Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Yfir 20 stiga hiti í Mý- vatnssveit Björk 15. september HÉR hefur verið hið mesta blíð- skaparveður undanfarna daga, hitar, sólskin og logn. I gær komst hitinn yfir 20 stig og í dag er svipað veður og sést ekki ský- hnoðri á lofti. Göngur í Mývatnssveit eru ekki hafnar enn, var þeim frestað vegna þess að ekki reyndist unnt að koma fé fyrr til slátrunar á Húsavík. Slátrun hófst á Húsavík 13. september. Áætlað er að slátra þar um 46 þús. fjár í haust. Farið verður í fyrstu göngur í suðuraf- rétt 18. september og réttað í Baldursheimsrétt 21. 1 austuraf- rétt verður lagt af stað 22. sept. og réttað í Reykjahlíðarrétt laugar- daginn 25. september. Kartöfluuppskera reyndist hér vel i meðallagi, þó má gera ráð fyrir að þurrkarnir i sumar hafi verulega dregið úr sprettu. Flest- ir eru þegar búnir að taka upp kartöflur. Berjaspretta er víða fádæma góð, einkum krækiber. Margir hafa notað góða veðrið að undan- förnu til berjatínslu. Silungsveiði i Mývatni hefur glæðzt verulega síðustu vikurnar. Nú er hér fagurt yfir að líta og hinir fjölbreytilegustu haustlitir setja svip á umhverfið. Mikil kyrrð og friður hið efra, en eftir því sem vaktmenn við jarð- skjálftamælana segja einhver ókyrrð hið neðra. Kristján. r — Anægður Framhald r.f bls. 2 varfærni og án allrar áhættu,“ sagði þessi afdráttarlausi Hol- lendingur. Timman sagði okkur, að næsta verkefni hans yrði Ólympíuskákmótið i Haifa í tsrael. „Þau mál eru þó eitt- hvað ekki alveg á hreinu, en úr því fæ ég skorið, þegar ég kem heim til Hollands," sagði Timman að lokum. GUÐMUNDUR TEFLDI FALLEGAST 1 veizlu þeirri, sem mennta- málaráðherra hélt til heiðurs keppendum Reykjavíkurskák- mótsins voru öll verðlaun afhent. Þar á meðal voru afhent svonefnd fegurðarverð- laun, sem sá skákmaður hlýtur, sem að mati dómnefndar tefldi fallegustu skákina i mótinu. Dómnefnd var skipuð þeim Jóni Þorsteinssyni, fyrrum alþingismanni og Norðurlanda- meistara í skák, og Jóni Þ. Þór, einum skákstjóranna. Þeim kom saman um, að taflmennska Guðmundar Sigurjónssonarí skák hans gegn Vukcevic í fyrstu umferðinni, en þar hafði Guðmundur svart, hefði verið sú fallegasta i mótinu. — Bullandi tap Framhald af bls. 40 halda mót sem þetta hérlendis. „Um framtíð mótsins hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir ennþá, og verður það verkefni annarra manna síðar. Það er ómögulegt að segja hvað þá verð- ur ákveðið, þvi þá verða nýir menn i stjórn. Það má vel vera að þeir hafi næga bjartsýni til að bera til að ráðast í mót sem þetta, en þannig mun aftur verða rennt blint í sjóinn,“ sagði Guðfinnur. Guðfinnur sagði okkur 'að Reykjavíkurmótið 1974 hefði kostað 2 milljónir og hefði því kostnaðurinn núna aukizt um 150%. Hann sagði einnig að miða- verð o.s.frv. hefði ekki hækkað að sama skapi. Það verður Skáksam- band Islands sem sér Um næsta Reykjavíkurskákmót, samkvæmt venju. Taflfélag Reykjavíkur annast síðan mótið 1980 ef það verður þá haldið í núverandi mynd. — Sprengju varpað Framhald af bls. 40 að viðurkenna verknaðinn, en að iokum viðurkenndu þeir. Ekki gátu þeir gefið neina skýr- ingu á þessu framferði sínu, en hafa sjálfsagt þótzt eiga eitt- hvað sökótt við mig,“ sagði Daníel, „ég veit varla hvað svona menn hugsa, en eitt er víst, að þeir eru ekki meiri menn en það, að þeir þorðu ekki að henda sprengjunni inn nema þegar ég var fjarstaddur. Enn veit ég ekki, hvort ég geri eitthvað frekar í málinu." Daníel sagði, að heimilisfólk- ið hefði verið í fastasvefni þeg- ar sprengjunni var kastað inn um þvottahúsgluggann á neðri hæð hússins, en þar hefði hund- urinn verið. Litlar sem engar skemmdir hefðu hlotizt af völd- um sprengjunnar. — Stöðugra verð Framhald af bls. 2 inn væri þyngri, þegar verð fast- eignanna væri komið mikið yfir þetta mark. Stórar eignir hafa verið mjög þungar til skamms tíma, en þó virtist aðeins vera tekin að glæðast salan í þeim. Einnig kom fram, að staðir eru misjafnlega eftirsóttir og hvað snerti 2 og 3 herbergja ibúðirnar virtist Breiðholt I og Árbær vera hvað vinsælustu hverfin um þess- ar mundir en einbýlishús, raðhús og stórar sérhæðir væru hvað eft- irsóttastar í gamla Vesturbænum og Fossvogi. Töluverður munur gæti verið á verði íbúða eftir hverfum, og t.d. munað allt að einni milljón króna á samsvar- andi 3 herbergja blokkaríbúðum eftir þvi i hvaða hverfum þær væru. Morgunblaðið spurði fasteigna- • salann, hvort fasteignamiðlun væri sú gullkista sem ætla mætti af öllum þeim nýju fasteignasöl- um, sem sprottið hefðu upp und- anfarið. Hann kvað naumast hægt að segja það og ef fasteignadálkar blaðanna væru grannt skoðaðir yfir langt tímabil, kæmi fljótlega í ljós, að mörg þessara fyrirtækja helltust tiltölulega fljótt úr lest- inni og forráðamenn þeirra sneru sér að öðru. Fasteignamiðlun kostaði gífurlega vinnu og með þvf móti kæmu töluverðar fjár- hæðir til fasteignasalanna. Hinn fasteignasalinn, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði, að honum sýndist verðlag vera orðið eitthvað stöðugra en verið hefði, en hjá fasteignasölu hans væri nóg að gera, enda alltaf töluvert um íbúðaskipti hjá fólki. Hann var spurður, hvort ekki hefði i sumar verið meira framboð en eftirspurn, en svaraði þvf til, að kannski mætti segja að á vissum eignum hefði verið meira fram- boð, en þegar um væri að ræða góðar og eftirsóttar eignir kæmu alltaf kaupendur um leið. Verðið á fasteignum hefði heldur þokazt upp á við í sumar, en hlns vegar ekki orðið neinar verulegar stökk- breytingar á því, eins og stundum hefði gerzt áður. Eftirsóttustu íbúðirnar væru 3 herbergja og þyrfti raunar að byggja meira af íbúðum af þeirri stærð, en af ein- stökum stöðum i borginni væri verðið hvað hæst í Fossvogi og Vesturbæ. — Guðlaug Framhald af bls. 2 líða tók á skákina hópuðust áhorfendur að borði þeirra, enda var skákin spennandi. Sú þýzka varð að gefast upp þegar mát f þremur leikjum var óumflýjanlegt. Guðlaug hefur staðið sig mjög vel það sem af er keppninni og hefur hún unn- ið tvær fyrstu skákir sfnar, og er hún ein um það í íslenzku sveitinni. Staðan eftir tvær umferðir er sú, að Vestur-Þýzkaland er í efsta sæti með 7'/í vinning, Nor- egur og Danmörk hafa 6!4 vinn- ing, Island 6 vinninga, Svíþjóð 5 vinninga og Bremen 4V4 vinn- ing. — Framhalds- rannsókn Framhald af bls. 2 Að sögn Haraldar er framburð- ur manna nokkuð misjafn, sumir segja, að þetta hafi átt sér stað í einhverjum tilfellum, en ekki hafi verið um venju að ræða, en aðrir hafa sagt við yfirheyrslurn- ar, að þarna hafi verið um ein- hvers konar hefð að ræða og þetta hafi tfðkast f einhverjum mæli hjá flestöllum tollvörðum. Hins vegar hafa hinir yfirheyrðu allir þvertekið fyrir, að tollverðir hafi gert skipverjum einhvern greiða fyrir gjafir þessar, svo sem að hleypa i gegn ótollafgreiddum varningi. — Blómabærinn Hveragerði Frani hald af bls. 21 málum háttað, er dýrmætasta orkan látin fara upp í loftið, vegna þess að hún er of heit til upphitunar og þar af leiðandi verður vatnið dýrara fyrir okkur. Það sem hér þyrfti að gerast, er að þessi dýrmæta orka verði fyrst nýtt til iðnaðar eða raforkufram leiðslu og síðan fengjum við af- gangsvatnið. Ég vil í því sambandi benda á, að raforkuver og annar iðnaður mundi skila nákvæmlega jafn heitu vatni og við fáum núna. Með þessu fyrirkomulagi mætti stór- lækka hitakostnað hjá okkur og jafn- framt nýta orkuna, sem ég tel hörmulega illa nýtta með þessu fyrir komulagi. En þetta sagði ég nú fyrir 1 5 árum og segi enn.” Og með þessum orðum Hans lét- um við heimsókn okkar til Hvera- gerðis lokið að þessu sinni og héld- um aftur til Reykjavíkur. — S-Afríka Framhald af bls. 1 ingsefnin milli þeirra Kissingers virðast vera þessi ef marka má blaóamannafundi þeirra beggja I kvöld: Tanzaníustjórn er þeirrar skoðunar, að aðeins Suður-Afrika og sjálfstæðishreyfing Namibíu, SWAPO, eigi að fá aðild að ráð- stefnu um framtíð svæðisins, en Kissinger segir að „allir gildir hópar“, þ.e. einnig aðrir hópar en SWAPO, ættu að taka þátt I ráð- stefnunni. Tanzaníustjórn telur, að flestir hinna 250.000 hvftu fbúa Rhódesíu myndu kjósa að flytjast úr landi eftir að meirihlutastjórn blökkumanna hefði tekið völd og hvetja ætti þá til að gera slfkt, en Kissinger lítur svo á, að hvítu ibúarnir eigi að dvejast áfram f landinu og halda öllum réttindum sínum. Tanzanfustjórn telur, að Bandarfkjastjórn sé með fhlutun Kúbumanna í Angóla og hugsan- lega útbreiðslu kommúnisma á heilanum, og heldur þvf fram, að skæruliðar í suðurhluta Afríku séu ekki kommúnistar, en Kissinger heldur því fram að Bandaríkjastjórn sé andvæg fhlutun erlendra aðila, burtséð frá því hvort hún sé frá kommún- istum eða ekki. Verkföll biakkra og kynblend- inga í Suður-Afriku breiddust út f dag, en engin alvarleg átök urðu, svo vitað se. Hins vegar sagði yfir- maður óeirðalögreglunnar, að tveir menn hefðu beðið bana f Soweto í nótt, —annar barinn til dauða af öðrum blökkumönnum, en hinn skotinn til bana af lög- reglu. Yfirmenn öryggismála komu saman í dag til að bera saman bækur sfnar um hvernig stöðva megi kynþáttaóeirðirnar f landinu. 1 umtali í Rhódesíu hófu hvftir stjórnmálamenn úr stjórnar- flokknum, Rhódesíufylkingunni, ársþing sitt f dag. Miklar varúðar- ráðstafanir hafa verið gerðar vegna flokksþingsins, þar sem Smith forsætisráðherra mún reyna að fá 600 flokksbræður sína til að faliast á grundvallaratriði þeirra tillagna, sem fram hafa komið um lausn Rhódesiumálsins, að því er fréttaskýrendur telja. Talið er, að sundrung innan flokksins muni koma glögglega fram f keppni um leiðtogaembætt- ið. Desmond Frost, hægri maður, hefur í fyrsta sinn I mörg ár feng- ið keppinaut um embættið frá W.N.Knox, sem talinn er hófsam- ur og eiga mikia möguleika á að sigra í leiðtogakjörinu. — Njósnir Framhald af bls. 1 að afla upplýsinga um rafeinda- útbúnað Sovétmanna og hern- aðaraðferóir. Landamæri Noregs og Sovét- ríkjanna eru 190 km löng. Atl- antshafsbandalagið Iftur svo á, að Sovétríkin myndu reyna að ná á sitt vald norðurhluta Nor- egs, ef styrjöld brytist út til þess að bæta stöðu sjó- og flug- hers síns við átök i Norðurhöf- um. Norðmenn vilja ekki leyfa kjarnorkuvopn í Noregi eða veita NATO heimild til að hafa her að staðaldri í landinu. Norðmenn hafa sjálfir á að skipa 5000 manna herliði við sovézku landamærin, en Sovét- menn hafa hins vegar um tíu- sinnum fjölmennara herlið hin- um megin landamæranna. — Spánn Framhald af bls. 1 herra myndi senda innan- ríkisráðherrann, Rodolfo Martin Villa, til Baska- héraðanna nú í vikulokin í þeim tilgangi að reyna að lægja ólguna þar. Þá yrðu lögreglustjórar í þessum héruðum kvaddir til Madrid til að fá ný fyrir- mæli um, hvernig megi bezt hafa hemil á ástand- inu. Verkfallið í Vizcaya f dag leiddi til þess, að loka varð miklu ríkis- reknu stálverksmiðjur f Altos Hornos svo og skipasmíðastöðvun- um í Bilbao. Upphaflega átti verk- fallið aðeins að standa á mánu- dag, en það var framlengt til að mótmæla meintum þjösnaskap lögreglunnar við aðgerðir gegn mótmælendum. Lögreglan skaut á einn mann og særði hann alvar- lega I Bilbao fyrir tveimur dög- um. Góðar heimildir í Madrid hermdu í dag, að borgarstjórar 15 borga f Baskahéruðunum hefðu gengið á fund yfirmanns alríkis- lögreglunnar, Emilio Rodriguez Roman, f gær og beðið hann um að stöðva ruddaskap lögreglunnar þar. — Miki Framhald af bls. 1 miðlunaráætlun, sem ætlað er að bægja frá til bráðabirgða flokka- dráttum meðal frjálslyndra demókrata á meðan sérstakur fundur japanska þingsins fjallar um lög um útgáfu skuldabréfa til að vega á móti halla f rfkisfjár- málum og um hækkun járnbraut- arfargjalda og símgjalda. Meir en 2/3 hlutar þingflokks Frjálslynda demókrataflokksins hafa hvatt hann til að segja af sér, og halda andstæðingar hans þvl fram að hann skorti forystuhæfileika til að koma flokknum út úr núver- andi kreppu og jafnframt að hann einblíni um of á rannsókn Lockheedmútumálsins, sem ýms- ir forystumenn hans eigin flokks hafa drcgizt inn f, þ.á m. Kakuei Tanaka, fyrrum forsætisráðherra. Annar þáttur málamiðlunarinn- ar milli Mikis og andstæðinga hans er, að forsætisráðherrann verður nú að kalla saman lands- þing flokksins í októbermánuði, og er búizt við því, að þar muni fjandmenn hans láta til skarar skriða og reyna að bola honum úr embætti. í hinni nýju ríkisstjórn Mikis eru 21 ráðherra, þar af sjö úr fyrri stjórn hans. Þeirra á meðal eru tveir helztu keppinautar hans um leiðtogaembættið, Takeo Fuk- uda, 71 árs, varaforsætisráðherra og yfirmaður Efnahagsáætlana- stofnunarinnar, og Masyoshi Ohira, 66 ára, fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann, sem er 69 á- ra að aldri, heldur þó einnig eftir helztu stuðningsmönnum sinum, — Osamu Inada, dómsmálaráð- herra, sem stýrir Lockheedrann- sókninni, Toshio Komoto, ráð- herra með málefni utanrikisvið- skipta og iðnaðar, og Ichitaro Ide, ríkisstjórnarritara. Málamiðlun var gerð við val nýs aðalritara Frjálslynda demókrataflokksins í stað Yasuhiro N:kasone, sem stutt hefur Miki. Forsætisráð- herrann vildi sjálfur fá Raizo Matsuno, sem verið hefur í Fuk- uda-armi flokksins, en þó velvilj- aður Miki, en í staðinn varð fyrir valinu Tsuneo Uchida, 69 ára að aldri, sem er efnahagssérfræðing- ur flokksins og hefur verið í Ohira-arminum. Zentaro Kosaka, 64 ára, tekur við utanríkisráðherraembættinu af Kiichi Miyazawa, en Kosaka var utanríkisráðherra 1960—62 og hefur verið einn helzti sér- fræðingur flokksins í utanríkis- málum. Hann sagði á blaða- mannafundi í dag, að hann hygð- ist halda áfram að framfylgja „friðsamlegri utanríkisstefnu" Japans. Fréttaskýrendur telja, að Kosaka muni reyna frekar að bæta sambúðina við Kínverja og jafnframt versnandi sambúð við Sovétríkin. Takeo Miki tók við embætti for- sætisráðherra er Tanaka varð að segja af sér vegna fjármála- svindls árið 1974. Hann hefur sjálfur óflekkað mannorð og nýt- ur almenningshylli vegna ákveðni í Lockheedmútumálinu, en hann heldur því fram að nákvæm rann- sókn á því sé nauðsynleg ef koma á umbótum innan flokksins. — Umhorf Framhald af bls. 28 um við nokkur áhugasöm um þetta, glugguðum í fag- rit og pöntuðum sendi og móttakara, sem hefði nægt fyrir ísafjörð. Tækin eru svo lítil að auðveldlega má bera þau á sér. En tækin voru gerð upptæk í tolli. Ef nægi- leg alvara hefði verið í þessu hjá okkur hefðum við reynt að smygla þeim — við vor- um hvort sem er að brjóta lög. Þetta sýnir hvað málið er í rauninni einfalt, og satt að segja er svona útvarpsstöð bráðnauðsynlegur hlutur í skólum og stofnunum. Mér finnst það vera liður í vald- dreifingu, að byggðirnar geti haft stjórn á eigin út- varpsstöðvum um landið. Eins og ég sagði áðan þá er ekki hægt að ætlast til að þeir sem fjarri búa sýni áhuga eða setji sig inn í málefni okkar og öfugt. Ég sé ekkert sem mælir á móti útvarpsstöðvum víða um land. Sagt er að þær muni komast í hendur þeim efnameiri — má þá ekki segja að við ættum að hafa eitt ríkisdagblað með einni ríkisdagblaðanefnd, sam- bærilega við útvarpsráð. Ég tel það jafnfráleitt fyrirbæri og eitt allsherjarríkisútvarp fyriralla landsmenn. — Kristþór Minning Framhald af bls. 30 stjörnunnar? Geislaþræðir ná langt líka út 1 myrkrið og verða bjartastir f svartasta skammdegi, jafnvel aðeins í minningum að skýjabaki, þegar hægt er að syngja: Ný dimmir á heiðum og daprast í sveitum og deyja blóm "Yertu sæll, vinur og bróðir! Þökk fyrir ljós þinnar leiðar. Árelíus Nfelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.