Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 29 VELX/AKAIMOI Velvakandi svarar I sfma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. % Um sjónvarps- leysið Nú þegar útsendingar sjón- varps hafa fallið niður í nokkra daga hefur það komið fram að menn eru farnir að fara í heim- sóknir til kunningjanna og líta í kvikmyndahús og gera ýmislegt fleira sem þeir hafa ekki gert eða a.m.k. mjög lítið gert af siðustu tíu árin. Sumir sakna sjónvarps- ins náttúrlega, aðrir ekki eins og gengur og nokkrir hafa haft sam- band við Velvakanda út af þessu máli öllu. Einn sjónvarpsnotandi sagði að hann ætlaði sko ekki að borga nema hluta af því afnotagjaldi sem upp væri sett þegar sjón- varpsstarfsmenn færu svona með fólk. „Hér fá menn ekki það fyrir aurana sem þeir borga, svo það er ekki nema réttlátt að gefa afslátt frá fullu afnotagjaldi. Yfirvöld geta svo ráðið hvernig þau fara að því að ná þessum afslætti inn. Þeir geta kannski rukkað starfs- mennina, það eru þó þeir sem skaðanum valda. Gaman væri lika að fá það reiknað almennilega út hve mikið tap sjónvarpsins er vegna auglýsinga sem ekki eru sýndar þessa daga. Það hljóta ein- hverjir að hafa átt pantaðá aug- lýsingatíma og það hlýtur að vera nokkur skaði því manni hefur skilizt að auglýsingar i sjónvarpi séu ekki gefnar. Þetta ólöglega athæfi starfs- manna sjónvarpsins hefur lika ýmsar aðrar spurningar í för með sér. Ef samið verður við þennan hóp ríkisstarfsmanna um ein- hverja hækkun koma þá bara ekki öll hin ríkisfyrirtækin á eftir? Hvað með kennara? Þeir eru heldur ekki mjög ánægðir með kjör sín, en þeir hafa ennþá a.m.k. ekki lagt niður vinnu. Það getur svo sem verið að þeir geri það bráólega og alveg örugglega ef þeir sjá að þessar aðgerðir sjón- varpsmanna bera árangur. Við getum Imyndað okkur hvaða afleiðingar slík vinnustöðvun hefði. Engin kennsla, og ekkert starf unnið í skólunum sem þýddi það að unglingar og börn gengu um algerlega verkefnalaus. Hvað með starfsmenn Skipaútgerðar rikisins? Þeir gætu lamað athafnalíf um allt land og valdið vöruskorti hér og þar. Rikisútgáfa námsbóka? Ef starfsmenn þar legðu niður vinnu gætu þeir einn- ig stöðvað skóla, þar sem öll dreif- ing skólabóka þaðan myndi stöðv- ast. Svona mætti lengi telja. Það er kannski skaðlaust að mestu 6. KAFLl. Hann fékk þriðja áfallið þenn- an dag. Það fyrsta hafði verið fréttirnar á forsiðu biaðs þess sem hann keypti I flughöfninni I Dailas. Sue Ann Carrington var horfin — einhvers staðar á landsvæði Carr- ingtonbúgarðsins. Hesturinn hennar hafði komið einn heim daginn áður. 1 öðru lagi hafði hann fengið skilaboð, þegar hann innritaði sig á hótelið í Western Springs sið- degis. Þau hljómuðu á þessa leið: „Þvi miður náði ég ekki I yður, áður en þér fóruð frá New York. Everest er farinn til Mexico. Þér getið heimsótt hann I Cabo San Lucas. Curtiss." Hann bölvaði, en ósköp lágt. Þvf næst kannaði hann möguleika sem á þvl voru að komast til Baja og pantaði far með sfðdegisvél- inni fra Midland til Tuscon og sfðan þaðan til La Paz I Mexico. Að svo búnu fór hann til að hitta Ira Sloper og hafði þá fengið að vita hjá ritstjóranum að þegar Sue Ann lagði af stað daginn áð- ur, hefði hún farið akandi, með hestinn í kerru, helming leiðar- innar, áður en hún tók sfðan dýr- þótt sjónvarpið „taki sér frí“. Það Iamar ekki neitt athafnalíf, veld- ur engum vöruskorti, stöðvar ekki skóla, en samt eru áreiðanlega margir sem sakna þess, ekki sízt ■ieir sem eru komnir af Iéttasta skeiði og geta ekki brugðið sér til nágranna eða kunningja i heim- sókn, og þeir sem eru á spítölum og fleiri sem eru af einhverjum ástæðum bundnir heima við. Sjónvarpsleysið veldur þeim mestum vonbrigðum og það held ég nú að sjónvarpsmenn geri sér grein fyrir. Launamál þeirra eru kannski ekki neitt til að vera mjög hrifinn af en ég held að þeir hefðu átt að reyna einhver önnur meðul áður en þeir gripu til þess- ara ráðstafana. Séu þeir óánægðir með seinagang i rikiskerfinu verða þeir bara að taka þvi eins og við hin, sagði þessi sjónvarps- notandi að lokum. Margt fleira mætti sjálfsagt segja um það deilumál sem hér er risið, en það verður ekki gert að sinni, sjálf- sagt er að vænta fleiri bréfa um þetta hitamál, sem það er orðið. Óþrifnaður á götum Vegfarandi kom að máli við Velvakanda og vildi benda á ýmiss konar óþrifnað sem væri að sjá á götum borgarinnar. Hrein torg fögur borg var einu sinni mikið slagorð þegar rætt var um HOGNI HREKKVÍSI .Gjörðu svo vel að koma þér héðan út á stundinni — og með skutulinn lika.“ S3? SIGGA V/öGA £ VLVimi Útskorin húsgögn Til sýnis og sölu mjög glæsileg útskorin hús- göng. Um er að ræða skrifborð, skrifborðsstól, stofuskáp, fjóra stóla, kommóðu og svefn- herbergissett ásamt klæðaskáp. Upplýsingar að Ægissíðu 54 milli kl. 1 8 og 20 í kvöld og næstu kvöld og í síma 1 2850. LYSTADÚN húsgagnasvampurinn. í að halda þessari ága'tu höfuðborg okkar hreinni. Vegfarandanum fannst það ekki hafa gengið sem skyldi. Hvarvetna ma'tti sjá til fólks sem henti alls kyns rusli þar sem það sta'ði, það gæti verið bananahýði, sem ga'ti jafnvel slasað fólk (svona eins og við þekkjum úr bröndurunum) eða tómir sigarettupakkar og hver veit hvað. Allt va'ri þetta hinn megnasti öþrifnaður og mönnum ætti að vera það í lófa lagið að koma þessu fyrir i ruslafötum, heima hjá sér ef ekki vildi betur. Vegfarandinn sagðist að visu geta samþykkt það að ekki va'ri of mikið af ruslafötum viðast hvar i bænum og mætti vel lagfæra það, en það þyrfti ekki að vera nein afsökun. Annað atriði vildi þessi hrein- legi vegfarandi benda á en það er að ökumenn steypubíla virðast stundum ekki taka eftir þvi að það kemur fyrir að steypa lekur í striðum straumum úr bilum þeirra. Til da'mis væru harðir steypukleprar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og væri það örugglega úr einhverj- um steypubílnum. Það hlýtur að vera hægt að ganga þannig frá þessum bilum að ekki leki allt út úr þeim á leið á áfangastað og það gerir göturnar okkar ekki beint sléttari að fá á þa'r hauga að steinsteypu, nema því aðeins að hún lendi á réttum stöðum, þ.e. i holunum! spá i Svampurinn veitir nánast fullkomið hugmyndafrelsi í hönnun. Svampurinn er ódýrt efni. Skólafólk er nú að koma sér fyrir tíl vetrarins. LYSTADÚN húsgagnasvampurinn geturverið á margan hátt nytsamur á því sviði. Komdu með hugmyndir þínar. Við bendum þér á hvernig hagkvæmast og ódýrast verður að útfæra þær hafir þú enga hugmynd þá komdu samt. Við höfum nokkrar sem gætu hentað þér. rrrrm 1 Hr y - j ^ j X >c t * * />/ V \ l - LYSTADÚN húsgagnasvampur er efni tii að spá í. IYSTADÚN ði bjóöum við líka, t.d. flauelsáklæði á sérlega hagstæðu verði. Þú getur svo saumað, eða við, alvec eins og þú óskar. LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.