Morgunblaðið - 16.10.1976, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTOBER 1976 argmtMafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auqlýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár íi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjaid 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Viðhorfin í landhelgismálinu Viðhorfín í landhelgis- málum okkar Íslendínga nú þegar ár er liðið frá útfærslu fiskveiðimarkanna í 200 sjómíl- ur og einungis nokkrar vikur, þar til samningurinn við Breta rennur út, eru afar skýr Það er samdóma álit manna, að ein- ungis geti komið til greina að gera samninga um gagnkvæm fiskveiðiréttindi, ef það þjóni hagsmunum íslendinga Þessi sjónarmið komu glöggt fram í viðtölum, sem birtust í Morg- unblaðinu i gær, þar sem fjall- að var um þann árangur, sem náðst hefur á fyrsta ári útfærsl- unnar og horfurnar framundan í viðtali við Morgunblaðið svaraði Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra spurningu um, hvað framundan væri í land- helgismálum okkar á þennan veg: ,,Nú er það á okkar valdi hvernig við hagnýtum fiskimið- m í kringum landið Við berum ábyrgð á þvi, bæði gagnvart sjálfum okkur, komandi kyn- slóðum og sveltandi heimi að ná hámarksnýtingu til lang- frama á þeim auðlindum, sem fiskimiðin fela i sér Við hljótum að vega það og meta eftir að- stöðu hverju sinni, hvort við viljum veita fiskimönnum ann- arra þjóða réttindi innan okkar fiskveiðilögsögu með það fyrir augum að ná sömu réttindum utan 200 mílna lögsögu okkar í þeim efnum, mega ekki ein- göngu skammtímasjónarmið ráða ferðinni, heldur verður einnig að hugsa um hagsmuni okkar, lengra fram í tímann." Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra var spurður hvað gerast mundi, þegar samning- urinn við Breta rennur út hinn 1. desember næstkomandi. Sjávarútvegsráðherra svaraði á bessa leið: ,,Ekki annaðen það, 3ð þeir eru skuldbundnir til að nætta veiðum samkvæmt samningum, sem þeir hafa gert :>g fara því af íslandsmiðum, tema samkomulag hafi náðst jm gagnkvæm fiskveiðirétt- ndi, en það er ekki okkar ís- lendinga að bjóða þau heldur Breta eða EBE, ef þeir þá hafa náð samkomulagi um útfærslu eigin fiskveiðilögsögu og yfir- ráð EBE yfir hafréttarmálum bandalagsríkjanna. Að mínu mati verður ekki um samninga við Breta að ræða nema boð um gagnkvæm fiskveiðiréttindi verði komin fram og við metum þau að vera hagstæð fyrir hagsmuni íslands." Og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, sem á sæti í sendinefnd Íslands á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, svaraði spurningu um viðhorfin i landhelgismálum okkar þannig: ,,Eins og ég áður hef vikið að, tel ég okkur hafa unnið lokasigur og engir frekari samningar um fiskveiðiréttindi geti komið til greina, nema þá gagnkvæmír samningar, ef við teljum okkur hagstætt að gera einhverja slíka, enda greindum við, fulltrúar allra stjórnmála- flokka, sendinefnd Efnahags- bandalagsins frá þessari sam- eiginlegu skoðun okkar í sum- ar." Af þessum tilvitnunum má sjá, að afstaða forystumanna og talsmanna Sjálfstæðis- flokksins i þessu máli er afar skýr. Einungis samningar, sem byggja á gagnkvæmum fisk- veiðiréttindum, þ.e. heimild okkar til veiða innan fiskveiði- marka annarra þjóða gegn sams konar heimildum innan okkar fiskveiðimarka, koma til greina. Þá vaknar sú spurning, hvaða hagsmuni við kunnum að hafa af þvi að hafa veiði- heimildir innan fiskveiðimarka annarra ríkja. í fyrrnefndu við- tali við Morgunblaðið í gær, fjallaði Matthías Bjarnason um þetta atriði og sagði þá: ,,Enn- fremur vil ég benda á að það er mikil nauðsyn fyrir okkur, að halda opnum samningaleiðum Við þurfum og getum þurft í ríkum mæli að leita-á fiskimið annarra þjóða. Við skulum taka sem dæmi þegar Grænlending- ar hafa fært út í 200 mílur, þá getur það haft gífurlega þýð- ingu fyrir okkur að eiga rétt til fiskveiða við Grænland og sömuleiðis vil ég benda á, að á loðnuveiðum í sumar, kom það fyrir, að islenzk veiðiskip veiddu loðnu það djýpt út af Vestfjörðum, að það hefði verið Grænlandsmegin við miðlínu, ef búið hefði verið að færa út fiskveiðilögsögu við Grænland Við skulum gera ráð fyrir, að framhald verðí á þessum veið- um og loðnan geti verið það langt undan landi, að megin- þorri veiðanna verði Græn- landsmegin við miðlínu, þá værum við illa staddir ef við hefðum alls staðar lokað fyrum til samninga. Þá vil ég einnig banda á síldveiðar í Norðursjó, þótt ég telji þá hagsmuni okkar ekki eins mikilsverða og þeir voru fyrir nokkrum árum, vegna þess hve nærri síldar- stofninum hefur verið gengið. Ef EBE býður okkur gagnkvæm fiskveiðiréttindi í íslenzkri fisk- veiðilögsögu eigum við að mín- um dómi að skoða það og í því Ijósi hvað er hagkvæmast fyrir okkur.” LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður gekkst fyrir pallborðsumræðum um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar í átthagasal Hótel Sögu sl. miðviku- dag. Fundurinn var f jölsóttur og fór hið bezta fram. Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flutti inngangserindi, síðan voru pallborðsumræð- ur og loks svarað fyrirspurnum frá fundarmönnum. Forsætisráðherra mælti ræðu sína af munni fram (ekki eftir skrifuðu handriti). Þar af leiðir að hér verður aðeins birtur efnislegur útdráttur hennar og í búningi blaðamanns. Baráttumál og stefnumið Baráttumál okkar í siðustu Alþingiskosningum og höfuð- stefnumið rikisstjórnarinnar fara saman í öllum höfuðatriðum: 0 1. Að færa fiskveiðilögsögu okkar út í 200 milur, tryggja viðurkenningu hennar í raun og fulla stjórnun okkar á veiðisókn innan hennar. 9 2. Að tryggja öryggi og varnir landsins. • 3. Að tryggja fulla atvinnu um land allt, þrátt fyrir þá sýnilegar afleiðingar viðblasandi efnahags- kreppu. • 4. Að treysta efnahag landsins og hamla gegn verðbólgu og við- skiptahalla. Þrjú fyrstu efnisatriðin Ég fer fljótt yfir sögu í öryggis- og varnarmálum. Innan nokkurra skiptakjör á erlendum mörkuðum fyrir útflutningsafurðir, sem skapa okkar hin ytri skilyrði, er setja okkur viss mörk í efnahags- legu tilliti. Þetta eru staðreyndir, sem taka hefur orðið tillit til, þrátt fyrir dugnað kynslóðanna, sem byggt hafa þetta land í 11 aldir, og hverjir svo sem hafa stýrt málefnum þjóðarinnar. í þessu efni koma í hugann áföllin, sem við urðum fyrir 1967 og 1968, er útflutningstekjur landsmanna lækkuðu um helming á tveggja ára tímabili. Þá fóru saman viturleg stjórnarstefna og batnandi ytri skilyrði, sem urðu þess valdandi, að við komumst upp úr þeim öldudal. Þessi ytri skilyrði héldu áfram að batna allt fram til 1. ársfjórðungs 1974. Og aldrei í sögu sinni hefur þjóðin notið betra árs að þessu leyti en ársins 1973. Þegar þetta er haft í huga er ógnvekjandi, að á árinu 1974 voru allir stjórnmálaflokkar sammála um, að stefndi i óefni. Verðbólga yfir 50% á ársgrund- veili. Hallarekstur atvinnuveg- heimila, og samneyzlu, þ.e. út- gjalda ríkisins og sveitarfélaga. Einnig til fjárfestingar hins opin- bera, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Við náðum þeim árangri á árinu 1975 að þjóðarútgjöldin lækkuðu um nær 10%, I stað þess að þau höfðu aukizt um sama hlutfall 1974. 1974 stóðu þjóðartekjur í stað en lækkuðu hins vegar um 9% árið 1975. Þessi lækkun þjóðartekna, sem stafaði m.a. af versnandi viðskiptakjijrum, varð til þess, að samdráttur þjóðarút- gjalda nægði ekkí til að tryggja árangur i jöfnun viðskiptahallans við útlönd, hann var bæði árin 1974 og 1975 nær 12% af þjóðar- framleiðslunni. Hins vegar er gert ráð fyrir því að viðskiptahall- inn verði kominn niður í 5 til 6% á þessu ári og jafnvel minna. Miðað er við það að ná þessum halla niður í 2 til 3% á næsta ári. Það er auðvitað kjaraskerðing að draga úr þjóðarútgjöldum. Við skulum ekki deila um það. Og þessi kjaraskerðing heíur einkum vikna frá því að núverandi ríkis- stjórn tók til starfa, var óvissu eytt í öryggis- og varnarmálum og nýtt samkomulag gert við Banda- ríkin um framkvæmd varnar- samningsins. Staðfest og ítrekuð var sú yfirlýsing, að ísland skyldí áfram taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Ég fer einnig Tljótt yfír sögu að því er varðar útsærslu fiskveiði- lögsögunnar i 200 mílur. Það var stefna ríkisstjórnarinnar að það yrði gert á árinu 1975. Nú í vik- unni er ár liðið frá því að reglu- gerð um 200 milna fiskveiðilög- sögu, er Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritaði, gekk í gildi. Ég held að fáum okkar hafi dottið í hug, eða gert sér vonir um, að á svo skömmum tima næðist sá árangur af útfærsl- unni, sem er staðreynd í dag. Innan árs frá gildistöku þessarar reglugerðar, eru 200 mílurnar viðurkenndar í raun, eða beinlín- is, með samningum af hálfu allra þeirra þjóða, sem veiðar hafa stundað á Íslandsmiðum. Viður- kenning fékkst eftir mikla og harða baráttu og hættum hefur verið bægt frá á miðunum. Dregið hefur verið stórlega úr afla útlendinga hér við land, frið- unarsvæði eru virt af þeim og verndaraðgerðir í heiðri haldnar. Þrátt fyrir viðtækt atvinnuleysi víða um lönd í kjölfar efnahags- kreppunnar hefur tekizt að halda hér uppi fullri atvinnu um gjör- vallt landið. Vandi efna- hagslífsins Við tslendingar höfum aldrei átt á vísan að róa varðandi gróður- far, veðurfar, aflasæld og við- anna, hallarekstur þjóðarbús og opinberra stofnana, viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun vaxandi. Stöðvun helztu atvinnuvega okkar og atvinnuleysi var á næsta leiti. Þessi var myndin sem við blasti, er núverandi ríkisstjórn tók við og setti sér þau markmið í efna- hagsmálum að draga úr viðskipta- hallanum og verðbólgunni, að koma á hallalausum ríkisbúskap og tryggja atvinnuöryggi! Við skulum íhuga, hvern veg hefur til tekizt. Þjóðarútgjöld og þjóðartekjur Það getur verið eðlilegt, að við- skiptahalli sé við önnur lönd eitt- hvert tímabil, meðan verið er að byggja upp framleiðslutækin og staðið er í framkvæmdum, sem eiga eftir að spara erlendan gjald- eyri eða stuðla að öflun hans. Það hefur og verið stefna OECD-landa að þola nokkurn viðskiptahalla um tíma vegna olíuverðshækk- ana. Ljóst er hins vegar að ekki er hægt að reka þjóðarbúið með halla um lengri tíma, enda tak- mörk fyrir því, hve lengi er hægt að brúa slíkan halla með erlend- um lántökum. Við þekkjum flest hliðstæður sem einstaklingar og fjölskylduheildir. En hvern veg skal mæta slíkum vanda. Ég einfalda e.t.v. myndina um of, þegar ég segi, að lykil- lausnin sé að lifa ekki um efni fram, eyða ekki meiru en aflað er. Þetta þýðir, að við verðum annað tveggja að draga úr þjóðarút- gjöldum eða auka þjóðartekj- urnar. Ef við viljum draga úr þjóðarútgjöldum, þá nær sú við- leitni hvorttveggja til einka- neyzlu, þ.e. einstaklinga og SAGÐI GEIR SON Á \ komið niður á éinkaneyzlunni og fjárfestingu atvinnuveganna og einstaklinga. Samneyzlan og hinar opinberu framkvæmdir hafa hins vegar litt eða ekki dreg- ist saman. Við höfum að vísu stöðvað vöxt samneyzlunnar en við höfum jafnframt aukið opin- bera fjárfestingu, ef með er tekn- ar í myndina yfirgripsmiklar orkuframkvæmdir, til að nýta innlenda orkugjafa í stað inn- fluttra. Hins vegar ber á það að líta að þessar framkvæmdir styrkja stöðu okkar, þegar til lengri tíma er litið, þó þær leggi óneitanlega byrðar á okkur um sinn. Veróbólguþróunin Verðbólguvöxturinn, frá árs- byrjun til ársloka 1974, var 53%. Á árinu 1975 var hann kominn niður i 37%. I ár er áætiuð verð- bólguaukning frá 25—30%, sennilega nær 30%,. Hér er auð- vitað stefnt í rétta átt, en árangur af stefnu stjórnarinnar á þessu sviði er ekki fullnægandi. Én hvað veldur verðbólgu, hverjir eru helztir verðmyndunarþættir? Sá þáttur, sem við höfum helzt í hendi okkar, eru ákvarðanir í launa- og kjaramálum. Það er hinn innlendi kostnaður, sem auð- vitað skiptir mjög miklu máli til að halda niðri verðbólgunni. Vinnulaunakostnaður er þó eng- an veginn eini þáttur þessar ar þróunar. Því fer víðsfjarri. Minna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.