Morgunblaðið - 25.09.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.09.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 Svona hlutir Skrýtinn skuggi á Maðkatjörninni. gera Stvkkishólni að sjarmerandi bæ... Stykkishólmi stefnir frá straumajórinn þungi, um hann veltist byigjan blá bylti honum veðra drungi. Ránardætur rfði á slig rasta hestinn búna, hvftfaldaðar svelgi f sig sökkvi haukur húna. Þannig kvað Þormóður skáldi og galdrakarl sem hann horfði á eftir skipi leggja úr höfn i Hólminum árið 1711. Það skipti engum togum, að skipið fórst og með þvi öll áhöfnin utan einn, enda var sá góðvinur krafta- skáldsins. Nú búa ekki lengur rammgöld- rótt skáid í Stykkishólmi og skip- in sigla heil í höfn, hlaðin hörpu- diski úr Breiðafirðinum. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði á dögunum var þar bjart af sólu og stilla, Súgandisey speglaðist í sléttum sjónum, í fjöruborðinu var fugl í ætisleit og útlendingur skrifaði í reisubók á bakkanum. Það var áliðið dags og flestir bátarnir komnir inn, á torginu stóðu konur í hópum með innkaupatöskur og krakka að leik í kring um sig. „I Stykkishólmi er viðsýnt og fögur og breiðfirzk útsýn, eyjar og varphólmar hið næsta, en fjöll allt í fjarska, Barðastrandarfjöll í norðri lengst út til hafs, Klofning- ur, Fellströnd og Dalafjöll i aust- ur, og Hvammsfjarðareyjar, þar sem Dímunarklakkar gnæfa yfir allar hinar lægri. I suðri eru Snæ- fellsnesfjöll, og eru Ljósufjöll langmest, upp af Áiftafirði. Til útsuðurs er Bjarnarhafnarfjall, einstakt, rósamt og höfugt, og skýlir öllu héraðinu frá vestri. Þar á bak við eru fjöllin J Eyrar- sveit, yzt Eyrarhyrna. Beint i vestur hillir eyjarnar uppi við opið haf. En æður og blikar synda með löndum, á hinum dúnmjúku lognöldum Breiðafjarðar.“ I Stykkishólmi búa nú um 1200 manns. Hörpudiskur, veiðar og vinnsla hans er stærsta atvinnu- greinin. En iðnaður af ýmsu tagi fér þar vaxandi að sögn sveitar- stjórans, Sturlu Böðvarssonar. Á Stykkishólmi eru tvær trésmiðj- ur, ösp og Trésmiðja Stykkis- hólms, sem til samans hafa um 70 manns í vinnu. Þar er einnig skipasmiöastöðin Skipavík, rækjuvinnslan Rækjunes og salt- fiskverkunin Þórsnes. Frá Stykkishólmi eru gerðir út 12 bát- ar. Þar er barna- og gagnfræða- skóli, iðnskóli og sumargæzla barna, sem hreppurinn rekur. Þar er kaþólskt nunnuklaustur, sem rekur spitalann, prentsmiðju og barnaheimili. Og „Stykkis- hólmur er hefðarbær mikill, og hafa þar haldizt lengur en víðast hvar annars staðar höfðinglegir hættir á forna vísu I umgengni manna og kurteisi allri," segir i Árbók Ferðafélagsins frá 1932. VIÐ HÖFNINA Fyrsti maðurinn, sem ég hitti I Stykkishólmi var útlendingur. Hann hafði hengt fötin sín til þerris í sólinni og setzt við skriftir á grjótvegg, sagðist vera að gera ferðalýsingu. „Við erum tveir saman frá Þýzkalandi, og höfum ekið vítt og breytt um Island í heilan mánuð. Stykkishólmur er fyrsta þorpið, sem við komum í þar sem fólkið stendur úti á götu og ræðir málin. Kannski er það vegna þess að nú er svo gott veð- Litla stelpan ur. Það er tvennt, sent okkur finnst siæmt við ianúið, hvað aiU kostar mikið og hve litið virðist vera um félagslíf, mannleg sam- skipti. Fólk virðist aðeins koma saman á böllum og þá er það svo drukkið, að það getur varla talað saman af nokkru viti. Hvernig stendur á þessu?" Otlendingurinn hristi höfuðið og vildi engu trúa um hið gagn- stæða og hélt áfram að skrifa. Síðasti báturinn skreið upp að hafnargarðinum. Risastór vöru- bill beið hans og hörpudisksins á sporðinum, en efst á bryggjunni stóð kona með marglita skuplu og barnavagn og virtist lika biða. Þegar báturinn lagðist upp að, stóð hún þó kyrr og horfði á meðan skipað var upp, eins og hún væri bara að forvitnast um ókunnuga og óviðkomandi. Bátur- inn hét Gisli Gunnarsson. — Átt þú mann á þessum bát? spurði ég konuna. ,Já.“ Hún bætti við: „Hann heitir Sverrir." Voru þau úr Hólmin- um? Nei, bæði úr Reykjavík. „Við vorum lengi I útlöndum. Eigin- lega kom ég hingað til að eiga barnið mitt, hérna hjá nunnun- um. Það var gott að vera hjá þeim.“ Konan heitir María. Hún stóð allan tímann, sem þeir voru að skipa upp og horfði á, án þess að fara nær eða yrða á manninn sinn. Skipstjórinn á Gisla Gunnars- syni heitir Eggert. „Hann er fræg- ur rnaður", sagði María. „Hann fer með útlendinga í skoðunar- ferðir og á sjóstangaveiðar og það hafa komið við hann viðtöl erlendis." Hörpudiskurinn var í tunnum. Þeir hífðu tunnurnar upp á vöru- bílinn og sturtuðu úr þeim í sér- staka kassa frá frystihúsinu. Þeir fara út um kl. 5 eða 6 á morgnana og eru að tínast inn eftir hádegið og fram eftir deginum. Hörpu- diskurinn er veiddur með plóg, sem er dreginn eftir botninum og það kemur ýmislegt annað en skel í pióginn, sem þarf þá að vinsa úr. „Þetta er erfiðisvinna," bætti María við, „Hann er oft ósköp Þreyttur." r A ÍTÖLSKUM TOGARA Ég kvaddi þessa hóglátu konu og lagði leiðina upp brattann, upp á eina af þeim sjö hæðum, sem Stykkishólmur ku vera byggður á. Það var búið að loka búðunum og konurnar voru farnar heim með krakkana. Skuggarnir voru langir og hlýlegir. I garði við götuna var kona að taka upp kartöflur. Hún heitir Ragnheiður Hansen. „Já, þakka þér fyrir, uppskeran litur vel út,“ sagði hún. „Nei, ég Ragnheiður. Jón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.