Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Umbætur í skattamálum
Matthías Á Mathiesen
fjármálaráðherra gerði í
fjárlagaræðu sínni á Alþingi í
fyrradag grein fyrir þeim
skattaumbótum, sem rikis-
stjórnin hyggst leggja fyrir Al-
þingi á næstu vikum Enginn
vafi leikurá því, að upplýsingar
fjármálaráðherra um þetta efni
hafa vekið mikla athygli og
jafnframt vakið upp margar
spurningar en að sjálfsögðu
geta menn ekki áttað sig á
umfangi þeirra skattalagabreyt-
inga, sem fyrir dyrum standa
fyrr en frumvarpið hefur verið
lagt fram á Alþingi
Fjármálaráðherra skýrði frá
því, að lagt yrði til að tekjum
hjóna yrðí skipt til helminga við
skattlagningu og skattur lagður
á hjón hvort í sínu lagi. Sér-
stakur skattafsláttur yrði veittur
fyrir kostnað vegna útivinnu
eiginkvenna, sem miðaður yrði
við unnar vinnuvikur utan
heimilis. Mun afsláttur þessi
koma fram í barnabótaauka og
auknum persónuafslætti óháð
barnafjölda.
Annar þáttur þeirra skatta-
umbóta, sem stefnt er að. er að
einstaklingum, sem stunda at-
vinnurekstur verða áætluð
laun, sem verða ekki lægri en
launþegar í sömu atvinnugrein
bera úr býtum og þeim gert að
greiða skatt skv. þeirri áætlun.
Þriðji þáttur skattalagabreyt-
inganna varðar reglur um sölu-
hagnað og fyrningar. Verður
þeim breytt á þann veg, að
engar verðbreytingar verða
reiknaðar í fyrningum. Lausafé
skal fyrnt af bókfærðu verði og
söluverð eignafært til lækkunar
fyrningagrunni. Heimild verður
til endurfjárfestinga en að öðru
leyti verður söluhagnaður
skattskyldur.
Auk þessara þriggja megín-
þátta verða svo ýmsar aðrar
umbætur gerðar á skattalög-
gjöfinni svo sem að gjöld og
tekjur vegna eigin ibúðar verða
tekin út úr framtali bæði tekna
og gjaldamegin og ýmsir frá-
dráttarliðir verða felldir niður
en aðrir sameinaðir í fastan
afslátt til einföldunar.
Þær breytingar á skatta-
lögum, sem þannig er stefnt að
ganga til móts við þá gagnrýni,
sem fram hefur komið á mis-
rétti í skattamálum ekki sízt á
þessu ári. Að sjálfsögðu verður
ekkert hægt að segja til um það
hverníg til hefur tekizt fyrr en
frumvarpið hefur verið lagt
fram
Af fjárlagaræðu Matthíasar
Á Mathíesen mátti hins vegar
marka, að ríkisstjórnin er ekki
aðeins að vinna að breytingum
á skattalöggjöf nú heldur er
einnig unnið að langtímabreyt-
ingum Þannig skýrði fjármála-
ráðherra frá því, að ekki yrði nú
lagt til að tekíð yrði upp stað-
greiðslukerfi skatta Hins vegar
mundu engar þær breytingar
verða gerðar á skattalögum,
sem torveldað gætu stað-
greiðslu á síðari stigum Þá
hefur af hálfu fjármálaráðu-
neytisins veríð fjallað ítarlega
um virðisaukaskatt, sem koma
mundi I stað söluskatts. Það
kom fram í ræðu fjármálaráð-
herra, að reynslan af virðis-
aukaskatti er mjög misjöfn á
Norðurlöndum og þess vegna
hefur verið ákveðið að kanna
mál þetta allt betur og finna
form, sem gerir kleift að hag-
nýta kosti virðisaukaskatts án
þess að gallarnir, sem fram
hafa komíð á hinum Norður-
löndunum fylgi með. Loks
skýrði fjármálaráðherra frá þvi,
að til athugunar væri svo-
nefndur „punktskattur", sem er
i ætt við vörugjald oog ryður
sér nú til rúms á öðrum Norður-
löndum.
Umbætur í skattalöggjöf eru
brýnasta verkefni þess Al-
þingis, sem nú situr og þingið
hlýtur að leggja höfuðáherzlu á
að afgreiða ný skattalög fyrir
jól. Um leið og stefnt er að því
að draga úr og eyða misrétti i
skattalögum, sem augljóslega
er til staðar, verður að gæta
þess, að þær breytingar leiði
ekki til þess að nýtt misrétti
skapist. Það hefur reynzt býsna
erfitt að setja réttlát skattalög
og þess vegna er Ijóst, að al-
þingismenn eiga ekkert auðvelt
starf fyrir höndum. En á miklu
veltur að þinginu takist að
koma fram umbótum í skatta-
málum, sem í raun og sannleik
eyði misrétti án þess að skapa
nýtt.
Réttmæt athugasemd
— fáránleg ásökun
Starf þingfréttaritara er
vandasamt, ekki sízt þing-
fréttaritara hljóðvarps. Gylfi Þ.
Gíslason, formaður þingflokks
Alþýðuflokks gerði á Alþingi í
fyrradag athugasemd við þing-
frétt í hljóðvarpi. Fréttastofa
hljóðvarps hefur beðizt afsök-
unar á þeim mistökum og þar
með gert hreint fyrir sínum
dyrum og málinu lokið gagn-
vart henni.
Hins vegar má það furðu
gegna, að dagblaðið Tíminn
sér ástæðu til að veitast að
Gylfa Þ. Gíslasyni, saka hann
um það að krefjast „ritskoð-
unar" á þingfréttum og að sýna
þingfréttaritara ókurteisi með
því að skýra ekki frá þv! að
athugasemdir yrðu gerðar.
Þessar ásakanir eru fáránlegar.
Athugasemdir formanns al-
þýðuflokksins voru réttmætar,
eins, og fréttastofa hljóðvarps
hefur staðfest með afsökun
sinni og það er vissulega til of
mikils mælzt, að þingmenn
geri þingfréttariturum fyrirfram
grein fyrir því, hvað þeir hyggj-
ast segja á Alþingi íslendinga
r
Matthías A. Mathiesen, fjármálaráðherra:
gæslu og skylda starfsemi, þar sem i Ijós kom verulegt
misræmi milli niðurstöðutalna ríkisreiknings 1975 og fjárlaga
þess árs. í þriðja lagi verða aukin umsvif í vissri starfsemi
ríkisins frá því sem áætlað var í fjárlögum þessa árs, svo sem á
sviði landhelgisgæslu og fiskverndunarmála Þá er ótalin
veruleg hækkun á lifeyrisuppbótum vegna verðtryggingar
þeirra greiðslna. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara
sérstöku tilvika, sem rakin eru nokkru nánar i athugasemdum
með fjárlagafrumvarpinu, kemur i Ijós að hækkun launakostn-
aðar nemur sem næst almennum taxtahækkunum.
Önnur rekstrargjöld eru áætluð samtals 5.846
m.kr og hækka frá fjárlögum 1 976 um 58,2%. Þessi hækkun
er talsvert umfram meðalhækkun verðlags, sem metin er um
33% milli áranna. Hér veldur mestu um, að áætlanir vegna
óvissra útgjalda og vegna nýrra laga eru hækkaðar um
rösklega 600 m. kr , en að þessu frátöldu nemur hækkunin
um 42,2%. Helstu skýringar þessarar hækkunar umfram
almenna verðlagshækkun eru að í fjárlögum 1976 eru
Hér fer á eftir siðari hluti fjárlagaræðu
Matthiasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra.
Fyrri hluti ræðunnar var birtur i Morgunblaðinu
í gær:
Fjárlagafrumvarpid
1977
Þjóðhagsforsendur fjárlagafrumvarps eru reistar á frum-
drögum þjóðhagsspár fyrir árið 1 977, en samkvæmt þeim má
búast við 1 — 2% aukningu þjóðarframleiðslu á næsta ári
Almenn þjóðarútgjöld, sem ráða miklu um innheimtu óbeinna
skatta, gætu aukist um nálægt 2%
— forsenda árangurs í viðureign \
Á útgjaldahlið hefur megináherslan verið lögð á, að umsvif í
almennri opinberri starfsemi aukist alls ekki meíra en sem
nemur líklegri aukningu þjóðarframleiðslu á næsta ári og að
nokkuð verði dregið úr opinberum framkvæmdum I heild á
næsta ári, þar sem nú er verið að Ijúka stórum áföngum í
orkuframkvæmdum Felur þetta i sér, að aðrar opinberar
framkvæmdir verða svipaðar og i ár, þótt i heild dragi úr
fjárfestingu Sama stefna ræður ákvörðun um lánsútvegun til
opinberra framkvæmda
i tekju- og gjaldaáætlun frumvarpsins er reiknað með öllum
samningsbundnum breytingum grunnkaups, sem þekktar eru,
þ m t 4% hækkun á launum ríkisstarfsmanna 1 júli 1977
samkvæmt kjarasamningum frá s.l. vori, og kaupgreiðsluvísi-
tölu eins og hún er við gerð fjárlagafrumvarpsins, 102,6 7
stig. Á sama hátt er gert ráð fyrir hækkun bóta lifeyristrygg-
inga til samræmis við launahækkanir og á það einnig við
launahluta sjúkratrygginga Við gerð fjárlagafrumvarps undan-
farin ár hafa útgjaldahækkanir sjaldnast verið áætlaðar svo
langt fram á fjárlagaárið sem um er fjallað Almenn verðlags-
hækkun er áætluð um 33% frá þvi að siðasta fjárlagaáætlun
var gerð, og hefur verið höfð hliðsjón af þvi við gerð þessa
frumvarps til fjárlaga Auk þess hafa nú legið fyrir tölur um
raunveruleg útgjöld hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja ríkisins
á árinu 1975, og hefur verið tekið tillit til þeirra Að minum
dómi styrkir þetta fjárlagagerðina til muna auk þess sem
verðlagsviðmiðun frumvarpsins ætti að vera nokkru nær
raunverulegum tölum en verið hefur undanfarin ár.
Útgjöld 1977
Ég mun nú víkja að helstu breytingum, sem verða á
einstökum tegundum útgjalda frá fjárlögum 1976 skv. frum-
varpi þessu. Hvað breytingar á fjárveitingum til einstakra
ráðuneyta og málefnaflokka á þeirra vegum varðar vísast til
athugasemda með fjárlagafrumvarpinu.
Laun. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 1 7 449 m.kr. árið
1 977 og er það 49.8% hækkun frá fjárlagatölu 1 976. Þessari
hækkun veldur að sjálfsögðu fyrst og fremst sú launahækkun,
sem orðið hefur frá síðustu fjárlagaáætlun, bæði grunnlaun og
verðlagsuppbætur, en þessar hækkanir hafa verið sem hér
segir: Verðlagsuppbót í desember 1976 0,6% grunnlauna-
hækkun í mars 6% og auk þess láglaunabætur á sama tíma,
sem metnar eru rösklega 1% á launalið í júlí varð 6%
samningsbundin launahækkun auk 2,67% verðlagsuppbótar.
Einnig koma til almennar flokkahækkanir samkvæmt úrskurði
Kjaranefndar, en þær koma raunar aðallega til framkvæmda 1.
janúar 1977 Loks eru þrír áfangar kjarasamninganna teknir
með í fjárlagaáætlunina, þ e. 1 október 6% 1 febrúar 5% og
1 júlí 4%. Hins vegar er eftir að taka tillit til 3,11%
verðlagsuppbótar, sem verður frá 1 nóvember n k , en um
þessa hækkun var ekki vitað þegar fjárlagafrumvarpið var
samið. Samtals nema þær taxtahækkanir, sem fjárlagaáætlun-
in miðast við, þannig 37,7% á móti 49,8% hækkun launalið-
ar í heild Mismunurinn, 12,1 prósentustig, felst í sérstökum
þáttum, sem orðið hefur að taka tillit til við gerð þessa
fjárlagafrumvarps Þessu veldur í fyrsta lagi breyting á þátt-
töku ríkisins í rekstri verslunarskóla o.fl., tilkomu nýrra skóla
eða árganga í skólum
í öðru lagi var við fjárlegagerðina lögð áhersla á að hafa
áætlanir raunhæfari en fyrr hefur verið kostur, þar sem nú
lágu fyrir niðurstöður úr ríkisreikningi ársins 1975. Leiddi
þetta til nokkurrar hækkunar á áætluðum launum við lög-
rekstrargjöld við löggæslu vanmetin eins og áður er að vikið,
en einnig er talið að landhelgisgæslustörf og fiskverndunarað-
gerðir muni aukast verulega Þá verður nokkur tilfærsla milli
gjaldaliða og rekstrargjöld hækka, sem leiðir til aukinna tekna
og krefst því ekki i sama mæli aukinna fjárveitinga, og loks
veldur gengissig óhjákvæðilega aukningu ákveðinna rekstrar-
gjalda við utanríkisþjónustu. Vísast nánar til greinargerðar
frumvarpsins varðandi þessi atriði, en að öllu þessu frátöldu
hækkar liðurinn önnur rekstrargjöld um 32,4% sem er lítillega
undir almennri verðlagshækkun
Viðhald. Viðhaldskostnaður er áætlaður i heild 2.184
m.kr. og er það 56,6% hækkun frá fjárlögum 1976 Lang-
mikilvægast er þar viðhald á vegum eða samtals 1.530 m.kr.,
og hækkar það um 57,9%. Ýmsir þættir valda hækkun
umfram verðlagshækkun, eru það m.a. embætti sýslumanna
og bæjarfógeta, landhelgisgæslu, Hafrannsóknarstofnun og
sendiráð Að þesSum liðum og nokkrum öðrum frátöldum
nemur hækkun viðhalds 31,1%, eða nokkru undir verðlags-
hækkun
Vaxtagjöld eru áætluð 2.145 m. kr., eða 29,5% hærri
en í fjárlögum 1976. Orsök þessarar hækkunar er einkum
fólgin í því, að nú eru áætlaðar 300 m.kr. vaxtagreiðslur
vegna tímabundins yfirdráttar í Seðlabanka Reynslan sýnir
hins vegar, að jafnvel þótt árið í heild komi'út án halla verður
að gera ráð fyrir slikri árstiðabundinni sveiflu. Aðrar orsakir
hækkunar eru fólgnar í aukningu nettóskuldar ríkissjóðs á
árinu 1 976 og verðtryggingu lána.
Almannatryggingar Framiog rikissjóðs tii
almannatrygginga eru áætluð 24.578 m. kr eða 42.7%
hærri en i fjárlögum 1976. Eru þá rekstrarútgjöld rlkisspítala
talin með til að tölur verði sambærilegar, enda þótt rikis-
spitalar séu i þessu frumvarpi teknir út úr almannatryggingum
og taldir sérstakir fjárlagaliðir I A-hluta. í athugasemdum
frumvarpsins kemur fram, að rikisstjórnin hyggst koma á
breyttri skipan í fjármálum og skiptingu kostnaðar af sjúkra-
tryggingum, sem hafa það meginmarkmið að samhæfa betur
stjórnaraðild og fjárhagslega ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni i
landinu í þessu frumvarpi hefur verið stigið það skref, að
áætlaður kostnaður af rikisspitölunum verði færður i A-hluta
fjárlaga, og er þá reiknað með þvi, að rikið kosti stofnanir
þessar að öllu leyti Flins vegar hefur i B-hluta verið reiknað
með því, að sveitarfélögin greiði hluta sinn af heildarkostnaði
sjúkratrygginga samkvæmt gildandi reglum, og jafnframt
verði 1.200 m kr af kostnaðinum bornar af fjáröflun, sem
samsvari núverandi 1% sjúkratryggingagjaldi af útsvarsstofni.
í frumvarpinu er ekki tekin afstaða til þess, hvort þessi
fjáröflun verði á vegum ríkisins eða sveitarfélaga, enda hlýtur
sú ákvörðun að bíða niðurstöðu viðræðna, sem áformaðar eru
um fjárhagslegt skipulag sjúkratrygginganna og skiptingu
kostnaðar af þeim milli rikis og sveitarfélaga Þá virðist einnig
brýnt í þessu sambandi að endurskoða reglur um þátttöku
hins opinbera í kostnaði af hinum ýmsu þáttum heilbrigðis-
þjónustunnar. Áður en endanleg afgreiðsla fjárlagafrumvarps-
ins fer fram mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra leggja
fram tillögu um nauðsynlegar breytingar á tryggingarlöggjöf
sem tryggir fyrirhugaða nýskipan
Á sviði heilbrigðismála er verkaskipting milli ríkis og sveitar-
félaga ekki jafn skýr og vera ætti. Þetta á reyndar við á fleiri
sviðum Míkilvægt er að hér finnist fjárhagslega heilbrigðar
lausnir, sem ætla sveitarstjórnum bæði áhrif og ábyrgð, enda
er þetta i samræmi við yfirlýsta stefnu rikisstjórnarinnar i
sveitarstjórnarmálum Ég tel rétt að nefna i þessu sambandi,
að þótt e.t.v. hafi ekki tekist sem skyldi á liðnu ári að koma á