Morgunblaðið - 22.09.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.09.1976, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Bömin í Bjöllubæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR — Þá skulið þið gera það, svaraði köngurlóin. — Sama er mér, þó að þið gangið um gólfið eins mikið og ykkur langar til. Ég hefi átt hérna heima í meira en mánuð og það hefur enginn séð mig allan þann tíma. Þú hefðir alls ekki fengið að sjá mig núna, ef ég hefði ekki heyrt í þér hrópin og langað til að ýta Púnta til þín. Hann lenti nefnilega undir kommóðunni minni. — Það var fallega gert, sagði Lilla og þrýsti elsku Púnta sínum að sér. — Ó, Púnti. hvíslaði hún. — Þú hefur svei mér lent í ævintýrum. Þér er hent ofan af borði og þú rennur undir kommóðu köngurlóarinnar! Hvernig ferðu að því að þola þetta allt án þess að gráta? En, þetta er nú kannski ekki svo vond köngurló Það var fallega gert af henni að skila þér aftur, þegar hún hefði getað átt þig sjálf. — Það væri svolítið slæmt, ef þú segðir þvottakonunni, hvar ég á heima, sagði köngurlóin. — Ég er næstum búin að gleyma því, hvernig á að forðast sópa og blautar tuskur, skal ég segja þér. Annars er ryksugan versti óvinur minn. — Það er engin ryksuga hérna, sagði Lilla. — Hvað ertu að segja! sagði köngurló- in og veifaði löngu, kræklóttu og loðnu löppunum sínum og horfði á Lillu með stóru, glitrandi augunum. — Hvað ertu að segja! Köngurlóin gekk nokkur skref í áttina til Lillu, sem hörfaði skelfd aftur á bak. Köngurlóin var í sannleika sagt ógeðs- legt skrímsli í augum þessarar litlu bjöllustelpu. — Þú þarft ekkert að vera hrædd, sagði köngurlóin, þegar hún sá, að Lilla hörfaði undan. — Ég ætla ekki að éta þig, en varstu nú að segja satt, þegar þú sagðir, að hér væri engin ryksuga, sem sogar litlar köngulær inn í sig með öllu rykinu og skítnum, sem er svo indælt og gott að búa í? Okkur datt í hug aö baða Trygg, mamma? MíP MORÖdN KAFFINU GRANI göslari GRANI GÖSLARI!----GRANI! Ég ætla að kaupa þarna eitt hótel. — Gjöra svo vel að senda mér reikninginn og afsalið I fyrramálið! Er það hér sem beðið var um smið til að lagfæra flöskuskip? Guðfræðingur nokkur var að halda fyrirlestraflokk við háskóla. Eitt kvöld sagði hann: — Næsti fyrirlestur minn verður á morgun og þá mun ég tala um lygara. Fyrir þann tlma vildi ég ráðleggja áheyrendum mlnum að lesa 17. kapltula I Markúsarguðspjalli. Daginn eftir byrjaði hann á þessa leið: Nú ætla ég að tala um lygara, en áður en ég byrja vildi ég gjarna sjá, hversu margír hafa lesið 17. kapltula I Markúsar- guðspjalli. Hundrað manns réttu upp hendurnar. — Jæja sagði guðfræðingurinn, þið eruð einmitt mennirnir, sem ég vildi tala við, það er nefnilega enginn 17. kapltuli I Markúsi. Geðvondur gamall veiðimaður vaknaði af værum t blundi klukkan 3 um nótt við ofsalegar hringingar á dyrabjöllunni. Seint og slðar meir staulaðist hann til dyra og sá þar standa drukkinn mann, sem spurði: Ertu þú herra Smith? — Já, upp á hvað er það? — Ert þú ekki náunginn, sem auglýsti eftir aðstoðarmanni við Ijónaveiðar I Afrfku? — Jú, hvað um það? — Ja, ég ætlaði bara að láta þig vita, að það kemur ekki til mála að ég fari með þér. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanne Kriatjónadóttir þýddi 27 lögregiunnar. Ekki snefill af sonnun fyrir einu né neinu. Það fór hrollur um hana eins og henni væri kalt. Hún fitlaði löng- um fingrum við kjólinn sinn. — Þetta er vægast sagt ótrú- legt, sagði hún. — Ef þetta er sem sagl satt — að þau eru eiginlega fangar — og kannski f miklu verri aðstöðu en venjulegir fang- ar. — Þetta má sjálfsagt kenna honum að talsverðu leyti. Ég hef á tilfinningunni að það sé eitt af þvl sem hann var að reyna að segja mér.... Nú þegar þau höfðu sameigin- legt baráttumál var engin ástæða til að hún dyidi hann neins. En hann varð að fá að vita það allt I kvöld. A morgun stóð til að leggja af stað til Hardy. Hún sýndi honum nokkur bréf tíl viðbótar, elztu bréfin, en á þeim var ekkert að græða. Eitt var samúðarhréf, skrifað skömmu fyrir slysið. Helene hafði þá ný- verið heyrt um dauða Pete Emries. — Skrifaði Everest einnig eins og fram kemur I bréfunum að Helene hefur viljað. Það hlýtur sem sagt að hafa verið um svipað leyti.. — Nei, greip hún stuttaralega fram 1 fyrir honum. — Hann sendi blóm. Þegar þau höfðu lokið við að fara yfir öil bréfin bauð hann henni út að borða. Hann vissi um prýðilegan mat- sölustað I Þriðju götu. Það var grill-staður sem minnti I aðra röndína á enska bjórkrá. Hann var næstum búinn að gleyma hvernig hafði verið að fara út með kvenmanni. Hann snart hana ósjálfrátt þegar þau gengu inn dyrnar. Ja, fjárakornið, ég er svo sem enginn öldungur, hugsaði hann með sér. Hvers vegna er ég eiginlega alltaf einn. Þegar þau voru setzt við horn- borð og höfðu hreiðrað það um sig sagði hann: — Ég er nú viss um, að ég þarf ekki að hafa orð á þvf við yður að þér talið ekki við hvern sem er um þetta mál. — Engan nema yður, sagði hún. — Auðvitað ekki. Ég veit svo sem ekki við hvern ég ætti að taia um það. Ég hitti ekki margt fólk. Hann hafði gert sér I hugarlund að hún væri miðpunktur f stórum hópi aðdáunarfullra vina. — er það af fúsum vilja eða þekkið þér fáa hér f New York, sagði hann Hvort tveggja ræður nokkru um, sagði hún. — Eftir dauða mannsins mfns missti ég sam- handið við þá fáu vini,-sem við áttum. Við áttum ekkert sameig- inlegt. Og þeir vinir, sem ég eign- aðist f myndlistarskólanum áður en ég gifti mig, eru úti um allar jarðir. Það er eins og fólk bara gufi upp. — Ég þekki það. Eg breytti um dvalarstað með mjög áþekkum árangri. Ég bjó f Boston. Þegar við skildum, konan mfn og ég, fyrir þó nokkrum ár- um, flutti ég hingað. Efna fólkið sem ég þekki eru starfsfélagar mfnir á blaðinu. Eg umgengst þá á daginn og þar með punktur. — Eigið þér börn? — Nei, sem betur fer, ætti ég sjálfsagt að segja. Hvernig datt yður f hug að fara að mynd- skreyta barnabækur? — Vinur minn einn sá teikn- ingar hjá mér og sýndi forleggj- ara þær. Ég hef skreytt þó nokkr- ar bækur. Ég hugsaði með mér að slfk vinn héldi mér ungri... Jack fannst raddblær hennar ögn beizklegur. Hann hió. — Mér finnst nú ekki tfmabært að þér farið að hafa áhyggjur af aldrinum. — Ég er tuttugu og fimm ára. Hún yppti öxlum. — Sum ár finnast mér lengri en önnur. — Var það Everest sem kom yður inn f bókabransann? — Nei. A meðan þau luku snæðingí ræddu þau um Hardy og ástand mála þar. Hún sagði honum frá öllu þvf sem hún mundi hvað snerti starfsliðið á 'heimilinu. Venjuleg störf ráðskonunnar. Lýsti hesthúsunum. Flugvélinni. Einkaflugvellinum. Starfsvenj- um Everest. Iðju Helenar. Walter Carrington — og konu hans. Og hún dró upp mynd af þvf hversu rfkur hlutur Walters hafði verið f daglegu Iffi á búgarðinum. Hún minntist á Art Wheelock, endur- skoðandann. Hún kvaðst þó ekki hafa hitt hann. Hann fylgdi henni heim. Stóð við hlfð henni, þegar hún lauk upp dyrunum og kveikti ljósið. Hún bauð honum ekki með inn fyrir. — Ég vona að yður gangi vel, sagði hún. — hvar ætlið þér að búa á meðan þér dveljið þar? Hann sagði henni frá þvf. — Viljið þér hringja til mfn og segja mér hvað gerist. Annars hringi ég til yðar. — Ég skal hringja. Hann vissi að hann myndi grfpa hvert tækifæri sem honum byðist til að varðveita tengsl sfn við Linn Emries.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.