Morgunblaðið - 16.10.1976, Page 1
32 SIÐUR OG LESBOK
240. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR 16. OKTÓRER 1976
Prentsmidja Morgunblaðsins.
Norðmenn semja við Rússa um fiskveiðar:
Viðurkenning á 200
mílum segir Evensen
Moskvu, 15. október. AP. NTB.
NORÐMENN og Sovétmenn
undirrituðu i dag samning um
fiskveiðar, þar sem f reynd er
viðurkenndur réttur hvors lands
til að flytja fiskveiðilögsögu sfna
f 200 sjómflur. Samningurinn,
sem er sá fyrsti, sem Sovétrfkin
gera um takmarkanir á fiskveið-
um innan efnahagsfögsögu við
önnar rfki, var undirritaður af
Alexander Ishkov, sjávarútvegs-
ráðherra Sovétrfkjanna og Jens
Evensens, hafréttarráðherra Nor-
egs, eftir meir en eins árs samn-
ingaviðræður.
Ekki náðist samkomulag um
annað mikilvægt mál, sem er
skipting landgrunnsins í Barents-
hafi. Samþykktu ríkin að halda
áfram viðræðum um það mál, en
mikilvægi þess hefur aukist eftir
að leit hófst þar að olíu og gasi.
1 texta samkomulagsins er ekki
beint talað um viðurkenningu á
efnahagslögsögum. Norðmenn
hafa ákveðið að færa út í 200
mílur 1. janúar, en Sovétmenn
ætla að bíða eftir niðurstöðum
hafréttarráðstefnunnar á næsta
Friðar-
verðlaun
ekki veitt
Ósló, 15. október NTB.
NÓBELSNEFND norska Stór-
þingsins ákvað f dag að veita
engin friðarverðlaun f ár. Að
þessu sinni komu 50 menn til
greina við veitingu verðlaun-
anna, þar af margir sem
stungið hefur verið upp á
áður.
Meðal þeirra sem stungið
var upp á að þessu sinni voru
Luis Echevarria Mexfkófor-
seti, kaþóiska nunnan móðir
Teresa f Kalkútta og Urho
Kekkonen Finnlandsforseti.
Eínnig var lagt til að skáta-
hreyfingin fengi verðlaunin.
Tfu sinnum áður hefur verið
ákveðið að fresta veitingu
friðarverðlauna til næsta árs,
sfðast árið 1972.
ári áður en þeir aðhafast nokkuð.
En í 9. grein samkomulagsins
stendur að hvor aðili skuli heim-
ila hinum að veiða á sínum mið-
um frá 12 mflna mörkum að 200
mílna mörkum.
Nefnd Norðmanna og Sovét-
manna mun hittast í næsta mán-
uði til að ákveða veiðikvóta. 1 mai
gerðu stjórnir Kanada og Sovét-
rfkjanna samning þar sem Kana-
damönnum er heimilt að tak-
marka veiðar sovézkra skipa inn-
an væntanlegrar 200 mflna fisk-
veiðilögsögu Kanada. Samkomu-
lagið við Norðmenn nær aftur á
móti yfir veiðar.beggja þjóðanna.
Jens Evensen sagði á blaða-
mannafundi í Moskvu að samn-
ingurinn væri í raun viðurkenn-
ing á 200 mílna lögsögu og lýsti
hann sig mjög ánægðan með
hann. Sagði hann samninginn
auðvelda lausn annarra vanda-
máia.
Ishkov leiddi hjá sér spurning-
ar blaðamanna um hvort samn-
Framhald á bls. 18
Carter
Stórsókn
Beirút 15. október
— Reuter.
SÝRLENSKIR skriðdrekar og
stórskotalið börðust af hörku f
dag við Palestfnuskæruliða f
fjallahéraðinu Bhamdoun og
tveim öðrum vfgstöðvum. Virðist
borgarastrfðið, sem nú hefur stað-
ið f 18 mánuði, vera f hámarki.
Palestfnumenn og bandamenn
þeirra búast við sýrlenskri sókn
um allt land f þvf skyni að binda
snöggan endi á stríðið.
Sýrlendingar skutu með fall-
byssum á hafnarborgina Sidon
eftir hádegið og hröktu flutninga-
skip út úr höfninni. Þeir hófu
einnig öflugt umsátur um vestan-
verða Beirút, sem vinstrimenn
hafa á valdi sfnu.
Sýrlendingar skutu einnig eld-
flaugum og sprengjum inn í
flóttamannabúðir Palestínu-
Framhald á bls. 18
Simamynd AP
BÓLUSETNING. Ford Bandaríkjaforseti lætur bólusetja sig gegn svinainn-
flúensu á fimmtudaginn.
Forysta
Carters
eykst
Washington, 15. október.
Reuter.
JIMMY Carter, forsetaframbjóð-
andi demókrata, dró fjölskyldu
sína inn f kosningabaráttuna f
dag þegar hann sagðist mundu
nota fjölskyldumeðlimi sem sér-
staka sendiherra ef hann nær
kosningu f næsta mánuði. 1 við-
tali við Los Angeles Times sagði
hann að hann myndi ekki hika við
að senda konu sfna Rosalynn til
„Mexikó eða Suður-
Amerfkulanda eða til svæða f
Afrfku þar sem væru vandræði."
Carter sagði að tilgangurinn
með því að senda fjölskyldumeð-
Framhald á bls. 18
Sendiráðs-
menn rekn-
ir úr landi
Kaupmannahöfn, 15. október. Reuter.
Danir ásökuðu f dag norðurkór-
eanska diplómata f Kaupmanna-
höfn um að hafa selt mikið magn
af eiturlyfjum og hefur danska
stjórnin farið fram á að sendi-
herrann og þrfr starfsmanna hans
verði sendir heim.
Danska stjórnin sagði í kvöld að
diplómatarnir hefðu gerst sekir
um athæfi, sem bryti i bága við
dönsk lög. Hefði hún því beðið
stjórn Norður-Kóreu að kalla
heim sendiherra sinn, Kim Hong
Chul, og þrjá aðra diplómata fyrir
næsta fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar er samband á milli að-
gerða stjórnarinnar og handtöku
sex manna, sem grunaðir eru um
að hafa smygiað 147 kílógrömm-
um af hassi með sendiráðspósti til
Framhald á bls. 18
Ekkja Maos reyndi að
fá herinn í lið með sér
Belgrad, 15. október.
Reuter.
EKKJA Maos Tse-tung formanns,
Chiang Ching, og þrfr aðrir úr
hópi róttækra f Kfna, sem nú eru f
fangelsi, reyndu að fá yfirmann
herdeildarinnar f Peking f fið
með sér til að fremja valdarán, en
hann kom upp um þau, að þvf er
fregnir hermdu hér f dag. Opin-
bera júgóslavneska fréttastofan
Tanjug, bar f fréttum frá Peking
áreiðanlegar heimildir fyrir þvf
að hún hefði árangurslaust reynt
að fá hjálp leiðtoga flotans.
Afþakka fé
í flokkssjóði
Stokkhólmi. 15. október NTB.
ÍHALDSFLOKKURINN f Svf-
þjóð, Hægfara einingarflokkur-
inn, mun ekki taka við framlög-
um frá sænskum atvinnufyrir-
tækjum frá og með næsta ári að
þvf er aðalritari flokksins, Lars
Tobiasson, skýrði íTá f dag.
Foringi flokksóls, Gösta Boh-
man efnahagsráðherra, hafði áð-
ur boðað þessa ákvörðun og sagt
að viss umþóttunartimi væri
nauðsynlegur til að gera flokkn-
um kleift að afla nýrra tekna í
stað þeirra fjögurra milljóna
sænskra króna sem flokkurinn
fengi á hverju ári.
Þingið hefur farið fram á að
allir stjórnmálaflokkar geri grein
Framhald á bls. 18
Gösta Bohman
Tanjug sagði einnig að ekkjan
hefði verið virkust fjórmenning-
anna og að hún hefði gert áætlun
um valdarán á meðan Mao lifði.
Sagði fréttastofan að fjórmenn-
ingarnir hefðu verið þeir einu,
sem lögðust gegn því að Hua Kuo-
feng yrði flokksformaður eftir lát
Maos. Gerðu þau tillögu um Wang
Hung-wen varaformann sem for-
mann að sögn Tanjug.
Sagði i fréttinni frá Peking að
Chiang Ching hefði sagt að Hua
væri „óhæfur til að leiða flokk-
inn“. Svaraði Hua þessu með þvi
að segja að hann „skorti ekki
hæfni" og að „hann vissi hvernig
ætti að leysa vandamálin".
Tanjug segir Hua hafa það
einnig eftir Mao að hann myndi
„sofna rólegur út af ef Hua Kuo-
feng héldi áfram að starfa sem
formaður miðstjórnar flokksins",
sagði Tanjug.
Fréttastofan sagði að engin
niðurstaða hefði fengist á fundin-
Framhald á bls. 18