Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 [ raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar 3. bekkur grunnskóladeild Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum (við Tjörnina) fimmtudaginn 23. sept. kl. 20—22 Upplýsingar í síma 14106 milli klukkan 4.30 — 6.30 miðvikudag og fimmtudag. Námsfl. Rvíkur. Undirbúningur undir sjúkraliðanám Vegna mikillar eftirspurnar munum við setja á stofn sérstaka deild fyrir konur sem ekki hafa lokið gangfræðaprófi og eru orðnar 25 ára. Upplýsingar í kvöld miðvikudag 22. sept. í Miðbæjarskólanum, sími 14106 milli kl. 8 — 9.30. Námsfl. Rvíkur. Starfsstúlknafélagið Sókn Félagsmálaskóli Alþýðu 1. önn verður í Ölvusborgum dagana 17 — 30 október 1 976. Þær félagskonur er hafa áhuga að sækja skólann leggi inn umsókn á skrif- stofu Sóknar fyrir 30. september 1 976. Stjórnin. Lýðháskólinn í Skálholti Fjölbreytt nám eftir frjálsu vali: Almennur undirbúningur með tilliti til frekari skólagöngu og ýmissa starfa. Félagsfræðileg viðfangsefni. Trú og lífsviðhorf Tonlist, handmennt, íþróttir. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, sími um Aratungu. Lýöháskólinn í Ská/holti. Móðir mín og systir okkar KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, andaðist laugardaginn 18 september i Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram föstudaginn 24 september kl 3 frá Fossvogskapellu Ásta Sjöfn Sawyer Valdemar Pétursson Ólafur Pétursson Rannveig Pétursdóttir. Maðurinn minn + OTTÓ GUOMUNDSSON málarameistari lézt 20 þ m Guðný Ottesen t Konan min HERBORG KL. HERMANNSDÓTTIR. Kársnesbraut 84. Kópavogi lést i Landspitalanum 20. september Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Páll Kristjánsson. t Maðurinn minn, JÓHANN HANNESSON, Norðurbrún 26, andaðist í Landspítalanum 71 september Astrid S. Hannesson. t Útför eiginmanns mins og föður. JOACHIM BRADLEY SORNING Ljósheimum 20. fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 23 september kl 1 3.30 Magnúsfna SigurSardóttir, Kim Brigit Sorning. t Alúðarþakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og virðmgu við andlat og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU TORFADÓTTUR, Hjallavegi 9. Sérstakar þakkir færum við stofusystrum. hjúkrunarkonum, læknum og öðru starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir frábær umönnun, Geir Róbert Jónsson, Kristján Vattnes Jónsson, Lovisa Helgadóttir, Torfhildur I. Jónsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson. barnaborn og barnabarnaböm. Sigríður Guðmunds- dóttir — Minning F. 25. október 1893. D. 14. september 1976. Hún fæddist í Arnkötludal f Strandasýslu, foreldrar hennar voru Guðbjörg Magnúsdóttir og Guðmundur Sæmundsson, sem þá bjuggu þar. Sigríður eða Sigga frænka eins og hún var alltaf köll- uð af öllum sfnum systkinabörn- um missti móður sína aðeins sex ára gömul. Var henni þá komið f fóstur til Jóhanns Jónssonar og Guðrúnar Guðmupdsdóttur, sem bjuggu á Kaldrananesi. Guðrún hafði áður verið gift móðurbróður Siggu, Árna Magnússyni. Ekki lifði hún í neinum vellyst- ingum eða dansi á rósum. Oft var þröngt í búi og ekki lék lífið við hana þó litið barn væri, niður- brotin af sorg eftir móðurmissinn og aðskilnaðinn við föður sinn, sem hún unni mjög, svo ekki sé minnst á hans harma, því fleiri af börnunum þurfti hann á láta frá sér. Af þessu getur maður skilið að sviðið hefur f sárin og þau greru aldrei til fulls. Eftir að Sigga náði fullorðinsaldri var hún vinnukona á ýmsum stöðum. Endastöð Siggu móðursystur minnar var Reykjavík, þar sem ég kynntist henni, er hún gekk á milli fólks og þvoði þvotta, oft við erfiðar aðstæður, stritandi langt fram á nætur. Báru hendur henn- ar þess glögg merki, að þær hefðu sjaldan náð að þorna. En mörgu góðu fólki kynntist hún einmitt í gegnum starfið, sem sýndi henni hlýju og vinskap og hélt tryggð við hana til æviloka. Þökk sé ykk- ur öllum vinum hennar, sem létt- uð henni lifsgönguna, sem oft á tfðum var sannarlega erfið. Eftir að Sigga hætti vinnu við Bróðir okkar BJÖRN HELGASON, frá Staðarhöfða, Innri-Akraneshrepp, andaðist i Borgarspítalanum 20 sept. Unnur Helgadóttri Kristin Helgadóttir Áslaug Helgadóttir + Móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, frá Svinárnesi, Látraströnd. sem lést að Hrafnistu laugardaginn 1 8 september, verður jarðsett frá Hriseyjarkirkju, föstudaginn 24 september kl 1.30 Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Ingibjörg Jóhannsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn CAMILLUS BJARNASON, verður jarðsungmn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. september kl 1.30 Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Astmafélagið Fyrir hönd aðstandenda. . _. Þuriour Bjarnason. + Þökkum innilega hluttekningu við fráfall og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR Á. BJÖRNSSONAR, Skúlagötu 52, Guðmunda Ágústsdóttir, Eyþór Guðmundsson, Þórdis Sigurðardóttir, Arinbjörn Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Asmundur Guðmundsson, Svava Guðmundsdóttir og barnabörn þvotta tók hún að starfa f Garna- stöðinni, er sfðar var lögð niður og stóð hún þá uppi atvinnulaus. Var það henni mikið áfall, því vinna vildi hún meðan heilsan entist, en oft er erfitt að fá starf við hæfi svo fullorðinnar konu. Ég þakka Siggu frænku þær ótal stundir, sem við áttum sam- an. Minnisstæðast er mér, þegar hún heimsótti mig í sveitina, þar sem ég bjó. Þar dvaldist hún hjá mér f hálfan mánuð til að sjá litlu nöfnu sína, þá þriggja ára. Ég sá hana aldrei glaðari en þá, bros- andi, sjaldnar hlæjandi, en aldrei felldi hún tár. Hún brynjaði sig hörku, jafnvel kulda, en ég fann og vissi að Guð hafði gefið henni gott og viðkvæmt hjarta. Hún var hreinlynd, trygg og trú og treysti Drottni fyrr og nú. Hún verður kvödd frá Hall- grímskirkju f dag, 22. september. Ég, systkini hennar, frændur, frænkur og nöfnurnar hennar biðja henni blessunar Guðs. Þökk- um henni samfylgdina og óskum henni góðrar heimkomu f það ríki, sem hún hafði svo óbilandi trú á. Ég vil enda á þessum orðum Einars Benediktssonar: Við leikum oss börnin viA lánið valt, en lútum þó dauðans veldi, þvf &ður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. Guðbjörg Óskarsdóttir. + Útför systur okkar SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Norðurbrún 1. fer fram frá Hallgrtmskirkju kl. 1 30 I dag Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hallgrimskirkju Guðrún Guðmundsdóttir Karl Guðmundsson + Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför konunnar minnar, KAPÍTÓLU SVEINSDÓTTUR, Seyðisfirði, Finnbogi Laxdal Sigurðsson ög aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.