Morgunblaðið - 16.10.1976, Side 22

Morgunblaðið - 16.10.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKT0BER 1976 Aldarminning: Guðmundur Sigurður Benjamínsson á Grund Fyrir 100 árum, þann 16. október 1876, fæddist drengur á Hróbjargarstöðum í Hítardal sem skírður var Guðmundur Sigurður. Hann var tíunda barn foreldra sinna og nafn sitt fékk hann af tveimur gistivinum, sem þá voru horfnir yfir móðuna miklu, en létu foreldrana vita af sér í draumi, sem ráðinn var þannig að þeir vildu þar lengur dvelja. Slíkt var algengt hér á landi. Með hliðsjón af þeirrar tíðar hætti er mjög vafasamt að ætla að fáeðing þessa drengs hafi verið mikið fagnaðarefni. Ekki er óiik- legt að ómagahálsinn hafi þótt vera orðinn nógu langur í þessu fjallakoti, þó að þessi liður bætt- ist ekki við. En „fár veit að hverju barni gagn verður" er eilift spak- mæli sem alltaf er að rætast og hætt er við að ættingjum og vin- um þætti nokkur eyða vera ef þessi drengur hefði ekki fæðst. Hróbjargarstaðir var um marg- ar aldir innsta býlið í Hitardal, harðbýlt og erfitt fjallakot, i eyði annað veifið og nú búið að vera i eyði i full 50 ár. Hitardalurinn er stór og hrikalegur, heitinn eftir tröllkonu og tröilakirkjur eru á fjallseggjum báðum megin dals- ins. Mikið af undirlendi dalsins er hraun og sandar, víða eldvörp og ummerki mikiila eldsumbrota. En þar eru líka grösugar hlíðar og grónir dalir þar sem áður var talið „gott undir bú“. Fjölbreytni er mikil i landslagi og viða má þar fegurð finna. Hjónin á Hróbjargarstöðum 1876 hétu Benjamín Jónsson og Katrín Markúsdóttir. Bæði voru þau vel ættuð sem kallað var. Benjamín var kominn i beinan karllegg af Marteini biskupi Einarssyni og forfeður hans höfðu verið bændahöfðingjar og lögréttumenn um Mýrar og Snæfellsnes. Katrin var af mestu prestaætt landsins. Forfeður hennar voru prestar á Reynivöll- um, Reykholti, Gilsbakka o.v. og ættmenn hennar voru biskuparn- ir Oddur Einarsson, Finnur og Hannes, auk margra annarra stór- menna. Ekki hefir ættgöfgin tekið mikið rúm í öskum barnanna á Hróbjargarstöðum, því sam- kvæmt frásögnum þeirra systkina sem ég þekkti, var fátæktin og baslið þar meiri en nútímafólk kann að gjöra sér grein fyrir. Bæði voru þau hjónin vel vinn- andi og iðjusöm og hinar fornu dyggðir, iðjusemi og sparsemi voru þar í heiðri hafðar. Börnin voru mörg, bústofninn lítill og bjargráðin fá á þessu heiðarkoti. Urðu börnin því snemma að bjarga sér sjálf og fara í vistir til annarra. Guðmundur var á unglingsaldri i Miðgörðum i Kol- beinsstaðahreppi hjá Eggerti Eggertssyni og Þorbjörgu Kjartansdóttur. Minntist hann þeirra hjóna jafnan af miklum hlýleik og tók á unglingsárum þá tryggð við „Garðaplássið“ sem varaði ævilangt. Guðmundur náði góðum þroska til líkama og sálar, var fríður sin- um, glaður og reifur og hvers manns hugljúfi. Hann kvæntist Asdísi Ólöfu Þórðardóttur, Svein- bjarnarsonar prests frá Staðar- hrauni, f. 13. júlí 1873, d. 10. marz 1967. Þau voru saman í hjóna- bandi í 70 ár. og eignuðust sex syni og eina dóttur. Af þeim eru nú lifandi tveir synir. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta alla tíð. Þau voru bæði einstaklega samhent og úrræðagóð að bregð- ast við margs konar vanda og breytingum á sínum langa og breytilega æviferli. Þegar Guðmundur og Ásdís giftust rétt fyrir aldamótin, var ástandið hér á landi þannig að lítil framtíð virtist vera fyrir efnalaust æskufólk að hefja búskap. Þau fóru því til Ameríku árið 1900 og dvöldu þar í sjö ár. Ekki urðu þau rík af veru sinni i Ameríku, en Guðmundi mun hafa aukist þekking og áræði til að athuga möguleika og leita úrræða í margs konar erfiðleikum sem biðu þeirra hér. Næstu tuttugu árin gekk á ýmsu hjá þeim hér á landi. Guðmundur var við búskap í Mosfellssveit, verzlun í Reykja- vík, sveitarverzlun í Kolbeins- staðahreppi o.fl. Um 1930 nam Guðmundur land í Yztu-Görðum i Kolbeinsstaða- hreppi og reisti þar nýbýli er hann nefndi Grund. Þar byggði hann og ræktaði og bjó í full 40 ár til æviloka 3. janúar 1972. Ég spurði Guðmund einu sinni að því hvort honum hefði ekki líkað vel við Ameríku og hvort hann hefði ekki viljað taka þátt í þeim marghæfu verkefnum og möguleikum sem þar hefðu verið fyrir hendi. Hann taldi að slíkt AÐALFUNDUR Sambands aust- firzkra kvenna var haldinn að Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað dagana 3. og 4. sept. 1976. Aðalmál fundarins voru: 1. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað og framtið hans. En sá skóli og margir aðrir húsmæðraskólar hafa átt í miklum erfiðleikum með rekstur vegna ónógrar aðsóknar. Það hefur þvi 2 undanfarin ár verið farin sú leið að taka nemendur á grunnskólastigi af Austurlandi á vikunámskeið í heimilisfræðum. Eftirfarandi tillaga kom fram og var samþ. „Aðalfundur S.A.K. haldinn á Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað 3. og 4. sept. 1976 lýsir ánægju sinni með þá tilrauna- starfsemi sem húsmæðraskólinn hefur starfrækt þar undanfarna 2 vetur með kennslu í heimilis- fræðum á grunnskólastigi og hvetur eindregið til að skólinn haldi áfram á þeirri braut að svo stöddu, og leysi þar með að nokkru leyti þann þátt grunn- skólafræðslunnar sem flestir hinir smærri skólar eru ekki færir um að sinna enn sem komið er. hefði verið freistandi um skeið, en til langframa hefði starfið þar orðið ólffrænt fyrir íslenskan sveitamann sem þráði hina ósnortu náttúru sfns gamla lands. „Það var hægt að lifa f Ameríku,“ sagði hann,„ en það var ómögu- legt að hugsa sér að deyja þar.“ Mér þótti þetta fallega hugsað og vel sagt og lýsa manninum vel. Það má segja að þetta sé aðeins sönnun hins gamla spakmælis að „allt leitar til upphafs síns“. En það veitta líka skilning á þeirri lffshamingju Guðmundar á síðari árum hans er hann hafði komið fótum undir sig á æskustöðvum sínum og gat notið þess að sjá En um leið vill fundurinn leggja á það þunga áherzlu, að námsefnið og kennslufyrirkomu- lag verði betur skipulagt fyrir- fram og miðist að þvf að nemendurnir fái þar ekki skemmri tíma en svo að þeir nái þeim lágmarkstíma sem krafizt er miðað við námsskrá grunnskóla 7. og 8. bekk. Einnig leggur fundurinn áherzlu á að skólarnir sendi með hverjum hópi nemenda kennara eða forráðamann. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við framkomna tillögu Byggingarnefndar Menntaskóla á Austurlandi, þar sem kemur fram sú hugmynd um hugsanlega sam- vinnu við fjölbrautarskóla á Egilsstöðum, að Húsmæðra- skólinn á Hallormsstað verði sér- kennslustofnun á sviði heimilis- ræktar (verkleg heimilisfræði) fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla og framhaldsskóla á Austurlandi svo og fyrir almenning innan ramma /úllorðinsfræðslu eftir því sem aðstæður leyfa.“ grasið gróa og ull vaxa á sauðum á Grundinni sinni. Guðmundur á Grund er minnis- stæður öllum sem kynntust honum. Frjór i hugsun og fleygur f orðfæri var hann skemmtilegri í samtali en allir aðrir. Áhugi hans og víðsýni á vandamálum sam- tíðar sinnar var einstakur og leit hans að sannleika hvers máls var einlæg og fölskvalaus. 1 dag, á aldarafmæli hans, munu afkomendur hans, ætt- ingjar og tengdafólk koma saman f samkomuhúsinu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Guðm. IUugason. 2. Á fundinum var samþykkt áframhaldandi aðild að Minja- safninu á Skriðuklaustri og létu fulltrúar f ljós áhuga fyrir að rakna færi úr þeim málum og taldi fundurinn að stjórn Safnast. Austurlands ætti þakkir skilið fyrir hina myndarlegu þjóðminja- sýningu á Egilsstöðum s.l. sumar. 1 stjórn Minjasafnsins var kosin Arnþrúður Gunnlaugsdóttir, Egilsstaðakauptúni. 3. Vegna stórmyndarlegs stuðnings Stéttarsambands bænda við kvennasamtök dreif- býlisins voru eftirfarandi tillögur samþykktar. „Aðalfundur S.A.K. haldinn að Húsmæðraskólanum á Hallorms- st. 3. og 4. sept. 1976 þakkar Stéttarsambandi bænda þann virðingarvott sem samtök bænda sýna kvennasamtökum lands- byggðarinnar með þvi að veita þeim fjárstyrk af tekjustofni sfnum.“ „Aðalfundur S.A.K. haldinn að Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað 3. og 4. sept. 1976 felur formanni að kanna möguleika á fjárframlögum útgerðarstofnana og annarra aðila er til greina koma við sjávarsiðuna til sam- ræmis við framlag Stéttarsam- bands bænda.“ 4. Þá fól fundurinn stjórn sam- bandsins að vinna að útgáfu á sögu Húsmæðraskólans Hallorms- stað f tilefni þess, að S.A.K. á 50 ára afmæli á næsta ári. 5. Framkvæmdastjóri Orlofs húsmæðra á Austurlandi gaf skýrslu um starfsemi orlofsins s.l. ár. Hún sagði að miklir fjárhags- örugleikar heftu nú starfsemina eftir að rfkið hefur velt fjár- mögnun orlofsins yfir á sveitar- félögin að öllu leyti. Þó kvað hún hina árlegu leikhúsferð orlofsins fyrirhugaða f nóvember n.k. 6. Lög sambandsins voru endur- skoðuð og samþykkt með nokkr- um breytingum til samræmis við breyttar aðstæður og tfma. 7. Kosningar. Úr stjórninni gekk Guðrún Sigurjónsd. Nesk. í stjórn S.A.K. eru nú Ásdfs Sveins- dóttir Egilsstöðum form., Annar Þorsteinsdóttir Heydölum ritari, Helga Kristjánsdóttir Reyðarfirði gjaldkeri, Elfa Björnsdóttir Stangarási og Ingibjörg Kristófersdóttir Seyðisfirði með- stjórnendur. Varaformaður er Guðlaug Þórhallsdóttir, Breiða- vaði. Framkvæmdastjóri Orlofs húsmæðra á Austurlandi er Þór- dís Bergsdóttir, Seyðisfirði. + Eigmmaður minn JÓNAS ÞORVALDSSON, Birkihvammi 17, Kópavogi, lést i Borgarsjúkrahúsinu 1 3 þ m Fyrir mína hönd, barna minna og annarra ættingja Sesselja Jónsdóttir. + Móðir okkar INGIBJORG SIGURÐARDÓTTIR, frá Vegamótum, Stokkseyri andaðist í Sjúkrahúsinu á Selfossi, 1 4 þ m Börn hinnar látnu. + Eiginmaður minn, ÓLAFUR INGIMUNDARSON fyrrum bóndi að Nýjabæ i Meðallandi andaðist á Landakotsspítalanum að morgni 1 5 október Árbjörg Árnadóttir. + Faðir okkar EINAR MAREL ERLENDSSON bifreiðastjóri, Kóngsbakka 12 lést á heimili sínu miðvikudaginn 1 3 október Sigrún E. Einarsdóttir GIsli V. Einarsson. + Móðir okkar ANNA HELGADÓTTIR Selvogsgrunni 31 lést i Landspítalanum aðfaranótt 1 5 október Börnin. + Útför JENNÝAR KAMILLU JÚLÍUSDÓTTUR Garðhúsum, Garði fer fram frá Útskálakirkju i dag 1 6 október kl. 1 4 Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á liknarstofnanir Börn og tengdabörn. + Útför EINARS B. WAAGE. hljómlistarmanns, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1 9. október kl 1 3.30. Eiginkona, móðir og dætur. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og dóttur GUNNAR GUNNARSOÓTTUR Friðbjorn Hólm. Gunnar Björn Hólm, Matthildur Guðmundsdóttir. Sitthvað á prjónunum hjá austfirskum konum Útfaraskrevtingar blómouol G'oOurhusió wf/Sigtun simi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.