Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 17

Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 17 ÚRSLIT sænsku kosn- ingana hafa leitt til mik- illa vangaveltna um framtíðina. Stóra spurn- ingin er: Mun stjórn borgaraflokkana aðeins verða stutt innskot eða ollu kosningarnar á sunnudaginn sögulegum þáttaskilum í sænskum og norrænum stjórnmál- um? Geta borgaraflokk- arnir líka unnið næstu kosningar, 1979, eða tekst jafnaðarmönnum að ná aftur stjórnartaum- unum? I íþróttum gerist það oft að lið sem hafa yfir- burði og forystu og sem lengi hafa unnið alla sina leiki finna til mótsagna- kennds léttist þegar þau loks tapa. Þá losna þau við pressuna sem stafar af því að of miklar kröfur eru gerðar til þeirra og þau geta leikið af meira áhyggjuleysi og með betri árangri framvegis. Heimur stjórnmálanna á sér tæplega slíka sam- svörun. Sigur borgaraflokkanna veik- ir liklega langtlma aðstöðu jafnaðarmanna á tvennan hátt. Fyrir það fyrsta mun mörgum verðaþað ljóst að borgarastjórn er ekki eins hættuleg og sænsk- ir jafnaðarmenn hafa haldið fram i mörg ár. Meira að segja þáverandi forspetisráðherra, 01- of Palme, hræddi I þessari kosningabaráttu eftirlaunafólk- ið með því að segja að eftirlaun- um þeirra yrði hætt af stefnu borgaraflokkanna I efnahags- málum. En afkoma eftirlauna- fólks mun vart verða verri und- ir borgarastjórn og þar með er fótunum kippt undan hræðslu- áróðri jafnaðarmanna. Borgarastjórn getur ekki á 3 árum breytt i grundvallaratrið- um samfélagi, sem i meir en 40 ár hefur orðið fyrir æ meiri áhrifum af stjórn jafnaðar- manna. Það verður varla um meiriháttar breytingar að ræða á þessum árum, hvorki til hins betra eða til hins verra. En það að borgaraflokkarnir hafa kom- izt í stjórnaraðstöðu eykur álit þeirra og traust í framtíðinni. Borgaraflokkarnir eiga nú ekki lengur undir högg að sækja. Þeir njóta þess nú eins og aðrir valdhafar að geta lum- að á vinsælum ráðstöfunum þegar til kosninga dregur. Þeir eiga hægt um vik að þakka sér allar umbætur (með þvi skii- yrði þó að efnahagsþróunin leyfi áframhaldandi umbætur). Æfingin skapar meistarann. Þess vegna mun stjórnarseta borgaraflokkanna líklega smám saman grafa undan ein- um sterkasta áróðri jafnaðar- manna I öll þessi ár: að framtíð Svíþjóðar sé of mikilvæg til að hún sé sett i hendur óvanra og óreyndra stjórnmálamanna. „Kjósið ekki burtu öryggið!“ var það slagorð sem jafnaðar- menn notuðu mest í þessum kosningum. Þróun næstu þriggja ára getur gert þessi sterku slagorð ónothæf í fram- tíðinni. Leiðtogar borgaraflokkanna virðast gera sér grein fyrir sögulegri ábyrgð sinni. Þeir vilja sýna að þeir geta unnið saman að því að veita þjóðinni sterka og hæfa stjórn. Þeir virð- ast vera reiðubúnir til að gera allt til að jafna ágreining I mál- um, sem þeir eru ekki sammála um, eða leggja sum stefnumál sin á hilluna til að byrja með. Þar með munu þeir draga úr áhrifum margra annarra kosn- ingaraka jafnaðarmanna t.d. þeirra að borgaraflokkarnir séu of sundraðir til að geta stjórnað saman. A sama hátt og stjórnarseta borgaraflokkanna bætir að- stöðu þeirra fyrir næstu kosn- Andres Kving um kosningarnar 1 Svíþjóð: ingar, versnar staða jafnaðar- manna. Þeir eru komnir I stöðu, sem þeir eru jafn óreyndir í og borgaraflokkarnir I stjórnar- stöðu. Þeir geta ekki lengur gefið sjálfum §ér alla dýrðina af hinum og þessum umbótum, ekki lengur haft það frum- kvæði, sem stjórnarflokkar yf- irleitt hafa. Meira að segja stærsta blað jafnaðarmanna, Aftonbladet, viðurkenndi i leiðara um kosn- ingaúrslitin að jafnaðarmenn ættu erfitt verkefni fyrir hönd- um sem stjórnarandstöðuflokk- stefnumálum, segja þessir hóp- ar. En leiðtogar jafnaðarmanna hafa hingað til álitið að kjós- endur hafi hræðzt sósialistisk áform. Þess vegna tóku Olof Palme og fleiri -afstöðu gegn nokkrum sósíaliskum ákvörð- unum sem ráðstefnur Jafnaðar- mannaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar hafa tekið. Flokksleiðtogarnir vildu ekki ræða I kosningabaráttunni til- lögu verkalýðshreyfingarinnar um miðstýrða launþegasjóði, hina svo kölluðu Meidnersjóði, sem koma til með að stjórna Andres Kung. Borgarastjórn til bráðabirgða eða frambúðar? ur. Vegna þess að þeir eru skipulagslega séð ekki undir það verkefni búnir. Jafnaðar- menn hafa í öll þessi ár stjórn- að landinu frá stjórnarráðs- byggingunum en ekki frá flokksstjórnarskrifstofunum. I stjórnaraðstöðu hafa þeir getað notað mikið lið af ræðuskrifur- um og ráðgjöfum, sem þeir sem stjórnarandstöðuflokkur geta ekki notfært sér lengur eins auðveldlega. Jafnaðarmenn verða til- neyddir að velja á milli tveggja leiða: Að leggja meiri áherzlu á hreinræktaðan sósíalisma eða taka sér stöðu nálægt borgara- flokkunum og lita út sem enn einn miðflokkur. Það leiðarval mun skapa miklar og heitar umræður innan alþýðuhreyf- ingarinnar, en innan hennar eru meira og minna sósialiskir hópar. Flestir hinna eldri vilja sjálfsagt byggja áfram á gömlu þjóðarheimilishefðinni frá 1930 og 40 en margir hinna yngri vilja fremur stéttabaráttu og harða stjórnarandstöðu. Þeim er illa við hinn svokallaða Hagaanda, það er að segja hina stöðugu málamiðlun siðustu ára i jafnvægisríkisdeginum. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða hafa oft komið saman í Haga- höll og komið sér saman um lausnir meiriháttar efnahags- vandamála. Vinstriöfl innan og utan raða jafnaðarmanna hafa getað sætt sig við að þessar málamiðlanir væru nauðsynleg- ar, þar sem jafnaðarmenn og kommúnistar hefðu ekki fleiri þingmenn en borgaraflokkarn- ir og þær komu I veg fyrir að varpa yrði hlutkesti um mörg meiriháttar mál. En þeir geta ekki fallizt á að þessi samstarfs- stefna hafi að auki meðal jafn- aðarmanna fengið hugmynda- fræðilegt eigingildi. Sjálfsrýni jafnaðarmanna er þegar hafin. Strax fyrstu dag- ana eftir kosriingar hafa marg- ar raddir verið uppi um að jafn- aðarmenn taki til við sitt gamla hlutverk að halda uppi samfé- lagsgagnrýni, að þeir skuli reyna að breyta I stað þess að reka hið blandaða hagkerfi. Vinstrihópar innan og utan flokksins kenna þvi að flokkur- inn hafði ekki nægilega sósial- íska stefnu. Maður getur ekki barizt við borgarafjökkana með þeirra eigin borgaralegu ' /i/fi f/A Thorbjörn Fálldin — nú rlður á að sýna borgaralega einingu. Olof Palme — stórborgarbúar sýndu vanþakklæti. mikilvægustu þáttum atvinnu- lifsins ec þeir verða að veru- leik. Palme og fleiri tóku einnig afstöðu gegn ályktun alþýðu- sambandsins um þjóðnýtingu lands og gegn ákvörðun lands- fundar flokksins um að náms- bókagerð skyldi þjóðnýtt. Afgerandi spurning, sem jafnaðarmenn geta ennþá ekki svarað er eftirfarandi: af hverju hafa jafnaðarmenn misst kjósendur i þrem kosn- ingur i röð? Hvernig á að vera hægt að snúa þróuninni við? Það var ekkert að kosninga- baráttu jafnaðarmanna í þetta sinn. Engin mistök voru gerð, sem geta skýrt tapið, þvert á móti, miklir fólksskarar komu á fundi jafnaðarmanna um allt land. Miklu stærri en á fundi borgaraflokkanna. Palme vann kappræðufundina en tapaði kosningabaráttunni. Það er augljóst að ekkert eitt mál getur skýrt fylgistap jafn- aðarmanna. Ekkert eitt mál í kosningunum 1976 getur skýrt áframhaldandi fylgistap þeirra 1970, 1973 og 1976. Meðal þess sem er framtiðar- áhyggjuefni jafnaðarmannna eru vandamál þeirra með ungu kjósendur. Unglingarnir hafa aldrei upplifað fátækt í Svi- þjóð. Fyrir þá er velferðarríkið sjálfsagt. Jafnaðarmannaflokk- urinn hefur I augum margra ungra brugðizt hlutverki sinu sem samfélagsgagnrýnið afl og orðið að samfélagsverndandi afli. Jafnaðarmenn hafa einnig átt við vandamál að stríða á stórborgarsvæðunum. Einmitt á þeim svæðum sem árangur velferðarstefnu jafnaðarmanna hefur verið mestur, séð frá þeirra eigin útgangspunktum. Það er á þeim svæðum, sem einkennast af mikilli atvinnu, offramboði á nýjum Ibúðum og góðri félagslegri þjónustu að öðru leyti, sem jafnaðarmenn tapa meira en á öðrum stöðum á landinu. Borgarbúar hafa ekki sýnt það þakklæti, sem jafnað- armenn álíta sig eiga skilið. Þessi óánægjuþversögn veldur baráttuskipuleggjendum jafn- aðarmanna heilabrotum — því meiri árangur sem oróið hefur af stjórnarstefnu jafnaðar- manna, þvi óánægðara hefur fólk orðið. Þeir sem aftur á moti eru verr settir og gera ættu meiri kröfur hafa í mun minna mæli svikið jafnaðar- menn. Eitt þriðja framtiðar- vandamál er að jafnaðarmanna- flokkurinn getur ekki lengur gefið sig út fyrir að vera ein- göngu verkalýðsflokkur vegna þess að margir verkamenn hafa komizt upp á launastig þar sem stéttarleg samstaða þeirra með jafnaðarmönnum hefur veikzt. Þess vegna hafa jafnaðarmenn á siðustu árum farið að kalla sig oftar launþegaflokk í staðinn fyrir verkalýðsflokk til að reyna að ná skrifstofufólki einnig í sinar raðir Jafnaðarmönnum tókst í þetta sinn að koma hreyfingu á alla sína stuðningsmenn og juku atkvæðamagn sitt um tug- þúsundir. En það var ekki nóg og nú eiga þeir ekkert varalið sem þeir geta gripið til næst. Heimsmet varð að þessu sinni i kjörsókn hvað snertir lýðræðis- riki og hún getur tæplega orðið meiri. Hverjar eru þá vonir jafn- aðarmanna i nústöðunni? Fyrst og fremst að borgara- stjórnin visi sig vera óhæfa til að stjórna landinu vegna reynsluleysis, óhæfni, óheppni og innri togstreitu. Það er fyrst og fremst á þrem sviðum sem jafnaðarmenn vonast til að geta sundrað borgarflokkunum: 1. orkumálin, þar sem Miðflokks- leiðtoginn og verðandi forsætis- ráðherrann Thorbjörn Falldin, hefur ákveðið lofað að ný kjarnorkuver verði ekki byggð að þau, sem nú eru í byggingu verði ekki notuð og að þau sem þegar eru tilbúin verði lögð niður fyrir 1985. Á meðan Mið- flokkurinn vill ekki byggja eitt einasta kjarnorkuver I viðbót hefur Þjóðarflokkurinn sam- þykkt 11 i staó 13 nýrra kjarn- orkuvera jafnaðarmanna og Hægfara einingarflokkurinn hefur meira að segja stutt orku- stefnu jafnaðarmanna í ríkis- deginum. Samstaða borgara- flokkanna í þessu máli verður þess vegna þrautreynd. 2. Stefnan i fjölskyldumálum þar sem Miðflokkurinn og hinn hægfara hafa sömu afstöðu. Þjóðarflokkurinn vill hins vegar eins og jafnaðarmenn leggja meiri áherzlu að að gera konuna meira fjárhagslega óháða með þvi að auka valfrelsi hennar á milli vinnu heima eða utan heimilisins. 3. Efnahags- mál þar sem Hægfara einingar- flokkurinn vill ganga lengst i að lækka skatta og draga úr rikisútgjöldum. Hinir tveir flokkarnir fara hægar í að lofa skattalækkunum til að draga ekki um of úr tekjum ríkisins og þar með möguleikum á um- bótum. Spurningin er sem sagt í fáum orðum: hvernig mun ganga i næstu kosningum — verður stjornarseta borgara- flokkanna bara stuttur milli- þáttur eða hafa þeir komið til að vera? Tvö atriði munu skera úr um svarið. Hvernig borgara- flokkunum mun ganga að vinna saman og efna kosningaloforð sin og hvaða framtíðarleið jafn- aðarmenn velja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.