Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976 15 takinu. Leikrit, tónlist eða hvaSa nafni sem það nefnist. Helga segir okkur að slðustu árin hafi áhuginn fyrir leiklist aukist mjög meðal ungs fólks á Sauðárkróki. Þetta unga fólk hafi breytt félags- skapnum mjög og hún segist að sjalfsögðu vera ánægð með það, þvi á timabili hafi henni fundizt sem leikfélagið hafi verið orðið aII ein- angrað fyrirbæri á Króknum. Við spyrjum Helgu að þvl I lokin hvað það kosti LS að setja upp íslandsklukkuna og hvort farið verði með verkið I sýningarför um landið. — Það er ekki búið að gera reikningana upp og við vitum þvl ekki hvað þetta ævintýri okkar mun kosta, segir Helga. — Ég hef þó trú á miðað við önnur verk, sem við höfum sett upp að kostnaðurinn halli I eina milljon, en það eru ekki öruggar tölur. Við munum sýna verkið hér meðan við höfum aðsókn og vonandi verður það lengi. Sýningar verða þó ekki nema annað hvert kvöld. þvi kvikmyndasýningar eru I Bifröst hin kvöldin. — Þvl miður getum við ekki farið út fyrir Sauðárkrók með íslands- klukkuna. Sviðsbúnaðurinn leyfir ekki slik ferðalög, auk þess sem við erum með mikið af kösturum og sýningarmunum I láni og verðum að skila þeim hlutum sem alira fyrst, því það eru fleiri en við hér I LS. sem höfum gaman af að leika, segir Helga að lokum. Við spyrjum Hafstein hvort hann hafi leikið annars staðar en á Sauð- árkróki og svarar hann þvi til að með Leikfélagi Sauðárkróks hafi hann leikið á ýmsum stöðum á landinu, en aldrei með öðrum en Króksfólki. — Það er mikill leiklistaráhugi hér á Sauðárkróki og okkur hefur alltaf gengið vel að fá fólk til starfa. segir Hafsteinn. — Það er gaman að vinna fyrir þetta félag og með þessu fólki, — sérstaklega Gisla Halldórs- syni leikstjóra. JÓN HREGGVIÐSSON UNDIR STÝRI Hafsteinn sagðist ekki neita þvlað sér liði illa fyrir frumsýningar og frumsýningin á íslandsklukkunni hefði ekki verið þar nein undan- tekning. Sagði að sér liði eiginlega illa fyrir allar sýningar. — Ég gat t.d. ekkert borðað daginn, sem íslands- klukkan var frumsýnd hér. fyrr en að frumsýningunni lokinifi. Ég vissi af þessum gestum, menntamálaráð- herra og þeim hinum, og þó ég héldi að ég kynni rulluna mlna sæmilega þá fipaðist mér tvisvar sinnum bara af taugaæsingi að ég held. Hafsteinn segir okkur að hlutverk Jóns Hreggviðssonar sé erfiðasta hlutverk sem hann hafi leikið. Það hafi þó um leið verið skemmtilegasta verkfnið. — Mér llkaði það bezt við Jón, vin minn, að hann var alltaf hress, stóð beinn og lét ekki bugast þó á móti blési. Jón starfar við að keyra ollu til Skagf irðinga. — Frumsýningardag- inn var mikið að gera I keyrslunni og ég var að vinna til klukkan sjö um kvöldið en sýningin hófst klukkan hálfnlu. Ég get þó varla sagt að það hafi verið ég sem keyrði út olluna þann daginn, það er réttara að segja að Jón Hreggviðsson hafi verið undir stýri. Ég þuldi mlna ruliu fram og aftur og sannast sagna held ég að ég hafi oft verið heldur lélegur bllstjóri þennan dag. — Eitt sinn mætti ég konu á bíl hér úti I Skagafirði en eitthvað mun ég vlst hafa verið seinn að átta mig þvi ég var alveg kominn að bil konunnar þegar ég tók eftir honum og vék út I kantinn. Þá sá ég siðast til konunnar á btlnum að hun hafi staðnæmst á vegabrúninni og var þar þegar ég sá síðast I baksýnis- speglinum. Annars er gott næði til að læra sitt hlutverk I bllnum þegar Framhald á bls. 39 . . . daginn eftir . . . Þau taka öll fjögur þátt i sýningu LS á íslandsklukkunni, en snemma daginn eftir frumsýninguna voru þau mætt til vinnu hjá bilaverkstæði kaupfélagsins á Sauðárkróki Frá vinstri: Sigurður Ottósson sviðs- maður, Þorsteinn Vigfússon, er leik- ur mann, sem missti glæpinn, Kristin Dröfn Árnadóttir skrifstofu- stúlka, sem leikur Snæfriði, og Kjartan Erlendsson, sem leikur blindan glæpamann Jón Hreggviðsson eða Hafsteinn Hannesson við vinnu sina á oliubíln- um. (Ijósm. —áij) Guðjón Sigurðsson, sem gerður var að heiðursfélaga LS á frumsýningu íslandsklukkunnar á Króknum, hefur brugðið sér inn fyrir kjötborðið hjá Kristjáni Skarphéðinssyni kaup- manni oq lögmanninum i leikritinu. Upphaf leikmenntar á Sauðárkróki KRISTMUNDUR Bjarnason ritari í leikskrá „Nokkur orð um leikmennt á Sauðárkróki 1876—1941“ og birtum við hér stutta kafla úr grein hans um upphafsár leiklistar á Sauðár- króki: „Árið 1871 samdi skagfirzkur skólapiltur, Indriði Einarsson, Nýársnóttina, sem var leikin f desember sama ár. Þá var og annað leikrit tekið til sýningar í lærða skólanum: Heimkoman. Höfundurinn var einnig skag- firzkur, skólabróðir Indriða, Ölafur Björnsson. Einn snjallasti leikari í Nýárs- nóttinni var Gunnlaugur Einar Gunnlaugsson, skólabróðir þeirra félaga og sýslungi. Hann tók Gvend snemmbæra. Gunnlaugur var bráðfyndin, eftirherma ágæt og hafði mikla frásagnagáfu. Upp úr honum gat runnið árstraumur af lyga- sögum, en aldrei voru þær öðr- um til hnjóðs. Þegar hann lék Gvend bætti hann stundum „inn f frá sjálfur sér“. Gunnlaugur Gunnlaugsson hvarf frá námi í 4. bekk sökum fjárskorts. Næstu ár fékkst hann m.a. við kennslu i Skaga- firði. Veturinn 1875—1876 var hann um skeið heimiliskennari hjá fyrsta kaupmanninum á Sauðárkróki, Halli Ásgríms- syni. Þá voru bæjarbúar innan við 20 manns. Þennan vetur samdi Gunnlangur leikrit, sem tekið var til sýningar á Sauðár- króki. Víkur þá sögu til Sauðár- króks. Hinn 4. febrúar kveður Eggert sýslumaður skagfirzka öldunga til sýslufundar á Reynistað. Daginn eftir hefjast leiksýningar á Sauðárkróki. Svo segir m.a. f blaðinu Norðan- fara, er getið hefur verið sýn- ingarinnar á Reynistað: „Aftur frá 5.—10 febr. var á hverju kvöldi í húsi Halls Ás- grímssonar... leikinn Dauðinn og Maurapúkinn, er hr. stud. art. Gunnlaugur E. Gunnlaugs- son hefur samið. Höfðu leik- endur ort kvæði, er sungin voru á leiksviðinu. Inngangurinn kostaði 35 aura... Skemmtu menn sér oftast stundarkorn á eftir leiknum með söng, dansi og samræðum... Af þessu getið þér séð, að það er dálitið lff f okkur Skagfirðingum með fleira en vesturfarir, þó hátt á þriðja hundrað manns sé nú búið að skrifa sig til Ameríku....“ Helga Hannesdóttir, formaður Leikfélags Sauðárkróks, við af- greiðslu I bakarfinu daginn eft- ir frumsýninguna. Innréttinga tÉS búðinni höfum ^ við nú hafið sölu á glæsilegum ganga og stfga dreglum, sem ekki hafa sést hér á landi f alltof mörg - SERVERZLUN MEÐ GOLFTEPPI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.