Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976
31
Ólafur Ingimundsson
frá Nýjabœ—Minning
F. 9. ágúst 1885.
D. 15. október 1976
Á síðasta sumardag, 22. október
s.l., var Ólafur Ingimundsson frá
Nýjabæ í Meðallandi jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í Reykjavík að
viðstöddum mörgum sveitungum,
vinum og vannufélögum, auk
nánustu vandamanna. Hann var
kvaddur á heiðum og kyrrum
haustdegi og þótti presturinn,
sem mælti eftir hann, komast
réttilega að orði, þegar hann
minnti á, að svipur kveðjudagsins
væri mjög svo líkur þeim blæ,
sem hvilir yfir mynd og minningu
þessa gegna og góða öldungs.
Ölafur átti langan ævidag að
baki með ótöldum vinnustundum.
Hann tók vinnudaginn snemma,
eins og aðrir á hans reki. En hann
vann lengur fram á kvöldið en
flestum verður auðið. Hann var
orðinn hálfnfræður, þegar hann
loks varð að hverfa frá verki. Þá
varð hann að beygja sig fyrir því,
að lfkamsþrekið mikla var á þrot-
um, þótt viljinn og áhuginn hefðu
ekki látið undan. Tvö sfðustu árin
hafði hann verið á sjúkrahúsi,
örvasa orðinn undir lokin, enda
kominn á annað árið yfir nfrætt.
Ófafur fæddist 9. ágúst 1885 að
Eystri-Lyngum í Meðallandi.
Foreldrar hans voru Ingimundur
Ölafsson, sfðar lengi bóndi að
Langholti í Meðallandi, og fyrri
kona hans, Vilborg Sverrisdóttir.
Ættin er fjölmenn og góðkunn og
margir þekktir menn af því
trausta bergi brotnir.
Arin næstu fyrir og eftir
síðustu aldamót galt Meðallandið
mikið afhroð sakir sandfoks.
Margar jarðir urðu óbyggilegar,
þar á meðal sum þeirra býla, sem
verið höfðu meðal hinna nytja-
drýgstu um aldir og fleytt fram
mannmörgum heimilum. Eystri-
Lyngar voru ein þeirra jarða, sem
lögðust af. Sandar og melar
Meðallands hylja ekki aðeins
ótalin skipsflök í sjávarkömbum.
Þar eru einnig fleiri sandorpnar
bæjarústir en f flestum öðrum
sveitum.
Nú er landið að gróa upp að
nýju og sveitin byggilegri yfir að
lfta en áður lengi. En þó hafa
aldrei fleiri jarðir farið f eyði þar
í sveit en á næstliðnum áratugum
og svo fámenn sem nú hefur
byggðin aldrei verið. Þessu
veldur ekki náttúran, heldur
þjóðlffsþróunin. Þetta er einn
skugginn, sem fylgir birtunni af
framförum tækniþjóðfélagsins.
En þéss er tiltölulega skammt að
minnast, að þessi sendna og
mýrlenda sveit, Meðallandið,
fæddi fjölda manns og ól gilda og
góða búþegna, þótt nú séu býlin
þeirra mörg í eyði og þess sjái
ekki stað, að þar bjuggu þrifa-
menn, sumir frábærir að dugnaði.
Menn undu glaðir við sitt, þrátt
fyrir baráttu við sand og vötn,
einangrup og ýmsa harða kosti.
Og furðu sterkir stöfnar uxu úr
þessum rýrlega sverði og bendir
það til þess, að þrátt fyrir allt hafi
þessi flatbrjósta móðir verið börn-
um sínum holl og heilnæm.
Ólafur Ingirnundsson þótti
snemma með álitlegustu mönnum
sveitar sinnar og líklegur til þess
að skipa sér f fremstu röð bænda.
I foreldrahúsum vandist hann
grónum, traustum og farsælum
búskaparháttum, þar sem saman
fór kappsemi og forsjá, þrotlaus
iðjusemi og natni og mikil nær-
gætni við menn og málleysingja.
Þetta var • skóli Ólafs til
undirbúnings undir lífið. Bóknám
var ekki teljandi. Þó voru bækur í
heiðri hafðar á heimilinu, eftir
því sem efni stóðu til. Sjálfur var
Ólafur bókhneigður alla tíð og
enginn gæti sagt, að skortur á
bókviti hafi hindrað hann í því að
fara með reisn og giftu allra sinna
ferða í lífinu. Dæmi hans og
margra annarra mættu e.t.v.
íhugast af þeim, sem eru að leggja
þjóðina undir lftt bærilegt
skólaok f þeirri trú, að enginn geti
verið maður með mönnum nema
hann hafi innbyrt tiltekið, lög-
mælt þurrastagl upp úr námsbók-
um.
Ólafur fór í útver til sjóróðra á
vertíðum eins og tftt var um unga
menn. Þótti hann handtakagóður
og mikilvirkur og sóttust menn
eftir honum f skiprúm. Vel hefði
hann getað hugsað sér að verða
sjómaður, enda kunni hann því
vel að reyna kjark sinn, krafta og
þol við átök og þrekraunir. En
raunar var hann svo gerður, að
hann naut sín við hvers kyns
vinnu og unni hverju þvf verki,
sem hann hafði með höndum.
Hann vann sér létt sakir afls og
verklagni, áhuga og vinnugleði.
Ólafur hóf búskap í skjóli föður
síns á Langholti. Jarðnæði var
ekki auðfengið í þá daga. Ólafur
stofnaði nýbýli, eins og nú myndi
kallað, en ekki var nýbýlastyrkj-
um fyrir að fara, reisti sér litinn,
snotran bæ, sem nú er löngu horf-
inn. Þar byrjuðu þau búskap sinn,
hann og frændkona hans, Árbjörg
Árnadóttir, greind og gjörvuleg
gerðarkona. Að Langholti fæddist
þeim einkasonur þeirra, Ingi-
mundur, sem um árabil hefur
verið mikils metinn kennari hér í
Reykjavík.
Arið 1918 fluttust þau hjónin að
Nýjabæ. Heimilið var fjölmennt,
því á vist með þeim var Ingibjörg,
móðir Árbjargar, og börn hennar
þrjú, Margrét og Guðrún Egils-
dætur og Einar Egilsson. Síðar
tóku þau f fóstur Guðríði Helgu
Erasmusdóttur frá Háu-Kotey og
gengu henni í foreldrastað. Hún
giftist dönskum menni og er
búsett á Jótlandi.
Ólafur hófst þegar á fyrsta vori
handa um að húsa bæinn og á
næstu árum byggði hann þar allt
upp frá grunni. Jörðin er lítil en
þótti notalegt býli, þótt nú sé í
eyði, slægjur góðar og hagar, eftir
þvf sem landrými hrökk til.
Ólafur gerði þær umbætur á jörð-
inni, sem unnt var að koma við
með þeirrar tiðar ráðum og bjó
traustu búi. Mjög voru þau hjónin
samhent og samvalin um dugnað,
snyrtimennsku og híbýlaprýði.
Árbjörg smekkvfs og listfeng, svo
sem sjá mátti af þvf, sem fyrir
augu bar innan bæjar, Ólafur
hamhleypa til verka og eftir því
lagvirkur, forsjáll og hirðusamur.
öllum í sveitinni var kunnugt,
að það var dugmikið manndóms-
fólk, sem sezt hafði að í Nýjabæ.
En næstu nágrannar komust einn-
ig fljótt að raun um góðsemi og
glaðsinni þessarar fjölskyldu. Bæ-
— Endurhæfing
Framhald af bls. 27
fyrir hreyfihamlaða er líka nauð-
syn, það er hreint ekkert grín
fyrir mikið hreyfihamlaðan öku-
mann sem er einn í bifreið sinni,
ef eitthvað kemur fyrir t.d. f ill-
viðri. hvað skal þá gera ef ekki er
talstöð í bifreiðinni, jú bara bíða,
segir ef til vill einhver, en hver
vill lenda í því f köldu veðri að
bíða i margar klukkustundir í bif-
reið sem ekki er hægt að hafa í
gangi, sennilega enginn. Einhver
kann nú að segja: Af hverju er
fólk sem er svona illa á sig komið
að fara langar leiðir eitt sfns liðs.
Jú, við viljum fara okkar ferða
hreint eins og hver annar og lfka
erum við ekki öll það vel sett að
geta ailtaf haft einhvern með til
aðstoðar.
Þessi skrif mín eru orðin lengri
en ég ætlaði mér í upphafi, en það
er bara af svo mörgu að taka
þegar farið er út í að skrifa um
hag hreyfihamlaðra, en eins og
sagt var f upphafi þá vakti það
athygli mfna þegar nokkrir af
áhrifamönnum þjóðarinnar
leggja nú fram tillögu til þings-
ályktunar um áðurnefnda sund-
laug, eftir að þeir sjálfir hafa
gengið í gegnum það að vera
endurhæfðir vegna veikinda.
Elsa Stefánsdóttir,
Arnartanga 12,
Mosfellssveit.
ir lágu þétt saman f út-
M eðallandi og samskipti granna
voru dagleg að kalla og náin um
smátt og stórt. Gagnkvæm greiða-
semi var landlæg og þótti sjálf-
sagt, að hver léði öðrum lið eftir
þörfum, þegar eitthvað lá við.
Ólafur var óspar á handtök og
viðvik fyrir náungann og munaði
mikið um mannsliðið, þegar hann
tók til hendi, því fáir stóðu hon-
um á sporði um orku og afköst. Og
enginn var betri félagi, hvort sem
var f ferðalögum, púlsvinnu, eða
þegar efnt var til einhverrar til-
breytni, tekið lag, sagðar sögur,
gripið f spil. Alltaf var hann glað-
ur, fundvís á hlátursefni og
hláturmildur. Hafi hann skipt
skapi, varð þess lftt vart og aldrei
með stórurp orðum. Og aldrei var
græska f glettni hans og spaug-
semi. Hann var og gætinn f um-
tali, athugull í úrskurðum, hafði
glögga dómgreind, grandvar mað-
ur til orðs og æðis, orðheldinn og
trölltryggur. Að börnum og öðr-
um smælingjum, sem hann um-
gekkst eða urðu á vegi hans, vék
hann jafnan hlýju orði.
Eftir 17 ára búskap f Nýjabæ
brugðu þau hjónin á það ráð að
flytjast til Reykjavíkur. Kreppan
þrengdi að, arður lítill af miklu
erfiði á jörð, sem setti dugnaðar-
manni þröngar skorður. Ólafur
stóð á fimmtugu, þegar hann
fluttist úr sveit sinni. Þó að hér
væri ekki að neinu ákveðnu að
hverfa um atvinnu og afkomu-
öryggi verkamanna næsta valt á
þeim árum, vað Ólafur vel reið-
fara. Hann hafði ekki lengi dval-
izt hér, þegar honum hafði tekizt
að koma sér í vinnu. Ekki þurfta
að þvf að spyrja, hvernig hann
mundi koma sér, þegar honum
gæfist færi á að kynna sig. Enda
þurfti hann aldrei að leita á um
starfa. Hitt var heldur, að enginn,
sem kynntist því, hvernig hann
var verki farinn, vildi missa hann.
Gildir það jafnt um verkstjórnar-
menn sem vinnufélaga. Mun það
einmælt, að vart geti þann mann,
er af meiri trúnaði og hollustu
sinnti um það, sem honum var
trúað fyrir. Því var það og, að
hann gat gengið að starfi svo
lengi sem raun varð á. Hann var
sannarlega betri en enginn á
vinnustað, þótt þrek og þol létu
undan sfga, þegar ellin færðist
yfir. Trúmennskan breyttist ekki
né verklagað og vinnugleðin. Ekki
heldur skaplyndið og drenglund-
in, sem gerði hverjum manni gott
að vera í návist hans.
Sveitin hans átti jafnan rík ítök
í huga hans og hann fylgdist náið
með öllu, sem þar gerðist. Gest-
risni var mikil á heimiii þeirra
Árbjargar fyrr og síðar. Sveitung-
ar voru þar aufúsugestir, svo og
frændur og aðrir vinir.
Með Ólafi Ingimundssyni er
genginn nýtur þegn og heilsteypr-
ur drengskaparmaður, minnis-
stæður öllum, sem með honum
áttu samleið lengur eða skemur.
Hann var sterkbyggður maður,
bæði andlega og lfkamlega. Veig-
ur persónuleikans var ekki aðeins
vöggugjöf. Hann hlaut næringu
og styrk frá heilshugar trú, sem
Ólafur rækti af alúð alla tfð. Hann
hélt uppi guðræknisháttum á
heimili sínu, hann var kirkjuræk-
inn og kunnugur Hallgrfmi.
Fölskvalaus kristin trúarafstaða
var sá grunnur, sem dagfar hins
grandvara manns byggðist á, og
dyggð hans í verki og orði. Og i
styrk þeirrar trúar mætti hann
hugrór dauða sínum og kvaddi
ástvini sfna með bæn á vörum,
þakklátur þeim fyrir alla ástúð og
umönnun þeirra, glaður f Guði
sfnum.
sbj.
Það eru smaatriðin
sem gera
AUTOBIANCHI
A112 Elegant
að svona
Italir kunna að nostra við smaatriðin
og þess ber AUTOBIANCHI
greinileg merki, hann er vel gerður
bíll, — að auki stenst hann þær
gæðakröfur um aksturseiginleika
og öryggi, sem SAAB gerir til
smábíla. Til afgreiöslu nú þegar.
Það er þess virði að skoða
AUTOBIANCHI.
skemmtilegum bil
BDORNSSON A_S2
SKEIFAN 11 REYKJAVIK SIMI 81530
italski ^
smábillinn
Verð
kr
þús