Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Utþensla opinbera kerfisins Eitt þeírra grundvallar- atriða, sem alltaf hafa valdið ágreiningi á milli Sjálf- stæðísflokksins og vinstri flokk- anna er sú afstaða hins fyrr- nefnda að takmarka eigi um- svif hins opinbera svo sem kostur er og þ.á.m. skatt- heimtu þess, en í þess stað eigi borgararnir að ráðstafa sem mestum hluta eigin aflafjár sjálfir og einkaaðilar að annast þá atvinnustarfsemi og þjón- ustu, sem þeir geta betur ínnt af hendi en opinberír aðilar. Þessi skilsmunur á stefnu stjórnmálaflokkanna kemur skýrar fram í borgarstjórn Reykjavíkur en á vettvangi landsmála vegna þess, að í borgarstjórn hefur Sjálfstæðis- flokkur meirihluta og getur fylgt fram stefnu sinni en í landsmálum hlýtur flokkurinn að taka tillit til sjónarmiða þeirra flokka, sem hann vinnur með hverju sinni í ríkisstjórn. Glöggt dæmi um þennan stefnumun kom fram í umræð- um á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í síðustu viku Þá lögðu borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna fram tillögur um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar, sem eru mjög áþekkar tillögum um sama efni, sem þeir hafa flutt um langt árabil. í stórum dráttum vilja borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna, þ.e. vinstri flokk- anna svonefndu i borgarstjórn Reykjavíkur, auka stórlega yfir- byggínguna á borgarkerfinu. Þeir vilja fjölga borgarfulltrú- um. Þeír vilja fela sérstöku ráði að annast yfirstjón verklegra framkvæmda borgarinnar og þeir vilja svipta borgarstjórann þeirri pólitísku ábyrgð sem hann ber gagnvart kjósendum, með því að gera borgarstjórann að embættismanni, sem þá mundi enga pólitíska ábyrgð bera gagnvart kjósendum. Þessum hugmyndum hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins jafnan hafnað Engin efnisleg rök hafa komið fram sem benda til þess að það sé nauðsynlegt að fjölga borgar- fulltrúum vegna hagsmuna- mála borgarbúa. Ef það lægi Ijóst fyrir, að borgarstjórn eins og hún er nú skipuð gæti ber- sýnilega ekki sinnt skyldustörf- um sínum í þágu borgarbúa væri auðvitað sjálfsagt að fjölga borgarfulltrúum. En ekk- ert hefur komið fram, sem bendir til þess að þörf sé á því. Þvert á móti sýnir reynslan, eins og Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, benti á, að fá- menn og virk borgarstjórn þjónar bezt hagsmunum borgarbúa. Og þá á hún að vera fámenn Það er engin ástæða til að þenja kerfið út kerfisins vegna. Hér er glöggt dæmi um það, hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa í vegi fyrir útþenslu kerfisins, þar sem þeir hafa afl til þess. Annað dæmi um tilhneigingu vinstri flokkanna til útþenslu opinbera kerfisins er sú tillaga þeirra í borgarstjórn, að yfir- stjórn verklegra framkvæmda borgarinnar skuli vera i hönd- um sérstaks framkvæmdaráðs. Nú er það svo, að verklegar framkvæmdir á vegum borgar- innar hafa jafnan verið til fyrir- myndar og engin sérstök rök liggja til þess að setja skuli á stofn „ráð" til þess að hafa yfirstjón þeirra með höndum. En ríkur vilji vinstri flokkanna til þess að þenja kerfið út er slíkur að þeir vilja fela sérstöku ráði yfirstjórn allra verklegra fram- kvæmda borgarinnar enda þótt engin rök liggi til þess. Með sama hætti lýsir hug- mynd þeirra um að borgarstjóri skuli vera embættismaður, sem enga pólitiska ábyrgð beri, kerfishugsunarhætti þeirra. Borgarstjórinn í Reykjavík hef- ur jafnan verið kjörinn af borgarbúum. Hann hefur verið forystumaður í málefnum borgarbúa. Hann hefur borið pólitiska ábyrgð gagnvart kjós- endum i Reykjavik og er það augljóslega í senn bæði hvatn- ing í starfi og aðhald Þessu vilja vinstri flokkarnir breyta en efla í þess stað embættis- mannavaldið og gera borgar- stjórann í Reykjavík að lit- lausum embættísmanni. Fyrir utan allt annað er þetta auðvit- að ólýðræðislegt í hæsta máta Það er ekki sízt galli á stjórn- kerfi landsins, að embættís- menn, sem enga ábyrgð bera gagnvart kjósendum hafa of mikil völd en hinir kjörnu full- trúar fólksins of litil völd. Tíðarandinn nú er sá, að það beri að takmarka mun meira en gert er i dag umsvif hins opin- bera Ríkiskerfið ekki sízt hefur þanizt of mikið út. Það hefur kallað á stóraukna skattheimtu enda er nú svo komið að skatt- byrðin er orðin of þung og má alla vega ekki meiri vera. Opin- berir aðilar eru farnir að seilast of djúpt í vasa borgaranna Það er ekki sízt verkefni Sjálfstæðis- flokksins í þeirri ríkisstjórn, sem nú situr, að snúa blaðinu við og draga úr umsvifum ríkisins, sem hafa stóraukizt á undan- förnum árum. Og það eitt er í samræmi við vilja fólksins og heilbrigða stjórnarháttu. forsetakosningar í USA • forsetakosningar í USA • forsetakosn New York, 28. okt. 1976. Frá Ingva Hrafni Jónssyni, blaðamanni Mbl. Kjósendur virðast áhugalitlir AÐEINS fjórir dagar eru nú eftir af kosningabaráttunni i Bandaríkjun- um og úrslitin hafa aldrei verið jafn óviss. Skoðanakannanir sýna að lít- ill munur er á fylgi þeirra Fords og Carters. Einnig eru úrslitin óviss vegna þess að kjósendur virðast vægast sagt hafa lítinn áhuga á þátttöku i vali þess manns, sem stjórna á landinu næstu fjögur árin. Blaðamaður Morgunblaðsins fór í tveggja tima göngu i New York i morgun og tók nokkra vegfarendur tali. Aðspurðir um hvað þeim fynd- ist um kosningarnar, ypptu flestir aðeins öxlum og sögðust ekki hafa áhuga á þeim. Tveir sögðu að Carter mundi sigra og einn kvað Ford. Þetta er að sjálfsögðu ekki merkileg skoðanakönnun en hún rennir stoð- um undir þá tilfinningu að kosning- arnar séu alls ekki á næsta leiti, þær gætu allt eins farið fram eftir ára- mót. Það hefur verið sagt að þessi kosningarbarátta hafi að mestu verið háð í fjölmiðl- um, en að fjölmiðlar hafi ekki náð að vekja áhuga fólksins, einkum vegna þess að fram- bjóðendur séu svo litlausir. Þeir hafi lítið að segja og hafi ekki upp á þær breytingar að bjóða sem bandaríska þjóðin sækist eftir. Ford forseti fékk góðar fréttir í morgun frá tveimur stöðum en Jimmy Carter slæmar Stjórnmálafréttarit- arar í Kalíforníu telja nú víst að Ford muni sigra þar. Að sögn New York Times hafa helztu forystumenn Carters í fylkinu viðurkennt í einkavið- ræðum að möguleikar Cart- ers séu nær engir. Þá skýrði skoðanakönnun New York Daily News frá því að Ford hefði dregið á Carter í New York. Fylgi Fords sé nú fjöru- tíu og sex prósent á móti fimmtiu og tveimur prósent- um fyrir Carter. Er það að sögn fréttaskýrenda of litill munur til að ráða úrslit af. Bæði þessi fylki eru afar mikilvæg, með áttatíu og sex kjörmenn samtals. Meðal skýringa á því hvers vegna Ford forseti sé farinn að vinna á þessa síðustu daga baráttunnar, er ein sú útbreidda afstaða kjósenda að hvorugur frambjóðandinn sé góður, en þar sem þeir þekki Ford eftir tvö ár i Hvíta húsinu, verði hann fyrir val- inu. Hér er einkum átt við þann hóp kjósenda, sem fram til þessa hefur lýst sig óákveðinn í skoðanakönnun- um. Þetta hafa fram- kvæmdastjórar kosningabar- áttu Fords lengi sagt og treyst á að meirihluti þessa óákveðna hóps kjósi Ford. Frambjóðendur hafa báðir hafið gífurlega auglýsinga- herferð í sjónvarpi, sem talin er að kosta muni allt um tiu milljónir dollara, jafnframt því, sem þeir þeytast milli þeirra fylkja, sem mikilvæg- ust eru talin um þessar mundir. Jimmy Carter var á mjög fjölmennum fundi í New York í gær, í vefnaðarfram- leiðsluhverfinu og er áætlað að um sjötíu þúsund manns hafi fagnað honum. En í New York sjálfri hefur Carter örugga forystu, en Ford í úthverfum og mörgum öðr- um borgum. Ford forseti sagði i ræðu i gærkvöldi i Villanovaháskóla í Pennsylvaniu, að stjórn sin hefði verið opin og hrein- skilin gagnvart bandarisku þjóðinni og að Hvita húsið hefði ekki verið með neinn Ford vinnur á einræðisblæ á sér. Stjórn- málafréttaritarar segja að þessi ræða hafi verið upphaf- ið að hörðum tilraunum for- setans til þess að rjúfa öll tengsl sín við stjórnartíð Nix- ons og Watergate, sem óneitanlega hafa verið honum óþægur Ijár í þúfu i kosningabaráttunni. Fréttaritarar spyrja hins vegar hvort forsetinn fari ekki nokkuð seint stað í því máli, því Watergate og Nixon séu svo órjúfanlega tengd í hugum kjósenda. James Reston, einn af rit- stjórum New York Times, segir i blaði sínu í morgun, að kosningabaráttan hafi ekki verið mjög fræðandi fyrir kjósendur málefnalega séð og að ræður frambjóð- endanna hafi verið heldur leiðinlegar endurtekningar, sem auðvelt hafi verið að sofna undir. Kannski er þetta kjarni málsins, ásamt þeirri stað- reynd, að þessi kosningabar- átta hefur einkennzt af met- ingi um hvor frambjóðandinn væri betri baráttumaður fyrir kosningarnar, en ekki hvor væri hæfari til að stjórna að þeim loknum. Það sem veldur mestum áhyggjum í herbúðum beggja frambjóðenda er ótt- inn við litla þátttöku og er sá ótti ekki ástæðulaus, því að skoðanakannanir gefa til kynna að aðeins um helm- ingur kjósenda og jafnvel tæplega það, muni neyta at- kvæðisréttar síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.