Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 14
14 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976 Fjarkönnun: NÝLEGA skilaði svokölluð fjarkönnunarnefnd áliti sínu og tillög- um um skipun fjarkönnunar á íslandi. Það var í upphafi ársins 1975 að Rannsóknarráð ríkisins skipaði nefndina, en hún var skipuð alls 10 mönnum frá stofnunum þeim hérlendis sem helzt hafa not fyrir fjarkönnun vegna rannsókna. í nefndarálitinu kemur fram að verði skipuleg notkun fjarkönn- unargagna tekin upp hérlendis við rannsóknir og nauðsynlegri aðstöðu til úrvinnslu gagna komið upp, þá muni rannsóknar- möguleikar íslenzkra vísindamanna aukast verulega. Hægt verður að segja fyrir um hin ýmsu fyrirbæri á skjótari, nákvæmari og fullkomnari hátt en verið hefur. Núverandi notkun fjarkönnunar- gagna hérlendis er bæði óveruleg og óskipuleg, og það er eingöngu einstaka vísindamaður sem færir sér í nyt þessar upplýsingar. Nefndin leggur til að reist verði hérlendis stöð til að taka á móti merkjum frá veðurhnöttum, en leitað verðí samvinnu við Norð- menn og Kanadamenn um öflun gagna frá svonefndum LAND- SAT-gervíhnöttum, en þeir hnettir taka myndir sem hjálplegar eru við ýmiss konar rannsóknir á sjó og landi Þá leggur nefndin einnig til að athugað verði hvort ísland geti ekki átt aukaaðíld að Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Á vegum þeirrar stofnunar er unnið að svonefndri SPACELAB-áætlun, en þar er um að ræða mannaðar rannsóknaferðir út í geim sem aðallega munu beinast að þáttum innan stjörnufræði, eðlisfræði sólar, jarðeðlisfræði og haffræði Þar sem ein braut þessara rannsóknafara er áætluð yfir vesturhluta íslands þá kann svo að vera að einhverjar þessara ferða verði áhugaverðar fyrir ísland. ■■ 15° 10° 5° Þessi teikning sem gerð er eftir innrauðum myndum frá gervihnetti, sýnir legu hitaskilanna í yfirborði sjávar milli íslands og Færeyja 1 1. febrúar 1 976. Þessi mynd af Vatnajökli og nágrenni hans er tekin úr LANDSAT-gervihnetti. Hæðin er 920 km. Vegna litillar sólarhæðar má vel greina landslag á jöklinum. í íslenzkum rannsóknum framundan? HVAÐ ER FJARKÖNNUN? Með fjarkönnun er átt við könnun jarðaryfirborðs og lofthjúps frá loftför- um, einkum flugvélum eða gervihnött- um Könnunin er framkvæmd með Ijósmyndum eða mælingum á ýmsum tiðnisviðum rafsegulgeislunar, einkum hmum sýnilegu og innrauðu hlutum hennar, en einnig á örbylgjusviðinu Ems og er þá er fjarkönnun að ákveðnu marki háð skýjafari, loftraka, hitastigi og öðrum ytri þáttum umhverfisins, en þó fleygtr tækninni svo fram að nú er verið að gera tilraunir með gervihnetti og tækjabúnað sem geta starfað óháð þessum þáttum Stærð athugunarsvæða og greini- hæfni mælinga er yfirleitt háð fjarlægð loftfars frá jörðu Mælingar á yfirborði jarðar frá gervihnöttum ná yfir viðáttu- mikil svæði, en með mælingum frá flugvélum má auka greinihæfni eða nákvæmni á minni svæðum Banda riskir gervihnettir sem annast náttúru- fræðilegar og umhverfislegar mæling- ar (LANDSAT) á jarðarkringlunni hafa 80 m greiningarhæfni. og i undirbún- ingi eru hnettir sem hafa sama hlut verki að gegna og verða með 30 m greiningarhæfni Þetta þýðir að unnt er að greina á myndum hluti sem eru 30 m að stærð Talið er að í þjónustu heryfirvalda sumra landa séu hnettir sem hafi enn meiri greiningarhæfni. Segja má að markmið fjarkönnunar sé að afla viðtækari og ódýrari gagna en fært er á annan hátt um náttúrufar, náttúruauðlindir og umhverfi, bæði i lofti, á landi og á sjó Það hafa löngum verið teknar Ijós- myndir úr lofti vegna ýmissa rann- sókna, og hefur þeirri tækni fleygt jafnt og þétt fram, en þó mest á allra síðustu árum Hvað rannsóknir með aðstoð gervihnatta snertir, þá var það ekki fyrr en á árinu 195 7 að fyrsta gervihnettin- um var skotið á loft Ör tækniþróun hefur síðan leitt til þess að mörgum gervihnöttum hefur verið skotið á loft, og þeir notaðir i þágu ýmissa greina jarðvísinda Er nú svo komið að opnazt hafa áður óþekktir möguleikar til rann sókna í landafræði, íandmælingum, landbúnaði, skógrækt, jarðfræði, vatnafræði, jöklafræði, haffræði, fiski- fræði, mengun og náttúruvernd, svo að eitthvað sé nefnt NOT FJARKÖNNUNAR Gögn frá veðurhnöttum koma helzt að gagni við daglega veðurþjónustu, athuganir á hafis, athuganir á snjóalög- um og síðast en ekki sízt koma þau að miklu gagni við mælingar yfirborðshita sjávar, en þannig geta þau gefið veiga- miklar upplýsingar um hegðan hita- skila og straumhvirfla í hafinu. Gögn frá LANDSAT geta komið jarð- vísindum, umhverfisvísindum og sjávarvísindum að ákaflega miklu gagni, þar sem þau spara oft umfangs- miklar mælingar og með þeim má afla upplýsinga á talsvert skemmri tíma en með öðrum vettvangsrannsóknum Hér er þó sá galli á gjöf Njarðar að stöðvar á jörðu niðri sem taka við myndum frá LANDAST eru mjög fáar, og er því mikil eftirspurn eftir upplýs- ingum frá þeim Það hefur svo aftur gert það að verkum að mikil vand- kvæði eru á að fá LANDSAT-myndir af Islandi Sennilega verður samvinna við Norðmenn og Kanadamenn á þessu sviði, en verið er að reisa stöðvar til móttöku mynda frá LANDSAT- gervihnöttum í þessum löndum FJARKÖNNUNARGÖGN VIÐ ÍSLENZKAR AOSTÆÐUR_____________ Enn sem komið er hefur ongin stofn- un hérlendis tekið upp reglulega og samfellda notkun LANDSAT-gagna, sem gætu orðið mjög gagnleg við ýmser rannsóknir eins og að framan greinir. Þess ber þó að gæta að hin mikla skýjahula sem gjarnan er yfir landinu getur auðveldlega komið í veg fyrir að góðar myndir fáist af landinu, en þegar myndtækninni fleygir fram má búast við breytingum þar á Fjar- könnunarnefnd telur þó að íslendingar hafi ekki efni á að láta myndir af íslandi, frá gervihnöttum, fram hjá sér fara, jafnvel þó að þær verði ekki fullnýttar þá þegar og komi ekki að notum á öllum sviðum Við þærTrumathuganir, sem gerðar hafa verið á LANDSAT-myndum hér- lendis, hefur komið fram að: 1 Þegar um samfellda snjóhulu er að ræða má af LANDSAT-myndum greina jarðhitasvæði af þeirri snjóbráð, sem þar á sér stað 2. LANDSAT-myndir sýna vel út- breiðslu nýrra hrauna og ösku 3 Myndir teknar við lága sólarhæð sýna greinilega landslag á jöklum og efdfjallasvæðum. 4 Aur, sem jökulár bera til sjávar, sést vel á LANDSAT-myndum, og einn- ig dreifing hans við strendur Með samanburði mynda á einnig að vera unnt að fylgjast með strandlínubreyt- ingum. 5 LANDSAT-myndir gefa mikilvæg- ar upplýsingar um breytingar á flatar- máli jökla og um hreyfingu skriðjökla 6 LANDSAT-myndir geta væntalega komið að miklu gagni hérlendis við könnun á gróðri og við gróðurkorta- gerð Nú þegar hefur verið gert í Bandaríkjunum tölvukort af gróðri á takmörkuðu svæði á hálendi íslands með samanburði við gróðurkort Með framangreint : ‘ uga leggur fjar- könnunarnefndin ti) að áherzla verði lögð á tilraunir með notkun LANDSAT- gagna á eftirtöldum sviðum 1 Við gerð gróðurkorta og aðrar gróðurrannsóknir 2 Við endurskoðun landakorta, einkum með breytingar á strandlínum, útlinum jökla og farvegum fallvatna i huga 3 Við rannsóknir i jarðfræði og jöklafræði Nefndin leggur einnig til að áherzla verði lögð á eftirfarandi verkefni, þar sem gögn frá öðrum gervihnöttum en LANDSAT koma ekki siður við sögu: ... Könnun á snjóalögum Líklegt er að VHRR-myndir frá NOAA- veðurhnöttum komi að betrj notum á þessu sviði en LANDSAT, þar eð þær má fá daglega 2. Hafísrannsóknir. Einnig á þessu sviði er líklegt að VHRR-myndir verði mest notaðar. 3. Hafrannsóknir. Auk LANDSAT- gagna koma VHRR-myndir væntanlega að góðum notum við hafrannsóknir, þar eð á slikum myndum má t.d. greina legu hitaskila í sjónum. íslendingar geta áreiðanlega haft meiri not af LANDSAT-myndum en hér hefur komið fram. Sérstaklega á þetta þó við þegar greiningarhæfnin verður orðin meiri, en hún mun verða um 35 metrar með næsta hnetti, en núverandi greiningarhæfni er 80 m í þessu sarri bandi gæti Landhelgisgæzlan ef til vill notað gervihnattamyndir til að fylgjast með skipaferðum Á það rflaust eftir að spara mikið fé og mikið af dýrmæt- unrtima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.