Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 13 Páll B. Helgason læknir: Opid bréf til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Hæstvirtur Matthfas Bjarna- son! Á alþingi Islendinga er til um- ræðu, nú skömmu eftir setningu, haustið 1976, tillaga að fjárveit- ingu fyrir sundlaugargerð við Grensásdeild Borgarspítalans. Tillögumenn eru m.a. ýmsir þing- menn, sem notið hafa þjónustu þessarar stofnunar vegna veik- inda sinna. Tilgangur þessarar til- lögu er vafalaust góður en hlýtur þó að vekja nokkra umhugsun. Með byggingu sundlaugar við Páll B. Helgason. Grensásdeild, sem er endurhæf- ingardeild, er ætlað, að aðstaða til endurhæfingar muni batna og skal slfkt eigi dregið í efa. Við Grensásdeild Borgarspítal- ans er almennt frekar góð aðstaða til endurhæfingar, enda mun lítt til sparað. Góður tækjakostur hef- ur verið fengann þangað ásamt ágætum starfskrafti utan þess, að enginn endurhæfingarlæknir hef- ur ráðizt þar. Borgarspftalinn hef- ur þannig komið sér upp aðstöðu, sem er Reykvfkingum til heiðurs og sóma, en það vill svo til, að það eru einnig til aðrir spftalar, sem ekki hafa orðið þess njótandi að koma upp endurhæfingaraðstöðu f nokkurri líkingu við Borgarspít- alann. Er hér átt við hina tvo stóru spftalana í Reykjavík, Land- spftalann og Landakotsspftalann. Ástæða til þessa mismunar er ein- ungis af fjárskorti, sem tæpast verður annað rakinn en beint í sali Alþingis. Menn geta deilt um ástæðurnar. Hinir þrír stóry spftalar skipta með sér heilsugæzlu fyrir ísland, að vfsu ekki að jöfnu. Borgarspít- alinn hefur slysaþjónustu og taugaskurðlækningar upp á að bjóða umfram hina spftalana. Á Landspftala er Barnadeild Hringsins, taugasjúkdómadeild, bæklunarlækningadeild, gigt- sjúkdómadeild og fleiri deildir sem ekki eru til staðar á hinum sjúkrahúsunum. Á Landakotsspft- ala eru almennar lyflæknis- og handlæknisdeildir, sem sinna bæði almennum og sérhæfðum vandamálum, ennfremur er þar mjög virk barnadeild. Grensásdeild hefur sinnt end- urhæfingarvandamálum í tengsl- um við Borgarspftalann og er þar að jafnaði um það stórt viðfangs- efni að ræða, að deildin ræður ekki við að sinna vandamálum hinna spftalanna. í mörgum til- fellum yrði slíkt jafnframt mjög óhentugt ef ekki fáránlegt. Endurhæfingardeild er við Landspftalann. Telur hún aðeins 13 rúm og þjálfunarsvæði. öll að- staða er algerlega ófullnægjandi og óviðunandi. Mjög góður starfs- kraftur hefur ráðizt til deildar- innar en því miður hafa allmargir hætt vegna aðstöðuleysis og lélegs aðbúnaðar. Má telja 4 iðjuþjálfa og 1 endurhæfingarlækni. Nauð- synleg tæki fást ekki keypt né endurnýjuð heldur. Landspftalinn er rfkiseign, þjóðareign, þar sem fullkominn heildaraðstaða á að vera til staðar. Spítalinn á að sinna lands- mönnum öllum en getur ekki sem skyldi. Hvert er orsaka að leita? Við Landakotsspftala starfar mjög smá endurhæfingardeild með góóu starfsfólki. Engin rúm eru sérstaklega ætluð endur- hæfingu þar að sinni. Aðbúnaður er ófullkominn til endurhæfingar þar og er hér enn um að ræða fjárvöntun. St. Jósepssystur hafa svo sannarlega ekki legið á liði sínu, né viljað, til að bæta úr, en fjárskort þeirra hefur að mörgu leyti mátt rekja til skilningsskorts og áhugaleysis yfirvalda. Að ofantöldu athuguðu, þykir Framhald á bls. 39 uppboðinu en fulltrúar ráðuneyta sitja honum til hægri og til vinstri handar til trausts og halds með fullt umboð til að ákveða laun umsækjenda. Ráðningarstjóri ber í borðið og brýnir raustina: „Laust er starf skólastjóa í Skálavík í Isafjarðar- sýslu. Vill einhver þá stöðu með laun samkvæmt gildandi samningum?“ Enginn gefur sig fram. Nefndarmenn stinga saman nefjum. Ráðningarstj.: Við bjóðum kr. 10.000.00 í staðaruppbót. Vill ein- hver stöðuna? Enn svarar enginn. Nefndarmen skeggræða: Ráðningarstj.: Við bjóðum kr. 30.000,00 á mánuði í staðaruppbót f Skálavík. Sækir enginn um? Steinhljóð í salnum. Nefndarmenn krunka hver utan f annan. Rstj: við bjóðum kr. 50.000.00 f staðaruppbót , frítt húsnæði og frfan sfma. Gamall maður réttir upp hönd og kallar: „Ég vil taka þetta.“ Rstj.: Eru fleiri um boðið? Þögn I salnum. Rstj.: Ef svo er ekki skoðast Jón Jónsson réttilega settur skóla- stjóri til eins árs. Þannig myndi þetta svo ganga þar til allar stöður hafa verið veittar. Ef til vill er stjarnfræðilega far- lægur möguleiki á því að ein og ein staða gangi ekki út, jafnvel þó þessari aðferð sé beatt. Undir þann leka verður að setja áður en til þess kemur að á þetta reyni. Ymislegt gæti komið til greina. T.d. mætti setja það ákvæði I erindisbréf allra þeirra sem ráðnir eru til starfa f mennta- málaráðuneytinu, að þeir séu skyldugir til, samkvæmt tilmæl- um ráðherra að fengnum ábendingum stjórnar S.lB. f hverju tilviki, að starfa við kennslu þar sem enginn hefur sótt um stöðu. Mér er kunnugt um, að í því ráðuneyti starfa margir mætir menn, sem hafa langa og farsæla reynslu f kennarastarfi. Þar er einnig margt ágætisfólk sem yrði það ógleymanleg opinberun að kynnast fræðslumálunum frá þessu sjónarhorni. Ótrúlegt finnst mér að þessar stöður yrðu svo margar að nokkur þyrfti að starfa lengur en vikutfma til að inna þessa kvöð af hendi. Lokaorðum mfnum vil ég svo beina til allra þeirra sem sitja í sama potti og ég: Það hlýtur að vera siðferðileg skylda okkar eftir að við höfum verið leidd i allan sannleikann, að nota næsta sumar til að leita að störfum sem hæfa okkur betur. Við getum ekki verið þekkt fyrir það að vera lengur verstu drag- bítarnir á framfarir f skólamál- um. Krafa dagsins er: „Burt úr skólunum með allt réttindalausa dótið.“ Lifið heil. Gústaf Óskarsson (Réttindalaus starfsmaður við Barnaskóla lsafjarðar) * Blaðinu þykir rétt að ^geta þess að fyrirsögn þessa pístils er greinarhöfundar. ASTÆÐAN FYRIR ÞVI AÐ PIONEER ER NÚMER 1 PIONEER er númer 1 í heiminum í framleiðslu Hi Fi hljómtækja Astæðan fyrir þessum árangri er ofur einföld PIONEER framleiðir aðeins gæða hljómtæki og vinnur að stöðugum endurbótum á tækjunum ’ sjálfum — ekki aðeins útlitinu ár eftir ár. iiiliai Í o:0 Ö-o «'■<* * í HLJÓMDEILD KARNABÆJAR LAUGAVEGI 66, ER NÚ NÝKOM- IÐ GLÆSILEGT ÚRVAL AF MÖGNURUM, PLÖTUSPILURUM, SEGULBÖNDUM OG HÁTÖLURUM. Komið og hlustið áéfSm^ Hljómdeild tttjfl KARNABÆR W LAUGAVEG 66 Simt fra skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.