvaldur Guð- jónsson, sem í dag, 12. sept., á hálfrar aldar afmæli sem söðla- smiður. „Faðir minn var trésmiður og bræður mínir, sem voru 4, voru allir góðir smiðir. Við ólumst upp á Litlu-Brekku í Géiladalshreppi i Barðastrandarsýslu og alls vorum við systkinin 9. Nú, en svo kom bréf frá Guðjóni Ásgeirssyni, söðlasmiði og bónda á Kýrunnar- stöðum I Hvammssveit, og hann spyr í bréfinu, hvort ekki muni vera til stráklingur, sem gæti komið til sín, svona til að vera til aðstoðar. Ég var aðeins 15 ára og varð að láta mig hafa það að vera sendur. Guðjón var ljómandi mað- ur, það var ekki það, en á söðla- smíði hafði ég litinn áhuga. Og eiginlega get ég alls ekki sagt, að ég hafi nokkurn tima haft gaman af þessu starfi. En I þá daga féll til svona hitt og þetta annað, sem við vorum beðnir um að gera. T.d. gerði ég alls kyns hylki utan um mælitæki og eitt og annað, m.a. fyrir Rannsóknastofn- un Háskólans. Af þvi hafði ég gaman. Fíngerð vinna og miklu meira nostur. Arið 1926 kom ég til Reykjavik- ur og fór að vinna á verkstæði um veturinn. Þá var smíðað yfir vet- urinn, en ekkert á sumrin. Allt sem til var seldist á haustin, þeg- ar bændurnir komu í kaupstað- inn. Eins á vorin, þegar þeir voru að koma-með ullina, þá var líka mikið selt. — Já, það hefur alltaf verið feikinóg að gera fyrir söðlasmiði. Þegar ég va að byrja, voru lika smiðir á hverju horni I bænum svo að segja. Það er næg vinna handá hverjum sem vill í þessu fagi. En mér er aðeins kunnugt um einn lærling, það er hann Sig- urður hans Björns Sigurðssonar, sem rekur verkstæðið þar sem ég er núna. Og líklega er einn austur á Selfossi, ég held það. En það er voðalega dýrt að hafa lærling, ég hefði alls ekki efni á þvi. Efnið kostar svo rosalega mikið. Nú er mikið flutt inn af erlend- um hnökkum, en mér finnst nú að íslenzkir hestar eigi að hafa inn- lenda hnakka, þeir eru smíðaðir sérstaklega fyrir okkar hesta. Það sagði mér Þjóðverji sem hefur keypt hjá mér reiðtygi, að hann myndi kaupa af mér allt — hversu mikið sem ég smíðaði. Þessir hestar, sem fluttir eru út, ættu að hafa íslenzk reiðtygi og markaðurinn er nægur, ef ein- hver getur framieitt fyrir hann.“ — Hafa hnakkar breytzt frá því þú byrjaðir? „Aður þurftum við að smiða virkin líka, en nú eru þau flutt inn tilbúin. Og nú eru notaðir spaðahnakkar, þeir eru mikil framför frá gömlu stutthnökkun- um, sem særðu hestana. Það mátti lesa af baki hrossanna, hvaða hnakkur hafði verið brúkaður þá. En annars hefur þetta lítið breytzt, nema vinnuaðferðirnar sjálfar." Þorvaldur hafði verkstæði á Laugavegi 53 í nokkur ár en hætti, þegar brann þar. „Ég held það hafi verið 1964. Þá brunnu öll verkfærin min og ég ætlaði nú bara að hætta. Ég fór að vinna hjá borginni þá, en svo báðu þeir mig um að smíða reið- tygin á hestana, sem drottningin af Danmörku fékk í brúðkaups- gjöf. Þá byrjaði ég á þessu aftur. Það voru fín reiðtygi, og beizlin silfurslegin." Og síðan hefur Þorvaldur hald- ið áfram að smíða hnakka og reið- tygi og starfar á verkstæði Björns Sigurðssonar í Kópavogi. „Maður er ekki eins duglegur, ég er nú orðinn 69 ára gamall og verð eins og aðrir að beygja mig fyrir Elli kerlingu," sagði Þor- valdur þegar hann fylgdi okkur til dyra. „Og ekki veit ég hvað ykkur þykir svona merkilegt við þessi 50 ár — mér þykir það ekki.“ Þorvaldur Guðjónsson ÍSLENSK FÖT/76 30 SÝNINGARDEILDIR STÆRSTU OG GLÆSILEGUSTU TÍSKUSÝNINGAR HÉRLENDIS í dag klukkan 1 5.30 — 1 7.30 og 21.00 á morgun og þriðjudag kl. 1 7.30 og 21. GÓÐAR VEITINGAR HÁRGREIÐSLA/HÁRSKURÐUR, ÓKEYPIS ÞJÓNUSTA ÓKEYPIS GESTAHAPPDRÆTTI — VINNINGUR DAGLEGA Opið 2—10 f dag og 3—10 mánudag og þriðjudag SÝNINGUNNI LÝKUR Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD SÝNING SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ SYNINGIN FRAMLENGD UM TVO DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.