Morgunblaðið - 22.09.1976, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.09.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 23 Friðrik Steinsson — Minningarorð Fæddur 26. september 1893. Dáinn 15. september 1976. Með þessum fáu linum efni ég löngu gefiö loforð. Við Friðrik hétum hvort öðru þvi að hvort okkar sem síðar færi af þessu jarðneska tilverustigi segði fáein kveðjuorð um hitt sem kallað yrði fyrr. Nú hefur verið kallað á Frið- rik vin minn til ókunnra stranda og mér verður orðfátt, orð ná svo skammt. Mér finnst allt mitt nán- asta umhverfi grárra og litlausara við fráfall þessa ágæta manns, sem óafvitað myndaði sérstakt andrúmsloft i samskiptum við aðra og lifið sjálft. Heill og sann- ur maður. Friðrik vai* sannarlega ekki utan garðs þegar höfundur lífsins úthlutaði vöggugjöfum. Hann hlaut glæsimennsku og and- legt atgervi i ríkum mæli, svo engum sem til þekkir, duldist að þar fór maður sem stóð uppúr meðalmennskunni. Á þessari skilnaðarstund er mér efst i huga þakklæti til þessa trausta vinar sem ég tel einn þann besta á minni lífsleið. Það er svo margs að minnast frá okkar samskiptum á liðnum árum, að seint yrði upptalið. Enginn hefur oftar en hann talað til min af hlýhug og rökvisi, uppörnandi orð á erfiðum stundum í minu lifi. Og það er ekki sama hvaðan falleg orð koma, Friðrik var aldrei með orðaglamur, heill og vökull hugur bjó að baki alls sem hann sagði. Það var svo gott að eiga við hann orðræður og ekki spillti það hve fundvís hann var á skoplegar hlið- ar hvers vandamáls þvi næm kimnigáfa var rikur þáttur í eðli hans. Ég mun ekki rekja ættartölu né ævistörf Friðriks það hljóta aðrir að gera, þvi ég veit að gifta fylgdi störfum hans sem öll voru unnin af mikilli samviskusemi og ná- kvæmni sem ætíð leiddu til heilla. Öll ævi Friðriks var giftudrjúg, en sitt mesta gæfuspor steig hann örugglega þegat hann gekk að eiga eftirlifandi konu_ sína Önnu Mörtu Guðnadóttur frá Karlsskála þá traustu og dugmiklu*konu. Þau hafa sannarlega staðið hvort við annars hlið í lífinu. Samhent og samhuga hafa þau mótað sitt heimili, sérstætt og til fyrirmynd- ar. Frá þvi fyrsta sem ég man hefur þeirra heimili staðið opið öllum vinum og vandamönnum og þó alveg sérstaklega þeim sem áttu i erfiðleikum sökum veik- inda eða annarra vandræða. Allt þeirra viðmót og aðhlynning var með þeim hætti að gott var að Þiggja. Friðrik var orðinn þreyttur og farinn að kröftum svo honum var hvíldin kærkomin. Ég þakka Friðriki vini mínum fyrir allt sem hann hefur verið mér, á erfiðum stundum og ekki síður á gleðinnar stundum, þar naut hann sin vel, orðhagur í besta lagi og skemmtilegur svo af bar. Eiginkonu, dóttur, tengdasyni og dótturbörnum votta ég djúpa samúð og bið þeim blessunar. Sigrfður Guðmundsdóttir. Þá er hann farinn minn kæri mágur, Friðrik Steinsson. Hann var orðinn þreyttur og þá er gott að hvilast. Mínningarnar flykkjast að hver af annarri. Frá samveru okkar fyrst I Klaustri á Eskifirði þar sem hann kenndi henni dóttur minni fyrstu danssporin og nefndi hana þvi gælunafni sem Ingvar Böðvarsson Brúarholti — Minning F. 27. október. 1963. D. 10. september. 1976. Við fráfall ástvina sest sorgin að I hjörtum okkar og við eigum bágt með að trúa raunveruleikan- um. Þegar í hlut á gamalt fólk, segir skynsemin okkur að dauð- inn sé eðlilegur, óumflýjanlegur og sumum jafnvel kærkominn. Þeim sem syrgja finnst koma hans samt ávallt jafn óvænt. En þegar við þurfum að sjá á bak ungmennum í blóma lífsins, stöndum við skilningsvana frammi fyrir almættinu. í huga okkar er dauðinn svo óralangt í burtu frá æskunni, svo fjarlægur gleði og hreysti barnsins að koma hans verður óraunveruleg. Svo margar vonir og draumar áttu eft- ir að rætast, svo skyndilega eru rofin þau sterku tilfinninga- tengsl, sem tengja ættingja og vini saman, að okkur reynist örð- ugt að sætta okkur við orðinn hlut. i slikum tilfellum verður okkur ljósara en áður hversu órannsakanlegir vegir guðs eru og við finnum svo glöggt fyrir smæð okkar gagnvart almættinu. En minningin lifir og enda þótt hún sé óáþreifanleg og geti aldrei komið í stað horfins ástvinar, verður fögur minning ekki frá okkur tekin, og minningin um Ingvar er björt og fögur. Ingvar Böðvarsson var fæddur 27. október. 1963. sonur hjónanna Böðvars Guðmundssonar frá Efri- Brú og Steinunnar Ingvarsdóttur frá Þrándarholti í Gnúpverja- hreppi. Ingvar var einkar prúður og elskulegur drengur að öllu leyti. Hann var hlédrægur að eðlisfari og seintekinn en við nánari kynni komu í ljós margir góðir eðlis- þættir, sem alltof fáir unglingar á hans reki hafa til að bera. Hann var gæddur mjög næmri tilfinn- ingu fyrir öllu sem er fagurt og finlegt og kom þetta glöggt i ljós bæði f leik og námi. Raunar er hér ekki hægt að gera greinarmun á leik og námi, þvi að fyrir vel gefna og duglega nemendur eins og Ingvar er allt skólanám leikur. Það vakti oft sérstaka athygli hve barngóður Ingvar var, og naut yngsti bróðir hans, Birkir, sem er tæpra þriggja ára, þessara eiginleika í ríkum mæli. Ingvar var sérlega natinn við litla bróður og hafði sérstakt lag á að hafa ofan af fyrir honum, enda urðu þeir mjög samrýmdir. Nú er Ingvar horfinn brott úr þessum heimi. Missir foreldra, bræðra og annarra ættingja er stór og verður ekki bættur. En þótt samleiðin væri stutt og söknuðurinn sé sár, stöndum við eftir rik af björtum minning- um um góðan dreng. Foreldrum Ingvars, bræðrum hans, afa og ömmu á Efri-Brú og i Þrándarholti og öðrum aðstand- endum votta ég (Ijúpa samúð mína og bið þeim stýrks á erfiðum stundum. Hrólfur Kjartansson. siðan hefur fylgt henni og lánast vel. Siðan i sjómannaskólanum hér i Reykjavik og síðast hér á Hagamel 45 þar sem ég hef verið tiður gestur og alltaf mætt sömu alúðinni og gestrisninni hjá hon- um. Það eru svo ótal margar stundir frá liðnum dögum sem mér eru mississtæðar öðrum fremur, en allar á sama veg. Það finnst eig- inn skuggi eða dökkur blettur sem skyggir á minninguna um hann. Það var svo gaman og lær- dómsríkt að sitja með honum og bara hlusta. Hann átti svo mikið til að miðla öðrum af þekkingu sinni. Meira að segja ungdómur- inn og börnin sóttust eftir þvi að vera I návist hans. Það er mér kunnugt um. Að siðustu vil ég flytja honum kveðju frá barnabörnum minum úti i Sviþjóð sem ekki að ástæðu- lausu kölluðu hann afa á Haga- mel, þegar þau minntust hans enda munu þau sakna vinar i stað, ef þau eiga eftir að gista Haga- mel, það eitt veit ég með vissu. Ég hef fyrir stuttu síðan séð í Hafnarfirði Htinn minnisvarða um skáldið okkar örn Arnarsson sem hann kallaði sig og var i miklu uppáhaldi hjá okkur báð- um. Ég vil enda þessa fátæklegu kveðju mina með erindi eftir hann. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svfóur á gömlum sárum. Samt er gaman aó hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga. — sæt mun hvfldin eftir vegferð stranga — Þá vildi ég, móðir mfn, að mildin þfn svæfði mig svefninum langa. I guðs friði. Guðriður Guðnadóttir. Hugsið vel um ykkur sjálf Hin fullkomna hressingardvöl undir tryggri umsjón lækna Möguleikará áframhaldandi læknameðferð Megrunarkúrar undir læknisumsjá. Sauna og leikfimissalur, í megrunardeildinni Nýtízku herbergi með salerni og baði (lyftur). Fullt fæði. _ 1 8 holu golfvöllur og reiðskóli i nágrenninu og hin óviðjafnanlega náttúrufegurð Silkiborgar fyrir utan dyrnar. Góður árangur öruggur. mmm' G/. Skovrídergaard SILKEBORG . DANMARK . TLF. (06) 82 11 55 . POSTBOX 105

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.