Morgunblaðið - 16.10.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.10.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Brúðuleik- hús í Kjar- valsstöðum SÚ NYBREYTNI.verður á i Kjar- valsstöðum um þessa helgi, 16. og 17. okt., að Jón E. Guðmundsson mun hefja sýningar með brúðu- leikhúsi í austurgangi hússins og verða sýningar tvisvar á dag. I stuttu spjalli við biaðamenn Morgunblaðsins, sagði Jón E. Guðmundsson að brúðuleikhúsið á Kjarvalsstöðum væri tilraun af hálfu UNIMA, sem er alþjóðafé- lagsskapur brúðuleikhúsmanna og ætti að athuga hvernig sýning- araðstaða fyrir brúðuleikhús væri á Kjarvalsstöðum. Brúðuleikurinn, sem Jón ætlar að sýna á Kjarvalsstöðum um helgina er hið víðfræga ævintýri H.C. Andersen, Eldfærin. Jón hefur gert allar brúðurnar sjálf- ur, en hann á nú orðið safn með um þrjú hundruð brúðum. Jón E. Guðmundsson með „góða dátann" úr Eldfærunum, eftir H.C. Andersen. „Fyrir mér eru brúðurnar lifandi fólk og mitt lff og yndi,“ segir Jón. Lýst eftir manni RANNSÓKNARLÖGREGLAN i Reykjavik lýsir eftir Gunnari Eyjólfi Guðnasyni, 36 ára að aldri, en hann hvarf frá Kleppsspitalan- um miðvikudaginn 29. fyrra mán- aóar, og hefur ekkert til hans spurst siðan. Gunnar er meðalmaður á hæð, þrekinn með dökkskollitað hár og gráblá augu. Var klæddur I brún- an jakka, ljósköflótta vinnu- skyrtu, bláar vinnubuxur og svarta skó. Þeir sem geta gefið upplýsum Gunnar vinsamlegast geri lögregl- unni viðvart. Attavitanámskeið fvTTr rjúpnaskyttur og aðra HJÁLPARSVEIT skáta I Reykja- vlk gengst I ár eins og undanfarin 10 ár fyrir námskeiði I meðferð áttavita og landabréfa fyrir rjúpnaskyttur og ferðamenn. Á námskeiðum þessum verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatn- að og ferðabúnað almennt. Ætlunin er að halda 2 námskeið ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra verður 20.—21. október en hið siðara 27.—28. október. Hvort námskeið er tvö kvöld. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innandyra. Siðara kvöldið er veitt tilsögn i ferðabúnaði og síð- an farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæð- inu í bifreiðum HSSR. Námskeið- in verða haldin i kennslusal Rauða kross íslands, Nóatúni 21, og hefjast klukkan 20 bæði kvöld- in. Þátttökugjald er kronur 500. Nánari upplýsingar eru gefnar i skátabúðinni við Snorrabraut. Jafnt hjá Austfirð- ingum og Landsbanka TÍU MANNA skáksveit frá Landsbanka Islands keppti við sveit frá Skáksambandi Austur- lands um síðustu helgi. Föstudag- inn 8. okt. var keppt í hraðskák á Eskifirði og fóru leikar svo að Landsbankamenn sigruðu með 105 vinningum gegn 95 vinning- um Austfirðinga. Á laugardegin- um var svo keppt á Norðfirði i hægri skák og sigraði þá sveit Austfirðinga, sem hlaut 6 vinn- inga gegn 4. Dregið hjá Hjartavemd DREGIÐ hefur verið í Happ- drætti Hjartaverndar og féllu vinningar á eftirtalin númer: Mazda 929, 4 dyra Station nr. 37796, Litsjónvarp nr. 54798, Ferðavinningur eftir vali fyrir 150.000,- nr. 947. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Áusturstræti 17, 6. hæð. Billínn ffyrir ísland Peugeot hefur orðið sigurvegari í erfiðustu þolaksturskeppnum veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staðhætti. Gerð 504 kostar frá 2.200.000 HAFRAFELL HF. u«boð a akureyri vÍKINGUR SF. CRETTISGOTU 21 SIMI 23511 FURUV0LLUM II SÍMI 21670 GOOD YCAR HJOLBARÐA ÞJÓNUSTAN Laugavegi 172 — símar 28080 — 21240. SNJÓHJÓLBARÐAR fyrir VÖRUBIFREIÐAR fyrirliggjandi STÆRÐIR: 1000x20/14 kr. 60.600.- 900x20/14 kr. 50.851.— HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 HLUTA VEL TA r / Idnadarmannahúsinu kf. 2 á morgun, til ágóda fyrir Barnadeiid Sjúkrahúss Akureyrar. Margt góðra muna og engin núll. Ey(i[4ing.fé„gi8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.