Morgunblaðið - 22.09.1976, Page 2

Morgunblaðið - 22.09.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Haust Ljósmynd Friðþjófur Sighvatur Björgvinsson: Gylfi: Samþykktin án efa rædd á landsfundi Alþýðuflokksins — Ragnar Arnalds: Eðlilegast að Samtakamenn fái að gera upp mál sín í friði VEGNA samþykktar kjördæmis- ráðs Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum, sem Morgunblaðið greindi frá I gær, þar sem m.a. er rætt um hugsanlegt samstarf við Alþýðu- flokkinn fyrir næstu kosningar, sneri Morgunblaðið sér til tveggja forustumanna flokksins og spurðist fyrir um viðhorf þeirra til samþykktar þessarar. Einnig náði Morgunblaðið tali af formanni Alþýðubandalagsins vegna ummæla eins forustu- manna Samtakanna um að ýmsir fylgismenn Samtakanna myndu heldur kjósa samvinnu við Al- þýðubandalagið heldur en Al- þýðuflokkinn, ef til samstarfs við aðra flokka kæmi. Fyrst náði Morgunblaðið tali af Gylfa Þ. Glslasyni, formanni þing- flokks Alþýðuflokksins. „Ég tel samþykkt kjördæmis- ráðs Samtakanna í Vestfjörðum vera merkilegan atburð i islenzk- um stjórnmálum," sagði Gylfi, „og bera vott um, að forustumenn og fylgismenn Samtakanna á Vestfjörðum hafi gert sér ljóst, að Samtökin hafi ekki lengur hlut- verki að gegn i Islenzkum stjórn- málum. Þegar Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson yfirgáfu Samtökin, var upphaflegum grundvelli I raun og veru kippt undan þeim. Frá þvi ég kynntist Karvel Pálmasyni hefur mér ver- ið ljóst, að hið sama á víð um hann og Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson, að skoðanir hans eru skoðanir jafnaðarmanns, og tel ég hann og alla, sem þannig hugsa, hvergi eiga heima nema I Alþýðuflokknum. Hvort samstarf Alþýðuflokksins og hans tekst er auðvitað fyrst og fremst mál Vest- firðinga sjálfra, en jafnframt eru örlög Samtakanna og hugsanleg tengsl forustumanna þeirra og fylgismanna við Alþýðuflokkinn svo stórt mál, að það verður ef- laust rætt á flokksþingi Alþýðu- flokksins síðari hluta næsta mán- aðar.“ Þá sneri Morgunblaðið sér til Sighvats Björgvinssonar, þing- manns Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, og spurðist fyrir um við- horf hans til samþykktar kjör- dæmisráðs Samtakanna á Vest- fjörðum varðandi hugsanlegt samstarf við Alþýðuflokkinn fyr- ir næstu kosningar. „Mér er ekki alveg ljóst hvert þetta kjördæmisráð á Vestfjörð- um er að beina með sinni sam- þykkt,“ sagði Sighvatur. „Er ver- ið að beina henni til landsfundar Samtakanna eða er kjördæmis- ráðið að beina henni til okkar sem sjálfstæður aðili innan Samtak- anna. Ekkert af þessu liggur fyr- ir, og ég segi fyrir mig, að ég er ekki tilbúinn að taka afstöðu til þessarar samþykktar fyrr en þetta hefur verið skýrt nánar. í Samþykktinni er talað um sam- starf við Alþýðuflokkinn en hvað eiga þeir við? Ætlast þeir til að sameiningarmálin verði tekin upp að nýju frá upphafi og eru þeir að óska eftir viðræðum með svipuðu sniði og var fyrir síðustu kosningar eða erun þeir að til- kynna það, að þeir hyggist ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn eins og hverjir aðrir þeir, sem vinna með Alþýðuflokknum, gera, þ.e. með þvi að ganga I flokkinn. Mér þykir þetta allt fremur óljóst ennþá — engin formleg tilmæli hafa enn komið fram, og þess vegna á ég erfitt með að tjá mig um þessa sam- þykkt að svo stöddu." Sighvatur var að þvi spurður hvort það gæti ekki sett strik I reikninginn varðandi samstarf þessara aðila — I hvaða mynd sem hún nú yrði, hve framboð efstu manna Alþýðuflokksins I einstök- um kjördæmum væru snemma komin fram. „Jú, það gæti kannski sett strik I reikninginn," svaraði Sighvatur, „en á hitt er að líta að fyrir slðustu kosningar var t.d. ekki gengið frá framboðslista Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum fyrr en 12 klukkustundum áður en fram- boðsfrestur rann út. Ástæðan var einfaldlega sú að alltaf var verið að biða eftir niðurstöðum frá sam- tökunum, sem þeir létu líklega yfir að yrði á þá lund, að samstarf yrði milli okkar og þeirra. Við fengum hins vegar ekki svarið fyrr en 12 klukkustundum áður en framboðsfrestur rann út og þá neikvætt, svo að við höfðum heldur lltið tækifæri til að ganga frá okkar málum, þótt það tækist“ Loks var Sighvatur spurður að því hvort hann væri reiðubúinn Framhald af bls. 2 Sjötíuþúsundasta loðnutonnið í nótt? VIÐ erum að gera okkur vonir um að sjötfu þúsundasta tonnið ð sumarioðnuvertfðinni verði tilkynnt f nótt, sagðf Andrés Finnbogason, starfsmaður Loðnu- nefndar, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær. Igær var búið að tilkynna um alls 69.618 tonn og þá voru fimm skip fi miðunum og vitað var að ein- hver voru búin að ffi nokkurn afla. Andrés sagði að loðnuskipin fimm, Sigurður, Börkur, Vík fyrir Karvel ef mitt fólk óskar þess Guðmundur Súlan, og Hákon, væru á svæðinu norður af Straumnesi. Þar hefði fundizt loðna á margra fermflna svæði, en ekkert væri um að vera nema á nóttunni. Um leið og birtir af degi stingur loðnan sér niður undir botn. Á nóttunni kemur hún upp á ný og er þá eins og þunn breiða og næst þvl lítið úr köstunum, en I gær var vitað að nokkur skipanna voru komin með dágoðan afla. Mestum afla hefur nú verið landað á Siglufirði, 37.500 lestum, þá kemur Bolungarvfk með 6.700 lestir og Neskaupstaður með 6.250 lestir. Sigurður RE 4 er sem fyrr lang aflahæsta skipið, með hátt 19000 lestir. Hjálmar Bárðarson formaður alþjóð- legrar nefndar HJÁLMAR R. Bárðarson siglinga- málastjóri var I gær einróma kjör- inn formaður á fyrsta fundi aðild- arrlkja alþjóðasamþykktar um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna I hafið (Lundúnasamþykktin frá 1972). Var tillagan um kosningu hans flutt af fulltrúum bresku rlkis- stjórnarinnar. Jóhann Hannesson Jóhann Hannesson prófessor látinn JÓHANN Hannesson, prófessor, lézt f Reykjavfk f gær eftir lang- varandi sjúkdómslegu, tæplega 66 fira að aldri. Jóhann fæddist að Nesjum f Grafningi þann 17. nóvember 1910. Hann stundaði nfim f Noregi um nokkurt skeið og lauk guð- fræðiprófi frfi Hfiskóla Islands 1936. Þfi stundaði hann einnig nám við hfiskólann f Basel f Sviss. Á árinu 1939 hélt Jóhann til Kína og var þar við trúboðs- og kennslustörf allt til ársins 1946 og aftur frá 1950—52. Fyrstu árin starfaði Jóhann á meginlandi Klna, en I seinna skiptið sem hann var þar, höfðu kommúnistar náð völdum og starfaði hann þá I Hong Kong. Jóhann varð þjóðgarðsvörður á Þingvöllum 1952 og gegndi þvl til 1959 auk þess sem hann var prestur þar 1958—59. Árið 1959 var hann skipaður prófessor við Háskóla Islands og gegndi þvl starfi æ siðan. Eftir Jóhann Hannesson liggur mikill fjöldi rita og greina og þá fékkst hann einnig mikið við þýðingar. Jóhann var kvæntur norskri konu Astrid Skarpaas. Dagný seldi íyr- ir 13,6 millj. kr. Skuttogarinn Dagný frá Siglufirði seldi 94.4 tonn af fiski í Grimsby í gær- morgun fyrir 42.067 sterlingspund eða 13.6 millj. kr. Meðalverð pr. Búnaðarsamband Strandamanna: „Skattstofa Vestfjarða húskross á flestum heimilum á Vestfjörðum’ „FUNDURINN telur brýnt, að störf skattstofa landsins séu samræmd og að við Stranda- menn, svo og aðrir Vest- firðingar, fáum að þessu leyti setið við sama borð og aðrir skattþegnar. Verði ekki við því orðið og jafn ómennskum að- ferðum beitt og nú viðgangast, þá biðjumst vér þess að með einhverju móti verði þessi beizki kaleikur frfi oss tekinn og af oss létt þeim húskrossi sem Skattstofa Vestfjarðaum- dæmis er orðin flestum heimil- „Fullyrðing út í loftið,” segir skattstjórinn Hreinn Sveinsson um I Vestfjarðaumdæmi." Þetta eru niðurlagsorð ályktunar, sem aðalfundur Búnaðarsambands Stranda- manna gerði nú nýlega, en hann var þá haldinn ( barna- skólanum fiBorðeyri. í fréttatilkynningu frá Bún- aðarsambandi Strandamanna, sem Mbl. hefur borizt, segir að sambandið hafi fengið þing- gjaldsseðil frá Skattstofu Vest- fjarðaumdæmis nú I sumar. Þar er krafizt tekjskatts að upphæð 107.060 krónur, eignaskatts að upphæð 2.828 krnur og 30 þús- und króna aðstöðugjalds. Segir slðan að þessi skattheimta hafi verið kærð. Síðan segir I frétta- tilkynningu Búnaðarsambands Strandamanna: „Fundurinn telur brýnt að vekja á þessu frekari athygli. Þetta mun að llkindum eins- dæmi I skattheimtu á Islandi. Eftir því sem bezt er vitað hefur ekkert búnaðarsamband orðið fyrir slikri aðför, hvorki fyrr né síðar. Er þetta I sam- ræmi við annað I vinnubrögð- um þessarar skattstofu. Mætti þar um nefna mýmörg dæmi. Munu og vinsældir stofnunar- Framhald fi bls. 31 klló er 143 krónur, og er þetta eitt bezta meðalverð sem islenzkur togari hefur fengið í Bretlandi. „En ef pundið væri nú skráð jafn hátt og f fyrrahaust, hefði Dagný fengið á milli 160 og 170 krónur fyrir kílóið,“ sagði Jón Olgeirsson ræðis- maður í samtali við Morgunblaðið í gær. Aður en Dagný seldi hafði Jón gert sér vonir um að skipið fengi 140—150 kr. fyrir kílóið og stóðst það, þó sagði hann að ýsa hefði fallið nokkuð I verði vegna mikils framboðs slðustu daga úr Norður- sjó. Dagný er fyrsti íslenzki togar- inn sem selur I Bretlandi eftir síðasta þorskastríð og kom ekki til neinna mótmæla er togarinn kom. Mikið var um að vera I Grimsby er togarinn birtist og var rætt við skipstjórann, Kristján Rögnvalds- son, og eigandann Sigurð Finns- son, I sjónvarpi og útvarpi og einnig var rætt við þá I stór- blöðum eins og t.d. The Guardian. Jón Olgeirsson sagðist ekki vita til að neitt íslenzkt skip væri á leið I söluferð til Englands þessa dagana, en vitað væri að nokkrir aðilar væru I söluhugleiðingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.