Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Sý ningarnefnd: Pétur Snæland, Halldðr Pétursson sjálfur og Lárus Blöndal. Kjarvalsstaðir: Ljósmyndir Gunnars Hannes- sonar og yfirlitssýning á verkum Halldórs Péturssonar TVÆR myndsýningar verða opnaðar að Kjarvalsstöðum f dag kl. 20.30.1 vestursal verður yfirlitssýning á verkum Halldðrs Péturssonar og f austursal sýning á ijósmyndum eftir Gunnar heitinn Hannes- son. Á sýningu Halldórs Péturs- sonar verða bæði teikningar og málverk, en Halldór hefur ekki sýnt oliumálverk frá því árið 1952. Elztu myndirnar eru frá 1919, það eru fyrstu teikningar Halldórs, sem hann gerði að- eins 3 ára. A sýningunni er mikill fjöldi teikninga af kunnu fólki, bæði erlendu og íslenzku, m.a. myndaflokkur, sem kallast Andlit af skjánum. Þá eru margar hestamyndir á sýningunni, en hestar hafa löngum verið Halldóri hug- fólgið viðfangsefni. Meðal þeirra mynda má nefna mynda- röð, sem ber heitið „Helgi skoðar heiminn" um strákinn Helga, hestinn hans og hund, sem leggja upp í ferðalag. Ætlunin er að gefa myndröðina út i bókarformi innan tíðar og hefur Njörður P. Njarðvík skrifað texta. Sýningu Halldórs Péturs- sonar lýkur 26. september. Sýning á ljósmyndum eftir Gunnar Hannesson hafði verið fyrirhuguð löngu fyrir lát Gunnars s.l. vor og hafði hann sjálfur þegar hafið undirbún- ing sýningarinnar. Nokkrar myndanna hafði hann valið fyrir andlát sitt, en fjölskylda hans og vinir luku því verki. Að sögn sonar Gunnars, Gunnars, sem blaðamaður Mbl. hitti að Kjarvalsstöðum, hafa þeir Har- aldur J. Hamar, Gisli B. Björns- son og Mats Wibe Lund veitt ómetanlega aðstoð við val myndanna, vinnu og uppheng- ingu á sýningunni. Haraldur J. Hamar skrifar inngang að sýn- ingarskrá og segir m.a. „... Þótt Gunnar Hannesson hafi ekki sinnt ljósmyndum nema siðasta áratug ævinnar, náði hann undraverðum árangri — ekki aðeins hvað magn og yfir- ferð varðar, heldur líka árangur. Það er mat þeirra, sem vel hafa vit á, að fáir ef nokkrir hérlendir ljósmyndarar hafi komizt lengra i listrænni túlk- un íslenzkrar náttúru i ljós- myndun en Gunnari tókst..." Ljósmyndasýningunni lýkur 28. september. Markaður fyrir frysta síld í A- og V-Evrópu Óvíst með verð NOKKUR markaður mun nú vera fyrir frysta stld f Vestur- og Aust- ur-Evrðpu, en útflutningur á frystri síld er háður sérstöku leyfi fslenzkra yfirvalda og hefur fryst sfld ekki verið flutt út f neinum mæli f fjölda ára. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðinu hefur tekizt að afla sér, er enn ekki ljðst, hve hátt verð er hægt að fá fyrir sfldina, og mun það vera misjafnt eftir löndum. A síðastliðnu ári var flutt út lítilsháttar af frystri sild, síld sem Atta fengu út- hlutað úr Rit- höfundasjóði STJORN Rithöfundasjððs Islands ákvað á fundum sfnum 25. maí og 30. ágúst sl. að úthluta 8 rithöf- undum úr sjððnum árið 1976, hverjum um sig 200 þúsund krðn- um. Rithöfundarnir eru þeir Einar Bragi, Gfsli J. Ástþðrsson, Ihgimar Erlendur Sigurðsson, Njörður P. Njarðvík, Asi f Bæ, Jðhannes Helgi, Kristinn Reyr og Jðnas Guðmundsson. Stjórn Rithöfundasjóðs nú skipa þeir Indriði G. Þorsteins- son, Sigurður A. Magnússon og Runólfur Þórarinsson, stjórnar- áðsfulltrúi. Gunnar Gunnarsson með eina af ljðsmyndum föður sfns. UPPGJAFARHLJOÐ í LOÐNUSJÓMÖNNUM — ÞAÐ er komið hálfgert upp- gjafarhljóð f marga loðnusjó- mennina, og ég veit, að Reykja- borg, Svanur, Grindvfkingur og Gfsli Arni eru að hætta veiðum, þrfr þeir fyrst nefndu munu vera á förum f Norðursjð, en mér er ðkunnugt um, hvað Gfsli Arni gerir þar til sfldveiðin hefst við SA-land 25. september, sagði Andrés Finnbogason .starfsmaður loðnunefndar f samlali við Morg- unblaðið f gær. Að sögn Andrésar, fann leitar- upphaflega átti að nota til beitu innanlands. Fór mest af því til Þýzkalands, og fékkst rétt þolan- legt verð fyrir hana. skipið Bjarni Sæmundsson litla sem enga loðnu í fyrrinótt og sama var að segja af þeim loðnu- skipum, er á miðunum voru. Sagði hann, að þetta væri þó ekki að marka, þar sem leitarsvæðið væri gifurlega stórt og því þýddi ekki að örvænta, þótt loðnan fyndist ekki eina nótt. Andrés sagði, að Bjarni Sæmundsson hætti nú aftur loðnuleit eftir nokkra daga, og væri það mjög slæmt. Arni Friðriksson ætti að hef ja loðnuleit á næstunni, en það yrði vart fyrr en um næstu helgi. Fyrirlestur um Nínu Tryggva- dóttur í Lista- safni Islands t KVOLD, fimmtudag, heldur Hrafnhildur Schram listfræð- ingur fyrirlestur um Nfnu Tryggvadðttur f húsakynnum Listasafns Islands, og hefst fyrirlesturinn kl. 20.30. Á laugardag kl. 16 verður kvikmyndasýning í listasafn- inu, sem fjallar um tvo af þekktustu málurum heimsins, Hollendingin van Gogh og Norðmanninn Edward Munch. Kvikmyndasýningin hefst kl. 16. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum og kvik- myndasýningunni og er hann ókeypis. Dagný í söluferð Siglufirði 15. september. SKUTTOGARINN Dagný lagði í dag af stað í söluferð til Englands og verður fyrst Islenzkra skipa að selja þar fisk, eftir að samkomu- lagið var gert við Breta í júni s.I. Dagný er með 90 lestir af isfiski og um 65 lestir af heilfrystum fiski. Gert er ráð fyrir, að togar- inn selji á mánudag. mj. Ekkert athugavert við Þjóðverjana „VIÐ erum sffellt að skoða afla- samsetningu v-þýzku togaranna á fslandsmiðum, og enn höfum við ekki séð neitt, sem bendir til þess, að þeir séu brotlegir á neínn hátt, þvf fiskurinn sem við finn- um um borð er sá f iskur, sem þeir hafa leyfi til að veiða hér við land." sagði Pétur Sigurðsson for- stjðri Landhelgisgæzlunnar f samtali við Morgunblaðið f gær. Að öðru leyti sagði Pétur, að lítið væri um að vera á miðunum þessa dagana, en að sjálfsögðu fylgdust skipsmenn varðskipanna með veiðarfærum brezku togar- anna og einnig væri vel fylgzt með íslenzkum og reyndar öðrum skipum, sværu við veiðar hér við land samkvæmt leyfi. ísland notað sem jákvæður samanburður við Bandaríkin EINS og getið var f Morgun- blaðinu f gær er staddur hérlend- is fimm manna flokkur sjðn- varpsmanna frá bandarfsku sjðn- varpsstöðinni NBC, en flokkur- inn vinnur að gerð heimildakvik- myndar um þær þjððfélagsbreyt- ingar, sem eru að verða f nútfma- þjððfélagi á Vesturlödnum. I fréttinni í gær gætti þess mis- skilnings, að lögð var of mikil áherzla á glæpi og var sagt að verið væri að gera heimildamynd um glæpi. Þetta er ekki rétt, að sögn Ene Riisna, sem er fyrrirliði hópsins — glæpir og aukin glæpa- hneigð er aðeins hluti verkefnis- ins. Kvikmyndin, sem bandariska fólkið er að gera, verður 3ja klukkustunda löng og verður I henni leitazt vió að lýsa vanda- málum nútimaþjóðfélags, einkum I Bandarikjunum. Island er litið land, sem enn a.m.k. er án þeirra miklu vandamála, er hrjá Banda- ríkin. Riisna nefndi sem dæmi, að hér væri ekki til kynþáttavanda- mál og hér væri ekki fátækt, sem unnt væri að finna i Bandaríkjun- um. En samt sem áður væri Island land, sem væri að breytast úr bændaþjófélagi í borgarþjóðfél- ag. Farið væri að örla á vandamál- um, eiturlyf flyttust til landsins, þótt heróín væri hér sem betur fer ekki til. Myndin á að sýna fólkið, hvern- ig það mætir vandamálum dag- legs Hfs og breyttum viðhorfum. Þjoðfélagið væri í mótun og um leið breyttust manneskjurnar. I myndinni verður Islandi slegið upp í samanburði við Bandarikin — sem jákvæðu litlu landi, sem kannski á við sömu erfiðleika að striða og Bandaríkin fyrir 50 ár- um. Ene Riisna. blaðakona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.