Morgunblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976
íslandsklukkan sló á 100 ára
afmæli leiklistar á Sauðárkróki
LEIKLISTIN stendur traustum fótum í menningarlifinu á
Sauðárkróki og þar hefur leiklistargyðjan nú verið blótuð í
100 ár. Stórhugur hefur ráðið rikjum meðal leikfólks á
Sauðárkróki og gleggsta dæmið um það er uppfærsla Leik-
félags Sauðarkróks á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxnes til
að minnast þessara tímamóta. Engan veginn auðveldasta
verkefnið fyrir áhugamannaleikfélag úti á landsbyggðinni, en
Sauðárkróksleikarar vildu gera eitthvað veglegt eitthvað í
anda upphafsmannanna bjartsýnu og því varð íslandsklukkan
fyrir valinu.
í þessari sýningu taka þátt 32
leikfélagar undir stjórn Gísla
Halldórssonar, sem leikstýrði
verkinu. Áður en lengra er haldið er
rétt að það komi fram að allir þeir
leikarar, sem blaðamaður Morgun
blaðsins hitti að máli að lokinni
frumsýningunni lögðu á það ríka
áherzlu að þáttur Gísla Halldórs
sonar við uppsetningu Íslands
klukkunnar væri ómetanlegur.
Ungir leikarar og eldri á Sauðár
króki lögðu saman hönd á plóginn í
þessu verki. Má nefna af þeim eldri
Eyþór Stefánsson og Kristínu Sölva
dóttur og af þeim yngri t.d. Kristínu
Dröfn Árnadóttur sé lék Snæfríði
íslandssól með miklum sóma. S m
spil leikhóps LS var mjög skemmti-
legur og það varð ekki svo gjörla séð
að þarna væru að ferðinni áhuga-
leikarar, sem vinna erfiðan vinnudag
áður en þeir geta farið að sinna
þessu áhugamáli sínu, leiklistinni.
Þeir eru aðeins eitt dæmið um hið
mikla starf sem áhugaleikfélög um
allt land inna af hendi.
Sjálfsagt hefðu þó atvinnugagn-
rýnendur getað séð ýmsa vankanta á
þessari sýningu, en til hvers? Til
þess að eyðileggja þá Ijúfu
stemmningu sem var I Félags
heimilinu Xifröst fimmtudaginn 21.
október? Þau hafa ekki pappira upp
á leikhæf ileika sína, en til hvers
pappíra?
í aðalhlutverkum íslands-
klukkunnar á Sauðárkróki voru
Haukur Þorsteinsson sem Árni
Magnússon, Kristln Dröfn Arnadóttir
sem Snæfrfður Björnsdóttir Eydalfn,
Hafsteinn Hannesson sem Jón
Hreggviðsson, Knútur Ólafsson sem
dómkirkjupresturinn, Olafur
Matthíasson sem jungkærinn I
Bræðratungu, Kristján Skarphéðins-
son sem Eydalín lögmaður, Jón
Ormar Jónsson sem Jon
Grinvicensis og Kári Jónsson sem
Jón Marteinsson og Jón Þeófflus-
son. Leikmynd gerði hagleiksmaður-
inn Jónas Þór Pálsson.
Að f rumsýningunni lokinni var
leikurum klappað lof i lófa lengi vel
. . . á frumsýningunni.. .
Kristin Dröfn Árnadóttir sem Snæfriður íslandssól og Haukur Þorsteins-
son i hlutverki Árna Magnússonar i íslandsklukkunni (Ijósm Stefán
Pedersen)
Kristján Skarphéðinsson, sem
Fydalín lögmaður
Systkinin Hafsteinn og Helga
Hannesdóttir í hlutverkum sínum
i íslandsklukkunni, sem Jón
Hreggviðsson og kona Arnæus-
ar
Leikarar, leikstjóri og þeir aðrir sem þátt taka i sýningu Leikfélags Sauðárkróks á íslandsklukkunni
og þeim og leikstjóra færðir fallegir
blómvendir. Lesin voru árnaðar-
skeyti og Sæmundur Friðriksson
færði Leikfélaginu fyrir hönd bæjar-
stjórnar 100 þúsund króna gjöf.
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta
málaráðherra var viðstaddur
sýninguna og þakkaði leikurunum
fyrir ánægjulega kvöldstund. Vigdls
Finnbogadóttir leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavikur flutti stutta tölu
og Kári Jonsson mælti nokkur orð
fyrir hönd Leikfélags Sauðárkróks.
Þakkaði Kári öllum sem hönd lögðu
á plóginn en þó sérstaklega Glsla
Halldórssyni leikstjóra og Knúti
Ólafssyni sem er eini leikarinn I
þessu verki, sem ekki er I LS. H:nn
er meðlimur I Leikfélagi Skagafjarð-
ar og búsettur I Varmahllð. Hann
þurfti þv! að sækja æfingar um lang-
an veg og aka I u.þ.b. 20 minútur til
hverrar æfingar. Leikurum og gest-
um var boðið I kaffihóf að lokinni
sýningu
LOSNAREKKI
VIÐ PÚKANN
Hafsteinn Hannesson leikur Jón
Hreggviðsson í uppfærslu Leikfélags
Sauðárkróks á jslandsklukkunni.
Hafsteinn er enginn nýliði á leiksvið-
inu þvi hann hefur verið meðal leik
enda LS siðan 1951. — Þetta
byrjaði allt með þvi að ég var að
dindlast við að visa til sætis á leik-
sýningum og 1 5 ára gamall fékk ég
hlutverk i Skuggasveini, segir Haf-
steinn i viðtali við Morgunblaið. —
Ekki var það nú stór hverk, ég lék
púka i þessu verki, en siðan hef ég
ekki losnað við þennan púka immér
að hafa stöðugt gaman af að vera á
leiksviði
Frá þvi 1958 hefur Hafsteinn leik-
ið i öllum leikritum, sem Leikfélag
Sauárkróks hefur tekið til sýningar
að Músagildrunni undanskilróknum
árið 1960. Ekki var Hafsteinn þó
langt unan þvi þá var hann einn af
senumönnunum.
— Nei ég hef aldrei farið i leik-
skóla. það var ekki hægt á sinum
tima, segir Hafsteinn — Að visu fór
ég á smánámskeið á vegum Verka-
kvennafélagsins. sem fékk hingað
Ragnhildi Steingrimsdóttur til að
halda þetta námskeið og leikstýra
einu verki. Annars er Gisli Halldórs-
son minn skóli. Hann hefur kennt
mér það sem ég kann í þessu, það er
góður skóli held ég. Ég reyni að gera
eins og Gisli segir mér, það er gott
að vinna með Gísla og við I Leikfél-
agi Sauðárkróks eium honum mikið
að þakka.
HÉLT AÐ SKRATTINN
SJÁLFUR VÆRI
KOMINN í BAKARÍIÐ
í kaffihófi að lokinni frumsýningu
Leikfélags Sauðárkróks á íslands-
klukkunni voru tveir góðir og gamal-
reyndir meðlimir Leikfélagsins gerðir
Gísli Halldórsson leikstjóri
að heiðursfélögum. Þeir Guðjón
Sigurðsson bakarameistari og
Þórður P. Sighvats. Báðir hafa þeir
starfað ótullega að leiklistarmálum á
Króknum, Guðjón sem leikari i háa
herrans tið og Þórður sem sviðs-
maður allt fram til þessa dags.
Guðjón hefur frá mörgu skemmti
legu að segja og látum við hér fylgja
með eina stutta gamansögu, en sjálf-
sagt hefur hann ótal fieiri sögur að
segja frá ferli sinum sem áhugaleik-
ari á Sauðárkróki.
—Við vorum að sýna Nýársnótt-
ina og ég lék Svart, kolbikaðan
ófögnuð, sem kom fram i upphafi
verksins og svo ekki aftur fyrr en I
lokin. Ég man að við höfðum útbúið
hálfgerðan stökkpall fyrir mig og
þegar ég flaug inn á sviðið með
óhljóðum miklum varð allt vitlaust í
húsinu og einhver sagði mér seinna
að honum hefði ekki brugðið eins illa
i annan tima. En það var ekki þetta
sem ég ætlaði að minnast á.
(Grein: Ágúst
Ingi Jónsson
— Þar sem ég hafði nóg að gera í
bakaríinu og stutt er frá félags-
heimilinu og þangað, þá brá ég mér
oft eftir fyrstu atriðin og í bakaríið til
að gera upp skúffuna, en var svo
komin tímanlega til baka fyrir lok
leiksins. Einhverju sinni er ég stóð
þarna kolsvartur og heldur óásjá-
legur við kassann labbaði góður
vinur minn framhjá, var það Jóhann
Hafstein alþingismaður og fyrrver-
andi forsætisráðherra.
— Sagði hann mér daginn eftir að
honum hefði heldur betur brugðið í
brún er hann sá sjalfan skrattann
standa við búðarborðið í bakaríinu.
Sagðist Jóhann hafa flýtt sér sem
mest hann mátti í burtu og ef til vill
ekki nema eðlilegt þvi ekki vissi
hann að ég var þarna kominn á milli
atriða í leikriti og í þessu líka gerv-
inu, segir Guðjón og hlær innilega.
ÆVINTÝRI UPP
Á EINA MILLJÓN.
Helga Hannesdóttir hefur verið
formaður Leikfélags Sauðárkróks
síðastliðin 2 ár og meðan hún hefur
setið við stjórnvölinn hefur félagið
tekið fjögur verk til sýningar, þ.e.
íslandsklukkuna, Storminn, Ærsla
drauginn og Sjóleiðina til Bagdad.
Sjálf leikur Helga l íslandsklukkunni
konu Arnæusar og hefur verið virkur
leikari hjá LS siðastliðin 25 ár.
— Því er ekki að neita að þetta
hefur verið anzi mikið álag hjá okkur
að undanförnu og fólk hefur lagt
mikið á sig sérstaklega sfðustu
vikurnar, segir Helga f viðtali við
Morgunblaðið.
— Við byrjuðum Iftillega f júnf f
sumar og vorum þá saman f viku
undir stjórn Gfsla. Sfðan byrjuðum
við af fullum krafti 13. september og
segja má að æft hafi verið á hverjum
degi fram að frumsýningunni. Það
var jafnvel æft f matartfmunum og
eina reglan, sem við höfðum á
æfingatfmunum var að reyna að fara
ekki mikið fram yfir miðnætti með
æfingarnar, en sú regla var að sjalf-
sögðu brotin sfðustu dagana fyrir
frumsýninguna.
Leikfélag Sauðarkróks býr að þvf
leytinu vel að félagið á sitt eigið
húsnæði, gamalt trésmfðaverkstæði,
sem kallað er Leikborg. Þar eru bún-
ingar og sviðsmyndir geymdar og á
loftinu er sæmilegt pláss til æfinga.
Er það Ifka eins gott því t.d. vikurnar
fyrir Sæluviku að vori er þröngt á
þingi f Félagsheimilínu Bifröst.
Félögin á Króknum þurfa þá öll að
komast þangað inn með æfingar á
þeim verkum sem þau eru með f