Morgunblaðið - 25.09.1976, Side 1

Morgunblaðið - 25.09.1976, Side 1
32 SIÐUR OG LESBOK 222. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 25.SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stj órn Ródesíu féllst á meirihlutastjóm svartra Salisbury 24. september — Reuter. IAN Smith, forsætisráð- herra Rhödesfu, sagði í kvöld að stjðrn landsins hefði fallizt á bandarfskar og brezkar tillögur um að svarti meirihlutinn fengi völdin f landinu innan tveggja ára. Sagði hann f ræðu, sem útvarpað var og sjðnvarpað, að það hefði verið vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum, Bret- um og öðrum vestrænum þjððum, sem gengið hefði verið að kröfum um meiri- hlutastjórn. Ein af hreyfingum blökkumanna f landinu, annar armur Afrfska þjóð- arráðsins, en leiðtogi hans er Joshua Nkomo, hefur lýst yfir að hann geti fall- izt á tillögurnar. Ian Smith, sem hefur verið leið- togi hvlta minnihtutans I Ródesfu siðan landið sagði sig úr tengslum við brezku stjórnina fyrir 11 ár- um, sagði að fallizt hefði verið á tillögurnar sem Henry Kissinger, utanrlkisráðherra Bandaríkj- anna, færði honum, með tveimur skilyrðum. 1. að alþjóðlegu viðskiptabanni á Ródesfu yrði hætt. 2. að öll starfsemi skæruliða gegn rlkisstjórninni hætti. Sagði Smith að Kissinger hefði sannfært sig um að gengið yrði að þessum skilyrðum. Smith sagði að stjórn sln ætlaði að hitta leiðtoga Afríkumanna I landinu eins fljótt og auðið yrði til að ræða myndun bráðabirgða- stjórnar, sem á að stýra landinu, þar til öll völd hafa verið fengin I hendur sex milljónum svartra fbúa landsins. Hvftir fbúar eru 270.000. Ræða Smiths f kvöld var há- punktur tveggja vikna dipló- matískra athafna Kissingers og svartra og hvítra leiðtoga Afrfku. Smith fór til Pretóríu, höfuðborg- ar Suður-Afrfku á sunnudag til að ræða tillögurnar um meirihluta- stjórn við Kissinger og forsætis- ráðherra Suður Afrfku, John Vorster. Sagði Smith I ræðu sinni f kvöld, að „tillögurnar, sem við fengum f Pretórfu, fólu ekki f sér það sem I okkar hugum hefði ver- ið bezta lausn Ródesfuvandans. En þvf miður fengu hugmyndir okkar ekki hljómgrunn, þó að við hefðum fengið fram nokkrar breytingar á þeim. Stjórnir Bandarfkjanna og Bretlands ásamt öðrum vestrænum rfkjum hafa ákveðið hvernig þær vilja leysa Ródesfumálið og þær hafa ákveðið að framfylgja ákvörðun sinni.“ Sfðan Smith og stjórn hans brutust undan yfirráðum Bret- lands 11. nóvember 1965, eftir deilur um meirihlutastjórn f land- inu, hafa Bretar gert þrjár alvar- legar tilraunir til að finna lausn á Ródesfuvandamálinu. Allar hafa þær misheppnazt. Fyrir fjórum AP-sImamynd SJÓNVARPSRÆÐAN — Ian Smith, forsætisráðherra Ródesfu, flytur ræðu sfna f gærkvöldi þar sem hann lýsir fyrir þjðð sinni þeirri áætlun sem hann og stjórn hans hafa fallizt á um valdatöku svarta meirihlutans f landinu. árum hófu skæruliðasveitir þjóð- ernissinna baráttu sína gegn hvftu stjórninni. Segja yfirvöld I Ródesfu að á þessum fiórum árum hafi 1.600 skæruliðar fallið en 160 hermenn Salisburystjórnarinnar. Smith, sem er 57 ára gamall, sagði f ræðu sinni að hann hefði sent skilaboð til Kissingers, þar sem hann samþykkti tillögur hans Framhald á bls. 18 Svíþjóð: FAGNAÐ — Svartir og hvítir íbúar I Salisbury fagna tilkynningu Ians Smith um að hann fallist á tillögur Henry Kissingers um meirihlutastjórn í landinu. AP símamynd Óvíst um þriggja flokka ríkisstjórn Hearst fékk 7 ára fangelsi San Fransisco 24. september — Reuter Dagblaðaerfinginn Patricia Hearst var f dag dæmd f sjö ára fangelsi fyrir þátttöku f vopnuðu bankaráni. En hún mun fá það eina ár sem hún hefur verið f haldi til frádráttar hegningunni. Dómarinn William Orrick kvað upp þann úrskurð að Hearst, sem er 22 ára fengi sjö ára fangelsi fyrir vopnað bankarán og tveggja ára fangelsi fyrir að hafa notað vopn í afbrotaskyni. Seinni dómurinn mun ekki lengja fangelsisvist hennar sem verður því sjö ár. Engar svipbreytingar sáust á Hearst þegar dómarnir voru lesnir yfir henni. Samkvæmt alrfkislögum á hún möguleika á náðun þegar hún hefur Framhald á bls. 14 Danir verða að minnka fiskveiðar BrUssel 24. september — NTB HÆTT er við að Danir lendi f erfiðri aðstöðu þegar ráðherrar Efnahagsbandalagsins hittast f Luxemborg 18. október nk. til að taka ákvörðun um sameiginlega stefnu f fiskveiðimálum, sem mun m.a. fela f sér útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur. Er búizt við að lagt verði hart að dönsku stjórninni að draga úr fiskveiðum f Norðursjó. Vestur- Þjóðverjar, Bretar, Hollendingar og Frakkar álfta að Danir gangi of nærri fiskstofnunum og setji allt of mikið af neyzluhæfum fiski f bræðslu. Það var með herkjum að Danir gátu komið f veg fyrir að stjórnar- Vopnahlé Beirut 24. september — Reuter PALESTlNSKIR skæruliðar sögðu í kvöld, að þeir virtu ein- hliða vopnahléið, sem lofað var af skæruliðaleiðtoganum Yassar Arafat. Otvarpsstöðin Rödd Pale- stfnu tilkynnti, að Palestfnumenn virtu vopnahléið ' og styddu tilraunir Sarkis forseta til að friða landið. nefnd EBE tæki beina afstöðu til veiða þeirra á bræðslufiski f til- Framhald á bls. 14 Stokkhólmi 24. september — NTB ÞAÐ er ekki öruggt að mynduð verði f Svfþjóð borgarastjórn þriggja flokka, Miðflokksins, Þjóðarflokksins og Hægfara einingarflokksins, að þvf er orð- rómur er um meðal stjórnmála- manna f Stokkhólmi. Er ekki talið útilokað að mynd- uð verði stjórn Miðflokksíns eins, eða þá að hann hafi Þjóðarflokk- inn með sér f stjórn. Þær umræð- ur sem farið hafa fram sfðan á mánudag hafa aðallega miðað að þvf að finna málefnagrundvöll fyrir nýja rfkisstjórn. Skipting ráðherrasæta verður ekki til umræðu fyrr en eftir að þing kemur saman þann 4. októ- ber. Viðræðurnar hafa aðallega verið á milli Thorbjörns Falldin formanns Miðsflokksins og Per Ahlmarks, formanns Þjóðar- flokksins, en Gösta Bohman, for- maður Hægfara einingar- flokksins, mun hafa tekið minni þátt f þeim. Brezka stjómin sættir sig ekki við 12 mílur London 24. september — AP BREZKA stjórnin hefur ekki f hyggju að fallast á tillögur Efnahagsbandalags Evrópu um að einkafiskveiðilögsaga aðildarlandanna verði tak- mörkuð við 12 mflur, sagði Bruce Millan, Skotlandsmála- ráðherra f dag. „Við álftum að fiskveiðar séu Iffsnauðsynlegar Skotum og við ætlum að verja hagsmuni þeirra," sagði hann á ráðstefnu í Aberdeen. Samkvæmt tillögum stjórnar- nefndar EBE, sem birtar voru í gær, eru aðildarlöndin hvött til að færa fiskveiðilögsögu sína út f 200 mflur 1. janúar næst kom- andi. Bretar og Irar höfðu kraf- izt þess að innan þessara 200 mflna yrði 50 mflna einkafisk- veiðilögsaga, sem ekki væri op- in öðrum EBE-löndum. Hafa talsmenn fiskiðnaðar og sjó- manna f Bretlandi lýst mikilli óánægju sinni yfir þvf að tillög- ur stjórnarnefndarinnar gera aðeins ráð fyrir 12 mflna einka- lögsögu. Sagði utanrikisráðu- neytið f London f gær að 12 mflur fullnægðu ekki þörfum Breta og þvf væri ekki hægt að fallast á tillögurnar. Millan endurtók það sem sagði f tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins og sagði „til- lögurnar fullnægja engan veg- inn þörfum Breta og sérstak- lega Skota. Við höfum þvf engar fyrírætlanir um að sam- þykkja þær". Bretinn George Thomson, æðsti embættismaður EBE, sem fer með byggðamál, greiddi atkvæði f stjórnar- nefndinni gegn tillögum henn- ar og skýrði hann frá því i Manchester í dag að hann hefði gert svo vegna þess að hann Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.