Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTOBER 1976 Valgeir Óli Gísla- son — Minning Guðmundur Einars- son frá Merkigarði, F. 9. apríl 1920 D. 20. október 1976 Mig langar nú þegar vegir skilja að minnast nokkrum fátæk- legum orðum vinar míns Valgeirs Óla eða Óla Gfsla eins og við vinir hans í Hafnarfirði kölluðum hann. Óli var fæddur 9. aprfl 1920, sonur sæmdarhjónanna Guðrfðar Ólafsdóttur af Víkingslækjarætt og Gfsla Gunnarssonar kaupmanns, frá Rofum í Mýrdal. Óli lifði alla sfna ævi í Hafnarfirði og Hafnarfjörður og allt sem hafnfirzkt var, var honum mest og kærast; svo unni hann þvf. Fyrstu kynni mín af Óla voru þegar ég sem smá strákur fór sendiferðir upp í verzlun Gfsla Gunnarssonar hér á Suður- götunni, en þar aðstoðaði Óli oft innanbúðar. Lipurð hans og hjálpfýsi komu þá fljótt f ljós og þeir kostir prýddu Óla alla tíð. Mest alla okkar ævi höfðum við Óli báðir búið við Suðurgötuna og þvf verið nágrannar allar götur. Það verður þvf fátæklegra þegar maður hættir að hitta Óla hér f brekkunni og hættir að geta hallað sér upp að vegg með honum eins og sannur Gaflari og spjallað um daginn og veginn. Það er liðið. Óli fékkst við ýmis störf um ævina. Hann vann lengi við Mjólkurbúið f Hafnarfirði á meðan það var og hét. Þá vann hann í fjölmörg ár við verzlunar- störf hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum hér í Hafnarfirði og má þar m.a. nefna lagerstörf í Vélsmiðju Hafnarfjarðar, afgreiðslustörf á Bílaverkstæði Hafnarfjarðar, afgreiðslustörf á Pósthúsinu, innheimtu og skrif- stofustörf hjá Blikksmiðju Hafn- arfjarðar, skrifstofustörf á Skatt- stofunni, afgreiðslustörf á Vöru- bílastöð Hafnarfjarðar og um margra ára bil var hann umboðs- maður Innheimtu Rikisútvarps- ins hér í Hafnarfirði. í öllum þessurn störfum var hann trúr og tryggur sínum húsbændum og jafnframt lipur og vinsamlegur viðskiptavinunum og vildi hann allra götur greiða sem honum var framast unnt. 1 störfum hans komu svo vel fram greiðviknin og velviljinn sem honum voru i blóð borin. Nánust kynni og vinátta tókust með okkur Óla þegar við hófum að starfa saman að málefnum Fimleikafélags Hafnarfjarðar en þar störfuðum við saman í mörg ár og aldrei bar skugga á þá vin- áttu sem tókst með okkur þar. Óli átti sæti i stjórn F.H. um 30 ára skeið og var þar af formaður félagsins árin 1950 til 1954 F.H. var Óla hinn mikli kærleikur, alltaf vildi hann veg félags sins sem mestan og beztan. Leysa vildi hann vandamál þess og persónu- leg vandamál þau sem félagar hans áttu í. Ekkert af því var honum óviðkomandi. Allt vildi hann reyna að leysa með góðvild og sáttfýsi. Fundargerðabækur aðal- stjórnar F.H. bera glöggt vitni þeim hug sem hann bar til félags síns og félaga. Fundargerðir hans voru ævinlega skreyttar með teikningum og hvatningarorðum en Óli var lengst af ritari aðal- stjórnar F.H. Óli var kjörinn heiðursfélagi I F.H. 1974. Fleiri félagsstörf áttu hug Óla og má þar nefna Leikfélag Hafn- arfjarðar meðan það var og hét. Þar var Óli ein aðaldriffjöðrin I fjölda ára og þau voru orðin mörg hlutverkin sem hann hafði leikið á vegum félagsins. Hvort sem var á leiksviðinu eða utan þess var Óli fús til starfa fyrir Leikfélagið og það skipti hann ekki máli þótt þau verk þyrfti að vinna án launa. Laun eða peningar voru ekki það sem Óli hugsaði um. Nei, hann var barn sins. tíma, þegar það var meira virði að hafa nægilegt fyrir stafni og skapa eitthvað án þess að mæla það allt í peningum. Slíkir menn setja óneitanlega svip sinn á samtfð sina og skilja eftir sig spor. Óli var einn þeirra sem sett hefur svip á Hafnarfjörð. Óli fylgdist af ánægju með vexti bæjar sins allt frá kreppuárum til viðreisnar og hann gladdist svo sannarlega yfir velgengninni. Þegar allt lék i lyndi var enginn glaðari og þegar erfiðleikarnir knúðu á þá var hann þéttur fyrir. Sannur vinur í gleði og raun. Óli átti við sína erfiðleika að stríða i lífinu eins og oft er títt hjá tilfinningaríku fólki. Ekki bar hann þessa erfiðleika á torg, heldur var honum tamara að loka þá inni í sér og bera þá sjálfur sem alltaf er erfitt. Eins og ég gat um í upphafi þessara kveðjuorða minna þá kynntumst við Óli þegar ég var smá strákur en alla tið síðan fylgdist hann með mér en það var háttur Óla að fylgjast með vinum sfnum. Ekkert var honum óvið- komandi ef hann gat stutt ein- hvern. Þegar svo börn mfn uxu úr grasi fylgdist Óli með þeim og vissi ætið hvernig þeim vegnaði þvi hann var vinur vina sinna og börn þeirra voru því vinir hans. Nú að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka Óla fyrir vináttu hans og samferð hér i þessu lffi og við biðjum honum Guðs blessunar á hinum nýju stig- um handan hinnar miklu móðu. Ástvinum vottum við einlæga samúð. Einar Þ. Mathfesen Kveðja frá FH Við, hjá Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar, höfum misst mætan og duglegan félagsmann við fráfall Valgeirs Óla Gilsasonar. Óli, en það nafn þekkja allir í FH, og raunar allflestir Hafnfirð- ingar, stundaði að vísu létt keppn- isiþróttir, en hann var félagi, sem ávallt var reiðubúinn að taka að sér sjálfboðastörf fyrir FH og ein- staka félaga sina. Óli var lengi í stjórn FH og formaður félagsins árin 1950—1954. Hann annaðist oft fundarritun fyrir félagið og deild- ir þess, og var ritari fulltrúaráðs frá 1975 að það var stofnað. Áhugi Óla fyrir velgengni FH kom fram á mörgum sviðum, með- al annars i fundargerðum hans. Þar fór hann ekki troðnar slóðir, heldur skryetti þær og jók við frá eigin brjósti hnyttnum örvunar- orðum til félaga sinna. Þegar Hallsteinn Hinriksson stóð að stofnun FH, árið 1929, stóð Óli við hlið hans, þótt ungur væri, og Hallsteinn kunni þá og síðar að meta að verðleikum hæfi- leika Óla til félagsstarfa, enda átti Óli vissulega drjúgan þátt f fram- gangi þess áhugamáls Hallsteins að gera handknattleiksfþróttina svo almenna í Hafnarfirði og víð- ar, sem raun varð á. Það vill oft verða svo með dug- lega félagsmenn að þeir eignist bæði vini og óvildarmenn, — þó ekki Óli, — hann átti aðeins vini og öllum var hlýtt til hans. ÓIi var glaðlyndur að eðlisfari, en stundum lék tilveran hann grátt. Við hátfðir FH var Óli oft feng- inn til að stfga í stólinn og spjalla yfir íþróttagörpunum. Þá mátti búast við sínu af hverju. Stundum fuku brandararnir svo hláturinn glumdi í salnum, en svo átti hann það lfka til að tala um andstæða hluti á svo hrifnæman hátt að viða sáust votir hvarmar. Á 45 ára afmæli FH var Óli kjörinn heiðsursfélagi. Félagsiyndi Óla kom einnig fram í starfi fyrir önnur félaga- samtök. Hann var hvatamaður og fyrsti formaður unglingadeildar slysavarna f Hafnarfirði. Hann starfaði mikið fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, bæði sem félags- maður og leikari og var um tfma formaður þess. Hann var einn af aðalhvata- mönnum, ásamt með bræðrum sinum Gunnari og Sigurði, að stofnun Skfða- og Skautafélags Hafnarfjarðar, og átti mikinn þátt í byggingu skiðaskála félagsins í Hveradölum. Með þessum línum er traustur félagi FH og góður drengur kvaddur. Stjórn og Fulltrúaráð FH. Stokkseyri Þann 18. þ.m. andaðist á sjúkra- húsi í Reykjavík Guðmundur Einarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar, 84 ára að aldri. Vil ég undirritaður biðja Morgun- blaðið fyrir kveðju og minningar- orð um hann en útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag. Guðmundur Einarsson fæddist að Leiðólfsstöðum í Stokkseyrar- hreppi þann 24. júní, 1892 og voru foreldrar hans hjónin, Guðrún Ólafsdóttir og Einar Sveinbjörns- son, sem þar bjuggu þá. Var Guðmundur hinn yngri af tveimur sonum þeirra hjóna. Bróðir Guðmundar heitins, Þor- steinn, er enn á lífi í Reykjavík, háaldraður. Er Guðmundur var barn að aldri fluttu foreldrar hans í kauptúnið á Stokkseyri og byggðu sér þar hús sem þau nefndu Merkigarð. Þar ólst Guðmundur upp og bjó þar alla ævi síðan. Á æskuárum Guðmundar var Stokkseyri eitt af fjölmennari kauptúnum landsins. Þar hafði á siðustu áratugum 19. aldar hafist umfangsmikil verslun er hafði viðskipti vftt um byggðir Suðurlands. Á vertíðum var úr þorpinu mikil útgerð op- inna áraskipa er gerði staðinn að einni fjölsóttustu verstöð lands- ins. Nokkru eftir aldamót varð bylting í sjósókn Stokkseyringa er vélbátar leystu áraskipin að mestu af hólmi á tiltölulega fáum árum. Fljótlega fylgdi á eftir hinn fyrsti vísir að notkun véltækni við ýmis störf í landi og hinar fyrstu bifreiðir koma til sögunnar. Á þessum árum var Guðmundur að koma til starfa sem ungur maður, aflaði hann sér fljótt þekkingar í meðferð véla og voru störf hans mjög við vélgæslu bundin síðar á ævinni. Er kom fram á þriðja tug þessarar aldar snerist þróun atvinnulífs og verslunarhátta á Suðurlandi Stokkseyringum í óhag. Verslun- in dróst saman og lagðist til annarra byggðarlaga, og það sem alvarlegra var, bátunum fækkaði að mun. Þéttbýlið við Faxaflóa og fleiri staðir með vaxandi stórút- gerð og umsvif seiddu til sín fólkið þannig að íbúatalan dróst verulega saman. Viðleitni var uppi í kauptúninu til að efla á ný atvinnulífið og snúa hinni óhagstæðu þróun við. Árið 1933 var stofnað samvinnufélag um út- gerð á Stokkseyri er hlaut nafnið Samvinnufélag Stokkseyringa. Var Guðmundur Einarsson einn af hvatamönnum að stofnun þess og framkvæmdastjóri félagsins. Félag þetta starfaði um nokkur ár og lét það smíða I Danmörku 3 vélbáta er það gerði út frá Stokks- eyri. Var útgerð þeirra til veru- legrar atvinnuaukningar í kaup- túninu á erfiðum tímum. Um siðustu aldamót hófst rekstur íshúss á Stokkseyri og má segja að sú starfsemi hafi staðið óslitið síðan og þar lagt margir góðir menn hönd á plóginn. Fyrir- tækið var í hinu gamla íshúsformi fram yfir 1940 en 1942 var stofnað nýtt félag um rekstur þess er nefndist íshúsfélag Stokkseyrar. Beitti Guðmundur sér ásamt — Minning fleirum fyrir stofnun þess og varð framkvæmdastjóri þess og íshús- vörður. Þróaðist fyrirtæki þetta á fáum árum yfir í hraðfrystihús með þeim tæknibreytingum er til þurfti. Var stofnað um þennan rekstur nýtt félag árið 1948, Hrað- frystihús Stokkseyrar h/f. Var Guðmundur Einarsson í stjórn þess um fjölda ára og fram- kvæmdastjóri frystihússins og vélgæslumaður frá upphafi og fram til ársins 1965 er hann lét af störfum þá kominn á áttræðis- aldur. Hraðfrystihús Stokkseyrar hefir alla tið verið höfuðstoð at- vinnulífs Stokkseyringa og raunar byggðar í kauptúninu og er nú stórfyrirtæki. Eins og sjá má af framanrituðu eru afskipti Guðmundar Einars- sonar af atvinnumálum Stokks- eyrar ekki lítil Þegar margir aðrir fluttu i burtu til að leita gæfunn- ar var hann kyrr og var meðal helstu forgöngumanna í atvinnu- lífi kauptúnsins. Auk þess sem hann var fyrr á árum kvaddur til ýmiss konar félagsmálastarfa i þágu sveitar sinnar og samborg- ara sem hér verður ekki rakið nánar. Lengstan tíma starfsævi sinnar helgaði hann Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar og vil ég sem þessar línur rita flytja honum á kveðjustund hlýjar þakkir í nafni þess fyrirtækis. Guðmundur Einarsson kvæntist 21. desember 1919, Þorbjörgu Ás- geirsdóttur frá Ásgarði á Stokks- eyri. Stóð heimili þeirra í Merki- garði en þau bjuggu saman rúm fimmtíu ár en Þorbjörg andaðist 7. nóv., 1970. Þau hjón eignuðust 4 syni, eru þeir: Sveinbjörn, verslunarstjóri, Stokkseyri, kvæntur Ingibjörgu Sigurgrímsdóttur, Ásgeir, hús- vörður við Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, kvæntur Jónu Þórarins- dóttur, Konráð, framkvæmda- stjóri Hótel Sögu, Reykjavík, kvæntur Eddu Lövdal, Björgvin, yfirvélstjóri við Hraðfrystihús Stokkseyrar, kvæntur Kristínu Jósteinsdóttur. Barnabörn Guðmundar voru orðin 14 en barnabarnabörnin 3. Síðustu sex ár ævinnar eftir að kona hans var látin bjó Guðmund- ur einn að Merkigarði en við það hús hafði hann bundið órofa- tryggðir. Lagði hann mikið kapp á að halda sjálfstæði sinu og tókst það með góðri aðstoð sona sinna og tengdadætra og mátti heilsa hans sæmileg kallast eftir aldri fram á þetta ár. Guðmundur var hamingjumað- ur í einkalífi sinu. Hann sá syni sína alla eignast myndarleg heim- ili og verða hina nýtustu borgara hvern í sinni starfsgrein og á efri árum lifði hann að sjá barnabörn- in mörg og mannvænleg vaxa úr grasi. Sjálfur var hann um ára- tugaskeið einn þeirra manna er settu svip á Stokkseyri og það eins nú hin síðústu árin er hann gekk sem öldungur um götur stað- arins. Þvi er nú sjónarsviptir að þegar hann er allur og okkur samferða- mönnum hans söknuður í hug. En hinn þungi straumur lífs og dauða verður eigi stöðvaður. Vandamönnum Guðmundar heitins skal hér vottuð einlæg samúð, en honum sjálfum bið ég allrar blessunar nú þegar hann er genginn á fund hins ókunna bak við landamærin miklu. Helgi ívarsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. t Eiginmaður minn og faðir, VALURLÁRUSSON, Háaleitisbraut 47, andaðist i Landakotsspitala 28. október. Gróa Guðjónsdóttir, Trausti Valsson. t Faðir okkar HARALDUR SIGURÐSSON fyrr.v. héraðslæknir, Fáskrúðsfjarðarhéraðs til heimilis að Álfhólsveg 94, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum 22 október. Börnin t Jarðarför móður minnar THERESIU EINARSSON hefur farið fram i kyrrþey, samkvæmt ósk hinnar látnu Fyrir hönd vandamanna. Lydia Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.