Morgunblaðið - 12.09.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
35
RAGNAR OG I3URÍÐUR
SYMGJA LÖG
JCNA7AN5 CI.AP55CNAI?
Ragnar og Þuríður syngja
!ög Jónatans Ó/afssonar
KOMIN er á markað plata með tólf
lögum Jónatans Ólafssonar, sem
þau Þurlður SigurÓa rdóttir og
Ragnar Bjarnason syngja við undir-
leik hljómsveitar Ragnars og fleiri
hljómlistarmanna. Á plötunni eru
mörg kunnustu laga Jónatans, en
hann hefur samið lög um nær þrjátlu
ára skeið og er enn virkur á þvl sviði.
Nýjasta lagið nefnist „Þorskastrlð-
ið' og fjallar um slðustu viðureign
Breta og íslendinga, en Jónatan
samdi einnig á slnum tíma lagið „í
landhelginni" um þorskastrlið 1958.
Til gamans má geta þess, að á undan
og eftir laginu „Þorskastrlðið" á
nýju plötunni heyrist sýnishorn af
samtölum enskra togaramanna við
freigátu, er átökin stóðu sem hæst
sl. vetur.
Útgefandi plötunnar er S.G.-
hljómplötur og er hún raunar sú
fimmta sem fyrirtækið gefur út, þar
»em flutt eru lög eftir eitt og sama
iægurlagatónskáldið á hverri plötu.
Hinar fjórar voru með lögum
Dddgeirs Kristjánssonar, Sigfúsar
Halldórssonar, Tólfta september og
junnars Þórðarsonar. Mun fyrir-
ækið hafa I hyggju að halda áfram á
öessari braut.
Upptakan fór fram I stúdlói
Tóntækni hf. undir stjórn Sigurðar
Árnasonar. Útsetningar allar eru
eftir Jón Sigurðsson bassaleikara og
hann stjórnaði einnig hljómsveitar-
undirleik.
Að dómi undirritaðs er plata þessi
áhugaverðari en hann átti von á.
Góðar útsetningar Jóns Sigurðs
sonar færa lögin nær nútlmanum, án
þess þó að lögunum sé misþyrmt, en
jafnan er nokkur hætta á sllku,
þegar tekin eru til meðferðar lög
sem samin voru á fyrri árum, er
tónlistarsmekkur og hefðir voru
óllkar þvl sem nú tlðkast. Lög Jóna
tans eru sum hver fyllilega sam-
keppnisfær við glæný lög ungra
lagasmiða I samkeppninni um vin-
sældir unga fólksins og er ekki að
efa að sem tagasmiður hefði Jónatan
verið I fremstu röð hér á landi nú, ef
hann hefði fæðzt svona þrjátlu árum
seinna. Söngur Þurlðar og Ragnars
er ágætur, en gaman hefði verið að
heyra fleiri söngvara syngja lög
Jónatans, t.d. Vilhjalms Vilhjálms-
son og Pálma Gunnarsson.
PARADIS
33. snún. stór p/ata
stereo — PAR 002
EINU SINNI áttu íslendingar
landslið I knattspyrnu. sem tap-
aði stórt fyrir flestum landsliðum
sem það mætti. Í sjálfu sér var
ekkert óeðlilegt víð það. ef höfð
var I huga uppáhaldsviðmiðunar-
regla íslendinga — mannfjöld-
inn. En aHtaf gerast ævintýr og á
fjörur landsliðsins barst mikill
hvalreki i mynd ensks þjálfara.
Og gengi liðsins fór að hækka og
nú er svo komið, að íslendingar
kvarta hástöfum yfir þeirri
óheppni að sigra ekki lið Hollend-
inga. eitt hið bezta I heimi.
Um margt er staða Islenzka
poppsins svipuð og staða is-
lenzka landsliðsins áður en enski
þjálfarinn kom til sögunnar. Við
eigum marga úrvals hljómlistar-
menn, sem gætu — við sambæri
legar aðstæður og erlendir at-
vinnumenn I hljómlistinni njóta
— náð mjög góðum árangri. Og
rétt eins og I knattspyrnunni hafa
örfáir Islenzkir hljómlistarmenn
náð þvl að komast I raðir erlendra
atvinnumanna og náð góðum ár-
angri þar, m.a. Þórir Baldursson
og Jakob Magnússon.
En nú vantar Islenzka popp-
hljómlistarmenn tilfinnanlega er-
lendan þjálfara, mann. sem getur
sagt þeim til um það sem á vant-
ar, þjálfað þá til að verða sam-
bærilegir við hina beztu meðal
erlendra þjóða. Sllkir menn eru
taldir ómissandi hjá hverju um-
talsverðu plötufyrirtæki erlendis
— og nefnast yfirleitt A&R-
menn, eða Artists & Repertoire,
sem útleggst á Islenzku; lista-
menn og efnisskrá. Þessir menn
hafa miklu meira að segja um
lagaval. útsetningar og framsatn-
ingu alla hjá erlendum hljóm-
sveitum en flesta Islenska popp-
ara grunar. Það eru einungis allra
frægustu hljómsveitimar, sem fá
að ganga sjálfala og gera það
sem þeim sýnist — án afskipta
A&R-mannanna, enda hafa þær
sannað *9 æti sitt með mörgum
metsöluplötum. Hinum hljóm-
sveitunum leyfist ekki að leika
sér að fjármunum útgáfufyrir-
tækjanna I stúdióum eða að taka
þá áhættu að fara illa undirbúnar
I stúdló I þeirri von, að það rætist
úr öllu.
Þvl er vakið máls á þessu. að
plata Paradlsar og raunar ýmsar
aðrar, sem út hafa komið að und-
anförnu, sýna, að Islenzkir popp-
hljómlistarmenn eru að verða
komnir eins lagt og búast má við
af áhugamönnum — og áhuga-
menn eru þeir allir I samanburði
við hljómlistarmennina erlendis.
Paradlsarplatan er að mlnu mati
ágætis plata miðað við það sem
gengur og gerist á íslandi, á köfl-
um mjög góð og á köflum heldur
rýr. Þeir liðsmenn Paradlsar hafa
látið þess getið. að þeir hafi sam-
ið flest lögin slðasta hálfa mán-
uðinn áður en þeir fóru I stúdlóið
og aðeins verið búnir að
„reynslukeyra" tvö lög af tlu á
dansleikjum, áður en þeir héldu
utan. Textar plötunnar voru
samdir I sama flýtinum og lögin
og bera þess merki. Svona vinnu-
brögð hafa vissulega tlðkazt hér á
landi árum saman, en ef góður
árangur á að nást, árangur sem
verða á undirstaða innrásar Is-
lendinganna á erlenda poppmark-
aði, þá þarf að taka upp ný vinnu-
brögð.
Vissulega gæti ég sem gagn-
rýnandi sagt, að þessi plata væri
ofsalega góð — miðað við mann-
fjölda á islandi — og væri þar
með að leggja sama mælikvarða
á hlutina og notaður var á lands-
liðið. þegar það þótti sigur að
tapa ekki með meira en fjögurra-
fimm marka mun fyrir nágrann-
þjóðunum. En liðsmenn Paradlsar
geta verið stoltir af þvl, að ég geri
meiri kröfur til þeirra — og er þvl
óánægður núna. Þeir eru búnir að
spila nógu lengi flestir til að
kunna til verka og ef þeir geta
ekki gert betur eftir öll þessi ár,
þá geta þeir það varla nokkurn
tima. En ég er þess raunar full-
viss, að þeir geta gert betur og
eiga að gera það.
Hinar sterku hliðar Paradlsar,
sem birtast á plötunni, eru hljóð-
færaleikurinn, þar sem Ijóst er að
færir menn eru að verki, og sum
lögin sem eru vei boðleg hvar
sem er — betur unnin. Ég hef
haft ánægju af að hlusta á þessa
plötu. rétt eins og ég hafði mikla
ánægju af að horfa á íslenzka
landsliðið i leikjunum við Belga
og Hollendinga. vegna þess
hversu gott lið jslands var. Ég get
alveg mælt með þvl, að fólk
kaupi þessa plötu Paradisar og
vona að umvöndunartónninn hér
framar I greininni læði ekki þeirri
hugsun inn hjá fólki, að platan sé
léleg. Það er ekki rétt. —sh.
Lúdó og Stefán, árgerð 1976: Frá vinstri: Hans Kragh, Elvar Berg,
Stefán Jónsson og Berti Moller
Lúdó og Stefán, árgerð 1962, I sparifötunum.
Lúdó og Stefán
med rokkptötu
INNAN fárra vikna er væntanleg á
markað stór plata, þar sem Lúdó
og Stefan flytja gamalkunn lög frá
rokktlmabilinu, er Lúdó og Stefán
voru I hvað mestum ham. Má þar
m.a. nefna lögin Jambalaya, Eig
teen Yellow Roses, Hello Mary-
Lou, Let's Twist Again, Blueberry
Hill, Cotton Fields og Kansas City.
Öll hafa lögin fengið islenzka
texta og eru höfundar textanna
þau Þorsteinn Eggertsson, Iðunn
Steinsdóttir, Ómar Ragnarsson,
Jónas Friðrik, Berti Möller, Ólafur
Gaukur og Hinrik Bjarnason.
Lúdó og Stefán á þessari plötu
eru þeir Stefán Jónsson, söngvari;
Elvar Berg, planóleikari; Hans
Kragh Júliusson, trommuleikari.
og Berti Moller. bassaleikari, en
þeir njóta einnig I silmum lögum
aðstoðar þeirra Baldurs Arngrlms-
sonar, gltarleikara, Þorleifs Gisla-
sonar, saxafónleikara, og Rúnars
Georgssonar, saxafónleikara, sem
allir voru I Lúdó á sínum tima. Þá
hefur Jón Sigurðsson. sem útsetti
og stjórnaði hljóðfæraleik við
hljóðritunina. einnig komið við
sögu Lúdó. þvl að hann útsetti
fyrir hljómsveitina og stjórnaði
æfingum hennar I Þórskaffi sið-
ustu árin og lék meira að segja á
bassa með hljómsveitinni I nokkra
mánuði
Hljóðritun fór fram hjá Tón-
tækni hf. og var Sigurður Árnason
tæknimaður Útgefandi plötunnar
er S.G hljómplötur.
Lúdó og Stefan störfuðu saman
frá 1959 til 1968, en siðan tóku
þeir Elvar, Hans, Berti og Stefán
upp þráðinn að nýju um 1973 og
hafa leikið I Átthagasal eða
Lækjarhvammi Hótel Sögu á vet-
urna.