Morgunblaðið - 30.10.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
5
Mjög góð sala
í Þýzkalandi
SNÆFUGL SU. seldi
Bremerhaven í gærmorg-
un 71,7 tonn af fiski fyrir
123.900 mörk. 1 íslenzkum
krónum er þetta 9,8 mill-
jónir, meðalverð 136,5
krónur, sem er mjög gott
verð. Nokkrir togarar og
bátar munu selja afla erl-
endis í næstu viku þar á
meðal þrír í Bretlandi, en
markaðurinn þar verður sí-
fellt óhagstæðari vegna
gengissigs brezka pundsins
gagnvart islenzku krón-
unni.
Félag stofnað um heimspeki
Kl. 14.30 ( dag verður fluttur á
vegum Félags áhugamanna um
heimspeki fyrirlestur f Lögbergi,
húsi Lagadeildar Háskóla
tslands. Fyrirlesari er Halldór
Guðjónsson stærðfræðingur, og
nefnir hann erindi sitt Málfræði
Noan Chomsky og gagnrýni á
hana. Fyrirlesturinn er ölium op-
inn.
Chomsky er einn kunnasti mál-
visindamaður samtfmans og er
hann sérstaklega frægur fyrir
hina svokölluðu málmyndunar-
fræði. Þessa stefnu innan málvís-
indanna má að nokkru leyti rekja
til áhuga Chomskys á nútíma rök-
fræði og undirstöðum stærðfræð-
innar, en margar fræðigreinar
eiga hlut að máli og má nefna
sálarfræði og heimspeki, og þá
ekki sfzt heimspeki 17. aldar.
Þá hefur Chomsky látið að sér
kveða f stjórnmálum og verið í
fremstu röð gagnrýnenda banda-
rfskrar stefnu í utanrfkismálum
og skrifað all mikið um þau efni.
Chomsky er ekki með öllu óþekkt-
ur hérlendis, þvf árið 1973 kom út
eftir hann á vegum Hins íslenzka
bókmenntafélags bókin Mál og
mannshugur í þýðingu Halldórs
Halldórssonar prófessors.
Félag áhugamanna um heim-
speki var stofnað 16. október s.l.
og er tilgangur félagsins að efla
Brengl
ALLMIKIÐ brengl varð f grein
um leikstarfsemi í föstudagsblað-
inu. Með vandlegum lestri má
ráða í hver röðin á að vera, en
hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
kynni áhugamanna um heimspeki
og gangast fyrir fyrirlestrarhaldi
um heimspekileg efni. Fyrirlest-
ur Halldórs Guðjónssonar er sá
fyrsti f röð átta fyrirlestra, sem
fyrirhugaðir eru í vetur. Stjórn
nýja félagsins skipa Ingimar Ingi-
marsson, formaður, Eyjólfur
Kjalar Emilsson, gjaldkeri og
Halldór Halldórsson, ritari.
Brekku-
kotsannáll
um helgina
Um þessa helgi gefst kostur á
að sjá sjónvarpskvikmyndina
Brekkukotsannál f Norræna hús-
inu. Myndin verður sýnd á vegum
þýzka sendikennaraembættisins,
Goethestofnunarinnar og Nor-
ræna hússins ( tilefni þess, að
stjórnandi kvikmyndarinnar,
Itolf Hádrich, dvelst hér á landi
um þessar mundir við leikstjórn
þýzka ieikritsins Woyzeck eftir
Georg Buchner.
Brekkukotsannáll verður sýnd-
ur í tvennu lagi og verður fyrri
hlutinn sýndur f kvöld kl. 20.30 og
sfðari hluti á sunnudagskvöld á
sama tíma í samkomusal Norræna
hússins. Rolf Hadrich mun segja
frá gerð kvikmyndarinnar og
svara spurningum. Þá mun hann
einnig segja frá kvikmynd, sem
Norddeutscher Rundfunk lætur
gera í samvinnu við sjónvarps-
stöðvar Norðurlanda eftir Para-
dfsarheimt Halldórs Laxness.
Helena Mennander og Agnes Löve á æfingu ( Norræna húsinu I
gær.
„Eg elska
alla tónlist”
— segir finnski fiðluleikarinn,
Helena Lehtelá-Mennander
t DAG, laugardag, kl. 16.00
verða tónleikar I Norræna hús-
inu. Hingað er kominn fiðlu-
leikari frá Finnlandi, Helena
Lehtelá-Mennander og mun
hún leika á tónleikunum ásamt
Agnesi Löve pfanóleikara.
A efnisskránni verða fimm
verk, þar af eitt einleiksverk
fyrir fiðlu, cadenze eftir Aulis
Sallinen. Auk þess verða
leiknar sónötur eftir Corelli,
Beethoven, Debussy og Grieg.
Morgunblaðið hitti Helenu
Mannander á æfingu f Norræna
húsinu í gær og ræddi lftillega
við hana.
„Ég nam fiðluleik við
Sibelísuarakademiuna i
Helsingfors á árunum
1948—1964,“ sagði hún. „Siðan
fór ég I framhaldsnám til
Parfsar og var þar undir hand-
leiðslu prófessors Boullion, en
1965 innritaðist ég á Tschai-
kovskytónlistarháskólann i
Moskvu og var þar f eitt ár.
Eftir það var ég svo við nám hjá
Arthur Grumiaus i Briissel
þangað til i fyrra. Sfðan hef ég
verið önnum kafin við tónleika-
hald.
Ég hef aldrei leikið neitt verk
eftir íslenzkt tónskáld, en ég
hef mikinn áhuga á verki eftir
Þórarinn Jónsson. Það er
prelódía og fuga fyrir einleiks-
fiðlu. Ég hef ekki getað fengið
það úti, en kannski væri hægt
að fá það í verzlunum hér.
Annars elska ég alla tónlist en
þó einkum verk eftir Sibelius.
Þetta er f fyrsta skipti, sem
ég kem hingað til Islands og ég
er ákaflega hrifin af þvi, sem
ég hef séð. Sérstaklega finnst
mér gaman að sjá hvað öll hús-
in eru ólík, mismunandi bygg-
ingarlag og litir. Hér eru líka
svo fallegir litir og allt er svo
hreint. Ég hefði gjarnan viljað
ferðast eitthvað um landið, en
við höfum verið svo önnum
kafnar við æfingar, að það hef-
ur enginn tfmi gefizt til þess.“
Kveðjumessa í
Háteigskirkju
Á morgun, sunnudaginn 31.
okt., flytur sér Jón Þorvarðsson
kveðjumessu í Háteigskirkju kl.
11. f.h.
Sr. Jón vfgðist aðstoðarprestur
föður síns í Vík í Mýrdal 23. júnf
1932, var settur sóknarprestur á
Akranesi 1. okt. 1932 til 15. júlí
1933. Hann var sóknarprestur í
Vík 1934—1952, og prófastur í
Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi
1935—1952. Sóknarprestur i Há-
teigsprestakalli hefir hann verið
frá 1. nóv. 1952 eða i 24 ár.
Hlutavelta
vegna
útfararsjóðs
SKÖLAKÓR Menntaskólans i
Hamrahlið heldur hlutaveltu og
sitthvað fleira i matsal Mennta-
skólans í Hamrahllð og hefst at-
höfnin kl. 9 í dag f.h. og verður
fram haldið þar til liða tekur á
dag. Margt muna er á boðstólum
og engin núll, en tilgangurinn
með veltunni er að safna i út-
ferðasjóð skólakórsins. Hefur
hann eins og kunnugt er staðið sig
mjög vel á erlendum sönghátíðum
og m.a. liggur fyrir ferð á sönghá-
tið i israel.
AUGI.ÝSINGASÍMINN F.R:
22480
í flestum stærðum.
Mjög hagstætt verð
Hjólbarða-
Pionustan
Opin í Qiaq
og á y
Smiðjuvegj 32__34
simar 43988
og 44880
m°rgun
ATLAS
snjóhjólbaróar
með hvítum hringjum — Gott verð.
Þið gerið hagstæð dekkjakaup hjá okkur