Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 12

Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 SUÐUR-AFRÍKA „Þeir gáfu þér viskí í staðinn fyrir frelsi „Byiting barnanna" hefur sett stjórn Vorsters upp við vegg UNDANFARNAR óeirðir í Suður Afríku, sem orðið hafa að frumkvæði skólabarna þar, eru einsdæmi í sög- unni. Engri frelsishreyfingu svipar til þessarar. Hún hefur nú þegar áunnið sér sess i mannkynssögubókum framtiðarinnar. Líkast til er ólga und- anfarinna mánaða næst því sem b!okkumenn i Suður Afriku hafa komizt raunverulegri byltingu. Ef þeii hefðu byssur undir höndum, — en byssur eru eins og allt annað i Suður-Afriku aðeins fyrir hvita —, gæti hrein og bein bylting brotizt út, a.m.k. á þeim svæðum þar sem óeirðirnar hafa verið hvað heiftúðug- astar. Nú þegar hafa tveir menn varað við þvi að ástandið i landinu nálgist borgarastyrjaldarstigið, en það voru Gatsha Buthelezi leiðtogi Zúlúmanna og Japie Basson, einn af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á suður-afriska þinginu. Allt frá því er lögreglan i Soweto- blökkumannahverfinu í Jóhannesar- borg greip til vopna 16 júni s I. með þeim afleiðingum að 1 76 manns biðu bana hefur ólgan og óeirðirnar farið stigvaxandi. og jafnframt breiðast þær út Lögreglan á fullt í fangi með að anna öllu því eftirlitsstarfi sem ástand- ið krefst og Jimmy Kruger dómsmála- ráðherra hefur varað við því að lögregl- an hafi hreinlega ekki bolmagn lengur til að verja eignir hvítra Hann hefur hvatt atvinnurekendur til að mynda eigin öryggissveitir Þessi yfirlýsing hefur þótt auðmýkjandi fyrir ríkisstjórn sem löngum hefur stært sig af fjöl- mennu og öflugu öryggisliði Lögreglan hefur reynt að beita öllum hefðbundnum ráðum sinum, — við- vörunum, táragasi, kylfum, hundum og byssum. En hinir ungu blökkumenn haida ótrauðir áfram báráttunni. Mann- og eignatjón er orðið gífurlegt; fjöldi manna hefur einnig særzt og verið handtekinn. Þetta hefur þó aðeins stappað stálinu í unglingana Hið furðulega við þessa „barnabylt- ingu'' er á hve afgerandi hátt hún hefur tekið frumkvæðið úr höndum hinna fullorðnu blökkumanna. Afstaðða ða za barbarnaanna til foreldra sinna mótast af óþolinmæði jafnt sem kaldhæðni. Þau láta ekki aðskilnaðarstefnuna buga sig eins og foreldrar margra þeirra, Unglingur i lögreglukrumlum. vegna þess að þeir hafa ekki kynnzt öðru kerfi á ævinni og slikt leiðir oft til fyrirlitninggdar ar edir ungu blökku- menn eru algjörlega börn aðskilnaðar- kerfisins sem innleitt var af Þjóðernis- flokknum, flokki John Vorstersforsæt- isráðherra, árið 1 948, og þeir óttast hvorki kerfið sjálft né lögreglu þá sem stendur vörð um það Fjöldi þeirra skiptir í þessu sambandi miklu máli Til dæmis eru 40% íbúa Soweto yngri en 20 ára, og 60% eru yngri en 30 ára. Því yrði tilgangslaust fyrir rikisstjórn Vorsters að bjóða hinum eldri, hægfara blökkumönnum nýjar tilslakanir, því það eru ekki þeir sem standa að baki óeirðunum Afstaða foreldra til framtaks af- kvæmanna er allt frá reiði og fordæm- ingu til fullkomins samþykkis. Faðir einn úr hópi kynblendinga segir: „Til- finningar mínar eru stolt, skömm og ótti: stolt yfir þvi að börn mín skuli JPramhald á bls. 18 v-táýv'ÓtlK'Z11.1.æi ÓeirSir I HöfSaborg. Sjálfstæði Bantústananna — eitt helzta hitamálið í Suður-Afríku ÞEGAR fimm mínútur eru til mið- nættis þann 25. næsta mánaðar verður suður-afríski fáninn tekinn niður i höfuðborg Transkei, Umtata og hinn nýi fáni sjálfstæðs Transkei verður dreginn að hún í hans stað við undirleik hvella úr 101 riffli. Þar með verður Transkei fyrst hinna n»u ættlanda eða Bantústana í Suður Afriku til þess að þiggja sjálfstæði frá ríkis stjórn Vorsters og um leið afsalar það sér rétti til að krefjast skerfs af auðæfum Suður Afriku þaðan i frá. Sjálfstæðistilboð Vorster- stjórnarinnar til afrísku ætt- landanna er ein helzta tilraun hennar til að bliðka blökkumenn. En tilboð þessi þykja æði vafasöm og ávinningur af þvi að taka þeim er umdeilanlegur svo ekki sé meira sagt. Fáar ef nokkrar erlendar ríkis- stjórnir munu viðurkenna hið nýja riki fyrst i stað a m k , — nema Suður-Afríkustjórn sjálf Þær óttast að slik viðurkenning mundi fela i sér siðferðilegt samþykki á Transkei sem afsprengi aðskilnaðarstefnunn- ar Transkei mun heldur ekki reyna að fá inngöngu i Sameinuðu þjóðirnar eða Einingarsamtök, Afríkurikja, og reyndar hafa Einingarsamtökin gefið hinum 47 aðildarlöndum sínum fyrirmæli um að viðurkenna Transkei ekki Bantústanarnir i Suður-Afríku eru leifar gömlu ættlandanna og hafa á síðustu 1 5 árum fengið snefil af sjálfstjórn af Vorster-stjórninni og verið ýtt út á braut sjálfstæðisins Þvi fleiri Bantústanar sem þiggja sjálfstæði því meiri réttlætingu fær stefna Vorsters að hans mati Bantústanarnir eru alls aðeins 13,7% alls landssvæðis Suður- Afríku, en samt þjóna þeir sem ætt- lönd fyrir 18 milljonir Afríkumanna, en 4,2 milljonir hvítra, 2,3 milljonir kynblendinga og 750 000 Indverja skipta afgangi landsins á milli sín Bantústanarnir voru formlega lög- leiddir 1959 Er Bantústani fær sjálfstæði verða allir þeir blökkumenn sem þaðan eru ættaðir hvort sem þeir búa þar eða ekki, þegnar þessa nýja ríkis. Á þennan hátt er þeim fleytt út úr svökölluðum „hvitum svæðum Suður-Afríku (stjórnarskrárlega, ef ekki beinlínis bókstaflega) og afsala sér tilkallli til hvers konar réttinda á „hvítum" svæðum Þeir verða út- lendingar með vegabréf í „hvítu"- Suður-Afríku, — þótt reyndar yrðu þeir mun fjölmennari en hinir hvítu íbúar Þetta er það sem aðskilnaðarstefn- an snýst i raun og veru um, — synjun ríkisstjórnar Suður-Afríku á þvi að Afrikumenn á „hvitu" svæðunum séu nokkuð meira en „tímabundnir dvalargestir", sem selja vinnu sina hvita manninum á meðan hennar er þar þörf. Sú stað- reynd að margir þessara Afríku- Framhald á bls. 18 RHODESIA SUÐVESTUR AFRÍKA J TRANSVAAL ... - '. • Pretoria • ^ Jóhannesarb°RG« swaz|land y/Æ'-***. -’*\ i Æ"/ORANGE *;...... "4 "f/ FREE STATE ; Æ ATLANTSHAF I Bloemfontein # ^ LES0TH0 i NATAL 'urban SUÐUR-AFRÍKA •/,. r////////. TRANSKEI // CAPE PROVINCE Port Elizabeth INDLANOSHAF ÖFÐABORG Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær Smith fellur SKÆRULIÐASTYRJÖLD blökku- manna I Rhódeslu gegn minnihluta- stjórn hvitra er þegar unnin. Það er að minnsta kosti útbreidd skoðun meirihluta blökkumanna I landinu, 6,5 milljóna talsins. Og þeir sem hætta sér út í að koma með ágizkan- ir um hversu lengi rikisstjórn lan Smiths muni halda velli segja að með nokkurri heppni geti hún lafað næstu 12 eða 18 mánuðina. En vitaskuld er skoðun hvitra í þessu efni algjör andstæða Smith og rikis- stjórn hans, sem gætir hagsmuna hinna aðeins 250 000 hvitu ibúa landsins. hafa allt frá þvi að skæruliða- striðið hófst i desember 19 72 sagt Rhódesiubúum að stjórnarherinn hafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.