Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKT0BER 1976
37
VELVAKAIMEDI
Velvakandi svarar I sfma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-:
degi til föstudags.
0 Utanferðir
aldraðra
Hér fer á eftir bréf frá elli-
lífeyrisþega:
„Nýlega var frá því skýrt aö
hópur ellilífeyrisþega úr Kópa-
vogi hefði farið i sólarlandaferð,
sem sérstaklega var skipulögð af
bæjarfélaginu. Þetta leiðir hug-
ann að vanræktum þætti ferða-
málanna, sem eru sérstakar ferðir
fyrir aldrað fólk.
Ferðalöngum minnkar ekki
með árunum, og þeir sem aldraðir
eru hafa oft rýmri tíma til að vera
á faraldsfæti heldur en aðrir. Aft-
ur á móti er margt annað en heils-
an, sem dregur úr eða kemur í
veg fyrir utanlandsferðir aldr-
aðra.
Gamla fólkið ólst upp við minni
skólagöngu og því er tungumála-
kunnátta þess yfirleitt lakari en
hjá þeim sem yngri eru. Ferð um
flugvelli og innritun á hótel getur
því orðið vandamál, og reyndar
þarf ekki háan aldur til að ruglast
í ríminu í nútíma flughöfnum. Þá
fylgja aldrinum oft lúnir fætur og
því þarf að sjá hópum aldraðra
fyrir meiri akstri en yngra fólk-
inu. Töluverður akstur og góð
leiðsögn eru því höfuðatriðin.“.
0 Allaþarfekki
ad styrkja
„Aftur á móti er fjarri lagi
að styrkja þurfi alla ellilífeyris-
þega, sem áhuga hafa á utanferð-
um. Margt aldrað fólk hefur ein-
mitt sæmilega rúman fjárhag, þar
sem það telur sig ekki þurfa að
eyða í jafn margt og á fyrri árum.
En hópferðaafsláttur af flugferð-
um og hótelum kemur sér auðvit-
að vel fyrir alla.
Ferðir vor og haust yrðu efa-
laust bestar, bæði vegna hitastigs-
ins og hópferðaafsláttar. Vonandi
taka fleiri sveitarfélög, eða ein-
hver samtök, málið til athugunar
og skipuleggja svona ferðir, en
það ber að hafa í huga, að gamla
fólkið langar til fleiri landa en
sólarlanda.
Ellilífeyrisþegi í Reykjavík."
0 Ekki aðeins
í orði
Sem betur fer virðist sem
þjóðfélagið sé að vakna upp af
værum blundi hvað hina öldruðu
snertir — þó betur megi ef duga
skal. Æskufólkið hefur verið svo
hávært, að köll þess hafa yfir-
gnæft rödd hinna öldnu. En nú er
samvizkan farin að segja til sín.
— Þú ert viss um það?
— Já. .. Víð sjáumst... Hún
snerist á hæli og gekk f brott.
En gleðisvipurinn þurrkaðist af
andliti hans þegar hann gaf fylgdr
arliði sfnu skipun um að stfga
aftur upp < bflana.
— Allt f lagi, Miguel. Gefðu
Jesus skipun um að leggja af stað.
Bfllinn ðk af stað niður hlfðina.
— Hvað gerðist eiginlega?
Yvonne leit spyrjandi á hann.
— Þetta mistókst. Þau hafa
náðst.
— En fyrst Helene kom og tal-
aði við þig... Yvonne sneri ástúð-
lega upp á stóra demantshringinn
sinn.
— Þetta var ekki Helene, þetta
var staðgengill hennar.
— Ertu viss? Yvonne hafði að-
eins séð stúlkunni bregða fyrir
við iúguna, en hún hefði getað
svarið...
— Vina mín, mér skjátlast
aldrei að þvf leyti. Röddum
gleymi ég aldrei. Auk þess voru
andlitsdrættir hennar öðruvfsi en
hinnar réttu Helene.
— Guð minn góður, sagði
Yvonne. — Og skothrfðin...
— Heldurðu að þau séu dáin,
sagði einn aðstoðarmannanna.
Öllum er að verða ljóst, að okkur
er ekki stætt á því lengur að búa
aðeins vel að hinum rosknu í orði,
við verðum að gera það á borði.
Bréf ellilífeyrisþegans hér að
framan er hógvært og full ástæða
til þess að gefa því gaum. Það er á
vissan hátt táknrænt fyrir þá kyn-
slóð, sem nú er að ljúka eðlilegu
dagsverki. Hér er ekkert verið að
heimta — aðeins beðið um sjálf-
sagða fyrirgreiðslu.
% Ferðir um landið
1 þessu sambandi má gjarn-
an minna á að roskið fólk hefur
engu siður ánægju af að ferðast
um landið en til útlanda. Hér
fyrir nokkru birtist t.d. í blaðinu
bréf frá „öldungi" á Akranesi
sem þakkaði fyrir ánægjulega
hópferð aldraðs fólks til Reykja-
víkur. Sú ferð var öllum þátt-
takendum til mikillar ánægju.
Hversu oft heyrist ekki gamall
maður eða kona segja: „Nei, ég
hef aldrei komið til Akureyrar,
aldrei austur á Fljótsdalshérað,
aldrei vestur á Firði o.s.frv., en
mig hefur lengi langað til þess“.
Eða þá: „Ég hef aldrei komið til
Reykjavíkur eða ekið um Suður-
landsundirlendið"
Væri ekki hægt að skipuleggja
ferðir fyrir aldraða úr hinum
ýmsu byggðarlögum um landið.
Ég hef enga trú á öðru en það yrði
vel þegið. Ferðin yrði að sjálf-
sögðu að vera vel undirúin og
dagleiðir ekki of langar. Þá þyrfti
fararstjóri og að vera sögufróður,
því að margt af þessu fólki hefur
drukkið i sig íslendingasögurnar
með móðurmjólkinni ef svo má að
orði komast.
Q Barnaheimilið
í Ólafsvík
Helgi Kristjánsson hafði
samband við blaðið og bað fyrir
eftirfarandi:
„Nýlega birtist í Velvakanda
bréf frá Ó.S.K. varðandi barna-
heimilið í Ölafsvík.
Ég ætla ekki að blanda mér í
þau skrif frekar en gera skyldi
um nafnlausar greinar yfirleitt.
En það er eitt atriði í bréfinu, sem
útilokað er að leiða hjá sér. Gefið
er i skyn á lævísan hátt að börnin
séu tuktuð til í skjóli þess að þau
séu of litil til þess að geta sagt frá
heima hjá sér. Þetta er mjög
óveiðskuldað og særandi fyrir
þær konur, sem að barna-
heimilinu standa.
Ég tel mér skylt að biðja Vel-
vakanda að geta þess að ég hef nú
í tvö ár komið nær daglega í
barnaheimilið með snáða, sem við
hjónin eigum þar i gæzlu og hef
aldrei orðið var við óánægju
foreldra sem trúa þessum konum
fyrir börnum sínum — öðru nær.
Ég veit ekki betur en að allir þeir
foreldrar sem börn eiga þarna i
gæzlu, vilji hvenær sem er votta
gæzlukonunum traust og þakk-
læti, hvað sem öllum prófum
líður. Reynslan er ævinlega bezti
skólinn og ólygnust.
Foreldrar í Ölafsvík hafa verið
lánsamir að þessar konur réðust
til starfa á barnaheimilinu.
Helgi Krist jánsson."
HOGNI HREKKVISI
Kemur ekki Anna frænka, sem gaf Högna plast-
músina!
83? SlGGA V/öGA £ VLV
Þaðpassarfiá
Lec