Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. Alþýðubandalagið og Atlantshafsbandalagið Blómabærinn Hveragerði Athyglisvert er að fylgj- ast með þeirri breytingu, sem orðið hefur á afstöðu kommúnista og sósíalista vlða um heim til Atl- antshafsbandalagsins. Fyrr á ár- um var þetta varnarbandalag frjálsra þjóða mikill þyrnir í aug- um kommúnista, hvar sem var í heiminum. Nú hefur þessi afstaða breytzt mjög. Þar er að sjálfsögðu fyrst og fremst um að ræða þá stefnu, sem kommúnistaflokkur- inn i Kína hefur mótað til Atlants- hafsbandalagsins og fylgt fram af mikilli festu og einurð á síðustu árum. I stórum dráttum má segja, að kommúnistar í Kína hafi hvatt mjög eindregið til eflingar Atl- antshafsbandalagsins, sem þeir líta á sem brjóstvörn gegn heims- valdastefnu Sovétríkjanna í Evr- ópu. Við tslendingar höfum kynnzt þessum sjónarmiðum kín- verskra kommúnista vel. F’yrir nokkrum árum, þegar vinstri stjórnin hafði við orð að segja upp varnarsamningi okkar við Banda- ríkin og hætta aðild að Atlants- hafsbandalaginu, hvöttu kín- verskir talsmenn íslendinga ein- dregið til þess að halda fast við aðild landsins að bandalaginu. Opinberir málsvarar kommúnista i Kína hafa ítrekað lagt á það áherzlu að efla bæri Atlantshafs- bandalagið að miklum mun, en ekki draga úr varnarsamstarfinu innan þess, eða leggja það niður. Fleiri hafa nú tekið upp svipaða afstöðu til Atlantshafsbandaiags- ins og kommúnistar í Kína. Þann- ig hefur kommúnistaflokkurinn á Ítalíu markað nýja stefnu i mál- efnum Atlantshafsbandalagsins. I kosningabaráttunni, sem háð var á ítalíu í sumar, var það yfirlýst stefna ítalska kommúnistaflokks- ins, að Italía ætti áfram að vera i Atlantshafsbandalaginu. Ber- linguer, formaður italska komm- únistaflokksins hefur margsinnis ítrekað, að jafnvel þótt kommún- istar fengju aðild að stjórn Italíu, mundu þeir telja það nauðsyn- legt, vegna öryggis ítala, að land- ið yrði áfram i Atlantshafsbanda- laginu. Það hefur komið fram á opinberum vettvangi, að ein af ástæðunum fyrir þessari afstöðu ítalskra kommúnista er sú, að þeir óttast, að þegar Tító, forseti Júgóslaviu, ef horfinn af vett- vangi stjórnmálanna, muni Sovét- ríkin gera skyndiinnrás í Júgó- slavíu til þess að gera Júgóslava háða sér á ný, eins og þeir voru fram til ársins 1948, þegar til vin- slita kom milli Títós og Stalíns. Það mún vera skoðun kommún- ista á Italíu, að ef slíkir atburðir gerðust, væri öryggi og sjálfstæði Italiu ógnað úr austri og bezta vörnin frammi fyrir-slíkri ógnun væri aðild ítala að Atlantshafs- bandalaginu. Þessi breyttu viðhorf meðal kommúnista víða um heim til Atl- antshafsbandalagsins hljóta að vekja mikla athygli, enda eru þau undirstrikun á þeirra afstöðu, sem jafnan hefur ríkt meðal að- ildarrikja Atlantshafsbandalags- ins, að bandalag þetta er ekki stofnað til árása, heldur til þess að tryggja öryggi bandalagsrikj- anna gagnvart útþenslustefnu So- vétríkjanna í Evröpu. En um leið og þvi er veitt eftirtekt, hverjir hafa breytt um stefnu gagnvart Atlantshafsbandalaginu, hlýtur það einnig að vekja athygli, hverj- ir halda enn fast við linuna frá Moskvu, eindregna andstöðu við Atlantshafsbandalagið. Meðal þeirra kommúnista og sósialista, sem það gera, eru Alþýðubanda- lagsmenn á Islandi. Þeir hafa enn ekki endurskoðað afstöðu sína og andstöðu við Atlantshafsbanda- lagið og halda enn fram þeim sjónarmiðum, sem þeir hafa haft uppi í aldarfjórðung, að Island eigi ekki heima í þessu varnar- bandalagi frjálsra þjóða heims. Nú þegar kommúnistar í öðrum löndum hafa breytt um stefnu, verður auðvitað enn ljósara en fyrr, að afstaða Alþýðubandalags- ins hér einkennist af mjög ein- dreginni Moskvu-þjónkun. Al- þýðubandalagsmenn á Islandi eru að verða eins konar nátttröll í hópi kommúnista og sósíalista vegna andstöðu þeirra við aðild Íslands að Atlantshafsbandalag- inu. Það liggur auðvitað ljóst fyr- ir, að sú andstaða er ekki til kom- in vegna íslenzkra hagsmuna, heldur vegna sóvézkra hagsmuna. Nýlega var sýnd i íslenzka sjón- varpinu athyglisverð mynd um vopnaframleiðslu í heiminum, þar sem m.a. var rakin mjög ítar- lega hin gífurlega hernaðarupp- bygging, sém átt hefur sér stað á Kolaskaga á síðasta áratug. I kvik- mynd þessari kom glögglega fram, hvað N-Atlantshafið er þýð- ingarmikið fyrir umsvif sovézka flotans. Tvennt skiptir Sovétríkin mestu I þessu sambandi. I fyrsta lagi, að bandariska varnarliðið hverfi á brott frá Islandi, og í öðru lagi, að Island segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt skoðanabræður þeirra i öðrum löndum hafi nú breytt um stefnu, haida kommúnistar og sósíalistar á Islandi enn fast við þá afstöðu, sem kemur Moskvu bezt, þ.e., að Islendingar eigi að rjúfa varnar- samstarfið við Bandaríkin og önn- ur aðildarriki Atlantshafsbanda- lagsins. Það hefur lengi verið vitað, að Kommúnistaflokkur Islands, sið- an Sósíalistaflokkurinn og loks Alþýðubandalagið, eða forystu- menn þess, hefðu haft mjög náin samskipti við kommúnistaflokk- inn í Sovétrikjunum. En líklega hefur það aldrei komið berlegar i ljós en einmitt nú, þegar komm- únistar og sósíalistar í öðrum löndum eru óðum að endurskoða afstöðu sina til Atlantshafsbanda- lagsins, en skoðanabræður þeirra hér á landi halda fast Við hina fyrri afstöðu, hversu náið sam- bandið er á milli Alþýðubanda- lagsins og kommúnistaflokkanna í Sovétríkjunum og öðrum A- Evrópurikjum. Hin breytta af- staða kommúnista annars staðar undirstrikar það rækilega, að áframhaldandi andstaða Alþýðu- bandalagsins við aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu er ekki til komin vegna íslenzkra sjónar- miða og Islenzkra hagsmuna, heldur vegna þjónustulundar for- ingja Alþýðubandalagsins við Moskvu. Sólin gægðist feimnislega fram úr gráum skýjabólstrun- um þegar tiðindamenn Morg- unblaðsins óku niður Kam- bana. Það glampaði á þök gróðurhúsanna og hvítan reyk lagði upp úr hverunum við Hveragerði. Hugmyndin var að heimsækja Hveragerði og fá fréttir um það helzta, sem þar er á döfinni. Á sveitarskrifstofunni hitt- um við sveitastjóra Hvera- gerðishrepps, Sigurð Páls- son, og oddvitann, Hafstein Kristinsson. Þeir sögðu okkur frá ýmsu, en fljótlega barst talið að hita og hitaveitu, en- da má segja, að Hveragerði byggist upp á jarðhitanum, sem þar er. Flestir lifa á garðyrkju og þjónustu „Hér byrjar eiginlega að byggjast upp úr 1930," sagði Hafsteinn okk- ur. ,,Þá var hér Mjólkurbú Ólfusinga, sem átti að nýta þennan mikla hita, en það reyndist óhagkvæmt á ýmsan hátt og lagðist niður árið 1938. Það var svo á striðsárunum, sem garð- yrkjustöðvar byrjuðu að rísa hér i einhverju mæli, en það var Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi búnaðar- málastjóri, sem reisti hér fyrstu gróðrastöðina. Siðan hefur fjöl- breytni i atvinnulifinu aukizt dálitið, en þó er óhætt að fullyrða að flestir lifa hér á garðyrkju og einnig þjón- ustu." Hreppurinn landlítill Við spurðum Sigurð hve margir ibúar væri i Hveragerði og hvort fólksfjölgun væri ör. „Hér eru nú um 1100 ibúar," sagði hann, „og hefur fjölgað mikið á siðustu árum. Ég get nefnt þér sem dæmi, að á siðustu 5 árum hefur fólki hér fjölgað um 50%." „Já, það er óhætt að segja, að fólksfjölgun hefur verið gifurleg hér og meiri en viðast annars staðar," sagði Hafsteinn. Við erum nú komin á það stig, að það fer brátt að há FÆREYSKI rithöfundurinn HeSin Brú, sem er kunnasti færeyski rithöfundurinn, sem ritar á færeyska tungu, flytur erindi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20,30 og heitir erin- di hans: Det nationale ar- bejde pá Færöerne. Við röbbuðum stuttlega við Heðin Brú, en hann hefur s.l. vikur dvalizt sem gestur I Norr- æna húsinu og verður hann hér fram í næsta mánuð. ,,Ég hef notað tímann hér til að skrifa endurminningar mí- nar," sagði rithöfundurinn í spjallinu. „Kaflar úr endur- okkur hversu hreppurinn er lítill. Nú- na eru milli 60 og 70 íbúðarhús í byggingu, sem enn er ekki flutt inn i og er mjög farið að þrengja að byggðinni. Það má segja. að i þessu máli hafi komið upp tvær stefnur, annars veg- ar sú stefna að byggja þéttar og takmarka byggð í Hveragerði við lítið þorp, ekki mikið stærra en það er nú, en hins vegar svokölluð land- vinningarstefna og á ég þá við að reyna að vinna land i Ölfusinu." Erfiðleikar hitaveitunnar Maður skyldi ætla, að Hvergerð- ingar þyrftu ekki að hafa nokkrar áhyggjur af hitaveitumálum sinum, vegna hins mikla jarðhita, sem er í þorpinu og nágrenni þess. Við spurð- um þá Hafstein og Sigurð um þessi mál. „Það gefur náttúrlega auga leið, að aðstæður eru geysilega hagstæð- ar hér i þessum málum," sögðu þeir. „Eigi að siður eigum við við ýmis vandamál að striða. Við erum hér á háhitasvæði, sem þýðir að hitinn er mjög hár og þvi óheppilegur til húsa- minningum mínum komu fyrst út í Varðin í Færeyjum 1972, og síðan hafa nokkrir kaflar komið, en ég reikna með, að þetta efni komi út í bók. Það hefur verið gott að vera hér á íslandi á allan hátt og Norræna húsið er gott tiltak. Annars hef ég að undanförnu verið að vin- na við þýðingu á K:ramasoff bræðrunum eftir Dostojevskí, en það er feikn mikið rit, 1 1 00 blaðsíður, og ég hef skuld- bundið mig til að Ijúka þýðingu þess fyrir útgáfu hjá Emil Thomsen á næsta ári. Til þess— að kynnast blænum á skrifum hitunar. Það má því kannski segja, að það hafi verið erfiðleikar Hitaveit- unnar að nýta hitann á skynsamleg an hátt. Hitaveita var stofnuð hér árið 1947 og 1970 var hún gjörsamlega búin að ganga sér til húðar. 1971 var svo hafizt handa við að endur- bæta hitaveituna frá grunni og var því verki lokið á 4 árum. Þá voru Hans Gústafsson garðyrkjubóndi. Dostojevskí þýddi ég eina af smásögum hans áður, en við þýðinguna á K:ramasoff bræðrunum yfir á færeysku styðst ég við norræna útgáfur og þýðingar." Heðin kvaðst alls hafa skrifað 12 bækur sjálfur, en að auki hefur hann þýtt fjölmargar. Hann nefndi, að allt þar til fyrir um það bil 10 árum hefðu færeyskir rithöfundar og jafn- vel útgefendur ekki fengið neina peninga fyrir verk sitt, en með tilkomu Emil Thomsen sem bókaútgefenda hefði þetta breyzt, en útgáfufyrirtæki hans Reynir Sigurbergsson j bakgrunni er stafli af saltfiski, sem á eftir að þurrka og fer siðan á erlendan markað. „Hví skyldi maður vera svo bundinn ”? Spjallað við Heðin Brú, rithöfund frá Fœreyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.