Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976
37
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 10—11 f.h. frá mánudegi (il
föstudags.
0 Eitt núll
aftan af?
Jóhann Siggeirsson hringdi
og kom með eftirfarandi hug-
mynd eða fyrirspurn:
„Ég hef búið hér í Reykjavik
siðast liðin 40 ár og er nú orðinn
ellilifeyrisþegi, eða næstum því
það. Er ekki kominn timi til þess
að við tökum eitt núll aftan af
gjaldmiðli okkar, aftan af
seðlunum? Hefur engum dottið
þetta í hug? Þegar ég fór fyrst á
ævinni til Parísar fékk ég fyrir 50
kr. íslenzkar 5000 franka — fimm
þúsund franka. Bæði Frakkar og
Italir hafa felit niður eitt núll og
mér finnst að við ættum að
athuga þetta vandlega hér. Getur
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri sagt til um hvort þetta muni
vera hægt eða ekki. Ég minnist
þess líka að þegar ég fór til
Danmerkur fyrir allmörgum
árum greiddi maður 3—4 kr. fyrir
eina danska krónu.
Jóhann Siggeirsson,
Hagamel 25, R.“
Þessari hugmynd Jóhanns er
hér með komið á framfa'ri og það
væri kannski ólíkt þægilegra ef
mynt okkar væri ekki með þess-
um svimandi uppha'ðum, svo að
sumir eru farnir að tala um að
gefa út fimmtíu þúsund króna
seðla.
0 Vantar fréttir.
Kona nokkur hringdi og
sagðist vera á þeirri skoðun að
það vantaði mjög fréttir frá
Suður-Ameríku, m.a. í Morgun-
blaðinu. Hún sagðist m.a. sakna
greina um stjórnina i Chile og
fleira og henni fyndist eins og
alltaf væri verið að tala um sum
lönd í fréttunum en ekki væri
minnzt á önnur.
Þessu til skýringar ma'tti segja
að þau lönd eru náttúrlega mest i
fréttum sem eitthvað er að gerast
í en það má samt vera að sumum
finnist ekki vera sagt nógu mikið
frá ýmsum löndum.
0 Fyrirmynd
og ekki
fyrirmynd
Nokkuð hefur verið rætt að
undanförnu um skemmtanahald
ungmenna á höfuðborgarsvæðinu
m.a. vegna lokunar Tónaba'jar og
að þau hafi ekki skemmtistaði til
að fara á þegar þau eru á vissum
aldri. Einn sem kallar sig gamlan
táning ritar eftirfarandi um þessi
mál:
„Ka'ri Velvakandi.
Tilefni skrifa minna er bréf
sem birtíst í dálki þínum hinn 10.
september s.l. er D.B.P.
undirritar.
Mig langar til þess að benda
höfundi þess bréfs á eina stað-
reynd, en hún er það fordæmi,
sem sá aldurshópur er D.B.P.
talar um, þ.e. 17—20 ára, hefur
gefið.
Tökum sem da>mi Tónaba'.
Menning sú er þar rikir er ekki
góð fyrirmynd um það hvernig
unglingar skemmta sér. Fyrir
utan þennan stað hangir hópur
ungmenna og er með alls kyns
háreysti og ölvun er nokkuð
áberandi, því eflaust er kalt að
hanga úti við til lengdar. Ekki er
mér kunnugt um ástand þess
fólks sem innan dyra er og vil ég
því ekkert fjölyrða um það.
Unglingar fengu gullið ta'ki-
fa>ri til þess að sýna hvað í þeirn
bjó er Tómstundahöllin var tekin
í gagnið. Hvað sýndi sú tilraun?
Að mínum dómi ekkert annað en
það að unglingar (auðvitað ekki
allir, en yfir heildina) eru ekki
nógu þroskaðir til þess að
skemmta sér á heilbrigðan hátt. Á
þessum stað var t.d. mjög illa
gengið um. Sýndi þessi reynsla
mjög vel að ungt fólk kann ekki
að meta það sem að þeim er rétt.
Því segi ég við ykkur,
upprennandi æska, sýnið gott
forda'mi en þá munuð þið
uppskera eins og þið sáið.
Virðingarfyllst,
Gamall táningur."
Þetta voru hugleiðingar til
ykkar, sem eruö á aldrinum
17—20 ára ög unglinga yfirleitt.
Eins og kom fram í dálkunum hér
er ykkur að sjálfsögðu heimilt að
skrifa urn þessi mái, þetta eru
ykkar mál sem verið er að fjalla
um og því er nauðsynlegt að þíð
sjálf leggið orð I belg. Sjálfsagt er
það svo, að hvort sem staðurinn
heitir Tónaba'r eða Tómstunda-
höll er ekki alltaf ha'gt að búast
við fullkomnustu umgengni. Til
eru einhverjir sem koma óorði á
allan hópinn og þeir geta verið
örfáir, svo sem mun hafa verið
stundum við Tónaba', að þar hafi
fáeinir unglingar verið með ærsl
og læti og skemmt fyrir öðrum.
Það er því kannski ástæða til að
hvetja ykkur til að hrista af ykkur
slyðruorðið, unglingar góðir, og
sýna hvað í ykkur býr. Látið
ykkur sjálfum detta eitthvað í
hug sem þið getið drepið tímann
með en ekki alltaf að bíða eftir
þvi að aðrir geri eitthvað fyrir
ykkur.
ur, var það ekki? Reyndu að gera
þér þá sögu i hugarlund ef hún
væri færð til nútíðarinnar. Held-
urðu að slfk saga sé með öllu
fráleit nú? Þú segir þetta vera
óifkt mér. Hugsaðu þig um og þá
muntu komast að þvf að ég hitti
nagiann á höfuðið. Strit heillar
ævi hefur leitt mig inn á þá braut
sem Poe — sagnameistarinn
mikli — hefði auðveldlega getað
séð fyrir. Ég hef — svo að ég yitni
f Snoopy — skrifað sjálfan mig út
f horn og Poe einn getur bjargað
mér þaðan.
Hann rétti Jack örkina.
— Guð minn góður! Þegar ég
hugleiði málið er þetta alls ekki
Ifkt Jamie. Hann hefur aldrei
fyrr dulið meiningu sfna, hann
hefur alltaf talað hreint út. Eg
hélt hann væri að gefast upp
vegna vinnuálags. Ekki hvarflaði
að mér ... Ekki fyrr en þér kom-
uð.
Hann rétti Jack annað blað.
— Hér er meira.
— Get ég fengið Ijósrit af
þeim?
— Sjálfsagt.
Hann leit á klukkuna.
— Frú Groves, ráðskona mfn,
væntir þess að þér snæðið hádeg-
isverð hjá okkur og það geri ég
HOGNI HREKKVÍSI
©1976
McNaughtSynd.lnc.
Ég segi þer satt. Hann greip hér risahumar.“
Kindaskrokkar
Enn þá óbreytt verð
1. verðflokkur.....549 kr. kg.
2. verðflokkur.....498 kr. kg.
Sagað og pakkað
Heimsending 200 kr.
Góð matarkaup
1 kg egg ....................... 395 kr. kg
Hvalkjöt nýtt .................. 330 kr. kg
Reykt hvalkjöt ................. 490 kr. kg
Kálfahryggir ................... 300 kr. kg
Kálfakótelettur ................ 370 kr. kg
Kálfalæri ...................... 370 kr. kg
Svínalifur ...................... 220 kr. kg
Nautahakk ...................... 670 kr. kg
Nautahakk 1 0 kg................ 600 kr. kg
Kindahakk ...................... 570 kr. kg
Saltkjötshakk ................... 570 kr. kg
Lambasvið ...................... 290 kr. kg
Nýr Lundi ..................... 100 kr. stk.
Úrvals nautasnichel ........... 1250 kr. kg
Nautagullash .................. 11 50 kr. kg
Nautamörbrá ................... 1620 kr. kg
Nautafillet ................... 1 620 kr. kg
Nauta Roast-Beef .............. 11 80 kr. kg
Nauta T. Bone ................... 980 kr. kg
Nautagrillsteik ................ 655 kr. kg
Úrvals hænur .................... 590 kr. kg
10 stk. í kassa ................ 500 kr. kg
Beztu kjúklingarnir ............ 1050 kr. kg
1 0 stk. i kassa ................ 850 kr. kg
Úrvals kjötvörur
1. flokks hráef ni
í yðar þjónustu alla daga
Sendum í Reykjavík, I
Kópavog, Hafnarfjörö |
og póstkröfu um allt land ■
Ds=i®)Troöi]OE)®TrtB{i)aRí] ■
Laugalæk 2, REYKJAVIK, simi 3 5o 2o |
___________________________I