Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Fjölbrautarskóli Suðurnesja sóttur heim (Jr kennarastofunni, Jón Böðvarsson skóla- meistari lengst til vinstri, Ingólfur Halldórsson yfirkennari andspænis honum. (Ljósm. Frið- þjófur).- „Hinn mikli einhugur sem ríkt hefur um skólann það jákvæðasta” FJÖLBRAUTARSKÓLI Suður- nesja, sem settur var f fyrsta skipti á laugardaginn, er fyrsti skólinn sinnar tegundar, þar sem undir einni stofnun eru mennta- skóli, framhaldsdeildir, iðnskóli og fyrsta stig vélstjórakennslu. Reyndar var ætlunin að f skólan- um yrði einnig fyrsti bekkur fisk- vinnsluskóla, en Iftill áhugi var á þeirri námsbraut meðal skóla- fólks á Suðurnesjum og varð þvf ekki af þvf að slfk námsbraut yrði f skólanum f vetur. Fjölbrautar- skóli Suðurnesja er sennilega margþættasta skólastofnun á framhaldsstigi hér á landi, þar sem hann býður upp á samtals 11 mismunandi námsbrautir og er iðnbraut þó aðeins talin ein braut f heild. Nemendur Fjölbrautarskólans verða í vetur liðlega tvö þúsund og fastir kennarar verða 9, en auk þess verða stundkennarar við skólann og aðrir i hálfu starfi. Skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja er Jón Böðvarsson fyrrum kennari í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Yfirkennari er Ingólfur Halldórsson, sem síðustu ár hefur verið skólastjóri Iðn- skóla Suðurnesja. Morgunblaðið fylgdist lítillega með kennslu og því undirbúningsstarfi sem enn er verið að vinna í skólanum á þriðjudaginn, en þá var fyrsti kennsludagurinn í skólanum. Þó mikið væri að gera þá gáfu þeir Jón Böðvarsson og Ingólfur Hall- dórsson sér tíma til að rabba stutt- lega við Morgunblaðsmenn og voru þeir fyrst spurðir hvernig hefði gengið að ráða kennara og hvort nemendur væru eingöngu af Suðurnesjum. — Það gekk vel að fá kennara hingað að skólanum þegar við höfum í huga þann stutta tíma, sem við höfðum, svöruðu þeir Jón og Ingólfur. — Við fórum í raun- inni ekki að hugsa okkur til hreyfings fyrr en aðrir skólar voru búnir að ráða í kennarastöð- ur. Þegar þetta er haft í huga þá verður ekki annað sagt en okkur hafi gengið vel og nokkrir kenn- arar skólans hafa áður verið kennarar hér f Keflavík og sér- greinakennarar við Iðnskólann færast nú yfir til Fjölbrautarskól- ans. Það var aðeins f íslenzku, sögu og félagsfræði sem fáar um- sóknir bárust um kennarastöður. — Um nemendur er það að segja að þeir eru nær eingöngu af Suðurnesjum, en þó er hér einn Isfirðingur, Eyfirðingur og einn nemandi frá Raufarhöfn. Þar með eru þau upptalin, sem ekki eru af Suðurnesjum. Þeir nemendur sem ekki búa í Keflavík eru flutt- ir á milli með skólabílum og eru tveir bflar í þessum ferðum, en auk þess fer sérstakur bíll í Hafn- ir og flytur hann alla nemendur þaðan til og frá Keflavik, en þar er enginn skóli. SAMVINNA ALLRA SVEITARFÉLAGA A SUÐURNESJUM Það eru öll sveitarfélögin á Suð- urnesjum, sem standa að Fjöl- brautarskólanum, Miðneshrepp- ur, Keflavfk, Njarðvík, Vatns- leysustrandarhreppur, Grindavík, Gerðahreppur, Hafnarhreppur . Sagði Jón Böðvarsson skólameist- ari að það ánægjulegasta við stofnun skólans og fyrstu starfs- dagana hefði verið hinn mikli ein- hugur, sem hefði rfkt um skólann meðal fólks á Suðurnesjum. — Það hefur verið eindreginn vilji fólks hér um slóðir að allt fram- haldsnám á Suðurnesjum yrði I einum og sama skóla, sagði Jón Böðvarsson. — Ég vil að það komi sérstaklega fram hversu mikið starf Ingólfur Halldórsson hefur innt af hendi til að koma þessum skóla á laggirnar. Hann hefur unnið sleitulaust að því að fella iðnnám á Suðurnesjum inn f Fjöl- brautarskólann og hefur þá um leið unnið að þvf að hans eigin skóli yrði lagður niður. Þetta er örugglega einstakur þáttur í skólasögunni, segir Jón og brosir til kollega síns hinum megin við borðið. — Það lakasta við þessa skóla- Odýrara að vera við nám er einn kosturinn við skólann Krakkarnir úr Grindavfk f einni stofunni f Fjölbrautarskólanum, venjan hefur verið sú að þau hafa sótt framhaldsnám út fyrir Suð- urnes, en með tilkomu Fjölbraut- arskólans verður breyting á. FYRSTA skóladeginum f Fjöl- brautarskóla Suðurnesja var að ljúka þegar Morgunblaðið bar þar að garði á þriðjudaginn og allstór hópur Grindvfkinga beið eftir að skólabfllinn æki þeim heim. Þau tóku þvf fúslega þegar Morgunblaðið bað þau að hinkra f nokkrar mfnútur og við spurðum fyrst hvernig þeim litist á skól- ann að fyrsta deginum loknum. — Jú, þakka þér fyrir, svaraði einn strákurinn úr Grindavfk. — Mér Ifzt bara vel á þetta, námið, kennaraana, stelpurnar og yfir- leitt allt. Grindvfkingar hafa hingað til þurft að fara f önnur byggðarlög tíl að sækja framhaldsnám og þvf er tilkoma Fjölbrautarskólans f Keflavfk mikið hagsmunamál fyr- ir þá. — Krakkar úr Grindavfk hafa þurft að fara til Reykjavfkur eða f héraðs- eða menntaskóla úti á landi hafi þau ætlað sér I fram- haldsnám, sögðu Grindvfkingarn- ir. — Einn aðalkosturinn við að hafa skóla sem Fjölbrautarskól- ann hér er að það verður miklu ódýrara fyrir okkur að þurfa ekki að fara lengra en f Keflavfk. — Annars hefur maður mest snúizt f kringum sjálfan sig f dag og kennslan er rétt að byrja, en það á öruggiega eftir að breytast og dagarnir verða tæplega eins léttir og þessi, sögðu Grindvfking- arnir að lokum. Kristinn Guðjónsson f bóksölunni, þar sem veltan var hvorki meira né minna en hálf milljón á þriðjudaginn. MÖRG NÝ ANDLIT Þær Brynja Hjaltadóttir og Margrét Hreggviðsdóltir eru báð- ar úr Keflavik og stunda nám i uppeldis- og hjúkrunarsviði. Að námi loknu ætla þær sér að fara í hjúkrunarskólann, komist þær að. Fyrir þær er breytingin með til- komu Fjölbrautarskólans ekki ýkja mikil, þvf þær voru áður í 5. bekk framhaldsdeildar og halda áfram námi í sama skóla. Það ber þó að taka fram að sjötti bekkur hefur ekki verið í Keflavík í nokkur ár vegna lítils áhuga og þær þurftu því ekki að skipta um skóla, þótt skólinn skipti um nafn. — Þetta virðist ætla að verða ágætt, sögðu þær Brynja og Margrét. — Það er miklu fleira fólk hér á göngunum en var áður og mörg ný andlit, sem við þekkjum ekk- ert, en við eigum örugglega eftir að kynnast þessum krökkum áður en lagt um líður. SELDU FYRIR HÁLFA MILLJÓN Aeinumdegi Bóksala hefur verið sett á lagg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.