Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 10

Morgunblaðið - 22.09.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Margrrti í Dalsmynni liggur margt á hjarta. Hún segir frá þvi hratt og ákaflega; frá hug- myndinni, sem hún fékk, ferð- inni sem hún fór, skoðununum, sem hún hefur, því, sem hún var að gera og þvi, sem hún ætlar að gera. Helzt öllu í einu, eins og nú væri síðasta tækifær- ið til að láta móðann mása um allt milli himins og jarðar. Hún á 11 börn með Guðmundi manni sínum — það yngsta var fermt í vor. Hún ræktar tré og jarðarber, heldur ræður á mannamótum, yrkir kvæði fyr- ir kvöldvökur, kvenfélags- skemmtanir og hestamanna- mót, skrifar bréf til dagblaða, sendir þingmönnum vísur um pólitísk deilumál, smalar fé af fjalli, tekur malarbörn í sumar- dvöl og margt fleira. Hún segist vera hallærisleg húsmóðir og skellihla'r mikið. Um búskapinn Guðmundur bóndi Guömundsson og Margrét kona hans. „Eg er nú Spjallað við Margréti Guðjónsdóltur að Dalsmynni, Eyjahreppi á Snœfeltsnesi — Við erum með upp undir 400 rollur, 20 beljur og 14 hross. Hér hefur alltaf verið lifað af búskapnum einum sam- an, ekki stunduð önnur vinna með. Heyskapurinn’ja, þetta hefur gengið. Við heyjum mik- ið í súrhey— um 80%, það dug- ir ekki annað á þessum slóðum og eiginlega skil ég ekki i, að bamdur sunnan til á landinu skuli ekki verka meira í vothey. En það er náttúrulega þungt og erfitt. Þessa vísu gerði ég um daginn, þegar ég var að raka hérna niður frá:Bændur eru illa farnir ekki batnar þeirra lund, er rigningin og reikningarnir renna í hlaðið sömu stund. __ Um Zetuna — Ég hef aldrei la>rt að nota zetuna og vil ekkert með hana hafa. Það er bara þetta há- menntaða fólk, sem kann á hana og því eru allir mennta- skólakennarar með henni. Já, það ér alveg rétt, ég sendi ein- um þingmanni vísur eftir mig um þetta. Þa>r voru svona: llm smámál þingmenn þjarka og þa f a þegar vanda að hönd- um ber, stóru málin salta og svæfa.Zan þeirra hugsjón er. 1 málæðinu er mesta harka þótt marga skorti getuna, alþingismennin ætla að þjarka endalaust um zetuna. Þetta er ekki ærleg glfma, aðeins snobb og fánýtt hjal, dýrmætum og dýrum tíma drengir eyða í þetta mal. AF BÆNDAFÖR Við fórum alla leið austur í Álftafjörð í bæmdaför í vor. Það var afskaplega gaman og fróð- legt að fara þetta, við gistum á hinuni og þessum ba>jum og gátum talað víð ba-ndurna á suður og suðausturlandinu og borið saman ba-kur okkar. í ferðinni gerði ég langan brag, sem ég svo sendi „blaðinu" (þ.e. Timanum), hann var um heykögglaiðnað og grasra>kt, fyrsta erindið var svona: Að vera í bændaför er bæði gagnlegt og gaman, þá geta menn hvílt sig og unaðsérsaman og fræðst um náungans nýti- leg störf. hálf-hallærisleg húsmóðir... En búskaparhasl leyfði fá- um að fara flestir bændurnir þurfa að vinna og spara því á þjóðarhollustu er börf. — Og eitt erindið var á þessa leið: Islenzk heykögglaframleiðsla er bylling, sem blífur, ef bændurnir finna þá aðferð sem hrífur svo á orkunni eitthvað sé lag. Og það sáu þeir bezt, sem um sandana fóru að samtökin verða að þrýsta á þá stóru sem raforku ráða í dag. „ÞETTA ER EINS OG RÁÐA KROSSGÁTUR“ — Gerirðu mikið af því að yrkja, Margrét? — Ekki kannski^nóg. Ég hef óskaplega gaman af því og er alveg sa'milega hagmælt. Svo spyrst þetta út og maður er beðinn um að yrkja fyrir hitt og þetta, t.d. kvenfélagssamkomur og þess háttar. En ég hefi nú svolítið fyrir því, blessuð vertu, það rennur ekkert upp úr manni fyrirhafnarlaust — þetta er svona eins og að ráðs krossgátur. Okkur var boðið á Snæfeil- ingamót suður í Stapa og þar átti ég að halda ræðu — ég sem hef aldrei haldið ræðu á ævi minni enda vissi ég ekki hvað til bragðs skyldi taka. Það var prentað á kortin að Margrét frá Dalsmynni myndi halda aðal- ræðuna, það var sko ekkert annað. Þarna voru amk. 200 manns og allir farnir að kippa vel og ég fór í ra'ðustólinn og bara sagði þeim að ég ætlaði sko ekki að halda neina ræðu, ég held þeim hafi brugðið svolítið við það. Svo fór ég með nokkrar lausavísur og sagði frá tilefni hverrar vísu og á eftir kvað hann Guðmundur minn vísurnar aftur og þetta tókst alveg prýðilega, það var dauða- þögn í salnum allan tímann. En ég held fólk hljóti að verða hundleitt á ræðuhöldum, að þurfa að sitja undir löngum og alvarlegum tölum þegar það er farið að finna á sér — það er ekki hægt að ætlast til að hafa þögn undir svoleiðis. Nei, ég bragða aldrei áfengi sjálf, svona manneskjur eins og í popphátfðarlundi. ég, sem er fædd full, hafa ekk- ert með vín að gera. En ég er alls ekki á móti því að aðrir fái sér í staupinu. Enda veitir oft ekki af því. Ég hef verið í vin- lausum boðum, þar sem ekki er hægt að toga orð upp úr nokkr- um manni eða konu, það er alveg undarlegt hvað flestum virðist ganga illa að tjá sig og 1-osna við feimni án áfengis. En auðvitað gengur áfengisneyzla oft út í öfgar, og það er alveg voðalegt að tiðarandinn skuli vera sá hjá unga fólkinu, að það má helzt ekki vera ódrukkið á böllum. — Ég veit ekkert um ung- lingavandamálið. En það ætti að gera meira af því að láta alla aldurshópa skemmta sér saman einhvern veginn, ekki svona sitt i hvoru lagi. Krakkarnir eiga að geta skemmt sér með fullorðna fólkinu. Margslungin er menning hér og mikið gert í leyni. Fallegur margur fiskur er falinn undir steini. Þetta var ein af vísunum sem ég fór með í Stapanum. KOSNINGAVÍSUR Þær eru nú orðnar úreltar núna, kosningavísurnar mínar. Ég gerði þær einhvern tímann fyrir síðustu þingkosningar, fyrir einhverja samkomu. Þær byrjuðu svona: Ef að harða gerir hríð, hrell að mörgum setur, kosninganna kalda strið kappar heyja í vetur. Fjöll og hálsar, hólmar skcr, hæfa mörgum sönnum Snæfellsnesið erfitt er öllum smalamönnum. Margir görpum leggja lið lána hunda og jeppa, enginn getur fengið frið og fáir munu sleppa. Halldór E. og Asgeir B. ýmsar göngur þreyta svo er einnig Ásgeir P. alvanur að leita. Jónas getur hóað hátt og hent að mörgu gaman, afar fundvfs er á smátt öllu dembir saman. Hvað þarf margar kosningar að klára Heydalsveginn? ef að fengist um það svar yrði margur feginn. UMGARÐ- RÆKTINA í’yrir ofan bæinn i Dals- mynni er dágóður visir að skógi, sem Margrét er að rækta. — Þessi girðing, segir hún og bendir upp hliðina, er mitt yfir- r-áðasvæði. Ég er nú hálf- hallærisleg húsmóðir til inni- verka, en ég hefi gaman af ræktun. Annars heyrði ég það eftir ráðunautnum að hann hefði aldrei séð svona mikla fyrirhöfn og svona lítinn árang- ur, og Margrét skellihlær að þessu, — en mér er nú sama um það. Hér er ég með tré og mat- jurtir. Annars er afskaplega snjóþungt hérna, trén brotna undan þunganum á veturna. Og næturfrostin fara illa með grænmetið. Annars bjargar það heilmiklu, sem ég geri, það er að kveikja eld og láta reykinn leggja yfir grænmetið snemma á morgnana. Þá þýðir reykur- inn næturfrostið áður en sólin kemst til að skína á það. Þetta lærði ég úti í Noregi. — Hér eru haldnar popphá- tíðir, Margrét stendur í allstór- um trjálundi, þegar krakkarnir búa til poppkorn og ég banna þeim að borða það inni, þá koma þau hingað og segjast vera á popphátíð. Við göngum fram fyrir bæinn og horfum suður yfir Mýrar, Eldborg blasir við beint fram- undan og Fagraskógafjall og Hafursfell til suðausturs. Guð- mundur bóndi segir mér ör- nefnin. Hann er hæglátur mað- ur, hlustar á það, sem Margrét hefur að segja, kinkar gjarnan kolli til samþykkis eða bætir við orði hér og þar. Hann kveð- ur oft visur konu sinnar á mannamötum. Ég spyr hann um Dalsmynni og bæjarlandið. — Hér bjó áður Kristján, fað- ir Eggerts stórkaupmanns i Reykjavík. Við komum hingað fyrir um 27 árum. Þá var ekk- ert af túnunum véltækt, þurfti að slá allt með orfi og ljá og flytja heyið heim á klökkum. En nú hefur verið slétt og ra'st fram, þetta er ágæt jörð.. Við kvöddumst á hlaðinu. — Þú mátt nú ekki hafa þetta allt eftir mér sem ég hef verið að rausa, segir Margrét að lok- um. — Almenningur álítur það stórvarasamt að lenda í blaða- viðtölum. Hún bætir svo við hlæjandi: — Okkur er reyndar sama — en þú skalt samt sálda þetta. Og enn eina vísu verð ég að fá í veganesti: Þó harðni i ári um haf og land hugprúð skulum þreyja. Við skulum treysta bra>ðraband og bjarta framtið eygja. Ljósm texti Ms

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.