Morgunblaðið - 16.10.1976, Page 23

Morgunblaðið - 16.10.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 23 Sigurður Ingibergur Magnússon Vest- maimaeyjum - Mmning Frá minningarathöfn í Menntaskólanum á Isafirði. Við erum hér saman komin til að minnast látins vinar og skóla- félaga, Sigga Magg. Hann hét fullu nafni Sigurður Ingibergur Magnússon og var fæddur í Vest- mannaeyjum 15. september 1956. Hann var sonur hjónanna Lilju Sigurðardóttur og Magnúsar Jónssonar. Siggi átti þrjú eldri systkini, Guðnýju Steinsdóttur, Sigríði og Arngrím. Hann ólst upp I Eyjum, en dvaldist í sveit á sumrin á Selja- völlum undir Eyjafjöllum, eða þar til hann stálpaðist og fór að vinna, og vann þá hin ýmsu störf yfir sumartfmann, þar á meðal við hreinsun bæjarins eftir gosið. Vorið 1972, lauk Siggi lands- prófi við Gagnfræðaskólann I Vestmannaeyjum, og strax haust- ið eftir settist hann á skólabekk í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Eftir vetrardvöl í Reykjavík ákvað hann að koma hingað vestur og halda menntaskólanámi sínu áfram hér á tsafirði. Siggi var staðráðinn í því að halda áfram námi í M.í. veturinn ’74—75, en varð þá fyrir því haustið 1974 að lenda í alvarlegu umferðarslysi. Lá hann með- vitundarlaus í 3 vikur og^ var ekki hugað lff. Nokkru eftir að Siggi komst til meðvitundar hafði hann samband við Jón Baldvin og bað hann að útvega sér bækur og önnur gögn fyrir 3. bekk, því hann vildi ólmur byrja f skólan- um eftir áramót. Það kom svo í ljós að læknar álitu að heilsa hans leyfði það ekki. Þetta. sýnir vel hve áhugi hans fyrir náminu og starfsvilji var mikill. Til þess að nýta þennan vetur, settist hann á skólabekk eftir ára- mót, i þetta sinn til þess að læra rafvirkjun. Tók hann þá á einu misseri tvo bekki iðnskóla. í fyrra haust tók hann sfðan aftur til við nám sitt hér í mennta- skólanum. Þennan vetur var mik- ið vinnuálag á honum enda lauk hann þá einnig bóklegu námi í rafvirkjun. Stundaði hann nám sitt af mikilli samviskusemi og var árangur hans góður eftir því. Laun erfiðis síns uppskar hann rikulega síðastliðið sumar, en þá fór hann til Þýskalands f boði þýska rikisins, fyrir góðan náms- árangur f þýsku. I haust kom hann svo hress og kátur og sá nú hilla undir lok sinnar menntaskólagöngu. 15. september s.l. hélt Siggi upp á tvítugsafmæli sitt, óraði þá engan fyrir því að eftir 10 daga yrði hann allur. Þegar við hugsum til baka, og minnumst hans, þá er okkur efst í huga hversu hreinskilinn hann var, og góður drengur. Hann var einlægur og traustur vinur vina sinna. Siggi var afar glaðlyndur og okkur félögum hans er mjög minnisstætt hversu skemmtilegur hann var í hópi og átti auðvelt með að koma með hnyttin tilsvör á réttum augnablikum. Öhætt er að fullyrða að Siggi átti stærstan þáttinn f því að halda uppi góðum félagsanda í 3-R í fyrravetur. Eigum við því honum mikið að þakka. Meðan Siggi dvaldist hér bjó hann á heimavistinni. Hann þótti góður f umgengni rólegur og fór litið fyrir honum. Hann var lítið gef- inn fyrir margmenni en kaus fremur að ræða við félaga sfna f ró og næði. Siggi Magg hafði mikinn áhuga á þeim fþróttum sem hann stundaði, en það voru aðallega handbolti og fótbolti. Hann lagði hart að sér við æfingar, mætti vel, og honum fylgdi léttur og skemmtilegur mórall. En þau tvö atriði sem mestu máli skipta til að lið ná árangri eru einmitt góður liðsandi og góð ástundun. Hann náði góðum árangri f báðum þessum greinum og spilaði með liði IBI í handbolta í fyrravetur og einnig með skólaliðinu. Eins spilaði hann með skólaliðinu í fót- bolta. Hann var virkur þátt- takandi í íþróttum Eyjamanna og þjálfaði t.d. stúlkur í handbolta á sfnum tíma. Hæfileikar manna eru misjafn- ir og á hinum ýmsu sviðum; vinur okkar var mjög góður teiknari og þegar vanda þurfti til við teikningar og myndskreytingar var leitað til hans. Og teiknaði hann undir nafninu „Siggi Magg“. Teikningar hans voru þekktar víðar en úr skólablaði okkar „Emmi Jóns“, hann teiknaði bæði f bæjarblöðin hér á Isafirði og í Eyjum. Eitt síðasta verk hans var að teikna þjóðhátíðarmerkið í Eyjum 1976. Átti hann tvímælalaust mikla framtfð fyrir sér sem teiknari. Við þökkum Sigga fyrir ánægjulegar samverustundir og vottum foreldrum hans, systkin- um og venslafólki okkar dýpstu samúð. Skólasystkin Á bringjum sunnan í Stórhöfða vaxa villt blóm. Hvergi er eins vftt til veggja. I hreinni náttúr- unni eru þau ævintýri, sem ríma við umhverfi sitt. Á góðviðrisdög- um vagga þau létt f golunni og teygja krónur sínar út í heiminn, brosa við himni, hafi og jörð. En stundum er stormasamt á Stór- höfða og allt í einu, undan hnefa stormsins, geta þessi undarlegu og heillandi atvik verið horfin á braut, horfin á vit þess almættis sem enginn skilur, horfin úr aug- sýn mannlifs. A miðjum- degi, f önn dagsins, berast váleg tíðindi. Bát hefur hvolft f Brimurðinni við Stór- höfða. Nafn er nefnt. Vinur á braut. Doði sorgar leggst að huga og hönd. Vopn og vörn þess sem lifir er að horfa upp, reyna að ná hand- taki á skilningnum, en á slíkum stundum er hann svo háll sem þangbúin fláin, kögur úteyjanna, fótfestan er engin. Ösjálfrátt er maður horfinn úr önn hversdagsins, horfinn á vit minninga um þann vin sem hvarf yfir þröskuld þess sem öllu ræð- ur. 1 einu vetfangi er líf á braut, ungur maður með svo marga mannkosti og fullt fangið af von- um og þrá. Ævintýri mannlífsins. Greið er leið með góðum minning- um. Eins og úteyjar í jarðlffinu eru góðar stundir og Siggi var einn af þeim sem bar slíkar stundir með sér og lúrði ekki á. Hvar sem maður staldrar við og hann kem- ur inn f myndina, er ljúfur dreng- ur á ferð. Með bros f auga og bjartan svip tók hann þátt f leikn- um með kappi þess sem þorir. Hann er einn af þeim sem stækk- uðu umhverfa sitt, gerðu það betra og traustara. Hann átti sér- kennilegan, ljóðrænan tón í fasi sínu og fangbrögðum við hug- myndir hversdagSins, en bak- grunnurinn var ægisterkur vilji til lifsins, vilji sem fleytti honum yfir þá ógurlegu boða sem urðu á vegi hans er hann slasaðist svo fyrir tveimur árum að líf hans hékk á bláþræði. Þar var erfið barátta vasks drengs og vanda- manna, en aftur brosti lífið við og Siggi hélt um stjórnvöl þess sem hann stefndi að með námi sfnu. En eins og stormurinn feykir jafnvel fegurstu jurt úr rótfestu sinni, þá á maðurinn litla von f brimhnefanum og getur einfald- lega öllu máli skipt hvorum megin hann lendir í öldurisinu. Siggi var einn af Eyjapeyjunum sem sjá eyjarnar sínar, Heimaey og úteyjarnar, f gegnum allt sem þeir gera, hvort sem þeir fara langt eða stutt, því þær eru þeirra rím. Það var þvf líkf honum að bregða sér heim tfl Eyja í 4ra daga réttarfríi í skóla hans á Isa- firði, menntaskólanum, og bjóða með vini sfnum til að kynna honum ævintýri Eyjanna. Enginn ræður för. I Brímurð- inni, þar sem brimið er fegurst en jafnframt lævfsast við Eyjar, brast lif þessa unga ljúflings. Þar hallaði hann sér svefninum langa að sæbörðu brjósti Eyjanna sinna, hvítfyssandi brimlöðrið varð sæng hans á hinztu stundu. Eyjarnar misstu einn af sfnum góðu og listfengu sonum, söknuð- ur ættingja og vina, en haldfestan í minningunum um góðar stundir með ljúfasta dreng stilla sorg og trega, þótt í djúpi búi hryggð sem enginn fær sefað á meðan brjóst bærist. Ungur maður, auðnu búinn, með glettni i auga og orði, horfinn á vit feðra sinna svo langt fyrir aldur fram. En hver getur ætlazt til þess að spyrja almættið — og fá svar? Arni Johnsen Laugardaginn 25. september s.l. efndu nemendur Menntaskólans á Isafirði til hópferðar norður f Jökulfirði. Ferðin var fyrst og fremst ætluð aðkomumönnum úr nemendahópi til þess að þeir mættu skynja betur það sérstæða umhverfi sem býr lífi þeirra hér umgjörð lengri eða skemmri tima. Sigurður var okkur ekki sam- ferða í þetta skiptið. Hann stóðst ekki mátið þegar framundan var 4ra daga réttarleyfi, að halda heim til Eyja. Svo traustum bönd- um var hann bundinn sinni heimabyggð. Hann átti ekki aftur- kvæmt úr þeirri för. Þegar við stigum af skipsfjöl að kvöldi dags barst okkur sú fregn að báti Sig- urðar hefði hvolft við Eyjar fyrr um daginn og hann drukknað. Sigurður var rétt tvítugur að aldri. Hann settist f annan bekk Menntaskólans á Isafirði haustið 1973. Fyrir upphaf þriðja náms- árs varð hann fyrir svo alvarlegu slysi, að honum var vart hugað líf. Þá sýndi hann hvað f honum bjó. Hann safnaði kröftum á ný og lagði harðar að sér við námið. Á s.l. vetri lauk hann hvoru tveggja 3ja bekkjarprófi og rafvirkjanámi iðnskóla. Það var engan bilbug á honum að finna. Eftir var aðeins lokaáfanginn til stúdentsprófs f vor. Lífsreynsla Sigurðar var slfk að þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar náð óvenjulegum þroska. Hann var viðkvæmur og ör í lund; einlægur og opinskár í samskiptum sínum við aðra menn; atorkusamur og einbeittur að sinna sínum hugðarefnum. Hann var vel íþróttum búinn, enda valinn til kappleika fyrir hönd skóla síns. Listhneigður var hann — myndskreytti m.a. skóla- blöð Menntaskólans og bæjarblöð hér og heima i Eyjum. Hann verður okkur öllum hugstæður, þeim sem hann þekktu. Um leið og við kveðjum þennan unga vin okkar og félaga hinztu kveðju, flytjum við foreldrum hans, Lilju Sigurðardóttur og Magnúsi Jónssyni, og eldri systk- inum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Það var laugardaginn 25. september, að okkur barst sú harmfregn, að vinur okkar Sig- urður Ingibergur Magnússon, eða Siggi Magg eins og hann var jafn- an kallaður, hefði drukknað við Eyjar fyrr um daginn. Sigurður var yngsta barn þeirra Magnúsar Jónssonar vélstjóra og Lilju Sigurðardóttur konu hans, fæddur 15. september 1956. Siggi var bekkjarfélagi okkar í Barnaskóla Vestmannaeyja, en eiginlegur vinskapur með okkur hófst ekki fyrr en í gagnfræða- skóla. Sérstaklega er okkur minnisstæður landsprófsbekkur- inn, en þar var Siggi með meira áberandi mönnum, alltaf glaður og hress, og lét gjarnan brandar- ana fjúka. Haústið eftir landspróf hófum við ásamt Sigga nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þennan vetur kom í ljós, að ópersónulegt borgarlífið átti illa við hann. Slík- ir persónuleikar, sem Siggi var, þrífast alltaf betur í smærri hóp- um og samfélögum, þar sem sam- skipti eru mannlegri og nánari. I rökréttu framhaldi af þessu ákvað Siggi að halda áfram námi sínu við Menntaskólann á Isa- firði. Hefur þetta líklega verið heilladrjúg ákvörðun, því ágæt- lega undi hann hag sínum á Isa- firði. Af skiljanlegum ástæðum fjar- lægðist Siggi okkur nokkuð við þetta, en á ferðum sínum um Reykjavík kíkti hann gjarnan inn hjá öðrum hvorum okkar. Siggi hafði kímnigáfu í betra lagi og sá oftast á broslegri hlið tilverunnar. Þessi eiginleiki hans, auk ágætra teiknihæfileika, varð til þess að hann var fljótlega feng- inn til að gera skopmyndir ýmiss konar. Meðal annars teiknaði hann nokkuð fyrir vikulegt fréttablað í Vestmannaeyjum. Einnig mun hann hafa teiknað fyrir skólablað á Isafirði, og fyrir íþróttafélagið Þór teiknaði hann þjóðhátíðarmerki siðast liðið sumar. Sem íþróttamaður var Siggi vel liðtækur. Stundaði hann knatt- spyrnu, en einkum þó handknatt- leik, auk þess sem hann annaðist þjálfun í þeirri grein fyrir íþróttafélagið Þór í Vestmanna- eyjum. 1 iþróttunum birtist ákaf- lega vel einn dýrmætasti eigin- leiki hans, þar sem voru mikið keppnisskap og ósérhlífni. En keppnisskapið og ósérhlífn- in voru ekki aðeins eiginleikar sem komu fram í leikjum, eins og títt er, heldur einnig í daglega lífinu og einkum ef eitthvað bjátaði á. Sem dæmi má segja frá þvi, að Siggi slasaðist mjög illa í umferðarslysi seinni hluta sumars 1974. Var honum vart hugað líf í viku á eftir og meðvit- undarlaus var hann í nær 3 vikur. Á einhvern undarlegan hátt, og líklega fyrst og fremst fyrir hans eigin viljastyrk, náði Siggi nær fullri heilsu á örskömmum tíma. Hann varð að vísu af skólavist þennan veturinn, en lét það ekkert aftra sér, og lauk bæði prófum þriðja bekkjar í mennta- skólanum og bóklegu rafvirkja- námi síðasta vetur. Síðastliðið sumar dvaldi Siggi um mánaðartima í V-Þýskalandi i boði Þjóðverja. Boð þetta var verðlaun til hans fyrir góðan árangur í þýskunámi. Okkur er minnisstætt er við heimsóttum Sigga nú i haust. Þá hafði hann komið úr ferð þessari fyrr um daginn og var kátur að vanda. Siggi sló upp myndasýningu frá ferðalaginu og Lilja mamma hans færði okkur is með ávöxtum. Sist hefði okkur þá dottið í hug, að innan nokkurra vikna ættum við eftir að sjá á bak góðum vini. Að lokum viljum við votta systkinum og sér í lagi foreldrum Sigurðar samúð okkar, en minn- ingin um efnilegan dreng mun lifa. Bogi og Jónas. Þeir, sem til þekkja, vita hver ástríða úteyjalíf getur orðið. Síbreytilegt hafið og fágæt nálægð við sköpunina hrífur svo að orðj fá ekki lýst. Að ævintýri loknu sltur eftir unaðskennd sem maður freistar að vekja aftur og aftur. Vinur okkar, sem við kveðjum, var opinn fyrir umhverfi sinu og hrifnæmur. Hann ólst upp eins og aðrir Eyjastrákar í nánum tengsl- um við haf og bjarg. Ekki var Siggi gamall þegar hann slóst i okkar hóp, fermingarskórnir varla búnir að tapa gljáa, en það ieyndi sér ekki að hann naut þeirra stunda, ævintýri veiðilífs- ins áttu strax hug hans. Sælu- stundirnar urðu þvi margar, en engann vissi þá hverjar þjáningar biðu þessa drengs. Sumarið 1974 varð Siggi fyrir alvarlegu slysi á mótorhjóli, stór- slasaðist á höfði og fæti. I 20 daga hékk líf hans á bláþræði. Hann var rænulaus allan þann tíma, vandséð hvort lifsstyrkur entist og ótrúlegt að hann næði nokkurn tíma fullum bata. Þetta voru erfiðar stundir fyrir fjölskyldu hans. En meðvitundin kom aftur. Fyrir meðfædda líkamshreysti og einstakan viljastyrk náði hann brátt bata. Natni foreldra hans og alúðin sem þau lögðu við að hjálpa honum gegnum þessar raunir var rómuð og enginn vafi á að tengsl þeirra þriggja urðu óvenju náin og sterk. Árangurinn leyndi sér heldur ekki. Á ótrúlega skömm- um tíma hurfu sýnilegar menjar áfallsins og athafnagleðin fylgdi strax i kjölfar batans. Það var ánægjulegt að hafa Sigga aftur með Arngrími bróður sínum til eggja í fyrra vor. I hópi var hann einstaklega þægilegur, kíminn og uppáfinningasamur. Hann sannaði líka hug sinn, þeg- ar hann bað um að fá að fara fyrstu ofanferðina. Þótt ýmsar glósur fylgdu honum yfir brún og aðrar skyldar sendar eftir honum altt niður á tvítugt, vissi hann að undir bjó ákveðin örvun og viður- kenning á þeim kjarki sem hann sýndi. Siggi missti eitt ár úr námi en byrjaði aftur af þekktri elju þeg- ar heilsa hans leyfði. I haust sat hann 4. bekk Menntaskólans á Isafirði en not- aði „réttarfriið” til að bjóða félaga sinum Sigbirni Pálssyni með sér heim að sýna honum „eldeyjarnar”. Þetta varð siðasta sjóferð hans, bát þeirra hvolfdi. Bilið milli lífs og dauða er oft ómælanlega stutt og furðu blint val þeirra sem kallaðir eru. Við sem eftir lifum undrumst þetta lífstafl og leiðum getum að því hvar við sjáum félaga okkar aftur. Við vottum foreldrum hans og systkinum, sem hann mat mikils, innilega samúð. Helliseyingar. — Minning Sigurgeir Framhald af bls. 19 að hann hafi átt nokkurn mót- stöðumann, en veit að allir sem til þekktu eru sammála um að hann hafi verið drengur góður. Að endingu minnist ég margra ánægjustunda á heimili hans og þar á hin ágæta kona hans sinn hlut að máli, sveitungarnir vilja sameiginlega senda þakklæti sitt. Hér hafa með fátæklegum orðum verið dregin fram nokkur minningaratriði um Sigurgeir heitinn, sem öll ber að þakka og ekki gleymast þó leiðir hafi skilið. En flestar og hugljúfustu minningarnar um hann eiga þó að sjálfsögðu kona hans og börn. Megi þær minningar um horfinn ástvin verða til að sefa sárasta söknuðinn. Benedikt Guðmundsson. Staðarbakka EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ILYSINGA- SÍMINN RR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.