Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 19 BBLF er með framhjóladrif og sterka, endingargóða og líflega 50 eða 75 ha, vatnskælda vél, sem er óvenju sparneytin. Benzíneyðsla 7—8 I á 100 km. Uppherzla einu sinni á ári eða eftir 15 þús km akstur. Ársábyrgð, óháð akstri. BBLF er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými (allt að 1000 I). Stórar lúgudyr að aftan, sem auðvelda hleðslu. BBLFer fallegur og hagkvæmur fjölskyldubfll. Komið, skoðið og kynnist BBLF Sýningarbílar á staðnum. BBLF® HEKLAhf Laugavegi 1 70—1 72 — Simi 21 240 — VESTU R-ÞÝZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA ÍSLENZK F0T 76: Milljónasala hjá framleiðendunum EINS og fram hefur komið var haldin fatakaupstefna samhliða sýningunni lSLENZK FÖT ’76. Mbl. hafði f gær samband við nokkra aðila sýningarinnar og spurðist fyrir um sölu á fram- leiðslunni að þessu sinni. Fyrst höfðum við samband við Halldór Einarsson hjá HENSON sportfatagerðinni. „Það gekk allt mjög vel að þessu sinni hjá okk- ur“, sagði Halldór, og taldi hann sýninguna vafalaust eiga sinn þátt I þvl. Hefði fyrirtækið náð sér í fleiri og fjölbreyttari sam- bönd. Þannig sagði Halldór, að hingað til hefði hann selt sina framleiðslu svo til eingöngu til sérverzlana með íþróttavöru, en nú hefði komið fram mikill áhugi meðal kaupfélaga og annarra verzlana úti á landsbyggðinni að hafa íþróttaföt á boðstólum, og yrðu fljótt sendar tilraunasend- ingar I þvl skyni. Þá sagði Hall- dór, að hann mundi brátt hefja framleiðslu á leikfimibolum, sem stúlkum væri skylt að mæta I I skólum, en hingað til hafa sllkir verið fluttir inn. Sagði Halldór hér vera um að ræða ca. 5000 boli á ári. Sagðist Halldór hlakka til næstu sýningar, en þar mundi hann reyna að vanda betur til umgjarðarinnar. Hjá Prjónastofu önnu Þórðar- dóttur fengum við þær upplýsing- ar, að um eðlilega sölu hefði verið hjá þeim að ræða. Hörður Sveins- son frkvstj. sagði söluna nema um 2 mánaða framleiðslu. Ásta Kristjánsdóttir hjá Nær- fatagerðinni Ceser sagði, að I þetta sinn hefði hennar fyrirtæki slegið öll fyrri met. Sagðist hún hafa gert samninga sem tæki fram I janúar eða febrúar n.k. að framleiða upp f með núverandi afköstum. „Þannig verð ég að af- greiða pantanirnar I mörgum smáslöttum til að allir fá eitthvað hverju sinni," sagði Asta. Elgur hf. gerði mun betri samn- inga að þessu sinni en áður, að sögn Þorsteins Þorvaldssonar. Bein sala hjá þeim nemur um 2 mánaða framleiðslu, að sögn Þor- steins, en hann sagði, að margir hefðu keypt af þeim til að prófa, og því taldi hann áhrifin eftir að verða meiri en það sem nú liggur fyrir. „Jú, ég held að við höfum selt um 5000 pör af skóm á þessari fatakaupstefnu," sagði Ofeigur Hjaltested hjá Iðnaðardeild SlS, þegar við ræddum við hann. „Það er erfitt að segja, hve langan tíma tekur að framleiða 5000 pör af skóm. Það fer allt eftir breidd og gerð, o.s.frv. Við verður þó að afhenda þetta verzlunum fyrir jólin og þýðir það að verzlanirnar verða að hafa fengið skóna I síð- asta lagi um 10. desember," sagði Öfeigur. Framleiðendur voru yfirleitt tregir til að gefa upp nokkrar tölur um sölu á kaupstéfnunni að þessu sinni. Þótt það sé þeim ef til vill feimnismál, þá hafa margar milljónir skipt þar um hendur, eins og einn viðmælenda komst að orði. OKKUR ÞYKIR ÞAÐ LEITT en vegna gífurlegrar eftirspurnar, sem fór þegar í stað fram úr bestu vonum, getum við ekki afgreitt fleiri EPC REIKNIVÉLAR að sinni. Þar sem fyrsta sendingin er gjörsamlega UPPSELD Að sjálfsögðu verðum við áfram með sýningarvélar í söludeild okkar að Hverfisgötu 33, fyrir þá, sem vilja kynna sér kosti og hið ótrúlega verð þessara nýju véla. En, sem sagt, því miður, getum við ekki afgreitt fleiri EPC reiknivélar, þar til næsta sending kemur til landsins, innan skamms. SKRIFSTOFUVELAR H.F. ' ■ « ' 4? Hverfisgötu 33 tN Simi 20560 A • x 1^^^ JA „ Þaó er einhver 1 /\ f _ djöfullinn I JML 1 að fólk.inu « 1 Reykjavik VIÐTAL VIÐ ÁSTU R. JÖHANNESDÓTTUR OG HJALTA J. SVEINSSON Reykjavíkurskákmótið: „Friðrik sigur- vegari mótsins” „Friðrik er hinn raunveru- legi sigurvegari 1 þessu Reykja- vfkurskákmóti, þótt Timman hafi verið jafn honum. Sam- kvæmt Sonnenborg—Berger stiganum er Friðrik sigurveg- arinn, þvf hann gerði jafntefli við Tukmakov og sigraði Naj- dorf, en fyrir þeim tapaði Timrnan," sagði Jóhann Þórir Jónsson f viðtali við Mbl. f gær. Friðrik sigraði Inga R. I bið- skak þeirra, sem var tefld f gær og hlaut þvf sama vinninga- f jölda og Timman. Eftirfarandi leiki léku þeir f gær: 42 h4 — a5, 43. Dg5+ — Kg7, 44. De5+ — Kg8, 45. d6 — cxd6, 46. cxd6 — Dcl+, 47. Kh2 — Dc8, 48. De7 — Df8, 49. De6+ — Kg7, 50. d7 &— f3, 51. De5 + — gefið. Helgi og Tukmakov gerðu jafntefli, og þar með deilir sá síðarnefndi 3—4 sætinu með Najdorf. Þeir léku eftirfarandi leiki: 41. Df5 — Hc8, 42. Hxc8 — Dxc8+, 43. Kh7 — Df+, Jafn- tefli. Lokastaðan I Reykjavíkur- skákmótinu varð því sem hér segir: I.—2. Frtðrik ogTlmman. llv. 3.-4. Naj- dorf og Tukmakov, 10,5v. 5.—6. Guðmund- ur og Antoshin, 9v. 7.—8. Keene og Westerinen, 8,5v. 9. Ingi R. Jóhannesson, 8v. 10. Matera, 7,5v. 11. Vukcecic, 6v. 12. Margeir, 5v. 13.—15. Björn, Haukur og Helgi, 4,5v. 16. Gunnar, 2v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.