Morgunblaðið - 12.09.1976, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1976
Vandi banka-
kerfisins verður
ekki leystur
nema með sameiningu banka
— Hvor oru holztu vandamál, sem
hankarnir oiga við art oija?
—1 Vandamálin eru ekki þau, sem mest
er um (alað, segir Jónas Haralz. Þau eru
af allt öðrum toga spunnin, en á þessu er
því miður lítill skilningur, nema innan
bankanna sjálfra. Samkvæmt mírini
reynslu er ekki um það að ræða, að
bankarnir starfi undir óeðlilegum póli-
tískum áhrifum eða að stjörnmálamenn
reyni að misnota bankana. Það er heidur
ekki svo, að bankarnir hafi veitt mikið af
lánum til sla-mra viðskiptamanna. Það
verður að líta á starfsemi bankanna í
heild. Þvi miður geta mistök alltaf átt
sér stað og margt má betur fara í bönk-
unum eins og í öðrum stofnunum, en það
má ekki draga víðtækar ályktanir á
grundvelli fárra dæma, sem ekki gefa
rétta mynd af starfsemi bankanna yfir-
leitt. Jafnframt er sú hætta þá fyrir
hendi, að athyglin beinist frá þeim
vanda, sem raunverulega er við að etja.
Sá vandi snertir að mínum dómi annars
vegar skipulag bankanna, bæ'ði banka-
kerfisins i heild og innra skipulag bank-
anna, og hins vegar margvísleg skaðleg
áhrif verðbólgunnar á starfsemi bank-
anna, á innlán þeirra, útlán og fjárhag.
— Ilvað or alhugavort við skipulag
bankakerfisins?
— I upphafi, þegar íslenzku bankarnir
voru aðeins tveir, voru þeir alhliða bank-
ar, sem störfuðu í þágu allra atvinnu-
greina, allra landshluta og alls almenn-
ings, eftir þvi sem unnt var. Þeir bankar,
sem síðar voru stofnaðir, áttu hins vegar
að þjóna sérstökum hagsmunum eða sér-
stökum hópum manna. Þróunin hér á
landi hefur með þessum hætti gengið í
gagnstæða átt við það, sem orðið hefur
erlendis, þar sem bönkum hefur fækkað
og þeír bankar, sem áður voru sérhæfðir,
hafa tekið að starfa á alhliða grundvelli.
Bankar hér á landi eru of margir til þess
að hagkvæmur rekstur náist, flestir
þeirra eru of smáir og fjárhagssnauðir
til þess að geta stundað alhliða banka-
starfsemi, þar á meðal erlend viðskipti,
og tekizt á við meiri háttar verkefni. Þá
gera mismunandi sjónarmið og tilgangur
bankanna það að verkum, að samkeppni
verður ekkí eðlileg. Sérhæfðir bankar
safna sparifé frá öllum almenningi, en
reyna siðan að beina þvi sparifé inn i
sérstaka farvegi. Þeir ieggja sig ékki
eftir viðskiptum við atvinnugreinar, sem
eru mjög áha-ttusamar eða fjármagns-
frekar, eins og á við um sjávarútveg og
innflutning nauðsynja eins og olíu,
járns, timb.urs, fóðurvöru o.s.frv. Þeir
hafa heldur ekki áhuga á viðskiptum við
meiri háttar iðnfyrirtæki, né ráða við
slik viðskipti. Þeir bankar, sem starfa á
alhliða grundvelli, verða eins og áður að
sinna þessum jatvinnugreinum og þess-
um viðskiptum, sem hafa grundvallar-
þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn, en á
sama tíma seilast sérhæfðu bankarnir æ
lengra til innlána og freista þess að ná
þeim viðskiptum, sem eru bönkunum
þægilegust og hagkva'must.
Sameining banka
— Hvaða leið tolur þú færa til þess að
leysa þotta vandamál bankakerfisins?
— Að vissu marki getur samvinna á
milli bankanna komið að gagni. Slik sam-
vinna hefur farið vaxandi á undanförn-
um árum. Bankarnir halda reglulega
fundi sín á milli og hafa stofnað með sér
samtök, Samband íslenzkra viðskipta-
banka, sem koma fram sem sameiginleg-
ur fulltrúi bankanna ba-ði á innlendum
og erlendum vettvangi. Bankarnir hafa
gert með sér samkomulag um starfshætti
tíl þess að stuðla að þvi, að samkeppni
þeirra á milli fari fram á heilbrigðum
grundvelli. Sameiginlegri þjónustu hef-
ur verið komið á fót, svo sem giróþjón-
ustu, ásamt póstinum, og rafreikniþjón-
ustu. Margvisleg samræming á starfsemi
bankanna fer einnig fram á vegum
Seðlabankans. Ég tel hins vegar ekki, að
unnt sé að leysa vandann með þessum
hætti, heldur verði sameining banka að
koma til og þá það jafnframt, að allir
bankarnir starfi á alhliða grundvelli,
taki að sér verkefni í öllum atvinnu-
greinum og slundi allar tegundir banka-
viðskipta, þar á meðat erlend viðskipti.
Ég tel eðlilegt, að ríkisbankarnir verði
tveir en ekki þrír og einkabankarnir
tveir en ekki fjórir. Það gefur nokkra
hugmynd um erfiðleikana á heilbrigðu
skipujagi i ríkisrekstri yfirleitt, að ekki
skuli hafa reynzt unnt að framkvæma
umba-tur af þéssu tagi, þrátt fyrir að
tillögur hafa legið fyrir um það í heilan
áratug, en svo langt mun bráðum liðið
siðan Jóhannes Nordal setti fyrst fram
slíkar hugmyndir. Það virðist ógerlegt
að koma sameiningu rikisbanka í kring
vegna þröngsýni og skammsýni sér-
stakra hópa, sem vega þungt á hinum
pólitisku metaskálum. Ef bankakerfið
væri rekið á einkagrundvelli, eins og
víðast er gert erlendis, hefði slík samein-
ing átt sér stað fyrir löngu. Slæm afkoma
bankanna ásamt ófullnægðum þörfum
atvinnulífsins hefðu ráðið úrslitum í
þessu efni í stað þeirra sjónarmiða, sem
stjórnmálamenn teljá sig þurfa að taka
tillit til.
— Hver er veikleikinn í innra skipu-
lagi bankanna?
— Segja má, að um sé að ræða vaxtar-
verki vegna stækkunar bankanna og
samfélagsins alls. Bankarnir voru áður
litlar stofnanir. Það var auðvelt fyrir
einn eða fáa menn að hafa yfirsýn um öll
málefni þeiri a, taka allar ákvarðanir og
tala við aila viðskiptamenn. Sá tími er
löngu liðinn, a.m.k. að því er varðar
stærri bankana. Það er nauðsynlegt að
koma á skipulagi, sem byggir á almennri
— segir Jónas Haralz, bankastjóri
Landsbankans í viðtali við Morgunblaðið
stjórnun. 1 Landsbankanum höfum við
reynt að koma á slíku almennu skipulagi
smátt og smátt á undanförnum árum. En
það er erfitt vegna þess, að viðskipta-
mennirnir átta sig illa á þessum breyt-
ingum og starfslið bankanna er ekki
undir þær búið. Mönnum finnst enn, að
fáir bankastjórar geti sinnt öllum við-
skiptamönnum og tekið allar ákvarðanir.
Afleiðingin er sú, að ekki reynist unnt
að sinna almennri yfirstjórn sem skyldi.
Þetta stuðlar að þvi, að ýmislegt fer verr
úr hendi en æskilegt væri og þörf er á.
Gömlu aðferðirnar duga ekki lengur og
ný vinnubrögð eru ekki enn komin í
þeirra stað í jafn ríkum mæli og nauðsyn
bæri til.
Umbætur í Landsbanka
— Hvað hefur Landsbankinn gert til
þess að mæta þessum nýju viðhorfum f
starfsemi bankanna?
— Landsbankinn hefur meðal annars
eflt hagdeild sina. 1 henni fer fram
könnun á fjárhag fyrirtækja og lánsfjár-
þörf þeirra. Skýrslur hagdeildar eru not-
aðar við ákvarðanatöku um lánveitingar.
Ætlunin er að halda lengra áfram á
þessari braut, svo að hagdeildin hafi
beinni og varanlegri samskipti við þau
fyrirtæki, sem skipta við bankann, en
verið hefur. Þá höfum við leitazt við að
veita útibúunum hér i Reykjavík og út
um land heimild til útlána upp að vissu
marki, án þess að leita samþykkis banka-
stjórnar, en jafnframt höfum við aukið
eftirlit með útibúunum. Ákveðnar regl-
ur hafa verið settar um útlán yfirleitt og
útibússtjórar og bankastjórar verða að
fara eftir þeim reglum. Á undanförnum
árum hefur verið miðað við að útlán fari
ekki yfir ákveðið mark og hefur þetta
verið gert með samningum við Seðla-
bankann. Það tókst vel að framkvæma
þetta i fyrra en hefur gengið mun erfið-
ar í ár. 1 Landsbankanum hafa banka-
stjórar orðið að draga úr viðtölum við
almenning og fela sérstökum aðstoðar-
mönnum sínum að annst þau undir sinni
yfirstjórn að verulegu leyti. Auk þess er
lögð áherzla á, að viðskiptamenn hafi
beint samband við þau útibú í Reykja-
vík, sem þeir eru í viðskiptum við.
Landsbankinn hefur einnig tekið upp
einfalt form á útlánum fyrir einstakl-
inga, hin svonefndu sparilán. Ekki þarf
að tala við bankastjóra til að fá slik lán,
aðeins að sýna fram á það með reglu-
bundnum sparnaði, að lántakandi sé
trausts verður.
1 Landsbankanum hefur lengi verið
starfandi endurskoðunardeild, sem fylg-
ist nákvæmlega með öllum rekstri bank-
ans. Til viðbótar henni er nú komin
starfsemi bankaeftirlitsins, sem Seðla-
bankinn annast. Eftirlitið með útibúun-
um, starfsemi endurskoðunardeildar og
bankaeftirlitsins veitir mikla tryggingu
fyrir þvi, að ekki sé um að ræða óeðlileg
og vafasöm útlán.
Umbætur á innra skipulagi bankanna
munu gera bankaviðskipti öruggari og
þægilegri fyrir viðskiptamennina og
veita bankastjórninni betri aðstöðu til
þess að hafa nægilega yfirsýn yfir mál-
efni bankans í heild.
— Hvert er hlutverk bankaráðanna í
fslenzkum bönkum?
— 1 lögum ríkisbankanna er það skýrt
tekið fram, að bankastjórnin ráðstafi fé
bankans. Bankaráð fjallar því ekki um
einstök útlán. Hlutverk bankaráðs er þó
sízt veigaminna af þessum sökum. Það er
hin almenna yfirstjórn bankans, sem
mótar stefnu hans og fylgist með fram-
kvæmd hennar, auk þess sem það velur
bankastjórn, útibússtjóra og nokkra
helztu embættismenn bankans. Banka-
ráðið fylgist stöðugt með þróun bankans
og því eru veittar allar þær upplýsingar
um einstök mál, sem það fer fram á.
Gagnkvæmt traust og góð samvinna á
milli bankaráðs og bankastjórnar er ein
meginforsenda heilbrigðrar bankastarf-
Fjármálavald á of fáar hendur?
— Er ekki hætta á því að fjármálavald
safnist á of fáar hendur ef bönkum er
fækkað?
— Fjórir bankar, tveir ríkisbankar og
tveir einkabankar, er nægilegur fjöldi
banka til þess að heilbrigð samkeppni
þróist. Þar að auki koma sparisjóðirnir
til sögunnar. Þá gætu stærri bankar tek-
ið að sér verkefni, sem minni bankarnir
ráða ekki við nú. Það yrði mun meira
jafnræði milli bankanna, ef fjórir tiltölu-
lega öflugir bankar væru í landinu, og
þetta væri til bóta fyrir viðskiptamenn-
ina.
— Hvað um valddreifinguna?
— Litlum bönkum, sem eru litils
megnugir, fylgir litið vald. Það er litlu
að dreifa. Sameining banka mundi fela i
sér aukið vald og um leið aukna sam-
keppni, sem kemur i veg fyrir misnotk-
un valdsins. Vel þróað útibúakerfi stuðl-
ar jafnframt að eðlilegri dreifingu fjár-
máiavaldsins.