Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Önnur tenging vid Salyut-5? Moskvu, 15. oktíber. Reuter. Sovézku geimfararnir Vyaches- lav Zudov og Valery Rozhedest- vensky hringsóluðu f dag um- hverfis jörðina i geimfarinu Soyuz-23 og virðast ætla að tengja farið við geimstöðina Salyut-5. Jafnframt er almennt gert rðð fyrir að geimfararnir ætli að setja nýtt sovézkt dvalarmet 1 geimnun. Núverandi met Rússa er 63 dagar en bandarfska metið er 83 dagar og ef til vill reyna þeir að slá það lfka. Rússar skýrðu ekki frá geim- skotinu fyrr en geimfararnir voru komnir á braut. Geimfararnir eru báðir ofurstar í flughernum en Havana, 15. október. FIDEL Castro, forsætisráðherra Kúbu, ásakaði f dag bandarfsku leyniþjónustuna, CIA, um að hafa átt beina aðild að sprengingu kúbanskrar farþegaþotu f sfðustu viku og rifti jafnframt samningi, sem Kúba og Bandarfkin gerðu 1973, sem miðaði að þvf að koma f veg fyrir flugrán. Samkvæmt samningum skuld- bundu Bandaríkin sig til að hindra starfsemi samtaka kúb- anskra útlaga í Bandarikjunum, sem andstæðir eru Castro. Á móti lofaði Kúbustjórn að veita flug- ræningjum ekki pólitískt hæli. Castro tilkynnti riftun samn- ingsins á fjöldafundi á Byltingar- torgi í Havana, sem haldinn var til að minnast þeirra 73, sem fór- ust með kúbönsku DC-8 þotunni fyrir utan strönd Barbados. Sagði Castro að CIA ætti beinan þátt í skemmdarverki, sem unnið var á flugvélinni og árásum að undan- förnu á kúbönsk sendiráð, skip og flugvélar. Innanrfkisráðuneyti Vene2Uela Siglufirði, 15. okt. UM ÞESSAR mundir eru f smfð- úm f Siglufirði 19 fbúðarhús auk stórs og fullkomins fiskvinnslu- húss og nýs trésmfðaverkstæðis. Byrjað hefur verið á fjórum þess- ara húsa nú fyrir skömmu, en Jafntefli hjá Friðrik BIÐSKÁK þeirra Friðriks og Matulovic var tefld í gær. Lyktaði skákinni með jafntefli, en sem kunnugt er hafði Friðrik heldur lakari biðstöðu í þessari skák. Mistök flug- manns orsök flugsiyss Ankara 15. október —* JR**uter. Talsmaður tyrka sam- gönguráðuneytisi: að mistök flugmanns hefðu valdið flugslysinu þegar--fyrkticsk far- þegaflugvél fó með henni 154'mehn. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 727, rakst á fjali nálægt Isparta Var hún í leiguflugí með ferðafólk frá Italíu til T.yrklands. Talsmaður ráðuneytisins gaf það í skvn, að flugmaðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum flueumferðarstjóra á jörðu niðri en vil.di ekki skýra það út nánar. Rozhdestvensky var áður i flotan- um og hefur reynslu sem kafari. Vitað er að sovézkir geim- vísindamenn hafa áhuga á líf- fræðilegum og sálrænum áhrifum langs þyngdarleysis og þessi áhugi þerra virðist hafa aukizt á undanförnum mánuðum. Salyut-5 var skotið 22. júnf og Tass skýri frá þvf nýlega að öll tæki geimstöðvarinnar störfuðu eðlilega. Tveir geimfarar dvöld- ust í stöðinni í 48 daga þótt búizt væri við að þeir mundu reyna að setja nýtt dvalarmet í geimnum. Sfðan hafa sovézk blöð mikið skrifað um áhrif langra geim- ferða á geimfara og gefið í skyn að þeir hafi átt erfitt með að aðlaga sig. skýrði frá því í dag að lögreglan í Caracas hefði handtekið einn kúbanskan útlaga og fjóra Venezúelamenn vegna flugslyss- ins. Samtök í Miami í Florida, sem kallast E1 Condor og eru andsnúin Castro, hafa lýst sig ábyrg fyrir eyðileggingu á flúgvélinni. Castro hótaði fyrr á þessu ári að rifta flugránssamningum vegna árása kúbanskra útlagahópa frá Bandarikjunum á kúbanska fiski- báta. Einn kúbanskur sjómaður var drepinn í velbyssuárás á Floridasundi í apríl, og lýstu kúb- anskir útlagar í Miami sig ábyrga. Samningurinn, sem fyrr getur var gerður fyrir milligöngu tékk- neska sendiráðsins í Washington 15. febrúar 1973 í kjölfar flug- ránsöldu undanfarinna ára. Var fjölda flugvéla snúið til Kúbu, sem orðin var nokkurs konar paradís flugræningja. Samkvæmt samningum átti kúbanska stjórn- in að dæma flugræningja, sem til Kúbu kæmu eða framselja þá til Bandaríkjanna. þetta eru mestu byggingarfram- kvæmdir, sem verið hafa í Siglu- firði nú um árabii. Óvenju bjart hefur verið yfir atvinnulífi öllu í Siglufirði það sem af er þessu ári, bæði vegna loðnuveiðanna í vetur og sumar, auk ágæts afla heimaskipa á öðr- um helztu nytjafiskum. m.j. Hvalveið- ar hefjast Vancouver 15. október — AP. Japanskir og sovézkir hvalveiði- bátar hafa lagt af stað til Suður- heimskautsins til að veiða meir en 13.000 hvali, sagði talsmaður Greenpeace-sjóðsins í Kanada í dag. Sagði hann að samtökin sæju sér enga leið til að koma í veg fyrir hvaladrápið. Mörg svæði við Suðurheimskautið eru friðuð fyr- ir hvalveiðum, þar sem hvölum hefur verið næstum útrýmt á þeim. Tveir seldu í Hirtshals í gær Aðeins tvö síldveiðiskip seldu afla í Hirtshals í Danmörku I gær, voru það Ljósfari ÞH sem seldi 32 lestir fyrir 2.5 millj. kr., meðal- verð kr. 80, og Víkurberg GK, sem seldi 32 lestir fyrir 2.4 millj. kr., meðalverð kr. 79. — Carter Framhald af bls. 1 limi sem sérstaka sendiherra væri að „láta fólk vita af þvi að við látum það okkur varða og að láta þá gefa mér skýrslu um hvað við eigum að gera til að leiðrétta mis- tök eða styrkja bandalag eða vin- áttu“. Ný Gallup-skoðanakönnun sýndi i dag að Carter hefur aukið á ný forystu sína yfir Gerald Ford. Carter hafði eitt sinn 20% meira fylgi en Ford, en bilið minnkaði niður í 2% fyrir rúmri viku. Ymis vandamál hjá Ford að undanförnu hafa nú haft þau áhrif að nú nýtur hann fylgis 6% færri kjósenda en Carter. Aðrar skoðanakannanir, sem New York Times og fréttastofa CBS létu gera sfna Carter hefur 6 til 8% meira fylgi. I viðtalinu við Los Angeles Times sagði Carter einnig að syn- ir hans tveir, Jack og James Earl mundu vinna fyrir stjórn sína, og kvað hann þá vera vel heima f vandamálum bandarfsku þjóðar- innar og geta komið sér að gagni f innanríkismálum. Ford forseti hélt sinn fyrsta meiriháttar blaðamannafund í 8 mánuði í gærkvöld, og fagnaði hann þar ákvörðun Watergate- ákærandans að lýsa hann saklaus- an af misferli með kosningasjóði og kvaðst hann vona að kosninga- baráttan færi nú að snúast um málefni, sem skiptu meira máli. Sagði hann að of mikið hefði verið deilt um mál sem enga þýð- ingu hafa. Forsetinn varði af hörku þá ákvörðun sfna að selja ísraels- mönnum ný og fullkomin vopn og að hækka verð á hveiti á heima- markaði. Vísaði hann á bug þeim fullyrðingum að með þessu hefði hann verið að fiska eftir atkvæð- um Gyðinga og bænda. — Sendiráðs- menn . . . Framhald af bls. 1 Danmerkur. Eru þrír hinna hand- teknu Danir, einn Líbanonmaður og tveir Sýrlendingar. Enginn þeirra var diplómati en þeir höfðu allir gott sambad við sendiráð í Kaúpmannahöfn. Réttarhöld yfir mönnunum hafa verið lokuð. 1 tilkynningu stjórnarinnar sagði að ákveðið hefði verið að reka Kóreumennina eftír mjög nákvæma rannsókn. Þá segir í tilkynningunni að auk þess að hafa selt eiturlyf hafi allir dipló- matarnir gerst sekir um að selja smyglað áfengi og tóbak. „Það hefur verið staðfest að diplómatarnir hafa selt mikið magn af eiturlyfjum og f langan tíma hafa þeir stundað sölu á áfengi og sígarettum, sem flutt var inn til nota í sendiráðinu." sagði í tilkynningunni. — Norðmenn Framhald af bls. 1 ingurinn fæli f sér viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögu en sagði að það væri ekki víst að Sovétmenn mundu mótmæla þeg- ar Norðmenn færðu út 1. janúar. — Ekkja Maos Framhald af bls. 1 um og boðað var til annars, þar sem Hua var eftir heitar umræð- ur kosinn formaður kommúnista- flokksins. Að sögn Tanjug voru þrír verð- ir drepnir i skotbardaga þegar hinir róttæku voru handteknir, en engan þeirra fjögurra sakaði. Mikil herferð er hafin f Kfna á veggspjöldum gegn Chiang Ching og félögum hennar og eru þau fordæmd sem Shanghai fjór- menningarnir „óvinaklíka flokks- ins“. I Shanghai þar sem ekkjan og félagar hennar hófu stjórnmála- feril sinn f menningarbyltingunni fyrír 10 árum sfðan, voru máluð slagorð á veggi sem sögðu „kremj- um og hengjum þorparana fjóra“ og við Futan háskóla voru vegg- spjöld, sem á var letrað „merjum hausana á hundunum fjórum". Stúdentar sem hingað til hafa verið álitnir stuðningsmenn Chiang Ching, hafa haldið fundi þar sem hún var gagnrýnd. -*■ Iþróttir Framhald af bls. 30 Árni Indriðason, Gróttu. Fyrirliði úrvalsliðsins verður Viðar Simonarson, FH, en stjórn- andi liðsins verður Birgir Björns- son. Takist úrvalsliði þessu að sýna álíka góðan leik og það náði f landsleiknum við Sviss f Laugar- dalshöllinni, þá er þess að vænta að um mikinn og skemmtilegan baráttuleik geti orðið að ræða, og er vonandi að áhorfendur fjöl- menni f Laugardalshöllina i dag og styðji við bakið á íslenzka úr- valsliðinu, þó ekki væri nema til þess eins að hjálpa því til að stöðva sigurgöngu þýzk-fslenzka Dankersensliðsins. — Neyðarástand Framhald af bls. 32 Bæjarráð véfengir rétt Pósts og síma til þess að segja upp þessari neyðarþjónustu sem stofnunin bauð að annast fyrir 27 árum og hefur gegnt athugasemdalaust síðan. Til þess að fá úr þessu skorið hefur bæjarráð kært upp- sögn Pósts og síma á umræddri þjónustu við samgönguráðuneyt- ið.og bíður úrskurðar þess. Benda ber á að boðun slökkvi- liðs Isafjarðar er samkvæmt stað- festu starfsskipulagi Almanna- varna fyrir Isafjörð og nágrenni fyrsta aðgerð til bjargar í flestum eða öllum neyðartilvikum, en það er lagaleg skylda Pósts og síma að annast boðun liðsins samkvæmt lögum um almannavarnir. Bæjar- ráð lítur svo á að ekki sé ástæða til að gera mun á hættu af völdum eldsvoða og annarri vá og telur því óhjákvæmílegt að Póstur og sími annist þessa þjónustu áfram. Bæjarstjórn telur hins vegar eðli- legt að bæjarsjóður greiði Pósti og síma sannvirði kostnaðar vegna þessarar þjónustu sam- kvæmt staðfestri gjaldskrá." — Stórsókn Framhald af bls. 1 manna f Trípolí, en sú borg er á valdi vinstri sinna. Friðarviðræð- urnar í Riyadh hafa næstum gleymst síðan Sýrlendingar hófu sókn sína f Bhamdoun á miðviku- dag, en fyrir þeim vakir að opna þjóðveginn frá Austur-Lfbanon til austanverðrar Beirútborgar, sem er á valdi hægri manna. Liggur vegurinn um Bhamdoun. Talsmenn skæruliða sögðu í kvöld að þeir ætluðu að berjast áfram en lið þeirra er nú næstum alveg umkringt. I fjöllunum fyrir ofan Sidon eru miklir herflutningar á vegum Sýrlendinga, en þeir hafa komið þar upp fallbyssum, sem draga til hafnarinnar og þjóðvegar með- fram ströndinni. Er hætt við að þeir geti þar með skorið af mikil- vægar flutningaleiðir til vestur- hluta Beirút. Fundurinn í Riyadh, höfuðborg Saudi Arabiu, byrjar á morgun en á honum munu forsetar Sýrlands, Egyptalands og Líbanon ásamt palestfnska skæruliðaleiðtogan- um Yasser Arafat ræða saman. Konungur Saudi Arabiu, Khalid, verður í fórsæti á fundinum. Saudi Arabia og Kuwait hafa gert tilraunir til að sætta stjórnirnar i Kairo og Damaskus, sem greint hefur á um þátt Sýrlendinga í stríðinu í Lfbanon. — Afþakka fé . . Framhald af bls. I fyrir fjármálum sfnum og bráð- lega verður nefnd skipuð til að komast til botns í málinu. Hægfara flokkurinn telur að sem minnst leynd eigi að hvíla yfir framlögum til stjórnmála- flokka. Flokkurinn mun lfklega leggja til að öll framlög hærri en 30.000 sænskar krónur verði birt opinberlega. Flokkurinn vill að fólk sem gefur fé til stjórnmála- flokka þurfi ekki að gefa upp hvaða flokka það styður. — Könnun Framhald af bls. 3 þurfi að skipta um vagna til að komast á áfangastað en nú er talið að um 20% farþega þurfi að skipta um vagna í þvf skyni, sem þykir nokkuð hátt hlutfall. Það kom fram hjá forráða- mönnum bæði Strætisvagna Reykjavákur og Strætisvagna Kópavogs að þeir telja ómetan- legan feng í niðurstöðum sem út úr svo viðtækari könnun kunna að koma f þvf skyni að gera umbætur á leiðakerfum beggja fyrirtækjanna, bæði f þágu farþega og fyrirtækjanna. Til að mynda geta umbætur á leiðakerfinu fyrir farþegana orðið í þá veru að lengja ein- hverjar leiðir til að draga úr þvi hlutfalli farþega sem verður að skipta um vagna til að komast á leiðarenda og á sama hátt getur niðurstaðan f einhverjum til- fella orðið sú að stytta má leiðir, sem hefur f för með sér verulegan sparnað fyrir fyrir- tækin. Fyrir umferðarþróunina á höfuðborgarsvæðinu geta hins vegar slfkar umbætur á leiðakerfum strætisvagnanna haft í för með sér að alrrtenn- ingur nýtir sér þjónustu þeirra f ríkari mæli, sem aftur leiðir til þess að draga úr mesta umferðarþunganum. — Viðskipta- kjörin . . . Framhald af bls. 17. ræða nein stökk, sem geri það að verkum, að unnt sé að standa undir þeim háu kaupkröfum, sem sumir talsmenn hagsmunasam- taka bera nú fram. Við skulum hafa það í huga, að víða annars staðar þykir það veruleg kaup- hækkun, ef kaup hækkar um 3&8% á ári. Hér hafa kauptaxtar hækkað margfalt meira. Af því hlýtur að leiða, að kauphækkunin hverfur í eld verðbólgunnar. Og sú hefur reyndin orðið á. Það er von mín, að starf þeirrar nefndar, sem fjallar um viðnám gegn verðbólgu, opin umræða meðal landsmanna og skilningur og samheldni þeirra, verði til þess, að við náum valdi á verð- bólguþróuninni. Þess krefst þjóðarhagur. — Orkustofnun Framhald af hls. 2 þessara kaupa heldur verður að fjármagna þau mað lántöku, ef af verður. Hins vegar er í heimildadgreinum fjárlagafrum- varpsins til rfkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að fella megi niður aðflutningsgjöld og söluskatt vegna kaupa á nýjum bor. — Times Franthald af bis. 2 frá íslandi, sem yrði viðameira ef auglýsingamagnið ykist. Dvelur hún hér fram f næstu viku býr á Sögu, og er að sækja heim hugsanlega auglýsendur. Greinarnar um Island verða svo skrifaðar af hinum kunna blaða- manni William Dullforce, sem er kunnugur málum hér. Hann kom m.a. oft til Islands meðan land- helgisdeilan stóð yfir og skrifaði þá góðar greinar um land og þjóð. Hann er búsettur í Sviþjóð og mun koma til Islands til að viða að sér efni. Dullforce hefur gert áætlun um efni f þetta blað. Inngangsgreinin verður um lok þorskastriðsins og stjórnmála- og efnahagsmála- ástandið í kjölfar þess. Þá hyggst Dullforce rita sérstaka grein um efnahagsmál tslendinga i heild, aðra um utanríkisstefnu Islands, þá þriðju um fiskiveiðar og fisk- iðnað, fjórðu um iðnað á Islandi og orkufrekan iðnað, fimmtu greinina um jarðhitamál og þá sjöttu um ferðamál. Suzanne H. Ralph sagðist vona að sér yrði vel tekið. Eftir því sem fleiri auglýsendur vildu vera með, þeim mun myndarlegra yrði blaðið um tsland. Kúbustjórn riftir flugránssamningi Miklar byggingarfram- kvæmdir í Siglufirdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.