Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 5 TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBOROI 28155 Áfengisvarnanefndir á Snæfellsnesi: Telja áfengisverð vera 50% of lágt Stykkishólmi, 26. okt. 1976. SERA Hjalti Guðmundsson sem um 11 ára skeið hefir verið sóknarprestur í Stykkishólmi, en nú á förum héðan til starfa við Dómkirkjusöfnuðinn í Reykja- vfk, kvaddi söfnuð sinn hér við guðsþjónustu 1 Stykkishólms kirkju 24. þessa mánaðar. Minnt ist um leið ánægjulegrar starfs þjónustu sinnar hér. Lárus Kr Jónsson safnaðarfulltrúi flutti séra Hjalta kveðjur sóknarbarna. Séra Hjalti hefir sem fyrr segir starfað hér 1 11 ár og verið mjög virkur 1 tónlistarlffi bæjarins, bæði sem stjórnandi Karlakórs- ins og félagi Lúðrasveitarinnar. Norrœna húsið Vegleg- ar gjafir NORRÆNA húsinu hafa ný- lega borizt mjög veglegar gjaf- ir erlendis frá en greint var frá þeim á stjórnarfundi húss- ins, sem nýlega var haldinn i Reykjavfk. Fyrst má nefna gjöf frá Danska tónskáldasam- bandinu en formaður Sam- bandsins, Per Nörgaard, og út- gefandi þess, Dan Fog, hafa fyrir hönd Sambandsins gefið Norræna húsinu allar nótur og hljómplötur, sem það hefur gefið út. Má ætla að gjöf þessi sé milli 40 — 50 þúsund danskra króna virði. A fundinum færði formaður stjórnar Norræna hússins, pró- fessor Gunnar Hoppe, rektor við Stokkhólmsháskóla, hús- inu gjöf frá ríkisbókaverði Svia, Uno Willers, útgáfu Peringskiölds af Heimskringlu í tveimur bindum, prentaða í Stokkhólmi 1679. Það er elzta útgáfa Heimskringlu, sem Norræna húsið hefur eignazt. Eintakið er mjög fallegt og vel varðveitt, en þurfti lítils háttar viðgerðar við, og lét gefandinn sjá um hana, áður en gjöfin var afhent. Tónleikar FINNSKI fiðluleikarinn Hel- ena Lehtelá-Mennander og Agnes Löve pfanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu á laugardag kl. 16:00. Helena Lehtelá-Mennander nam fiðluleik við Síbelíusar- akademínuna i Helsingfors og framhaldsnám i Paris 1965 undir handleiðslu prófessors Buoillon. Þá hefur hún einnig numið við Tschaikovskytón- listarskólann í Moskvu. Agnes Löve nam við Tónlistarskólann I Reykjavík og síðar í Tón- listarháskólanum í Leipzig og tók þaðan einleikarapróf eftir 7 ára nám. Hefur hún m.a. leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Kvikmynd um Victor Sparre A SUNNUDAG kl. 16.00 verður sýnd 1 Norræna húsinu kvikmynd um norska list- málarann Victor Sparre. Sýning á verkum hans stend- ur nú yfir þar og var lista- maðurinn viðstaddur opnun hennar og flutti fyrirlestur s.l. sunnudag. Var þá fyrrnefnd kvikmynd sýnd og vegna mik- illar aðsóknar verður hún nú endursýnd. Þá hefir hann verið bæði kennari og prófdómari við skólann. Héðan fylgja honum og fjöl- skyldu hans bestu árnaðaróskir. Félag áfengisvarnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadais- sýslu komu saman á fund í Stykkishólmi í okt. þar sem rædd voru áfengismál sýslunnar og áfengisvarnir. Björn Stefánsson erindreki mætti á fundinum. A fundinum voru þessi mál einnig rædd með tilliti til lands- ins í heild og þess ástands sem alltaf fer versnandi í þessum mál- um, bæði hvað lögbrot og glæpi snertir, svo og viðhorfin til æsk- unnar. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar: 1. Fundurinn skorar á Áfengis- varnarráð að vinna að því að flutt verði á Alþingi frumvarp til laga um bann við innflutningi alls kon- ar áfengis,. Einnig bann við bruggun og sölu áfengis og komi slík lög til framkvæmda svo fljótt sem verða má. 2. Þá vekur félagið athygli stjórnvalda á því að verðhækkun á áfengi og tóbaki stuðla mjög að þvi að draga úr ofneyslu þessara efna og bendir á að miðað við ýmsar almennar neysluvörur vantar meira en 50% á að áfengi hafi hækkað i samræmi við þær undanfarinn áratug. 3. Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja tillögu milliþinga- nefndar um að öll áfengiskaup skuli skráð á nafn. 4. Fundurinn skorar á við- skiptaráðuneytið að taka nú þeg- ar af frílista bruggtæki þau og ölgerðarefni sem vitað er að Framhald á bls 39 „Vitneskja veitir öryggi’ Ráðstefna á vegum Blindrafélagsins A VEGUM Blindrafélagsins, Hamrahlfð 17, Reykjavfk, verður haldin ráðstefna dagana 29. og 30. okt. 1976 um brunavarnir. um- ferðarmál og hjálp f viðlögum. Ráðstefnan verður undir kjör- orðunum „VITNESKJA VEITIR ÖRYGGI“. Framsögúmenn verða m.a. frá slökkviliði og umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Um 40 manns munu sækja ráðstefnuna, þar af um helmingur blindur eða sjónskertir. Að loknum framsöguerindum starfa umræðuhópar, sem síðan skila niðurstöðum til almennrar umræðu svo sem venja er. Þess er vænst að ályktanir ráð- stefnunnar geti orðið grundvöllur áframhaldandi fræðslu og starf- semi blindra og sjónskertra hér á landi. Hvfti stafurinn, sem blindir nota er þeir fara ferða sinna úti við, er þýðingarmikið hjálpartæki og auðkenni blindra og verður sérstaklega fjallað um hann á ráð- stefnunni. Framhald á bls. 39 Nýkomio FLAUELS BLUSSUR — DOMU- OG HERRAPEYSUR — GALLABUXUR — BOLIR — SKYRTUR — HERRALEÐURJAKKAR — HERRA- FÖT — DÖMUFÖT — ULLARFRAKKAR — KULDAJAKKAR Hér er aðeins eitt af okkar nýju fatasniðum í svart/hvítu Við eigum nu til fjölbreytt úrval af fötum í mörgum litum Komið og skoðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.