Morgunblaðið - 25.09.1976, Page 21

Morgunblaðið - 25.09.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 21 | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar smáauglýsingar 3,5 — 4,5 tonna trillubát. Vinsamlega hringið í síma 93—1510 eftir kl. 8 á kvöldin. Kennsla Námskeið i grófu og finu myndflosi. Úrval af myndum. Ellen Kristvins, simi 81747 — 84336. Ford G—X—L '76 4ra dyra glæsilegur bíll til sölu, mætti borgast með 2 — 5 ára skuldabréfi. Skipti á ódýrari bil koma til greina. S—36081 — 19032. Munið sérverzlunina ”með ódýran fatnað. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82, sérverzlun, simi 31 330. Bang & Olufsen hljómflutningstæki, mjög vel með farin 1 árs, Beomaster 2000 og Beogram 3000 til sölu. Simi 1 8558. Reglusöm stúlka óskar eftir góðri atvinnu. Bezt væri að geta byrjað strax. Er vön afgreiðslustörfum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. okt. merkt: „reglusöm—2886”. Eldri kona óskar eftir 1 —2 herb. ibúð strax. Uppl. í sima 23528. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fund 27.sept, að Baldursgötu 9 kl. 20:30. Hrafnhildur Halldórsdóttir húsmæðrakennari sýnir grænmetisrétti og leiðbeinir með frystingu grænmetis. Allir velkomnir. Stjórnin Hjálpræðisherinn Laugardagaskóli í Hóla- brekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag. Kl. 11.00 helgunarsam- koma. Kl. 1 4.00 sunnudagaskóli. Kl. 16.00 útisamkoma. Kl. 20.30. hjálpræðissam- koma. Allir velkomnir. Laugardagaskólinn i Hólabrekkuskóla Laugardagaskóli Hjálpræðis- hersins er kl. 2.00 í dag. Hólabrekkuskóla. Öll börn velkomin. SIMAR. 11798 og 19533. Laugardagur 25.sept. kl. 13.00 Fjöruganga við Hvalfjörð: Hugað að steinum, (bagga- lútum- holufyllingum-seolítum) og lifi í fjörunni. Leiðsögumaður Ari T. Guðmundsson, Jarð- fræðingur. Verð kl. 1000. gr.v/bílinn. Sunnudagur 26.sept. kl. 13.00 Helgadalur- Grímmannsfell-Seljadalur. Létt ganga. Fararstjóri: Finn- ur Fróðason. Verð kr. 800. gr.v/bilinn. Lagt af stað í báðar ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni (að austanverðu. Ferðafélag íslands. Fíladelfía Sunnudagaskólar Filadelfiu að Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8, Hafn. byrja á morgun kl. 10.30 f.h. Öll börn velkom- in. Svanur Magnússon, Hín- rik Þorsteinsson. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6 a á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. Kristinboðssambandið Samkoma í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg annað kvöld kl. 20:30. Fagnaðar- samkoma vegna heimkomu kristinboðahjónanna Kjell- rúnar og Skúla Svavarssonar. Tekið verður á móti gjöfum til krisinboðsins. Allir velkomnir. K.F.U.M. Fagnaðarsamkoma fyrir kristinboðana Kjell Run og Skúla Svavarsson verður í húsi félagsins við Amtmanns- stíg 2 b, sunnudagskvöld kl 8.30. Tekið verður á móti gjöfum til kristinboðsins. Allir velkomnir. Knattspyrnudeild Vík- ings Innanhússæfingar í Réttar- holtsskóla Laugard. kl. 1 3 — 14.40, 4 flokkur. kl. 14.40 — 16.20. 3. flokkur. Sunnud. kl. 13 — 14.30, 5. flokkur A og B kl. 14.30, 5. flokkur C kl. 16.00 — 17.25 meistara og I. flokkur kl. 1 7.25 — 18.50 a. flokk- UTIVISTARFERÐIR Útivistarferðir Laugard. 25.9.kl.13 Heiomörk.gengið um i haustlitaskrúði merkurinnar í fylgd með Gísla Sigurðssyni. Verð 600 kr. Sunnud.26.9.kl.13. Kræklingafjara við Hvai fjörð og/eða göngur um Brynjudal og Múla fjall. Kræklingur steiktur á staðnum. Fararstj. Magna Ólafsdóttir, Einar Þ. Guðjohnsen og Gísli Sigurðs- son. Verð 1200 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá B.S.Í. vestanverðu. Útivist raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur á 33. þing Alþýðusambands íslands, sem hefst 29. nóvember n.k. Kjörnir verða 35 fulltrúar og jafn margir til vara. Framboðslistar þurfa að hafa borist kjör- stjórn á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Hagamel 4, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 27. september n.k. Kjörstjórnin. Trúnaðarmannaráð Trésmiðafélags Reykjávíkur hefur ákveðið að víðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör aðal- og varafulltrúa á 33. þing A.S.(. Tillögum um 7 aðalfulltrúa og jafnmarga til vara skulu sendar skrífstofu félagsíns í síðasta lagi fyrir kl. 18 mánudaginn 27. þm. Hverri tillögu skulu fylgja stuðningsmannayfirlýsing a.m.k. 80 full- gildra félagsmanna. Trúnaðarmannaráð Trésmiðafélags Reykjavíkur. Auglýsing frá Landbúnaðarráðuneytinu. Þar sem hætta er talin á, að sóttnæmi geti borizt með reiðtygjum, sem notuð hafa verið erlendis, er hér með, skv. heimild í 3. gr. laga nr. 1 1 /1928, lagt bann við [ innflutningi á hvers konar búnaði, sem notaður hefur verið á hesta erlendis. i Reykjavík, 23. september 1976. i Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra hefst í dag kl. 2 að Hallveigarstöðum. | Glæsilegt úrval af nýjum fatnaði og notuðum, listmunir, leikföng, lukkupakk- ar, matvara, borðsilfur, barnastólar, hús- gögn, barnavagn o.m.fl. Happdrætti með glæsile.gum vinningum. Allur ágóði rennur í húsbyggingasjóð FEF A/ Nefndin. óskast keypt | Óska eftir prjónavél af grófleika 2—4. Tilboð merkt „Prjóna- vél. 21 67", sendist Mbl. Frjóvgun loðnuhrogna eftir dælingu AÐ undanförnu hefur, hér i Morgunblaðinu, verið nokkuð ritað um þann möguleika að loðnuhrogn frjóvgist, sem fara útbyrðis með dæluvatni, er fer um skiljara loðnuskipanna. Mér finnst vonum seinna að tekið er til að ræða þetta merki- lega mál, á opinberum vett- vangi, og jafnframt mjög ánægjulegt hversu skrif þessi hafa vakið mikla athygli. Allt frá þvl að farið var að nota dælur til að dæla loðnu úr nót, hafa sjómenn séð að gífur- legt magn hrogna kreistist úr loðnunni, og fer fyrir borð, með dæluvatninu. Jafnlengi hafa þeir velt því fyrir sér hvort hrogn þessi muni ekki frjóvgast og af verði seiði, sem komist á legg, og ennfremur hvort þarna sé ekki komin ein skýringin á því, að þrátt fyrir verulegan ágang veiðiskipa, virðist loðnu- stofninn styrkjast hin siðustu ár. A vertiðinni 1974 hélt ég uppi dálitlu starfi I Vestmannaeyj- um fyrir Loðnunefnd. Starfsins vegna hafði ég nokkur sam- skipti við marga skipstjóra loðnuskipa og þá bárust þessi mál oft og iðlulega í tal. Segja má að það hafi verið samdóma álit skipstjóranna að máli þessu væri allt of lítill gaumur gef- inn. Einn þeirra, Guðjón Páls- son á Gullbergi VE, sagði mér að hann hefði tekið afrennslis- sjó, frá skiljara, i föru, og að skömmum tima liðnum hafi orðið ljóst að meginn hluti hrognanna hafði frjóvgast. Þeg- ar ég skoðaði þetta voru mörg hundruð sprækra 'seiða I föt- unni. Þessa vertið, 1974, starfaði i Eyjum Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur, að rannsóknum á hrygningu nytjafiska, einkum þorskfiska. Af sérstökum ástæðum lágu leiðir okkar Eyj- ólfs saman og spurði ég hann þá hvert álit hann hefði á þvi að möguleiki væri á því að loðnu- hrogn, sem þrýstust úr loðnu við dælingu og flytu með dælu- vatninu fyrir borð, næðu til að frjóvgast og klekjast út. Eyjólf- ur sagði að um þetta gæti hann ekki dæmt þar sem engar rann- sóknir hefðu farið fram á þessu atriði. Hins vegar sagði hann að mjög liklegayrði erfitt að vinna hrogn, sem hirt væru um borð i skipunum. Tveimur mánuðum eftir að við áttum þetta tal sam- an, birtist i blaðinu Dagskrá, sem gefið er út í Eyjum, litil em mjög merkileg grein eftir Eyj- ólf, sem ber yfirskriftina „Loðnuhrogn frjóvgast í dæl- ingu“. Þar segir Eyjólfur: „Menn hafa velt nokkuð fyrir sér hvort hrogn, sem kreistast úr loðnu við dælingu úr nót, frjóvgist og hafi einhvern möguleika á því að klekjast út. Þegar þau lenda aftur I sjónum. Til að sannreyna, hvað gerist við dælinguna, var um daginn tekin prufa af afrennslissjó úr dælunni á m/s Gunnari Jóns- syni, þegar hann var að veiðum skammt frá Vestmannaeyjum. Við athugun á hrognunum kom I ljós, að yfir 90% af þeim voru frjóvguð og höfðu þroskast eðli- lega frá þvi þau voru tekin úr dælunni, þrátt fyrir að það hafði ekki verið skipt um sjó á þeim i þrjá sólarhringa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að frjóvgun á sér stað við dæl- ingu loðnu úr nót. Eggin lenda með frárennslisvatninu I sjóinn og sökkva til botnsog limast við botninn. Lendi þau á heppileg- um botni á ekkert að verða þvi til fyrirstöðu að þau klekist eðlilega út.“ Ennfremur segir Eyjólfur í þessari á£ætu grein,: (og bið ég þá serstaklega, sem hvetja til þess að útgerðin stofni til veru- legs kostnaðar til að hægt verði að hirða loðnuhrogn um borð í skipunum, að lesa þetta með athygli.) „Þó nokkurt magn af hrognum mun fara í sjóinn með frárennslinu frá dælunum og hafa menn því eðlilega velt því fyrir sér, hvort ekki sé hægt að hirða þau. Guðmundur RE gerði fyrir nokkru tilraun með að hirða hrognin og kom með þau hingað til Vestmannaeyja, og þá reyndust þau vera límd í einn kökk og eins og gúmmiaf- steypa af pokunum, sem þau voru I og ómögulegt að leysa þau í sundur. Lendi fullþroskað og lifandi loðnuhrogn í sjó, burtséð frá þvi hvort það frjóvgast, verður það þegar I stað limkennt og helst iimeigin- leikinn í 1 til 2 tima. Óþroskuð og dauð egg hafa ekki þennan eiginleika og því hefur ekki verið neinum vand- kvæðum háð að hirða eggin við löndun, þegar það langt er liðið frá þvi, að loðnan er veidd, að eggin eru öll dauð. Mér er tjáð að komið hafi fyrir, að eggin rynnu i kekki við löndun, og er það án efa af þvi að loðnan er nýveidd og það fersk ennþá að eggin eru ekki öll dauð.“ Ef það mikla magn hrogna, sem kreistist úr loðnunni við dælingu hennar úr nótunum nær til að frjóvgast og klekjast út, er hér á ferðinni svo stórt mál að ekki kemur til mála að leyfa hirðingu hrogna um borð I skipunum, fyrr en nákvæm rannsókn á þessu hefur farið fram, og þá því aðeins leyft, ef niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að þrátt fyrir að hrognin frjóvgist hafi það ekki áhrif til styrkingar loðnustofninum, og ennfremur hvort hægt er að vinna hrogn, sem hirt eru um borð í skipunum. Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri (Jtvegsmannafélags Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.